"Sterk öfl í kirkjustjórn munu nota ráð, eða gera það að verkum að ekki verði komið til móts við samkynhneigða" ....

Það er ekk að spyrja að "spádómsgáfu" dr. Péturs Péturssonar sem sagði þetta í viðtali eftir prestastefnu 2007. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 10:08

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl Jóga mín.

Ég hef ekki fylgst mjög náið með framvindu mála á prestastefnum og biðst velvirðingar ef ég er að "bulla út í loftið". 

Mín skoðun er sú að þessi krafa samkynhneigðra til hjuskaparvígslu séu eðlileg og sjálfsögð mannréttindi. Mér finnst aðþjóðkirkjan eigi að vera kirkja allra samfélagsþegna en eki bara sumra.

Hinsvegar hefði ég viljað, í ljósi þeirra aðstæðna sem núna eru raunveruleiki á Íslandi, sjá "heitustu" áherslur prestastefnunnar fjalla um FÁTÆKT á Íslandi!  Þá ekki síst fátækt barnafjölskyldna sem varla hefur í sig og á og nýtir sér "pappírsskilnaði" til að fá bætur frá samfélaginu fyrir nauðþurftum og líka fátækt gamla fólksins okkar.

Marta B Helgadóttir, 30.4.2010 kl. 11:38

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...biðst velvirðingar á innsláttarvillum ...handónýtt lyklaborð 

Marta B Helgadóttir, 30.4.2010 kl. 11:39

4 identicon

Ég skil ekki þessi pælingu "kirkjan eigi að vera allra". Er hún það ekki núna. Fólk þarf alltaf að hafa einhver ímynduð baráttumál, en gleymir raunverulegu baráttumálunum.

  Samkynhneigðir eru velkomnir í kirkjuna hvar sem er.  Þeir geta fengið blessun sambúðar sinnar. 

  Það að gagnkynhneigðir vilji gangast undir annars konar athögn en samkynhneigðir, og að þessi vilji skuli vera afturhaldssemi.

  Ég er s.s. ekkert heitur í málefninu en ég hreinilega skil ekki röksemdarfærslu, t.d. Jóhönnu. 

  Nei, svona pólitík, er til þess fallinn að svæfa alla gagnrýna hugsun. Hér í samfélaginu er mörg mein, en þetta virðist vera eina baráttumál margra, og sem mesti þunginn er í. Málið er að þetta nútímasamfélag, virðist ekki geta  talað hreint út um vandamál samtímans, þ.e. einhver endalaus pollýönu-leikur í gangi. 

  Gríðarlegur skortur á kjarki. 

  Reyndar er efnahagshrunið gott dæmi um það. Það þorði enginn að tala um það sem þó allir sáu, og höfðu á tilfinningunni innst inni, bara "vonin" um efnhagslegt frelsi var svo sterk að gagnrýnin hugsun hvarf. 

  Þetta mál er svo dæmigert um það. 

  Hvernig margir frjálslyndir ganga jafnvel í takt við mestu hatursmenn kirkjunnar(eða trúarinnar) er síðan einstaklega sorglegt, og fær mann til að efast um ansi marga hluti. 

  Einnig hvernig sami hópur nánast notar þennan frjálslynda hóp, að teyma sig á asnaeyrunum við að koma vondu orði á kirkjuna. Kirkjan í gegnum tíðina hefur verið athvarf fyrir þá sem minna mega sín. Algjör afstæðishyggja gagnvart öllum og öllu er einhver mjög svo undarleg túlkun á þeirri staðreynd. 

  Hvernig getur það verið alfa/omega trúarinnar hvort að nákvæmlega sama athöfnin gildi um hjónaband samkynhneigðra og gagnkynhneigðra??? Það þurfa engir fordómar að felast í því. 

Ari G (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 12:05

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl Marta,  stundum virka ein réttindamál - jafnvel mannréttindamál eins og hjóm miðað við önnur mannréttindamál. 

Ég hef ekki setið málþingið, en aðallega fylgst með. Ég held að þetta mál vegna gagnkynhneigðarhyggju sumra og íhaldssemi hafi málið orðið "heitt" vegna einmitt að menn rifust um það. 

Aftur á móti tel ég að allir séu sammála um að koma þarf fjölskyldum, þ.m.t. börnum til hjálpar.  Um það sé ekki deilt, eða á því á ég ekki von. 

Hægt er að lesa um umræður hér þar sem verið er að ræða um að styrkja foreldra og efla velferðarkerfið. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 13:55

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Hvernig getur það verið alfa/omega trúarinnar hvort að nákvæmlega sama athöfnin gildi um hjónaband samkynhneigðra og gagnkynhneigðra??? Það þurfa engir fordómar að felast í því."

 hjónaband samkynhneigðra er ekki upphaf og endir eða alfa og omega trúarinnar, en það er mikilvægt að virða hverja manneskju eða manngildi hennar.  Það rúmast innan trúarinnar - einhvers staðar á milli upphafs og endis.

"Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu."  er skrifað í Lúkasarguðspjalli. 

Öll atriði sem varða mannréttindi eru mikilvæg og eitt útlokar ekki annað. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 14:23

7 identicon

Ég spyr þig samt aftur finnst þér það vera fordómar, ef maður vill hafa annars konar athöfn varðandi þegar maður og kona eru gefinn saman, eða fólk af sama kyni??

  Er ég kannski eitthvað að misskilja hlutina...snýst málið ekki um það annars?

Ari G (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 14:45

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ari, ef að tvær konur / tveir karlar hafa áhuga á að ganga inn kirkjugólfið og gifta sig kirkjulegri hjónavígslu (eins og gagnkynheigðir mega í dag)  en við viljum ekki leyfa þeim það á grundvelli þess að þau eru karl og karl eða kona - þrátt fyrir að það sé almennt samþykkt í þjóðfélaginu að slík ástarsambönd eigi jafn mikinn rétt á sér og ástarsamband karls og konu. Já, þá eru það fordómar.

Hjónaband karls og konu eyðileggst að sjálfsögðu ekki við það, eins og sumir halda fram, fólk er alveg nógu duglegt sjálft við að eyðileggja sín hjónabönd og þarf ekki utanaðkomandi hjálp til þess. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 15:54

9 identicon

Helvítis skömm!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 15:57

10 identicon

Tel þetta vera mál sem doktorinn og jvj gætu leyst snöfurmannlega á tiltölulega skömmum tíma.

itg (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 17:22

11 identicon

Einstaklega ósmekklegt hjá þér að segja þetta með að fólk sé duglegt sjálft við að eyðileggja hjónabönd sín. Ég held að engin geri það viljandi. 

  Hvernig geturðu sagt fordómar þegar ég vil gifta samkynhneigða, bara að það verði önnur athöfn hjá samkynhneigðum, en hjá gagnkynhneigðum. Ég er bara ekki að fatta þig, eða er ég kannski að misskilja málið?

  Getur þú virkilega ekki séð að samband fólks af sama kyni er allt annars meiðis en samband karls og konur. Kannski er samband samkynhneiðgra miklu betra, og miklur ástríkara. Þessi sambönd eru þó í eðli sínu gjörólík. Þú hlýtur að skilja það, eða 1) hefur pollýönuleikur þinn engin mörk, eða 2) ertu bara að reyna að hafa áhrif, áhrifanna vegna. 

Ari G (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 21:09

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.4.2010 kl. 21:57

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Einstaklega ósmekklegt hjá þér að segja þetta með að fólk sé duglegt sjálft við að eyðileggja hjónabönd sín. Ég held að engin geri það viljandi."  segir Ari G. 

Hvað kallar þú það Ari G þegar að annar eða báðir aðilar hjónabands bregðast trausti ítrekað, beita maka sinn  ofbeldi, sýna ekki virðingu o.f.frv.  Lendir fólk bara í því - alveg óvart?  Þarna er fólk að eyðileggja sitt eigið hjónaband - kannski með hugsunarleysi, kannski viljandi, kannski af vankunnáttu,  en þarna þarf fólk að horfa inn á við og rækta sig og sitt hjónaband. 

Ég nefndi þetta í tilefni þess að einhver svartstakkurinn hafði áhyggjur af því að hjónabandið HANS væri ónýtt ef að samkynhneigðir fengju hjónavígslu. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 22:11

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Getur þú virkilega ekki séð að samband fólks af sama kyni er allt annars meiðis en samband karls og konur. Kannski er samband samkynhneiðgra miklu betra, og miklur ástríkara. Þessi sambönd eru þó í eðli sínu gjörólík. Þú hlýtur að skilja það,..."  segir Ari G.

Bjarni Karlsson orðar svo vel hvað hjónabandið er, en hann segir að hjúskapalögin séu "kynhlutlaus" .. þannig að það skiptir ekki máli hvers kyns einstaklingarnir séu sem eru að gifta sig. 

 "Sáttmáli um ást í gagnkvæmri tryggð og virðingu .. þessi sáttmáli heitir hjónaband"

 Hvers vegna viltu setja fókusinn á það sem er ólíkt og að það þýði að það verði að vera öðru vísi athöfn, þó að hin samkynhneigðu fari fram á sams konar athöfn? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 22:19

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Spurningarnar þínar númereðar 1 og 2 þarftu að útskýra betur. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 22:20

16 identicon

Jóhanna skrifar,

Hvað kallar þú það Ari G þegar að annar eða báðir aðilar hjónabands bregðast trausti ítrekað, beita maka sinn  ofbeldi, sýna ekki virðingu o.f.frv.

  Það hefur eitthvað mikið gengið á þegar þannig er við sögu komið. Oftar en ekki þá fylgir vímuefnanotkun, eða einhverjir miklir brestir einstaklinga, innan þess sambands, sem eru ekki komnir til vegna sambandsins sjálfs. 

  Fjölskyldugildi eru nú ekki beint í hávegum höfð hérna á Íslandi. 

  Síðan með því að láta hjónaband manns og konu, gegna alveg sömu lögmálum, þ.e. vígslan, og sambönd samykynhneigðra er ekki beint gert til að styðja það. Svona mál hafa afleiðingar. Það er engin að tala um að taka rétt samkynhneigðra að ganga í "hjónaband"(þá samkvæmt nýjum skilningi þess orð) eingöngu verið að tala um að önnur vígsla sé viðhöfð þegar þannig er. 

   Þegar Bjarni talar um "kynhlutlaust". Hvað meinar maðurinn með, eða svartstakkurinn eins og þú segir. Er ekki málið bara það, að þetta er einhver kynjapólitík, sem á ekkert heima í kirkjuna, og eina sem hún gerir er að kljúfa hana í herðar niður.

  Af hverju er ekki hægt að hafa 2 vígslur?

   Ég verð að segja í mínu tilviki er þetta það ekki. Ég vil bara að það sé skýrt tekið fram þegar ég geng í hjónaband að ég er að ganga að eiga konu, og konan sé að ganga að eiga karl. Það er eiginlega hálf kjánalegt að segja þetta. Það er bara stór þáttur í þessu öllu. Að samkynhneigður maður gangi í gegnum nákvæmlega sömu vígslu og ég, verð ég að segja að er.......................ja, ég á ekki orð.....en málið er að það kemur fordómum EKKERT VIÐ. Ég vona bara að þú virðir mína afstöðu. 

  Líka varðandi hitt sem ég sagði um trúaleysingja og þá sem leggja fæð á þjóðkirkjuna. Það er líklega gott partý hjá þeim núna. Þeir hlæja að þessu, og sjá að þeir vinna alveg sama hvernig fer. Orðið er útþynnt og skiptir engu(ekki litlu, heldur ENGU), eða 2) fordómafull og afturhaldssöm kirkja. Sérðu þetta virkilega ekki, og þá er ég ekki bara að tala um þig, líklega eru margir sömu skoðunnar og þú.

  Líklega eru margir prestanna miklu íhaldssamari en ég á þetta. Aftur á móti skil ég ekki sjónarmið þitt um að þetta mál sé svo rosalega heilagt. Þetta má ekki verða einhver slagur. Þetta mál er ekki svona stórt, og þarf ekki að vera svona stórt. 

  Einnig heyrði ég um tillögu að Prestar myndu ekki taka að sér að lögum að gefa saman pör. Hvað fannst þér um þá tillögu? Það er eiginlega andsvar við þeirri gagnrýni að kirkjan verði að fara að landslögum..........allavega geri ég ráð fyrir því.

Ari G (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 23:32

17 identicon

Þetta fer að vera vandræðalegt.

  Þú ert einhver mesti co-ari sem maður hefur vitað um. 

  Ég skoðaði  síðustu færslu og þar drulla 2 menn yfir kirkjuna og trúnna. Þú segir ekkert!!   Á meðan svipaðir einstaklingar og þeir, sér í lagi annar eru mög hatursfullir út í kirkjuna, og fyrirlíta nánast allt sem hún stendur fyrir, og þú bara í einhverri gleðivímu. Ertu að djóka eða er þér alvara??

  Síðan er ágreiningsmunur hjá þér og prestum um hvernig haga skuli blessun á hjónabandi samkynhneigðra, og þú opinberar skoðanir þínar, og talar um svartstakka, afturhaldsseggi, og nánast bara um þeirra mannfyrirlitningu. Menn sem hafa kannski þjónað og hjálpað fólki í nánast hálfa öld. 

  Þú talar eins og þeir vilji samkynhneigðum dauða og djöful. 

 Það er einfaldlega sárt að horfa upp á þetta, þó að ég þekki þig ekki neitt. 

  Eins og ég sagði í fyrri færslunni. 

Ari G (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 17:08

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

  1. Það skiptir ekki máli hversu margir skilja þig ekki. Það sem skiptir máli er hversu margir skilja þig.
  2. 10% fólks finnur leiðir til að taka hvað sem er persónulega. Reiknaðu með því.
  3. "Að leita vinsælda frá öllum er merki um meðalmennsku." (Colin Powell)
  4. "Ef þú hefur veruleg áhrif, mun 95% af því sem er sagt um þig vera neikvætt." (Scott Boras)
  5. "Ef þú vilt bæta þig, sættu þig við að vera álitinn kjánalegur og heimskur." (Epíktet)
  6. "Að lifa góðu lífi er besta hefndin." (George Herbert)
  7. Haltu ró þinni og haltu áfram.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.5.2010 kl. 23:33

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ari, ég hef ekki orku í það að fara í einhvern varnarslag við þig, þú hefur leyfi til að halda þínu fram og ég mínu. Þó að myndin af mér sé brosandi, þarftu ekki endilega að álíta að mér sé hlátur í huga allan tímann. 

Ég var búin að útskýra margt af því sem þú tekur upp aftur.  Í fyrri færslunni bið ég mann um að virða að ég trúi á Guð og að ég virði að hann trúi ekki á Guð. 

Við erum að ræða hér mannréttindi og þau eru aldrei gamanmál. Að fólk sé virt að jöfnu án tillits til kynhneigðar. Það er ekki verið að ætlast til að allir prestar þurfi að vígja samkynhneigða, enda er það tekið fram t.d. hjá Bjarna að ef  það passar ekki þeirra trúarsannfæringu geti þeir frábeðið sér að vígja samkynneigða. 

Svartstakkar er viðurkennt heiti yfir íhaldssamari arm presta, síðan er talað um frjálslynda presta og í hugum sumra er það skammaryrði að vera frjálslyndur. 

Ef ég hef sært þig persónulega þykir mér það leiðinlegt.  Ætla ekki að munnhöggvast við þig meira um þetta, en þakka þér innleggin þín. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.5.2010 kl. 23:41

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

ath. mér þótti ég þurfa að setja inn þessi 7 atriði sem eru fengin að láni á bloggi Hrannars.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.5.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband