Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nóg af landi, nóg af mat, nóg af peningum .... en ekki nógu mikill kærleikur

Svona förum við með börn þessa heims,  og það er þyngra en tárum taki.  Ég var að skoða greinar um matarsóun, bara í fyrradag, þar sem verslanir voru að farga heilu kössunum af grænmeti.  Einhvern veginn er þetta allt svona vegna þess að við höfum skapað heimskerfi þar sem gæðunum er misskipt.  Hvað er þetta annað en eigingjarn heimur,  þegar að við viljum hafa allt út af fyrir okkur? ..    Hinir mega ekki njóta þess sem við höfum? -    Já, ég segi "við"  því við erum öll íbúar á jörðinni og ættum að skipta því sem hún gefur okkur réttlátlega með okkur. 

Því miður er ég líka forrituð á þennan máta,  eins og flest annað fólk, en viðurkenni vitleysuna og ég trúi því einlæglega að ef við mannfólkið værum kærleiksríkari þá deildum við öllum heimsins gæðum á réttlátari hátt. 

Það er hægt að byrja með viljayfirlýsingu.  Í stjórnarskrá Bandaríkjanna stendur að allir menn séu skapaðir jafnir,  en það getur engan veginn gengið upp þegar að þeir meina sumum að vera jafnir.   Þá verður þetta í besta falli "Animal Farm" Orwells,  þar sem "Sumir eru skapaðir meira jafnir en aðrir" ..   

Blessað barnið að lifa svona æfi og aumingjans faðir hennar sem var að leita að betra lífa fyrir sig og stúlkuna sína.  

 

48378054_2205796769490503_8796359013827608576_n


mbl.is Sjö ára stúlka lést í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og Pandóru box hafi verið opnað ...

Ég veit ekki hvort það er rétt að "mjólka" þetta mál svona út í hið óendanlega. Það eru kostir og gallar við það. Auðvitað þarf að opinbera "siðgæði" fólks sem á að vera fyrirmyndir og eru við stjórn, en ég veit ekki með alveg hvort að aðferðafræðin sé rétt? - Er þetta ekki það sem kallað er "Public shaming" .. ? Svipað og gapastokkur var notaður í gamla daga og fólkið haft að aðhlátursefni á torgum? - Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna talaði um að þegar einhver leggist lágt, þá ættum við að rísa hátt og ég er sammála henni. Hvernig myndum við meta svona leiklestur? - Er það hátt eða lágt? En vegna fyrirsagnarinnar um Pandóru boxið: Seifur sendi Pandóru til jarðarinnar með öskju fulla af plágum og böli. Af eðlislægri forvitni opnaði Pandóra öskjuna og hleypti öllum plágunum út. Það eina sem varð eftir í öskjunni var vonin. Eigum við ekki bara rétt að vona að þessum plágum og böli fari að linna, svo að vonin fái litið dagsins ljós? -


mbl.is Í beinni: Samtalið á Klaustri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

olafurogdorrit.is ?

"Við Dorrit..... ?" .. 

Ég hlustaði aðeins á byrjunina á viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson, í þættinum "Sprengisandi"  og sá/heyrði hvernig hann hálfflissaði  þegar hann sagði frá heimasíðunni olafurogdorrit.is

Ólafur er enginn asni, og án þess að ég hafi upplýsingar um það þá fékk ég á tilfinninguna að nafnið á síðunni hafi ekki verið hans hugmynd.  - Hann viti þó hvað selur. 

Er eitthvað að vörumerkinu olafurragnar.is ? 

Af hverju þessi sirkus? 

Af hverju er hann ekki einn í framboði? -  Er hann ekki nógu sterkur eða stór sjálfur? - 

shoulderstandingsm.jpg

 

 

 

 

 

 

 

  

Menn prófa auðvitað ýmis PR "Stunt" .. 

Það eru margir sem heillast af extrovert framkomu Dorritar, hversu mannleg og einlæg hún er,  og það er vissulega jákvætt að forseti skuli eiga góðan maka sem heillar fólk. - 

En mér finnst það merki um einhvert óöryggi í framboði hans að heimasíða forsetaframboðs sé ekki byggð á hans eigin sjálfstrausti.  -  heldur að miklu leyti á eiginkonunni. 

Skv. Piu Mellody sem skrifaði bókina "Facing Co-dependence" - segir hún sjálfstraustið byggt á sjálfinu því sem við eigum innra með okkur, - annað sé "Other esteem" -  Þ.e.a.s. það sem við byggjum á hinu ytra; þ.e.a.s. á því sem við eigum, stétt, stöðu og svo framvegis - líka maka. 

Þetta er til umhugsunar, - auðvitað tjaldar fólk því sem það á til,  ... en ítreka að mér finnst Ólafur vera býsna háður konu sinni í þessari kosningabaráttu. -  

HÉR er tengill á viðtalið

Kosningarnar eiga að mínu mati að snúast miklu meira um þessa einstaklinga sem eru að bjóða sig fram, þeirra framlag og hæfni, - ekki maka þeirra eða börn.  Það gildir að sjálfsögðu um alla frambjóðendur, - ekki bara Ólaf Ragnar.   


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég styð Þóru

Eftirfarandi skrifað Stjáni Blö í athugasemd á DV:

"Þóra á ekkert erindi á Bessastaði,hún er of ung,hún er allt of meinlaus,hún þarf að einbeita sér alveg 100% að hagsmunum þjóðarinnar,sem veitir ekki af,hún verður með hóp af börnum sem þurfa að fá 100% athygli líka,svo verður þetta aukakostnaður fyrir okkur skattborgara vegna stórrar fjölskyldu sem þarf sérmeðferð,allt gott um Þóru að segja,gaman væri samt að vita hver skyldi hjálpa henni með 30 milljónir til þess að fjármagna framboðið,er það Samfylkingin eins og sumir vilja meina,en hún ætti að bíða með þetta og reyna eftir svona 16 ár!" .....
Hmmm.... 
Stjáni Blö er s.s. að hafa vit fyrir Þóru sem er of ung að hans mati og of meinlaus.  Já, kannski betra að hafa einhverja skaðvalda? -  Svo á hún, skv. Stjána Blö að sinna börnum sínum 100% -  (eins og þau séu föðurlaus?) -  en þarna kemur forræðishyggja ansi sterkt inn hjá Stjána Blö. -  Svo þarf fjölskyldan "sérmeðferð" hmmmmm?? ..  Síðan kemur þarna samsæriskenning, - um 30 milljónirnar, - en ég fatta ekki að Stjáni Blö. skyldi ekki finna upp á því að Samfylkingin passaði börnin fyrir hana og bóndann ...
Ég held að við verðum að treysta Þóru Arnórsdóttur til að taka sínar ákvarðanir í lífinu,  og treysta þjóðinni til að kjósa þann aðila sem það vill sjá sem forseta,  með þeim skyldum sem embættið hefur. - 
Ákvörðunin er hennar. -
p.s.  Þroski er ekki alltaf metinn í árum,  -  sumir fara í gegnum lífið þokkalega áfallalaust á meðan aðrir mæta hverju áfallinu/verkefninu á fætur öðru tiltölulega ungir. -  Á dönsku er talað um að ungt fólk geti verið "gammel-klog"  ... 
Nógu fljótir eru sumir eldri herrarnir að bregða fyrir sig frasanum "aldur er afstæður" þegar þeir eru í makaleitinni!  Whistling

mbl.is Þóra ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð umræða í aðdraganda forsetakosninga

Allir Íslendingar sem hafa náð sjálfræðisaldri fá að kjósa forseta landsins. 

Forseti er yfirleitt kallaður veraldlegur leiðtogi.   En í mínum huga vantar þjóðina ekki síður andlegan leiðtoga og fyrirmynd.  Forseta sem veitir hinu jákvæða athygli, án þess að afneita hinu neikvæða.

Alþingismenn eru fæstir að veita slíka fyrirmynd og ef eitthvað er, eru þeir fyrirmynd í neikvæðni sumir hverjir og samskiptum sem eru ekki til eftirbreytni.

Forsetaembættið er æðsta embætti þjóðarinnar.  -

Jörðin er ekkert án himins og himinn ekkert án jarðar.  Hið veraldlega er ekkert án hins andlega og hið andlega ekkert án hins veraldlega.  Þetta verður ekki sundur slitið hvað mennskuna varðar. -

Búin hefur verið til síðan "Hvetjum Þóru Arnórsdóttur í framboð til forseta Íslands.  Þar mynduðust góðar umræður um hvernig "baráttan" ætti að vera og komu margir með þó ósk að umræðan laðaði fram kosti væntanlegs frambjóðanda en væri ekki að setja út á, eða finna galla hjá hinum frambjóðendunum. -

Það finnst mér til fyrirmyndar - og líka til fyrirmyndar fyrir pólitíkusuna! -

Þar hefur m.a. Svala Jónsdóttir gengið fremst í flokki:

  • Svala Jonsdottir Ég held að við ættum að einbeita okkur að kostum okkar frambjóðanda, fremur en að mögulegum göllum annarra frambjóðenda.
En nú leita ég eftir fyrirmynd sem er jákvæð, opin, heiðarleg, án drambsemi og hroka og sem flestir geta sætt sig  við að komi fram fyrir Íslands hönd.  (Veit að það geta aldrei allir sætt sig við eina manneskju). -
Er Þóra Arnórsdóttir þessi manneskja? - Er Herdís Þorgeirsdóttir þessi manneskja?  - Er Ólafur Ragnar Grímsson þessi manneskja? - Eða hver? -

Dagurinn til að hætta við að hætta við - að íhuga forsetaframboð! -

mynd_3_jpg_475x600_sharpen_q95_1144427.jpg Þar sem ég er orðin vondauf um að alþýðleg, ófullkomin, einlæg, heiðarleg og þó bersyndug,  tilfinningarík manneskja,  sem hefur alls konar mannlega reynslu í farteskinu og er sérfræðingur í samskiptum, sérstaklega sínum eigin,  þá finnst mér varla annað hægt en að hætta við að hætta við að íhuga forsetaframboð! 

Spyrðu ekki hvað Ísland getur gert fyrir þig, heldur spyrðu hvað getur þú gert fyrir Ísland. - 

Ísland: spyrðu ekki hvað heimurinn getur gert fyrir þig, heldur hvað getur þú gert fyrir heiminn. - Heimurinn er að læra að þekkja sjálfan sig í gegnum þig - Ísland farsældar frón. - 

Í haust þegar DV kynnti það til sögunnar að algjört nobody, einhleyp kona í bleikum loðnum inniskóm og með kött, orðaði það að vísu ekki alveg svona, íhugaði forsetaframboð,  þá fóru raddir í gang "Hver er þessi Jóhanna, og hvað þykist hún vera, hvað vill hún eiginlega upp á dekk"?    -  Eins og það væri ekki nóg að púkinn á öxlinn hefði lamið mig í hausinn með þessari spurningu allt mitt líf! ..  en heppin ég að vera búin að fatta að "I have a body" .. sem er nátturlega ekki "no body" -  Líkaminn s.s. bjargaði mér frá því að vera no-body! -  

Til að gera langa sögu stutta þá róaði ég fólkið með að draga þetta til baka, enda búin að sjá að forsendur þurftu að vera sterkari.  Ég þyrfti helst að vera "Celebrity" en ekki einhver "Jane Doe" - að vísu svona dyttin og dattinn í viðbót, en förum ekki út í það hér. ;-) 

Íhugun um framboð var s.s. dregin til baka, eins og sést á þessari frásögn í DV, smellið HÉR. -  

En nú er kominn dagurinn til að svara "Hver er þessi Jóhanna?" - 

Það er ekki nema sanngjarnt að kynna sig og  hef ég  því sett upp risaskjá á Austurvelli,  fyrir framan Alþingi Íslendinga - og mun tala þaðan.   RUV mun verða með beina útsendingu svo að landsbyggðin missi ekki af heldur.   Á sama stað verða baukar, eða réttara sagt tunnur þar sem má leggja frjáls framlög í kosningasjóð. 

Einnig verður komið upp friðarhring,  með báli,  þar sem hægt er að henda á öllum áhyggjum, kvíða, ótta, skömm o.s.frv. - og við látum það fuðra upp - og kyrjum saman,  "Stingum af" - undir forsöng Mugison sjálfs. - 

Eftirfarandi er brotabrot af hugmyndafræði  mína um forsetaembættið: 

  • Opið hús einu sinni í mánuði fyrir alla heldri borgara,  þá meina ég það fólk með alvöru sjálfstraust, - sem ekki getur montað sig og byggt sjálfstraust á stöðu sinni, peningum, diplómum, húsnæði, bílaflota  o.s.frv. ..  
  • Nonni og Gulli (úr Elliðaárdalnum) verða fengnir til að flytja "Sweatið" sitt á lóðina við Bessastaði, og allir erlendir gestir verða settir í að dansa (verða dansinn) horfa í séríslenskan eldinn - deyja hinu gamla lífi og taka upp nýtt líf eftir veru undir feldi í skjaldbökutjaldi þeirra. -  
  • Ég (forsetinn) býð upp á hugleiðsluhamingjugöngur í kringum Bessastaðatjörnina - fyrir gesti og gangandi þar sem hugleitt verður inn á andlega kjörþyngd, háan hamingjustuðul,  og að laða að sér gróða (svona næsti bær við "að laða að sér hið góða" ) .. 
  • Allsherjar sumarskemmtun verður haldin og opið hús þegar ég flyt á Bessastaði, það verður ekki mikil vinna, en núverandi húsnæði er 55 m2, svo ekki fer mikið fyrir húsgögnum. - (Auglýsi hér með eftir aðstoðarfólki við að flytja, pizza, kók og bjór í boði) - 
  • Nota einungis föt í embættið sem eru keypt "second hand" t.d.  hjá Hjálpræðishernum, "Vintage"  - engin eyðsla í óþarfa, og aukapeningar lagðir í Fjölskylduhjálpina og mæðrastyrksnefnd. - 
  • "Never a dull moment" á Bessastöðum! - 

En textinn er þegar orðinn lengri en meðalmaður gefur sér tíma til að lesa. - Ef þú ert enn að lesa, ert þú meiri en meðalmanneskja, pældu í því! - 

Botnlínan:   Dagurinn í dag, 1. apríl 2012,  er dagurinn til að hætta við að hætta. - 

Hef fengið víðtækan stuðning úr óvæntum áttum, - laufaáttu, tíguláttu, spaðaáttu - að ógleymdri hjartaáttu.   Áttan er táknið um upprisuna,  alfa og omega,  - sem þýðir að hugmyndin um Jógu sem forseta er endurvakin. -  Já, friðarsinninn Yoko og ég erum nöfnur, tilviljun? -  Neeee.... 

En s.s. yndislegi kjósandi, komdu á Austurvöll í dag, og upplifðu sannleikann um framboð mitt,  byggt á því sem þjóðin þarf,  kærleika, vináttu og heiðarleika - og auðvitað fullt af GLEÐI. -  

Elska alla, þjóna öllum - 

388267_10150401741006520_113742176519_8668309_266790797_n.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

HLUSTUM: ...  

 

 

Ég hafði ekki tíma til að skrifa ræðu, en þar sem búið er að gera bestu ræðu allra tíma, þá leyfi ég mér að segja: "ÉG ER SAMMÁLA SÍÐASTA RÆÐUMANNI:"

(Hér er hraðsoðin þýðing) 

Fyrirgefið mér, en ég vil ekki vera keisari,  - það er ekki minn tebolli.  Ég vil ekki stjórna neinum eða sigra neinn.  Ég myndi vilja hjálpa öllum, ef það væri hægt.  Fátækum að veraldlegum gæðum og ekki síður að andlegum gæðum.  Sumir eru nefnilega svo fátækir að þeir eiga ekkert nema peninga.  Við viljum öll frið, - við fæðumst til að hjálpa hvert öðru, enda erum við öll eitt, erum öll skyld og fædd til að rétta hvort öðru hjálparhönd,  mannfólkið er skapað þannig.  

Við viljum öll að hinir séu hamingjusamir og vitum að við nærumst ekki á eymd annarra.  Við viljum ekki hata og fyrirlíta hvert annað.  Það er nægilegt rými fyrir alla í þessum heimi, og jörðin er rík og getur fætt alla.  

 

Lífsgangan getur verið mörkuð frelsi og fegurð. 

En við höfum villst af leið.  

Græðgin hefur eitrað sálir manna - hefur hlaðið upp heiminn með hatri; og hefur þvingað okkur í  gæsagangi inn í eymd og blóðbað. - 

Við höfum þróað með okkur hraða en einangrað okkur í; tækjum og tólum sem gefa ofgnótt en hafa skilið okkur eftir þurfandi.  Þekking okkar hefur gert okkur kaldhæðin, klárleikinn hörð og vond.  Við hugsum of mikið og finnum of lítið til: Við höfum meiri þörf fyrir mannúð en maskínur.  Við höfum meiri þörf fyrir vinarþel og kærleika en klárleika, án þess verður lífið ofbeldisfullt og við töpum öllu.  

Flugvélar og fjölvarp hafa fært okkur nær hvert öðru.  Eðli þessara uppfinninga öskrar eftir góðmennsku mannanna,  öskrar eftir bræðra-og systralagi til einingar okkar allra.  Jafnvel núna er rödd mín að ná til þúsunda,  til örvæntingafullra manna, kvenna og lítilla barna,  fórnarlamba kerfis sem lætur menn pína og fangelsa saklaust fólk. -  Til ykkar sem heyrið, - segi ég "Örvæntið ekki".

 

Eymdin sem nú gengur yfir er sköpuð af græðgi, biturð manna sem óttast framgöngu mannkyns; hatur manna mun ganga yfir, einræðisherrar deyja og valdið sem þeir tóku frá fólkinu, mun verða aftur í höndum fólksins og svo lengi sem fólk deyr (núna) mun frelsið aldrei eyðast upp... 

Hermenn, - ekki gefa ykkur að föntum, mönnum sem fyrirlíta ykkur og hneppa í þrældóm - sem setja klafa á líf ykkar, segja hvað þið eigið að gera, þið eigið að hugsa og hvernig ykkur á að líða, sem hæðast að ykkur, megra ykkur, fara með ykkur sem búfénað, eins og  fallbyssufóður. 

Ekki gefa ykkur að þessum óeðlilegu mönnum, vélrænum mönnum, með vélrænar hugsun og vélræn hjörtu.  Þið eruð ekki vélar, þið eruð ekki búfénaður.  Þið eruð menn.  þið hafið mannkærleika í hjörtum ykkar.  Þið hatið ekki - aðeins þeir sem eru ekki elskaðir hata. Aðeins þeir sem eru ekki elskaðir og þeir sem eru ónáttúrulegir.  Hermenn ekki berjast fyrir þrældómi, heldur berjist fyrir frelsi. - 

Í 17 kafla Lúkasarguðspjalli stendur "Konungsríki Guðs er innra með yður" - ekki í einu ykkar, heldur í hópi manna og kvenna, - í öllum - í ykkur, fólkinu. - 

Þið, fólkið hafið máttinn, máttinn til að skapa vélar, máttinn til að skapa hamingju. Þið fólkið hafið máttinn til að gera lífið frjálst og fallegt,  til að gera þetta líf að dásamlegu ævintýri.  

Þess vegna, í nafni lýðræði, - virkjum þennan mátt -  sameinumst öll.  Berjumst fyrir nýjum heimi, sanngjörnum heimi sem gefur fólki tækifæri á að vinna,  sem gefur þér framtíðina, elliárin og öryggi.

Með því að lofa þessu, hafa fantarnir komist til valda, en þeir ljúga.  Þeir standa ekki við loforð sín, þeir munu aldrei gera það.  Einræðisherrar frelsa sjálfa sig en hneppa fólkið í þrældóm.  Berjumst til að uppfylla loforðið.  Berjumst til að frelsa heiminn,  til að losna við landamæri, losna við græðgi, við hatur og dómhörku.  Berjumst fyrir heimi skynsemi, heimi þar sem vísindi og framför leiða að hamingju allra manna. 

Hermenn, sameinumst, í nafni lýðræðisins. 

Lítið up! Lítið upp!  Skýin eru að hverfa - sólin er að ná í gegn.  Við erum að koma út úr myrkrinu inn í ljósið. Við erum að koma inn í nýjan heim.  Vinsamlegan heim þar sem menn rísa yfir hatur og ofbeldi.

Sál manna hefur fengið vængi að gjöf - og loksins erum við að byrja að fljúga.  Fljúga inn í regnbogann, inn í ljós vonarinnar - inn í framtíðina,  hina dýrðlegu framtíð sem tilheyrir þér, mér og okkur öllum.  

Horfum til himins. - 

 





ÖLLU GAMNI FYLGIR EINHVER ALVARA .. OG ALLRI ALVÖRU EITTHVAÐ GAMAN. 

CHAPLIN VISSI ÞAÐ. -  

 

 

 


Stefán Jón Hafstein eða Ólafur Ragnar Grímsson? -

Heil og sæl,

Hér er smá "leikur" - en mér finnst líklegt að Stefán Jón Hafstein bjóði sig fram. -

En alla veganna, - þessi skoðanakönnun er bara þröng, svona ef að þú hreinlega YRÐIR að velja á milli annars vegar að kjósa Ólaf Ragnar eða Stefán Jón. 

Þetta er bara til gamans gert - taktu þátt ef þú vilt ;-) 

833138_jipaasv1_b.jpg

 


mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskups- og forsetaambáttin

Ég útskrifaðist með embættispróf í guðfræði í febrúar 2003, og í framhaldi af því fór ég í starfsþjálfun undir handleiðslu sr.  Jóns Helga Þórarinssonar í Langholtskirkju annars vegar og sr. Jóhönnu Sigmarsdóttur á Eiðum hins vegar.  Upp úr því fékk ég það sem kallað er embættisgengi, sem þýðir að ég get sótt um brauð og jafnvel bakarí eins og biskupsembætti.  En það skal tekið fram að það er ekki á dagskrá, a.m.k. ekki í næstu framtíð. - En þessi umræða kom upp á Facebook, þ.e.a.s. ég var spurð hvort ég mætti bjóða mig fram, og einn af frambjóðendunum, fv. fræðari minn og kennari í guðfræðideild, og vígslubiskup í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson,  brást skjótt og vel við og svaraði því til að ég væri gjaldgeng til framboðs. 

Hér má sjá þráðinn: 

Ég skrifaði s.s. á vegginn minn: 

 Þrjú biskupsefni hafa stigið fram; Sérarnir: Kristjan Valur Ingolfsson, Sigríður Guðmarsdóttir, Sigurdur Arni Thordarson. Spurning hvort þau ættu ekki bara að taka þetta að sér sem eitt. Faðir, sonur og heilög önd? Þríeinn biskup ;-)LikeUnlike · · Share

  • Gunnar Jóhannes Gunnarsson, Anna Ragna Magnúsardóttir and 5 others like this.
    • Ragnheiður Hilmarsdóttir hver á að vera öndin ?January 20 at 12:34pm · LikeUnlike
    • Katrin Snaeholm Baldursdottir Ha ha ha!January 20 at 12:36pm · LikeUnlike
    • Jóhanna Magnúsdóttir Heilög önd er að sjálfsögðu kvenkyns mynd hins heilaga anda. - Sbr. "Þig lofar faðir líf og önd, þín líkn oss alla styður" - og "Önd mín lofar Drottinn" ... ekkert brabra hér ;-) .. en auðvitað er þetta svona léttur föstudagshúmor og orðaleikur ;-) ..January 20 at 12:42pm · LikeUnlike
    • Jóhanna Magnúsdóttir Þið verður sjálf að raða í hlutverk! ..January 20 at 12:44pm · LikeUnlike
    • Ragnheiður Hilmarsdóttir mér fannst hitt skemmtilegra ! upp upp mín önd og svo framvegis....ég bíð enn eftir frambjóðanda sem mig langar verulega í en á meðan er Sigríður efst í mínum hug, verst að ég má ekkert kjósaJanuary 20 at 12:48pm · UnlikeLike · 1
    • Jóhanna Magnúsdóttir endur eru líka yndislegar ;-) ´..January 20 at 1:01pm · LikeUnlike
    • Þórólfur Hilbert Þorbjargarson En Jóhanna ert þú ekki gjaldgeng sem biskupsframbjóðandi?January 20 at 3:25pm · LikeUnlike
    • Kristjan Valur Ingolfsson Það er best að ég svari þessu! Hver sá einstaklingur sem hefur embættisgengi til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni getur boðið sig fram til biskups.Sem gamall kennari Jóhönnu og umsjónarmaður með menntun prestnema er mér ljúft að votta að það er ekkert í vegi fyrir því að Jóhanna Magnúsdóttir gefi kost á sér í kjöri til biskups.January 20 at 3:31pm · UnlikeLike · 5
    • Sigurdur Arni Thordarson Lýst best á upprunatillögu Jóhönnu.January 20 at 3:43pm · UnlikeLike · 1
    • Þórólfur Hilbert ÞorbjargarsonAnna Sigríður Pálsdóttir vona að hún bjóði sig framJanuary 20 at 4:23pm · UnlikeLike · 3
    • Sigríður Guðmarsdóttir Ég skal vera öndin! Sigurður og Kristján Valur geta slegist um það hver feðra hinn.January 20 at 10:12pm · UnlikeLike · 3
    • Gunnar Jóhannes Gunnarsson Úr því að farið er að tala um endur og töluna þrjá dettur mér ekkert annað í hug en Rip, Rap og Rup!January 20 at 10:22pm · UnlikeLike · 1

Það vantar ekki húmorinn í biskupsefninn og nærstadda ;-)

Vinur minn spurði þá spurningar sem mér hafði ekki dottið í hug; "Máttu kjósa" - en það má ég nefnilega ekki, - fékk það staðfest í morgun, þegar ég sá að kollegi minn, Bjarni Randver Sigurvinsson,  hafði sett það á vegginn sinn; að hann einmitt mætti bjóða sig fram en ekki kjósa, og þar sem hann er alltaf nákvæmur lét hann reglugerðina fylgja með! (Hann tók reyndar líka fram að það væri ekki, og reyndar aldrei á áætlun hjá sér að bjóða sig fram til biskups)

Svo við guðræðingar með embættisgengi (ekki fólk með BA í guðfræði) mættum bjóða okkur fram en ekki kjósa okkur sjálf! .. Það eru skrítnar reglur í raun. (já, já, smellið á þar sem stendur reglur og þar er hægt að lesa þær).

Í framhaldi af þessu er gott að íhuga biskupsembættið, en ég man hvað mikið var klifað á því í guðfræðideildinni að orðið embætti kæmi af orðinu ambátt.  Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson taka þetta fyrir í pistli sínum, og eftirfarandi er klippt og límt frá þeim:  

"Oft er við heyrum hugtakið embætti þá tengjum við það valdi, en sé hugtakið skoðað kemur í ljós að embætti er dregið af orðinu ambátt. Á það hefur og verið bent að í okkar málvenju höfum við nefnt æðstu menn ríkisins ráðherra en á enskri tungu er talað um þjóna, "ministers", til að nefna sama hlutverk.

Af guðspjöllunum má ráða að í augum Jesú hlaut embætti ætíð að vera ambáttarþjónusta. Er vinir hans mátust á um völd sín þá mælti hann eitt sinn: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla." (Mark 10. 43-45)" Hægt er að lesa pistilinn "Embætti og almannaheill"  í heild ef smellt er HÉR

Lykilatriði í þjónustu embættismanna, hvort sem er um forseta, ráðherra, presta eða biskup að ræða er því auðmýkt og þjónustulund. Einhvern veginn finnst mér eins og við höfum svolítið týnt upprunanum hvað þetta varðar,  eða hvernig koma til dæmis embætti forseta og biskupa ykkur fyrir sjónir? ...  

 washing_of_feet006.jpg

 

 


Völvuspá, vinátta og viðhorf - að morgni jóladags 2011

Ekki það að ég sé búin að lesa völvuspána, en las það sem stóð í Pressunni "2012 verður ömurlegt ár"...  mikið þykir mér sorglegt að setja svona fyrirsögn, því það er sumt fólk sem lætur svona hafa áhrif á sig - en auðvitað ekki þú ;-) -

Við vitum vel að margir góðir hlutir eiga eftir að gerast, en í fréttinni segir að Völvan geti ekki séð neitt gott í spilunum. - Jahérnahér! .. 

Ég gerði spá í fyrra, sem var reyndar bara staðreyndaspá;  eins og að mörg dásamleg börn myndu fæðast á árinu, margir myndu njóta góðrar vináttu, finna ástina, njóta lífsins, komast nær kjarna sínum, spila skemmtileg spil, dansa, leika, syngja,  hlusta á góða tónlist, ganga á marga tinda ...  

Flestir Íslendingar eiga þak yfir höfuðið, eða njóta þess að vera inni, er hlýtt, fá nóg að borða, ferskt vatn, frískt loft .... 

Ef við veitum þessu athygli og þökkum fyrir það, verða "hræðilegu" hlutirnir ekki eins hræðilegir.  Þá erum við að tala um hluti eins og efnahag þjóðarinnar, pólitíkina, náttúruöflin o.s.frv. eitthvað sem við í sumum tilfellum getum ekki stjórnað. 

Stundum þjappa erfiðleikar fólki saman, - það eru margir sem eru einmana og einangraðir og langar í meiri nánd, vináttu - kærleika o.s.frv.  Hafa engan eða fáa að tala við, eða eru smeykir við að biðja um hlustun. 

Við þurfum að efla tengslin, vináttuna og kærleikann,  láta okkur náungann varða.  Það getur hver og ein/n litið í eigin barm og spurt "Hvað get ég gert?"

Það sem hver og ein/n getur gert er að skapa sína eigin framtíð, ekki láta utanaðkomandi - hvort sem það er Völva eða annar,  segja sér hvernig framtíðin verður. 

Þetta er spurning um þína ákvörðun ekki annarra. 

Það getur hver og ein/n tekið ákvörðun um sitt viðhorf. 


  • Attitude is a little thing that makes a big difference.  Winston Churchill 
  • If you don't like something, change it. If you can't change it, change your attitude. Maya Angelou
  • It is very important to generate a good attitude, a good heart, as much as possible. From this, happiness in both the short term and the long term for both yourself and others will come.   Dalai Lama
  • Nothing can stop the man with the right mental attitude from achieving his goal; nothing on earth can help the man with the wrong mental attitude.   Thomas Jefferson
  • Your living is determined not so much by what life brings to you as by the attitude you bring to life; not so much by what happens to you as by the way your mind looks at what happens.  Kahlil Gibran
  • Choosing to be positive and having a grateful attitude is going to determine how you're going to live your life.  Joel Osteen 

 

Hér að ofan eru bara nokkur dæmi sem ég fann á internetinu, en þau eru morandi.  Þau segja það að viðhorf okkar til lífsins, til okkar og til náungans skipti öllu. 

Það sem kemur að innan, hvernig þú ert og hugsar  skiptir meira en það sem kemur að utan, hvað heimurinn færir þér.  

Í þessu tilfelli er gott að hafa þrennt í huga:  Að bera virðingu fyrir sjálfum/sjálfri sér, virðingu fyrir náunganum og að taka ábyrgð á sjálfum sér á viðhorfi og viðbrögðum sínum. 

 

glasssmall.jpg

Hvort sérð þú glasið hálftómt eða hálffullt. 

 

 

 

 

 

 

Fékk þetta lag í kollinn á meðan ég var að skrifa þetta og sendi það hér með kærleika til þín sem ert að lesa,  með innilegri ósk um gott og farsælt ár og líf framundan.  Gerum það gott InLove ... saman

 

 "Guð - gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli." 
Heart


Bjálkinn og flísin

"Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns." 

Lúk 6:42 

Óska öllum innri friðar á þessum fallega fyrsta sunnudegi í aðventu, að sjálfsögðu líka Huang Nubo, og minni á að hamingjan verður hvorki keypt né seld.

 candle-flame-1-ajhd.jpg

 


mbl.is Huang gagnrýnir Vesturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband