Jákvæð umræða í aðdraganda forsetakosninga

Allir Íslendingar sem hafa náð sjálfræðisaldri fá að kjósa forseta landsins. 

Forseti er yfirleitt kallaður veraldlegur leiðtogi.   En í mínum huga vantar þjóðina ekki síður andlegan leiðtoga og fyrirmynd.  Forseta sem veitir hinu jákvæða athygli, án þess að afneita hinu neikvæða.

Alþingismenn eru fæstir að veita slíka fyrirmynd og ef eitthvað er, eru þeir fyrirmynd í neikvæðni sumir hverjir og samskiptum sem eru ekki til eftirbreytni.

Forsetaembættið er æðsta embætti þjóðarinnar.  -

Jörðin er ekkert án himins og himinn ekkert án jarðar.  Hið veraldlega er ekkert án hins andlega og hið andlega ekkert án hins veraldlega.  Þetta verður ekki sundur slitið hvað mennskuna varðar. -

Búin hefur verið til síðan "Hvetjum Þóru Arnórsdóttur í framboð til forseta Íslands.  Þar mynduðust góðar umræður um hvernig "baráttan" ætti að vera og komu margir með þó ósk að umræðan laðaði fram kosti væntanlegs frambjóðanda en væri ekki að setja út á, eða finna galla hjá hinum frambjóðendunum. -

Það finnst mér til fyrirmyndar - og líka til fyrirmyndar fyrir pólitíkusuna! -

Þar hefur m.a. Svala Jónsdóttir gengið fremst í flokki:

  • Svala Jonsdottir Ég held að við ættum að einbeita okkur að kostum okkar frambjóðanda, fremur en að mögulegum göllum annarra frambjóðenda.
En nú leita ég eftir fyrirmynd sem er jákvæð, opin, heiðarleg, án drambsemi og hroka og sem flestir geta sætt sig  við að komi fram fyrir Íslands hönd.  (Veit að það geta aldrei allir sætt sig við eina manneskju). -
Er Þóra Arnórsdóttir þessi manneskja? - Er Herdís Þorgeirsdóttir þessi manneskja?  - Er Ólafur Ragnar Grímsson þessi manneskja? - Eða hver? -

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þau sem eru að íhuga framboð:

Stefán Jón Hafstein,

Elín Hirst,

Salvör Nordal,

Kristín Ingólfsdóttir,

Þóra Arnórsdóttir,

Ari Trausti Guðmundsson,

Þórólfur Árnason.

Komin í framboð:

Ólafur Ragnar Grímsson,

Herdís Þorgeirsdóttir,

Ástþór Magnússon,

Hannes Bjarnason.

Skorað er einnig á Davíð Oddsson að bjóða sig fram en hann hefur ekki svarað þeim áskorunum ennþá.

Þetta er langur og mikill listi fólks sem hefur áhuga fyrir, eða er umkringt fólki sem hefur áhuga fyrir forsetaembættinu. Í sumum tilvikum fær maður á tilfinninguna að áhangendur séu að ýta fólki af stað sem ekki endilega sjálft er að sækjast eftir starfinu.

Þetta á allt eftir að skýrast mun betur þegar fram í dregur.

Við sem þjóðfélagsþegnar megum vera ánægð með að forsetaembættið sé eftirsótt af hæfum einstaklingum sem vilja láta gott af sér leiða fyrir lýðræðið og þá um leið fyrir land og þjóð.

.

Ég tek undir með þér varðandi umræðuna í aðdraganda kosninganna, Svala Jónsdóttir hefur reynt að gæta þess að umræðan á hópsíðunum tveim sem hún hefur staðið að fari fram á þeim nótum að borin sé virðing fyrir skoðunum úr ólíkum áttum ef svo má orða það.

Yfirleitt vill hitna undir kolunum þegar fram í sækir.

Marta B Helgadóttir, 2.4.2012 kl. 22:09

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er afskaplega virðingarvert finnst mér þegar fólk býður sig fram á eigin verðleikum og fjallar um sjálft sig, sínar hugsjónir og sín störf án samanburðar við aðra.

Það er fráhrindandi finnst mér þegar frambjóðendur og/eða áhangendur þeirra reyna að heykja sér/sínum manni á kostnað eiginleika "hinna".

Sjálf hef ég starfað í fyrirtækjamenningu á frjálsum markaði alla starfsævina. Í markaðssetningu og kynningarstörfum af ýmsum toga, bæði á alþjóðlegum vettvangi og innanlands. Sem sagt ekki hjá opinbera geiranum eins og ríkisreksturinn er yfirleitt kallaður. Í slíku starfsumhverfi er það fagmennskan sem skilar fólki árangri. Þar er "skólabókardæmi númer eitt" að leggja ALLTAF út frá eiginleikum og þá kostum þess þjónustuaila/fyrirtækis sem maður starfar hjá - án þess að lasta eða helst ekki einusinni hafa orð á störfum keppinautanna, þó oft sé baráttan býsna hörð.

Þarna er um að ræða gagnkvæma faglega virðingu sem markaðsfræðin kennir og leggur ríka áherslu á.

Ég held að stjórnmálin á Íslandi, ekki síst flokkapólitíkin gæti mikið lært að þeim prinsippum sem viðhöfð eru í faglegum störfum fólks á frjálsum markaði. Ég hef oft hugsað til þess að mörgu ágætlega hæfu fólki finnst stjórnmálastörf afskaplega fráhrindandi vettvangur einmitt vegna þess persónulega skítkastst sem beinlínis er orðin viðtekin venja í tali stjórnmálafólks um kollega sína úr öðrum flokkum. Slíkt tal gerir þann sem talar ekki síður ótrúverðugan en þann sem talað er um. ;)

Marta B Helgadóttir, 2.4.2012 kl. 22:39

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyrirgefðu hvað ég varð óskaplega langorð í þessum hugleiðingum hérna Jóga mín. :)

Marta B Helgadóttir, 2.4.2012 kl. 22:40

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Marta þakka þér kærlega fyrir þín innlegg, - þau eru mjög þörf, fróðleg og uppbyggileg. -

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.4.2012 kl. 22:54

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk 

Marta B Helgadóttir, 3.4.2012 kl. 21:23

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

En varðandi framboð til forsetaembættisins, þá er frestur opinn fyrir ný framboð til 25.maí, svo það á eitt og annað væntanlega eftir að gerast á þeim langa tíma. 

Marta B Helgadóttir, 3.4.2012 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband