Færsluflokkur: Bloggar
5.9.2020 | 19:00
Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.
Ég var einu sinni með fermingarnámskeið og las eftirfarandi texta fyrir börnin: Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu (1 Mós 1:2627). Ég bað börnin um að teikna þá mynd sem þeim birtist af Guði eftir þennan lestur. Myndirnar voru fjölbreytilegar allt frá þeirri sem við köllum hefðundnasta; Eldri mann með hvítt skegg yfir í það að vera ljósgeisli. Ein stúlka teiknað Guð sem var bæði karl og kona. Eftir þetta spunnust rökræður í hópnum og einn drengur varð reiður og barði í borðið og sagði: Guð er karlmaður og hana nú
..Hinn sögulegi Jesús var svo sannarlega maður (eftir okkar bestu vitund). Orðið varð hold. Orðið varð maðurinn Jesús. En Jesús er líka Guð og guðsmyndin okkar er örugglega fjölbreytt, eins og þessara barna á námskeiðinu.
Mér finnst viðbrögðin þar sem fólk hneykslast og segir sig úr þjóðkirkjunni vera á svipuðum nótum og drengsins sem varð reiður og kannski sár.Það var verið að brengla hans guðsmynd sem var þessi gamli góði afi með síða skeggið. En mér finnst við ekki getað ætlast til að allir hafa okkar guðsmynd. Ef öðrum finnst Guð vera kærleikur og teiknar hjarta þá er það hans/hennar guðsmynd.Jesús sagði sjálfur að við mættum honum í hans minnsta bróður. Þegar við gefum hungruðum að borða gefum við honum að borða. Þá myndum við teikna mynd af hungruðum betlara myndi fólk hneykslast á því?
-Mannréttindi og frelsi til að vera þau sem við erum og elska þau sem við elskum eru að aukast. Ekki fyrir svo mörgum árum hneykslaðist fólk og sagði sig kannski úr þjóðkirkjunni vegna þess að réttur samkynhneigðra til hjónavígslu var viðurkenndur.Fólk þarf kannski bara tíma til að aðlagast og átta sig ?Ég ætla ekki að hneykslast á þeim sem hneykslast því þá endum við öll hneyksluð.
Nobody knows the trouble I´ve seen, nobody knows but Jesus eru þetta ekki skilaboð að allt fólk getur speglað sig í Jesú Kristi og hann skilur. Það eru til milljón hefðbundnar myndir af Jesú og það ætti ekki að trufla meðalmann eða -konu þó að ein birtingarmyndin sé einhvers konar trans einstaklingur. Mér finnst það bara vera að víkka veggi kirkjunnar skilaboð um að allt fólk sé velkomið (og ekki vanþörf á). Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.Galatabréfið
Ætla að segja sig úr kirkjunni vegna auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.5.2019 | 07:59
Það er til nóg af peningum í heiminum, en ekki nægur kærleikur ..
Það kom berlega í ljós þegar að Notre Dame kirkjan brann að það er til nóg af peningum þegar á reynir. Forgangsröðunin er bara ekki gagnvart sveltandi fólki eða fátæku. Þeir sem sitja á peningahrúgunum safna meira undir sig og velja svo hvað þeir gera.
Við getum auðvitað öll litið í eigin barm. Margir eiga meira en nóg, en vilja frekar lifa í örygginu og eiga varasjóði - eða möguleika á að kaupa sér dýra hluti og fara í ferðalög, en að deila með þeim sem minna eiga. Þannig virðist mannlegt eðli virka.
Á móti er það nú þannig að mikið af vellauðugu fólki gefur mikið til mannúðarmála, svo við erum ekki alslæm. Margur "meðaljóninn" er líka styrkaraðili að ýmsu eins og Unicef eða gefur reglulega til góðs málstaðar í sínu heimalandi.
Alltaf er sama niðurstaðan: Við sjálf getum verið breytingin sem við viljum sjá í heiminum. Ef við eigum nóg, eða jafnvel umfram nóg þá ættum við að byrja á því að deila með þeim sem ekki á nóg. Því fleiri sem gera það, þess meiri jöfnuður verður í heiminum. Það er skylda, eða ætti að vera skylda, ríkisstjórna og leiðtoga að stuðla að sanngjarnri dreifingu auðs og stjórnmálamenn að vera fyrirmyndir.
Áhrif peninga ein helsta ógn samfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2018 | 17:24
Mætti taka alla flugelda úr umferð fyrir mér ..
Ég vona að það sé bara tímaspursmál þangað til við förum að hætta þessari sprengjuhríð. Þessu flugeldaregni sem einu sinni stóð nú bara yfir á gamlárskvöld, en er nú farið að rigna öll jólin og langt yfir áramót svo aumingjans dýrin titra og skjálfa og vita ekkert hvað er að gerast! -
Stjörnuljós og mild blys - væru nóg og kannski ein og ein flugeldasýning sem væri stýrt af hjálparsveitum. -
Mér finnst ókostirnir - mengun; loft-og hávaðamengun - og svo hversu þetta hræðir mörg dýr vera alveg nægileg rök fyrir að hætta þessu.
Ég forða mér yfirleitt út á land um áramót, til að þurfa ekki að vera í mengun og hávaða, en er heppin að búa þar núna :-) .. Auðvitað verður eitthvað skotið upp í kringum mig, - en vonandi sem minnst.
Kúlublys tekið úr umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2018 | 18:03
Ég vil þakka þessu fólki fyrir að vera fulltrúar þjóðarinnar ..
Það er ansi hátt hlutfall þjóðarinnar sem stendur með Báru. Ekki komst nema brot a þjóðinni til að standa með Báru í dag, - svona í holdi, en hinir sem komu ekki eða komust ekki voru með í anda og þakka þeim sem mættu og sýndu stuðning. -
Það væri ógnvænlegt að standa ein gegn þessu veldi sem þeir virðast stýra, fjórmenningarnir.
Áfram Bára og við öll.
Þjóðin er að springa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
11.12.2018 | 18:40
Kona fer í stríð ..
Það þarf hugrekki til að stíga fram, vitandi að það verða afleiðingar. En um leið tel ég að Bára viti nú þegar að það eru margir sem standa með henni og styðja þessa afhjúpun.
Auðvitað þarf að virða lög landsins og þá líka persónuverndarlög, en ég vil minna á að stundum brýtur nauðsyn lög, - eins og frelsarinn benti ítrekað á í hinni helgu bók.
Svo er annað sem stendur í Biblíunni og það er þetta með að sannleikurinn geri okkur frjáls, og ég held að það sé annar punktur sem styðji þessa uppljóstrun.
Bára minnir mig svolítið á kvenhetjuna sem barðist við kerfið í kvikmyndinni Kona fer í stríð,- og hver hélt ekki með henni?
Ég held með Báru.
Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.12.2018 | 15:02
Virðingin kemur ekki utan frá ...
Fólk sem kemur fallega fram við hvert annað og starfar af heilindum fyrir þjóðina skapar virðingu fyrir Alþingi, hvort sem það er klætt í gallabuxur eða glansföt.
Hér er það innihaldið sem virkilega skiptir máli.
Gallabuxur fyrir neðan virðingu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.12.2018 | 07:40
Flateyjargátan - meiri skömm að vera einstæð móðir en að búa með ofbeldismanni ..
Það var gaman að fylgjast með Flateyjargátunni á RUV og ég missti ekki af einum þætti. Það var ekki síst tíðarandinn í þáttunum sem vakti áhuga minn, klæðnaður fólksins og einnig hugarfar varðandi náungann. - Þetta var gamli tíminn, og gamla hugarfarið, - og þá hugmyndirnar um hvað væri skömm og hvað væri ekki skömm.
Í lokaþættinum kemur fram að aðalsöguhetjan hafði reynt að flýja sambýlismann sinn sem beitti hana miklu ofbeldi, andlegu sem líkamlegu, og setjast að hjá föður sínum. Hann, "smitaður" af hugmyndafræði samtímans sendi dóttur sína til baka í fang ofbeldismannsins, vegna þess að skömmin var svo sterk. Kannski var það "kærleikur" þess tíma, eða faðirinn taldi sér trú um að hann væri að hlífa dóttur sinni við dómi samfélagsins, - og um leið var hann að hlífa sjálfum sér við þá dóma að vera faðir einstæðrar móður með "lausaleikskróga" .. ein og samfélagið kallaði stundum þau börn sem fæddust utan hjónabands.
Það voru þessir óvægnu dómar hins harða umheims sem rak ungar konur í fang þeirra sem þær voru að flýja. Auðvitað var þetta ekki kærleikur, heldur ótti sem er andstæða elskunnar.
Sem betur fer eru tímarnir breyttir, en þó ekki alveg. Enn er til fólk sem hangir saman á almenningsálitinu. Það veit ég vegna þess ég hef spurt: "Hvers vegna skilur þú ekki við hann/hana ef þér líður svona illa í sambandinu? - og svarið var "Hvað segir fólk?" ..
Þá erum við ekki að tala um ungar konur eða unga menn, - heldur jafnvel rígfullorðið fólk. Fólk sem er í sumum tilfellum fast í alkóhólísku sambandi. Það eru alls konar dæmi.
Það er vont að vera fangi hugarfarsins, - því að þetta fólk, sem er orðið eldra (og líka hið yngra) þarf kannski ekki endilega að hlusta á einhvern annan segja "Það er skömm að vera einstæð" - eða "Það er skömm að skilja" .. eða hvað sem það er sem "syngur" í höfðinu á þeim, Það eru auðvitað eigin fordómar og hugarfar sem er erfiðast að eiga við.
Þessi hugsun "Hvað finnst mér um mig?" ..
Það er hugrekki að stíga út úr hugarfarinu sem hefur kannski verið innrætt frá bernsku - og standa upp fyrir sjálfum sér og rugla ekki saman óttanum og elskunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2018 | 22:25
Hlustum á sérfræðinga í fötlunarfræðum
Þegar ég fór að vinna á Sólheimum í Grímsnesi á sínum tíma, notaði ég alls konar röng orð vegna þess að ég vissi ekki betur. Ég nefndi fólkið þar til dæmis "vistmenn" og gerði mér ekki grein fyrir að það væri rangt. En um leið og mér var bent á það, sá ég villuna. Fólkið þar voru bara íbúar Sólheima, en engir "vistmenn" en það var að sjálfsögðu ekki af neinu nema fáfræði sem ég vissi það ekki. -
Sérfræðingar í fötlunarfræðum vita sínu viti. Ef þeir vilja ekki vinna með Önnu Kolbrúnu þá ber að hlusta á þá, og kannski sýna örlitla auðmýkt? - Hvers vegna velur Anna Kolbrún ekki að víkja þar til niðurstaða siðanefndar kemur í ljós í stað þess að sitja sem fastast?
Stolt? Það er engin skömm að því að sýna auðmýkt, - og eiginlega alveg hið gagnstæða.
Ég mæli með því að hlusta á sérfæðinga í fötlunarfræðum.
Reyndar er eitt orð sem skiptir mestu máli þegar kemur að öllum mannlegum samskiptum, hvort sem það eru samskipti við fólk með fötlun eða ekki fötlun: Það er orðið VIRÐING.
Af virðingu við hin fötluðu myndi ég, í sporum Önnu Kolbrúnar, víkja en ekki sitja.
Ég er viss um að niðurstaða sérfræðingana er byggð á virðingu við fólk með fötlun.
Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2018 | 10:13
Hverjar eru afleiðingarnar?
Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér að vera dæmd sek um persónuverndarbrot? -
Er það bara svona skammarbréf "Skamm Bára þú mátt aldrei gera þetta aftur!"? ..
Persónuvernd með Klausturmál í skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2018 | 12:21
Rétt kona á réttum stað!
"Fötluð, hinsegin kona og öryrki" ..
Og hvaða hópar voru það sem sexmenningarnir voru að ræða (og hæða) á Klausturbarnum? Það er ekki nema von að Báru hafi ofboðið - og varla trúað eigin eyrum.
Ég trúi ekki á tilviljanir, - og þessari konu, henni Báru hefur verið ætlað að vera stödd þarna til að leiða sannleikann í ljós. Svo einfalt er það bara! -
Mér fannst pínku "skondið" þegar að Sigmundur sagði í einu viðtalinu: "Öl er annar maður" því að ég hef alltaf heyrt þetta: "Öl er innri maður" .. en svona er hægt að hagræða, svipað og markalínunni er hagrætt - hvað er í lagi og hvað ekki er í lagi hvað varðar siðferði.
Twitter þakkar Báru: Kona ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)