Hverjar eru afleiðingarnar?

Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér að vera dæmd sek um persónuverndarbrot? - 

Er það bara svona skammarbréf  "Skamm Bára þú mátt aldrei gera þetta aftur!"? .. 



mbl.is Persónuvernd með Klausturmál í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svarið fer eftir því hvort um er að ræða opinbert mál, sakamál eða einkamál.

Opinbert mál eða sakamál:

Hæsta refsing er 3 ára fangelsi en til þess þarf brotið að vera stórfellt. Klausturlekinn uppfyllir varla skilyrði þess. Fyrir vægari brot er hægt að dæma sektir í stað fangelsisrefsingar.

Þess má geta að einstaklingur hefur aldrei verið ákærður fyrir brot á þessari löggjöf. Persónuvernd (stofnunin) hefur einu sinni vísað slíku máli til lögreglu, en það leiddi ekki til ákæru.

Persónuvernd getur líka lagt á stjórnsýslusektir án þess að vísa máli til lögreglu, en mér er ekki kunnugt um dæmi þess að slíkar sektir hafi verið lagðar á einstaklinga.

Einkamál:

Sá sem telur á sér brotið getur höfðað einkamál og krafið hinn brotlega um skaðabætur. Erfitt er samt að sjá fyrir sér hvernig gæti verið hægt að sýna fram á eitthvað fjártjón til að bæta fyrir. Svo Klaustursmálið sé tekið sem dæmi þá veit ég ekki til þess að neinn af þingmönnunum sex hafi tapað neinum peningum á því að samræðum þeirra hafi verið lekið til fjölmiðla. Mögulega væri hægt að krefjast miskabóta að mati dómsins en í dómaframkvæmd eru fjárhæðir þeirra sjaldnast mjög háar, oftast er um að ræða einhverja hundraðþúsundakalla.

Af framangreindu dreg ég þá ályktun að ólíklegt sé að "Marvin" hljóti refsingu og að varla myndi svara kostnaði að höfða einkamál.

Tekið skal fram að þetta er óformlegt álit eins manns.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2018 kl. 15:33

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Kærar þakkir fyrir viðbrögð þín Guðmundur Ásgeirsson! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2018 kl. 16:39

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Spurðu ESB. Íslendingar hafa afsalað sér fullveldinu í persónuverndarmálum.

Júlíus Valsson, 8.12.2018 kl. 18:57

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð spurning hjá þér Jóhanna. 

Þingmennirnir á barnum voru þar á vinnutíma, þingfundur var enn í gangi í Alþingi. "Vinnustaður" þingmanna er ekki skilgreindur afmarkaður við þinghúsið eitt, heldur eru þingmenn við störf vítt og breitt um landið, hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Það má því líta svo á að "friðhelgi einkalífs" eigi ekki við þarna. Fólkið var í vinnunni og var á fundi eins og þau kölluðu það sjálf. 

Margir starfa við þær aðstæður að vera "teknir upp" við vinnu sína, án þess að vita af því, ef vinnan fer fram á opinberum eða hálfopinberum vettvangi, t.d. kennarar, leiðsögumenn, prestar og margt listafólk. 

Ég er ekki sérfræðingur í persónuverndarlöggjöf en held það væri býsna langsótt að lögsækja konuna sem tók upp hávær samtöl á þessum bar sem er klárlega  opinber vettvangur. 

Marta B Helgadóttir, 9.12.2018 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband