Rétt kona á réttum stað!

"Fötluð, hinsegin kona og öryrki" .. 

Og hvaða hópar voru það sem sexmenningarnir voru að ræða (og hæða)  á Klausturbarnum?  Það er ekki nema von að Báru hafi ofboðið - og varla trúað eigin eyrum. 

Ég trúi ekki á tilviljanir, - og þessari konu, henni Báru hefur verið ætlað að vera stödd þarna til að leiða sannleikann í ljós.  Svo einfalt er það bara! - 

Mér fannst pínku "skondið"  þegar að Sigmundur sagði í einu viðtalinu: "Öl er annar maður" því að ég hef alltaf heyrt þetta: "Öl er innri maður" ..   en svona er hægt að hagræða,  svipað og markalínunni er hagrætt -  hvað er í lagi og hvað ekki er í lagi hvað varðar siðferði. 



mbl.is Twitter þakkar Báru: Kona ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bára lýsti því í fréttum Stöðvar tvö hvernig hún hafði verið með erlendum vinum sínum í Iðnó og rölt eftir það yfir á Klausturbarinn. Ef marka má orð SDG um margfalt og miklu verra orðbragð hjá annarra flokka mönnum áður en Klausturmálið varð til, er það kannski tilviljun að ekkert svona skyldi gerast fyrr?

Ómar Ragnarsson, 7.12.2018 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband