Jantelagen - Janteloven í gildi á Íslandi?

Janteloven er orð  ættað úr skrifum Aksel Sandemose's 1933 ‘En flygtning krydser sit spor' (A Fugitive Crosses His Tracks)  sem er sviðsett í tilbúna bænum Jante í Danmörku.

Í hinum ímyndaða smábæ í Jante eru óformleg, en þrúgandi lög sem banna hverjum og einum að standa upp úr þvögunni.  

Janteloven

1. Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað sérstök/sérstakur.

2. Þú skalt ekki halda að þú sért eins góð/ur og við. 

3. Þú skalt ekki halda að þú sért vitrari en við.

4. Þú skalt ekki hrífast meira af sjálfum/sjálfri þér en við. 

5. Þú skalt ekki halda að þú kunnir meira en við.

6. Þú skalt ekki halda að þú sért okkur meiri.

7. Þú skalt ekki halda að þú sért einhvers virði.

8. Þú skalt eigi hlægja að okkur.

9. Þú skalt ekki halda að einhvern varði um þig.

10. Þú skalt eigi halda að þú getir kennt okkur eitt eða neitt. 

11. Þú skalt eigi halda að það sé ekki eitthvað sem við vitum um þig. 

Þeir sem viðhalda lögunum eru að sjálfsögðu sama fólkið og er kúgað af þeim, borgararnir í Jante. Sandemosa sagði það vera í menningu Skandinava að halda hvert öðru niðri. 

Hvað með okkur Íslendinga? 

Könnumst við við þetta?

Hægt að lesa um þetta á Wikipedia


"Jóhanna íhugar forsetaframboð"

Fyrst vil ég biðja fjölskylduna mína afsökunar á að hafa ekki undirbúið þau almennilega fyrir þessa "sprengju" sem varð þegar að fréttin "Jóhanna íhugar forsetaframboð" kom í DV.  Ég veit að mínir nánustu, fjölskylda og vinir, taka það nærri sér þegar fólk er að hæðast að þessu framboði mínu, en ég sjálf hef breitt bak og veit fyrir hvað ég stend. 

Hið breiða bak er einmitt ekki síst að þakka, náinni fjölskyldu og vinum - því sem ég hef tileinkað mér í gegnum ótal námskeið  og hjá Lausninni, þar sem ég starfa nú. 

Sem betur fer er fullt af fólki sem hefur hvatt mig áfram, sagt fallega hluti sem eru nærandi, og ég tek að sjálfsögðu við því sem er nýtilegt en hendi hinu sem er bara niðurbrjótandi. (Legg til að við gerum það öll). 

Blaðamenn DV kunna að vekja athygli,  en það gera þeir með því að segja í fyrirsögn "Jóhanna íhugar forsetaframboð" - Ég efast ekki um að flestir hafi talið að þarna væri um nöfnu mín Sigurðardóttur að ræða. 

Ég verð alveg að viðurkenna að ég hef gengið með þetta embætti í maganum lengi, en það var hún Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir sem stofnaði síðuna, - en það var eftir að ég hafði sett á vegginn minn á Facebook; - "er að íhuga forsetaframboð" - það var bæði í gamni og alvöru og svo töluðum við um það að Róslín Alma Valdemersdóttir yrði kosningastjóri, en það er 18 ára rösk stelpa frá Hornafirði. 

Ragnheiður ýtti mér svo út af brúninni, þegar hún sendi fréttaskot á DV um væntanlegt framboð mitt, en það er ekki í fyrsta skipti sem mér hefur verið ýtt út af brún, en það var gert þegar ég stóð skjálfandi á beinunum á kantinum á svartri brekku (brattasta tegund skíðabrekku) en ég kom standandi niður og ætla mér að gera það í þessu.  Ég skíðaði bara á mínum hraða og ímyndaði mér að ég væri að skíða í þeyttum rjóma, og það væri mjúkt að detta í hann. Hef leitt fólk þannig niður brekkur.  Ég er að vísu reyndari í að leiða fólk upp brekkur eins og sjá má t.d. ef smellt er HÉR. 

Auðvitað bregður fólki þegar einhver kona útí bæ, er kynnt til sögunnar, kona sem er ekki "Celebrity" og fólk þekkir hvorki haus né sporð á! 

Alls konar spurningar hafa vaknað hjá fólki, bæði þeim sem skrifa athugasemdir og eflaust þeim sem heima sitja. Ég hef vissulega ekki legið á mínum skoðunum, þó að þorri almennings hafi e.t.v. ekki náð að fylgjast með þeim, enda ekki hægt að lúslesa pistla og pressur, enda margir að tjá sig. 

Vonandi les fólk það sem ég hef verið að skrifa um, framtíðarsýn, hugmyndafræði, pælingar um mannlegt eðli o.s.frv.  

Nokkrar spurningar bárust í DV athugasemdakerfi eins og: 

"Er hún systir Ástþórs Magnússonar?"  svar: Nei, ég er ekki systir Ástþórs, það eru mörg Magnúsarbörnin á Íslandi. 

Eva Hauksdóttir,  spurði hvar ég stæði í pólitík, - ég verð að viðurkenna að einu sinni var ég næstum orðin þátttakandi í nýju stjórmálaafli sem átti að heita "Miðflokkurinn" - Ég treysti mér ekki til að halda því áfram, vegna anna minna á þeim tíma. En svar mitt til Evu var: 

"Ég er ekki tengd neinu stjórnmálaafli. Ég sé sterka aðila í öllum stjórnmálaflokkum, og vildi helst persónukjör. Ég kaus Hreyfinguna í síðustu kosningum, með þá ósk í brjósti að það myndi breyta landslaginu. - Eins og ég skrifaði í einum pistli mínum: "Framtíðarsýnin er því grímulaus heimur, heimur án blekkinga og yfirborðsmennsku. Án hindrana, fáfræði og fordóma. Upplýstur heimur. Það getur stungið í augun til að byrja með og verið óþægilegt, en yfirleitt er hægt að venjast birtunni og tröllin verða að steini." ... Ég hef lesið margt eftir þig Eva á netinu, - á bókina þína og hef gaman af því að lita út fyrir eins og þú."

Svo er hér ferilskráin fyrir þau sem hafa beðið um CV! .. 

Jóhanna Magnúsdóttir

Kt. 211161-7019
Holtsgata 3,
101 Reykjavík
Sími: 567-6119
Gsm: 895-6119
Tölvupóstur: johanna@lausnin.is



------- M e n n t u n


2006 - 2007 Kennaraháskóli Íslands - Nám til kennsluréttinda. Einkunn: I. 8,37

1998-2003 Háskóli Íslands, guðfræðideild - Embættispróf í guðfræði (auk starfsþjálfunar) Einkunn: I. 7.42
Kjörsviðsritgerð: Betra ljós? Hvíldardagurinn í Gamla testamentinu og upphaf sögulegra biblíurannsókna á Íslandi.

1977- 1980 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Stúdentspróf af málabraut

---------------- N á m s k e i ð

2011
HR - Well being (12 vikur)
2010 Dale Carnegie þjálfun, (12 vikur)
2005 IMG - Stjórnun fyrir nýja stjórnendur (16 klst)
2005 Samstarfsverkefni Fræðslusviðs Biskupsstofu, ÆSKR, Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis, KFUM og KFUK á Íslandi - Stúlkna og drengjamenning (6 klst)

2004 Söluskóli Gunnars Andra - Gæðasala
2002 Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar - Konur eru konum bestar (6 klst)

2002   Leiðtogahæfni, námskeið hjá Sæmundi Hafsteinssyni sálfræðing


2000 - 2003
Ýmis smærri námskeið, yfirleitt tengd kirkjunni, þó ekki innan guðfræðideildar, svo sem prédikunarnámskeið, námskeið um ofbeldi, skilnað, hamingju o.s.frv.

----------------- S t ö r f


2011 Lausnin, grasrótarsamtök um bætt mannleg samskipti
, ráðgafahlutverk.

2011 Reykjavíkurborg - Vann í samstarfsverkefninu "Vesturbæjarvinir" á vegum þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar og Hagaskóla.  Sinnti þar hópi fimmtán ára nemenda, veitti þeim hvatningu og stuðning í námi.  Markmið verkefnis var að forvörn gegn brottfalli úr framhaldsskóla.  Var ein af tveimur "Vesturbæjarvinum" - en samstarfsmaður var Elvar Geir Sævarsson, sem er í hljómsveitinni Hellvar. 


2010 Atvinnulaus frá september - desember. Það var mikil lífsreynsla og skóli fyrir mig að vera atvinnulaus, og áttaði ég mig á því hversu mikil hætta er á að missa dampinn, - það hvatti mig þó áfram til að leita leiða, horfa í eigin barm, spyrja mig hvað ég gæti gert sjálf, en ekki hvað hinir gætu gert fyrir mig. 


2005 -2010 Menntaskólinn Hraðbraut
- aðstoðarskólastjóri.
Starfið fólst m.a. í stjórnun, daglegum rekstri, umsjón með innra neti skólans; uppsetningu námskeiða og gagna, viðtölum og utanumhald um nemendur og kennara. Einnig kenndi ég félagsfræði og tjáningu. Hélt utan um hönnun og uppsetningu á bæklingi skólans.


2004 - 2005 Menntaskólinn Hraðbraut
- yfirseta og skólaritari.
Starfið var tvískipt, annars vegar yfirseta og umsjón með bekk tvo daga í viku, hins vegar almenn ritarastörf og símvarsla.

2004 B. Magnússon
- fatasölukona
Seldi kvenfatnað á kvöldin í heimahúsum, fór á ýmis námskeið þessu tengdu.

2003-2004 Steinsmiðjan S. Helgason
- sölustjóri legsteina
Hafði yfirumsjón með sölu legsteina og ferlinu þar til steinninn var kominn á leiðið. Reikningagerð og pöntun á fylgihlutum frá birgjum erlendis. Hannaði einnig auglýsingabækling og auglýsingar.

2003 Hjúkrunarheimilið Eir
- aðhlynning
Starfið fólst í aðhlynningu aldraðra, andlegri og líkamlegri.

2002-2003 Víðistaðakirkja - leiðtogi í kirkjustarfi og námskeiðahald
Starf með námi í guðfræði, hafði umsjón með barnaguðþjónustum og réði mér aðstoðarfólk. Var einnig með kennslu fyrir 7-9 ára börn einu sinni í viku. Aðstoðaði einnig við fermingarfræðslu og hélt námskeið fyrir konur í sjálfsstyrkingu og hugleiðslu.

1991-1997 Innnes ehf,
heildverslun - marghliða starsfmaður
Í starfinu fólust ýmis ábyrgðarstörf varðandi fjármál, færsla á vskm. bókhaldi, útsending reikninga, fjármála- og gjaldkerastörf, ferðir í banka, sölu-og kynningarstörf.

1987-1989 Hátækni ehf
- sölumaður og ritari.

1982-1984 Flugleiðir ehf - ritari farmsöludeildar

1981 Landsbanki Íslands - vélritun reikninga 

----------------- T u n g u m á l

Íslenskukunnátta ágæt. Ég tala og skrifa ensku og dönsku mjög vel, hef einnig lært þýsku og frönsku en kunnáttan er aðeins sæmileg. Lærði forngrísku og hebresku í guðfræðideild. 

---------------- T ö l v u r

Ég hef mikið notað tölvur í námi mínu og störfum. Hef meðal annars notað word,
excel og powerpoint. Er mjög fær í notkun internetsins og mjög fljót að læra og tileinka mér nýja hluti hvað varðar tölvunotkun.

----------------- Á h u g a m á l og f é l a g s s t ö r f


Mannrækt og mannleg samskipti eru mitt stærsta áhugamál og þar er ég sterkust. Finnst gaman að setja hugsanir mínar á blað og hef skrifað smásögur fyrir sjálfa mig. Held úti bloggi þar sem ég segi mínar skoðanir á mbl.is og set þar inn ólíkt efni, þ.m.t. hugvekjur um félagsleg mál. Hef einnig prédikað og flutt hugvekjur í kirkjum og fyrir félagasamtök. Ég les mikið t.d. um sjálfsrækt og vinnuanda.

Ég hef áhuga á rækt líkama og sálar og fer í göngur á jafnsléttu sem á fjöll. Tók m.a. upp á því í starfi mínu sem aðstoðarskólastjóri að fara með nemendur á fjöll tvisvar á ári, en það var að sjálfsögðu ekki í starfslýsingu.

Söng í Kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju i tvö ár. Smakka vín í hófi og hef aldrei reykt. Er almennt mjög hraust

Ég hef lengi haft mikinn áhuga á félagsmálum og skipti mér af þar sem mér finnst þörf á.
Meðan börnin mín þrjú voru í grunnskóla (frá 1986 - 1998) var ég m.a:

- í stjórn og formaður Foreldrafélags Flataskóla
- í stjórn Foreldrafélags Garðaskóla,
- formaður og stofnandi Foreldrafélags Skólakórs Garðabæjar
- í stjórn Foreldrafélags Skíðadeildar Breiðabliks
- i launaðri nefnd á vegum Garðabæjar um einsetningu grunnskóla.

Ég stofnaði Starfsmannafélag Innnes ehf ca. 1993 og stýrði starfsmannafundum

Í guðfræðideild:


2000
- Fulltrúi nemenda í námsnefnd og á deildarfundum

2000-2003 Stjórn félags guðfræðinema


2003-2005  Stofnfélagi og í stjórn Félags guðfræðinga


Var forsprakki varðandi uppákomur hjá starfsfólki Hraðbrautar og hélt utan um myndasíður, auk þess sem ég skrifaði fréttabréfið „Föstudagsfréttir" í léttum dúr.

--------- F j ö l s k y l d u h a g i r

Ég bý ein, - á þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn. 

Lífsgildi: 

Heiðarleiki, víðsýni, hófsemi, jafnrétti. 

---

Að lokum; þeir sem hafa raunverulegan áhuga á að kynna sér hver Jóhanna Magnúsdóttir er, eða réttara sagt mína hugmyndafræði geta lesið pælingar mínar hér á "naflaskoðun" - auk þess að ég hef skrifað greinar á www.pressan.is 

Að lokum: 

Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa, ég vil meira látleysi í forsetaembættið, yfirvegun og hófsemi. "Þjónandi forysta" er hugtak sem er í hávegum haft nú á dögum, enda uppruni orðsins embætti komið af orðinu "ambátt"  ..

Við erum öll perlur í perlufesti heimsins, - ég er að temja mér að elska allt fólk, virða manngildi þess án tillits til kyns, kynhneigðar, útlits, stöðu, stéttar o.s.frv.

Ferilskráin okkar segir ekki allt, og minnst um það hvernig við komum fram við náungann. 

 Læt lokaorð mín að þessu sinni vera orð Gandhis

"Be the change you want to see in the world"

 

 

 


SKORTDÝR? .....


Ég man hvar ég heyrði þetta orð fyrst, en man ekki hvort það var Guðni Gunnarsson, lífsráðgjafi eða Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur sem sagði það á undan. Ég hlustaði á þá báða í Listhúsinu  Engjateigi, af sitt hvoru tilefninu.  þar sem nú eru Rope-Yogastöðin og veitingahúsið Gló. Ég held þeir noti það báðir.

Yfirlýsingin var eitthvað á þennan veg "Maðurinn er skortdýr" -

Það þarf ekki ríkt hugmyndaflug til að átta sig á hvað liggur þar á bak við.

Mér finnst gaman að hlust á heimsmyndarpælingar þessarra manna og mér finnst líka gaman að hlusta á Brene Brown. Reyndar Eckhart Tolle, Paul McGee, Stephen Fry,  Geneen Roth,  Carl Sagan (heitinn) og svo má lengi telja. 

Reyndar hefur heimsmynd mín mótast af fleiri hlutum en spekingum sem heyrist hæst í, - það er líka í umgengni við fólk, umgengni við gamla fólkið, börnin, unglinga, fjölskylduna, vini ... og mest hef ég lært af börnum, - og þá eru ekki börnin mín undanskilin (og barnabörn)  og af samskiptunum við þau. 

Það dásamlega er að fólk er yfirleitt að segja sama hlutinn en er með ólíkar nálganir. Yfirleitt má líka finna þetta sama hjá heimspekingum sem voru uppi fyrir þúsundum ára, og margt af þessu er í Biblíunni. 

Það hljómar einhvern veginn svona, svo dæmi séu tekin: 

"Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum, morgundagurinn hefur sínar áhyggjur" ..

"Etið, drekkið og verið glöð" .. 

Í fyrirlestri Brene Brown, sem er bandarískur Doktor, sem hefur lagst í miklar rannsóknir á mannlegu eðli og samskiptunum sérstaklega með orðin "Shame" og "Vulnerability" eða skömm og berskjöldun,  í huga,  talar hún um þarfalista (Want-list) og svo gleðilista (Joy-list) og skoðar þar muninn á. 

Þegar við erum að gera okkur óskalista yfir hvað okkur vantar/þörfnumst. það er smá munur þar á en oft óljós því hann getur verið afstæður miðað við hugarfar okkar,  í hvaða menningu við búum og á hvaða tímaskeiði. 

Við getum hugsað til þarfapíramída Maslows, sem er í raun umdeildur.  En grunnþarfirnar þar eru líkamlegar, þ.e.a.s. að fá næringu og að geta losað sig við úrgang. 

Auðvitað er erfitt að sinna nokkrum hlut glorhungraður og hrikalega mál á klósettið! - En þetta er samt ekki alveg svona einfalt. Ég ætla ekki að fara út í rökræður um það hér, en þessi píramídi er um margt deilanlegur og kannski ekki alveg rétt að setja upp píramída, heldur einhvers konar flæði, - andlegar þarfir til jafns við líkamlegar? - 

Ástæðan: Jú, við erum ekki aðskilin: líkami, hugur og sál er allt eitt. 

 tharfapyramidi.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En komum aftur að listunum okkar tveimur: 

Ef þú myndir setjast niður og hugsa þér hvað þig langar í til að gera þig hamingjusama/n?

---- gerðu lista í huganum, því engir tveir listar eru alveg eins þó sumir séu líkir eftir því hvar og hvenær við erum stödd í lífinu. 

Ef þú myndir síðan búa til "Gleðilista" .. það er að segja að hugsa til baka og hugsa: "Á hvaða stundum lífs míns hef ég verið hamingjusömust/hamingjusamastur?" ..  Hvað hefur glatt mig mest? 

Ég get alveg deilt með ykkur mínum upplifunum;  Þær tengjast allar góðum stundum, góðum tíma með vinum og/eða fjölskyldu. 

Notalegum kvöldstundum þar sem við sitjum og spilum og leikum (mér finnst svakalega gaman að spila borðspil.)  Notalegum stundum með ástvini, sitja saman, kúra og gæla. 

Samveru vinkvenna eða systra þar sem við röbbum, göngum og gerum eitthvað saman.

Samveru með fólkinu í kvikmyndaklúbbnum mínum... 

Skemmtilegum kaffihléum í vinnunni, þar sem fólk grætur af hlátir yfir ótrúlega fyndnum frásögum hinna. 

Upplifun á aðfangadagskvöldi, með þeim sem mér þykir vænt um - þegar sest er niður við matarborðið klukkan sex og allt er klárt, - það er að vísu svolítið ljúfsárt .. 

Kvöldverður við kertaljós,  við tvö saman..

Gönguferð og kelerí í grasinu ... 

------

Þær tengjast útivist, gönguferðum, samveru með fólki, faðmlögum  ...  nánd

Vegna þess að lífið er dscn1537.jpgekki svart/hvítt eða einfalt,  þá blandast auðvitað efnislegir  hlutir inn í gleðilistann, - auðvitað finnst okkur flestum gaman að eiga fallega hluti og föt, fallegt hús o.s.frv. og langar oft til að eiga slíkt.

En eins og þegar Palli var einn í heiminum, þá myndum við fljótt finna að það er einskis að njóta ef ekki er neinn til að njóta með. 

 

Ef við værum ein alla ævina, þá myndum við ekki njóta þess að ganga í dýrustu fötum heimsins, eiga fallegast húsið og keyra um á flottasta bílnum.  Við myndum njóta þess í svakalega stuttan tíma a.m.k. 

Það sem skiptir máli er því nándin, samskiptin við annað fólk.  Samskipti eru flæði milli manna, og góð samskipti byggjast að sjálfsögðu á Þér, þ.e.a.s. að þú getir gefið og þegið.  Þess vegna er þessi mikla áhersla á sjálfsþekkingu, sjálfstraust, og sjálfsmyndaruppbyggingu.

Einangrun, aðgreining og einmanaleiki eru stóru vandamálin - og vond samskipti, enda eru þau upphafið að ófriði og stríði.

Fátt er eins vont og að eiga ekki einhvern að.  

Það er gott að draga sig í hlé við og við, í fullvissunni um að þarna úti sé einhver sem þyki vænt um okkur og sem okkur þykir vænt um.  En það er örugglega vont að vera ein/n á báti.

"Maður er manns gaman" ....  

Við getum vel verið ein um stund, og það getur verið hollt og gott,   en þegar á reynir og teygist á,  verðum við svolítið eins og Palli, sem var einn í heiminum; okkur skortir samskipti við annað fólk. 

Öll þurfum við athygli, heyra og vera heyrð, sjá og vera séð, snerta og vera snert. 

Það eru margir einangraðir eða einmana, - jafnvel þó þeir séu ekki einir. Kannski vegna þess að þá skortir jafningja til að deila með stundum og eiga í andlegum og/eða líkamlegum samskiptum við. 

Sem betur fer er fólk farið að þora að viðurkenna þetta, - það er fyrsta skrefið að breytingu.

Það er ekkert að því að þrá eðlileg samskipti, athygli, hlustun, að vera séð og snert. 

Brene Brown talar um orðin skömm og berskjöldun, - og mikilvægi þess að lifa af heilu hjarta. 

Þegar við viðurkennum að okkur skortir nándina, þá erum við að fella varnir, fella grímur og við erum að viðurkenna að við skömmumst okkar ekkert fyrir það.  Það er allt of mikill feluleikur í gangi og óheiðarleiki, sem sýnir sig m.a. í því að pör/hjón tala ekki saman og annað er farið að leita út fyrir ramma hjónabandsins til að uppfylla þarfir fyrir athygli, snertingu, hlustun, snertingu. 

(En það er efni í annan pistil) ... 

Látum TOMMY eiga síðasta/síðustu orðin:  

 

 

 


"Þú uppskerð eins og þú sáir" ... morgunhugleiðing á laugardegi

tinkerbell.jpg Hvað þýðir að uppskera eins og við sáum?

Ef við sáum stríði - fáum við stríð.

Ef við sáum kærleika - uppskerum við kærleika.

Ef við sáum trú - uppskerum við trú.

 

Það er ekki nóg að sá, ef það er ekki gert af einlægni. 

Ef þú sáir trú og lætur efasemdarfræin og óttafræin falla með, þá er hætta á að þau vaxi upp sem illgresi og kæfi blómin sem vaxa upp af trúarfræjunum. 

Þess vegna er svo mikilvægt að hreinsa út óttann og efann, - óttann við að mistakast, efasemdir um sjálfa þig og efasemdir um tilveruna. 

Sérstaklega er þetta mikilvægt þegar fer að ganga vel, - að fara ekki í þann farveg að hugsa

"Oh, þetta er of gott til að vera satt!, eitthvað hlýtur að fara að klikka" ..   hvað erum við búin að gera þá?

Jú sá efasemdar-og óttafræjum og veita þeim athygli og hlúa að þeim! .. 

Leyfðu þér að trúa, hreinsaðu út óttann ...  þú hefur valið: að reisa innri hindranir eða fella! 

Þú getur ekki stjórnað hinu ytra, en þú getur stjórnað hinu innra, viðhorfi og hverju þú veitir athygli. 

Kæfum óttann og ræktum fræ elskunnar. 

Samþykktu þig, elskaðu þig, fyrirgefðu þér, sinntu þér vel og virtu þig;  líkama, huga og sál.  

Aðeins þannig færð þú nægilegt súrefni og úthald til að sinna öðrum.


Nýr heimur - nýtt Ísland - og (ný/r) ÞÚ sem ert VONIN

Eftirfarandi hef ég birt áður á Pressunni, - en mig langar að dreifa þessum pistli víðar því ég tel hann eiga erindi til allra, og sérstaklega til ÞÍN. 

Á fleiri en einum fyrirlestri í gegnum tíðina, hef ég hlustað á fólk tjá sig um mikilvægi þess að hafa stefnu í lífinu, - að hafa framtíðarsýn.
 
 "Ef við höfum enga stefnu,  stefnum við ekkert."  (sagði leiðbeinandinn á Dale Carnegie námskeiðinu).  
 
Við höfum nú mörg lært þann bitra lærdóm að leyndarmál og lygar hafa einkennt líf margs fólks og fyrirtækja, sum okkar eru búin að uppgötva það, önnur ekki. Það má líka kalla það að lifa í blekkingu.

 grima.jpg

 
Ég ætlaði að láta pistilinn heita leyndarmál og lygar, en mundi eftir þessu gullvæga:
 
 "Það sem þú veitir athygli vex" svo ég ákvað að hafa jákvæða fyrirsögn.
 
En hvernig er upplýstur heimur?  Til að öðlast upplýstan heim þurfum við að leita þekkingar.  
 
En hvað þarf ég, borgin, landið, heimsálfan, heimurinn allur, að gera til að breytast og verða að nýjum og upplýstum heimi,  heimi sem lifir með vitund, heimi sem lifir í þekkingu?
 
Við hér á Íslandi erum búin að vera býsna dugleg við að funda, meira að segja þjóðfunda, og finna okkur vörður og gildi, og þar koma upp orð eins og heiðarleiki, jafnrétti og gagnsæi, hófsemd gægðist þar líka fram, en kannski af full mikilli hófsemi.
 
Framtíðarsýnin er því byrjuð að mótast, og auðvitað byrjum við, hvert og eitt að byrja á okkur, því að við ætlum sjálf að vera breytingin, og ýta svo við öðrum með fyrirmynd okkar og þannig fellur domino blekkingarinnar.
 
Við þurfum að hætta að hugsa "mind your own business" en í staðinn hugsa "your business is my business"  - Við þurfum að þora að skipta okkur af,  því að afskiptaleysi getur verið lífshættulegt.
 
Hér er ég ekki að tala um neikvæða afskiptasemi, heldur að láta okkur náungann varða, svipað og við gerum í eineltismálum.  
 
Það er ekki einungis siðferðileg skylda okkar. Það er einnig lagaleg skylda að láta vita ef okkur grunar að illa sé farið með barn og það er lagaleg skylda yfirvalda að sinna því.  Mjög sorglegt dæmi var nýlega leitt fram í dagsljóið í nágrannalandi okkar, Danmörku, þar sem börnum var misþyrmt af sjúkum foreldrum, og því var leyft að viðgangst í mörg ár.  
 
Við þurfum svo sem ekkert að leita út fyrir landsteinana, því að í nýútkominni skýrslu Unicef kemur í ljós að íslensk börn verða fyrir miklu ofbeldi.
 
Þegar við skiptum okkur af, eða látum vita af misgjörðum þá eru oft þeir til sem fara að benda á þann sem bendir og vinna gegn honum og jafnvel ásaka hann um slæman eða eigingjarnan ásetning.
 
Þess vegna þorir fólk stundum ekki að standa upp og láta vita. Nýlegt dæmi eru málin innan kirkjunnar. Sumt fólk sem þar hefur staðið upp til að styðja fórnarlömb embættismanna stofnunarinnar og gagnrýnt "mistökin" sem þar hafa átt sér stað, hefur
fengið orð í eyra og verið ásakað um valdabaráttu, að vera með vesen eða eitthvað álíka.  
 
Þegar  ég hef verið með vindinn í fangið, þá hefur mér reynst vel að biðja Guð um leiðsögn, og ekki hefur veitt af.  "Leið mig Guð, eftir þínu réttlæti" - er ágæt "mantra" til að þylja fyrir sér, auk orðanna úr 23. Davíðssálmi - "Þó ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér".. 


Það þarf nefnilega hugrekki og óttaleysi til.

Fyrir mér er hugtakið "Guð" hið víða alheimshugtak, ekki gamall hvíthærður karl. Það er hægt að skipta því út fyrir "Lífið" eða "Elskuna" ... og svo "Guð í sjálfum þér".. eins og segir í ljóðinu.  Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að leiða sjálfan sig og standa með sjálfum sér.  Fyrir mér er það sami hlutur og að standa með Guði. 

 
Hin neikvæða gagnrýni á þá sem vilja vinna með réttlætinu er þó sem betur fer undantekning, og kemur yfirleitt frá þeim sem hafa eitthvað að fela, eða vilja setja fólk í lið eða fylkingar.  Raunin er að ég er ekki í neinu "liði" og set fram gagnrýni út frá því - og ég tel okkur jarðarbúa vera eitt lið!  
 
Pólitíkin er sér kapituli - hér verður ekki farið út í hana og hún getur reynst víðsjárverður forarpyttur. Menn nýta sér hana bæði til góðs og ills. Pólitík getur orðið til ofsókna og menn kalla stundum réttlátar ábendingar pólitískar ofsóknir.  
 
Að krefjast þess að fólk taki ábyrgð á gjörðum sínum, að krefjast réttlætis og benda á það sem betur má fara og að valdhafar axli ábyrgð,  er ekki það sama að vilja hengja einhvern eða skjóta.
 
Það eru oft rök hinna röklausu.  
 
Auðvitað þurfa þau sem berjast gegn óréttlæti alltaf að byrja heima, stöðva, íhuga og koma svo fram af heilu hjarta.  Þau sem fara af stað til að rífa niður blekkingarvef, vita að ef það er ekki gert af heilindum munu þau sjálf festast í vefnum.
 
Hvað gerist þegar við tökum blekkingarvefinn niður?  Hvað sjáum við betur?
 
Það þarf að hætta að vera með leynd hvað atvinnu varðar, launaleynd á ekki að vera hluti af nýjum og betri heimi, skýrslur fyrirtækja um hagnað eiga að liggja fyrir og annað slíkt á að vera opinbert.  Nýr heimur er sýnilegur heimur, hann er ekki "undir borðið" heimur með sínum leyndarmálum, óheiðarleika og lygum.
 
Óhreinu börnin hennar Evu koma úr felum og við bjóðum þau velkomin og bjóðum þeim að fara í bað, fæðum þau og klæðum.
 
Hættum að lifa bak við grímur, komum til dyranna eins og við erum klædd, verum óhrædd við að vera við sjálf.  
 
Leyndarmál ala á skömm, stundum erum við að skammast okkar fyrir eitthvað sem er alls ekki okkar skömm, en hvort sem það er okkar skömm eða annarra þá er betra að leggja hana í ljósið og fá þannig fyrirgefninguna.
 
Hið sígræna barrtré sem þiggur næringu úr jarðveginum,  fær súrefni úr andrúmsloftinu, er baðað af dropum himins og geislum sólarinnar er örugglega hamingjusamara (ef hægt er að tala um hamingjusöm tré) en það sem hefur verið hoggið, sett í fót inn í hús og skreytt með ljósum og skrauti.
 
Fegurðin liggur í okkar innra manni, en ekki í hinu sem kemur utan frá sem á að láta okkur líta betur út, en er í raun bara blekking.
 
Fegurðin liggur í því að vera.
 
Framtíðarsýnin er því grímulaus heimur, heimur án blekkingar og yfirborðsmennsku. Án hindrana,  fáfræði og fordóma.  Upplýstur heimur.  Það getur stungið í augun til að byrja með og verið óþægilegt, en yfirleitt er hægt að venjast birtunni og tröllin verða að steini.
 
Ljósið er ekki eingöngu við enda gangnanna.  
 
Þú ert ljósið og þú ert vonin. 


Væntanlegur forsetaframbjóðandi með fléttur og körfu fulla af bjartsýni!

Að ota sjálfum sér fram eða trana hefur aldrei þótt góður siður, - en þar sem ég er ekki fjölmiðlakona, pólitíkus né leikkona - ekki fræg fyrir neitt, þá langar mig bara að nota tækifærið og kynna mig, sá fræjum, alls staðar þar sem því verður við komið.

Ekki á ég fjársjóði heldur til að auglýsa mig, enda finnst mér keypt atkvæði frekar ómerkileg. Treysti því að fólk kjósi af einlægni og heiðarleika.  

Ég verð alveg að játa að þetta hefur blundað í mér, - auðvitað miklu fleirum en mér, að verða forseti, eða ná að tylla mér þannig að sem flestir sjái til. Ástæðan er ekki frægð né frami, - ég segi það einlæglega. 

Það er á þeim grunni að setja ekki ljós mitt undir mæliker, - og ég tel að enginn eigi að gera það.  Þetta ljós er náðargáfan okkar, eitthvað sem við búum ekki til, heldur fæðumst með

Alveg frá barnæsku hef ég verið í hlutverki diplómatsins eða sáttasemjarans, og alveg frá bernsku hef ég þráð að vinna með friði.  Þó ekki þannig að gefa afslátt af sjálfri mér, en það er ég bara nýbúin að læra. 

Stundum virkar aðkoma mín "naive" vegna þess að ég er alltaf að vonast til og, trúi reyndar, að heimurinn batni. 

Það sem ég veit er að hann batnar ef að allir jarðarbúar líta í eigin barm, finna innri frið, fara að elska sig og virða - án tillits til stöðu, stéttar, kyns, kynþáttar o.s.frv.  

Þegar hver og ein manneskja getur litið í spegil sátt við sjálfa sig og þekkt sjálfa sig. 

Ég trúi því að sem heild séum við að þroskast og vitkast.  Fleiri og fleiri hætta að taka þátt í stríðsbrölti og sá dagur komi að við getum öll haldist í hendur. 

Ég las það einhvers staðar að ef að öllum líkar við okkur, þá sé eitthvað verulega mikið að, svo að ég tek því með jafnaðargeði.  Við getum samt haldist í hendur,  farið í "Hókí pókí"  eða "Í grænni lautu" .. 

Ég hef lært mikið í skóla, farið í gegnum alls sex ár í háskólanámi, en ekki síður hef ég lært af lífinu.  Lært af sigrum og ósigrum, af því að elska og af því að missa. Af því að fá nasaþefinn af því að upplifa óvissuna við að fá illkynja sjúkdóm, sem hægt var að komast fyrir, - merkilegt að það þurfi til að opna augun, en allt er þetta hluti þroskaferils okkar og leið fyrir okkur til að setja okkur í spor náunga okkar.  

Það er nú þannig að við skiljum ekki nema að upplifa sjálf, en sem betur fer þurfum við ekki að upplifa alla sorg, svona eins og Job í Jobsbók (fyrir þá sem þar til þekkja)  það er ekki á nokkurn leggjandi. 

Þeir sem hafa lítið reynt, ná lítið að þroskast, og við þurfum flest að reyna mikið, þó það sé vissulega  mismikið. 

Hef unnið fjölbreytt störf með fólki á öllum aldri, allt frá því að leiðbeina börnum í sunnudagaskóla upp í að hlúa að eldri borgurum á hjúkrunarheimili. 

Ég er langt í frá gallalaus, hef logið, verið óheiðarleg - bæði við sjálfa mig og aðra.  Allt var það liður í blekkingarleiknum að láta aðra halda að ég væri betri en ég væri, eða að ég væri fullkomin. 

En ég lét grímuna falla og það var léttir. 

Það sem ég er í dag, er að ég tel mig hafa náð þeim þroska að vera heiðarleg og koma til dyranna eins og ég er klædd.  Ég er með stórt hjarta og stóran faðm, stundum hefur fjölskyldan mín kvartað að ég sé of upptekin að sinna öðrum en þeim, -  en vonandi er ég að gera mitt besta. 

Við vitum öll að umhyggjan hefst með því að sinna okkur sjálfum. 

Við byrjum á okkur, síðan þeim sem eru í innsta hring og svo næsta og síðan koll af kolli. En það merkilega er að þegar við sinnum okkur sjálfum, erum við að sjálfsögðu að sinna heiminum, því að hver manneskja er míkrókosmos, eða eining sem er sama eðlis og heimurinn. 

Ég er búin að læra að vegur sannleikans og kærleikans er þröngur vegur, en eini vegurinn sem er réttur. 

Ég er guðfræðimenntuð en örugglega ekki "rétttrúuð" skv. þröngum skilgreiningum á kristni. Að vísu læt ég Guð (sem ég vissulega trúi á - þó opið hugtakið valdi oft vandræðum) dæma um það en ekki fulltrúa trúarsafnaða. 

Ég kalla mig þverpólitíska og þvertrúarlega, -  þegar fer að koma að því að safna undirskriftum, en mér skilst á aðal stuðningsaðilum mínum (og las það reyndar sjálf síðar) að þær þurfi að vera 3000. 

Á Fésbókinni eru komin 141 "Like" við framboð mitt, og ég hef ekki talið það en eflaust er 50% af þeim hópi gamlir nemendur mínir, sem ég er auðvitað þakklát fyrir. 

Ég veit ég hlýt að vera óhemju bjartsýn að fara af stað í þennan leiðangur, - en ég ætla að praktisera það sem ég prédika og ganga óhrædd.   Ótti er ekki boði,  - og að sjálfsögðu er ekkert að óttast þegar þú segir satt og rétt frá og ástundar heiðarleika.

 

p1010067.jpg

Þarna erum við Eva Rós, en hún er sú yngsta af þremur barnabörnum mínum.  Það er sjálfsagt að spyrja og ég skal svara því sem spurt er um.  Ég skrifaði í fyrirsögn "forseti með fléttur" en eins og Línu Langsokk þá líður mér best með þannig greiðslu og svo sannarlega er svolítil Lína í mér, - eins og það að ganga ekki í of þröngum skóm eða óþægilegum svo að ég særi tærnar! .. 

 

 

Það þarf enginn að "fyrirverða" sig fyrir mig vegna trúðsláta eða slíkt, þó ég taki sjálfa mig ekki of hátíðlega hef ég alltaf tekið vinnuna hátíðlega, en ég kann að hegða mér vel þegar við á, kann fína siði og agi og kurteisi eru gildi sem skipta mig máli og finnst því miður vanta all nokkuð mikið upp á - en það er bara hluti af virðingunni sem við eigum öll skilið gagnvart sjálfum okkur og öðrum.  

 eg_me_born_bru_kaup.jpg

 Á brúðkaupsdegi dóttur minnar, 14. ágúst 2009, - en þarna eru f.vinstri Þórarinn Ágúst (sonur), Ásta Kristín (barnsmóðir hans), Jóhanna (ykkar einlæg) Jóhanna Vala (dóttir) Eva Lind (dóttir) og Henrik (tengdasonur) 

Börnin mín og barnabörn skipta mig stórkostlega miklu máli, eða réttara sagt lífshamingja þeirra - og ég þykist vita að þannig sé það með foreldra.  Það besta veganesti sem við gefum börnum okkar er að vera góðar fyrirmyndir og lifa af heilindum. 

 

74171_1370703122738_1686544977_711700_4730243_n.jpgÞarna er ég í fangi pabba, Magnúsar Björnssonar, sem lést af slysförum 1969,  Hulda Kristín systir, Björn bróðir og mamma Valgerður Kristjánsdóttir sem er nú á hjúkrunarheimili, en vann þá "hetjudáð" að koma okkur fimm til manns, þó að blásið hafi á móti. 

Pabbi og mamma eignuðust tvö börn í viðbót, Brynjólf og Charlottu Ragnheiði.  

Mamma hefur alltaf haft lúmsk gaman af miðbarninu sínu og brosti breitt þegar ég sagði henni af því að ég ætlaði nú bara að demba mér í forsetaframboð!  Hún trúir eiginlega öllu upp á mig, svo það virtist ekki  hafa komið henni á óvart! .. 

---

Set hér að lokum kosningaræðuna - en ég get ekki betrumbætt þessa ræðu Chaplins, ég segi bara: Þessu er ég sammála:

 

 

 


mbl.is Forsetinn á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum öll tengd

Við erum öll tengd hvert öðru, líffræðilega, jörðinni efnafræðilega.

Fegurðin liggur í tengingunni Heart

Vísindin styðja mikilvægi þess að við virðum okkur og elskum  og virðum og elskum náunga okkar. 

Trú og vísindi eru því ekki andstæður í mínum huga. 

Því við erum ÖLL hluti af því sama, dropar í mannhafinu.  

 


Hjálpum þeim ... Help them


SKILNAÐUR EÐA DAUÐI ...

Ég biðst afsökunar á kannski próvókerandi titli en vonandi hefur hann náð að fanga athygli þína.

Við Kjartan Pálmason verðum með námskeiðið "Lausn eftir skilnað"  nk. laugardag og það hafa nokkrar konur forfallast á síðustu stundu og okkur langar að sem flestar (já flestar, þetta er bara kvennanámskeið í þetta sinn - en karlmenn mega gjarnan senda mér póst johanna@lausnin.is ef þeir hafa áhuga) - konur fái að njóta því námskeiðið verður örugglega uppbyggilegt og lærdómsríkt! 

Kjartan mun flytja fyrirlestur "Þitt innra verðmætamat" fjallar m.a. um áhrif meðvirkni á sambönd og mikilvægi þess að fara ekki ítrekað inn í svipað eða sama samskiptamynstur. (Það er nú alveg þess virði að hlusta (horfa) á Kjartan! Wink .. 

Sjálf mun ég flytja fyrirlestur um sorgarferli sem þroskaferli, - en sorgarferli eftir skilnað er oft mjög "vanmetið" í samfélaginu.  Á sama hátt og fólk upplifir allt litróf tilfinninganna við dauðsfall, gera margir það einnig við skilnað.  Ofan á bætist stundum mikil höfnunartilfinning í bland við reiði. 

Fátítt er að einhver komi færandi hendi með blóm og samúðarkort eftir skilnað, og kveðjuathöfnin er yfirleitt ekki til staðar.  Edda Björgvins orðaði þetta á sinn tragíkómíska hátt að eftir skilnað væri maður alltaf að "mæta líkinu"... 

Ekki er ég nú að gera lítið úr dauðsfalli maka, - en að missa maka í skilnaði getur haft svipuð áhrif, sérsaklega eftir langt samband,  en samfélagið er oft ekki að átta sig á því hversu mikil áhrif. 

En kæra kona, hvort sem það er liðin vika eða mörg ár frá skilnaði, ef þú hefur ekki kvatt fyrra samband, unnið með sjálfa þig eða búin að trúlofast sjálfri þér - þá endilega komdu með! 

Verði er stillt í hóf og hægt að semja um að skipta greiðslum.  Skráning og nánari upplýsingar HÉR. 

red_rose_flowers.jpgRós fyrir þig mín kæra - ég elska sjálf að fá rósir en fæ þær því miður allt of sjaldan! 

("hint" "hint") 


...been married 45yrs...you don't need to applaud that, I didn't say happily married... #dollyparton

Þetta er skráð á vegg Fésbókarinnar hjá vini mínum sem er þessa stundina á tónleikum með Dolly Parton.  Það vantar ekki húmorinn í hana! LoL ....

Sumir þrauka 45 ár, - en galdurinn að farsæld hlýtur að vera gagnkvæm virðing, sem felst í því að hvor aðilinn fyrir sig virði líka sjálfan sig. 

Það er staðreynd að stundum beitir fólk ómeðvitað ofbeldi. Konur og karlar nota þó ólíka aðferðafræði. 

MIKLU algengara er að horfa til karlsins sem "ofbeldismannsins" bæði í líkamlegu og andlegu ofbeldi. 

En ofbeldi kvenna er lúmskara. 

Eftir því sem ég kafa dýpra í hugmyndina um meðvirkni, um sjálfsþekkinguna og sjálfstraustið sé ég skýrar hversu mikilvægt það er að horfa inn á við.

Í sumum tilfellum erum við eins og (lélegir)  hljóðfæraleikarar sem kennum hljóðfærinu um þegar við sláum á vitlausa  strengi, þegar vandamálið er að í raun vantar okkur meiri æfingu og/eða kunnáttu!

Flest fólk sem segist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi, er í raun að beita eigin tilfinningar ofbeldi og er að nota þær til stjórnsemi (manipulation) sem verður til þess að skemma sambönd.  

Ha?

Jú, þetta er hegðun sem þú e.t.v. hefur lært frá fyrirmyndunum; foreldri eða foreldrum þínum í uppvextinum, og þú þarft ekki að skammast þín fyrir - ekki NEMA að þú haldir áfram eftir að þú áttar þig á því að hegðunin er skaðleg samböndum/sambandi þínu og skaðar einnig aðra. Aldrei of seint að læra!

Það sem verið er að segja með þessu er að margar konar álíta tilfinnar sínar vera verkfæri sem þær geta notað til að fá ummönnun eða viðbrögð frá öðrum.

"Ég er svo hrikalega leið - en ef þú elskar mig ættir þú að reyna að gera mig glaðari ... "

"Ég er svo reið - svo er þú elskar mig, ættir þú að leyfa mér að stjórna..."

"Ég er svo kvíðin - svo ef Þú elskar mig, ættir þú að sjá um mig" ...

Í öllum framangreindum tilfellum er það konan: "Ég" sem amar eitthvað að, en ég ætlast til að fá lagfæringu í gegnum þig, þú átt að "bjarga" mér!   Þú átt að skemmta mér, - þú átt að leyfa mér að ráðskast með allt og þú ættir að sjá um að ég sé örugg.  

Ef ég er ekki glöð, ef ég fæ ekki að ráða öllu og ef þú reddar ekki öllu sem veldur mér áhyggjum,  þá getur varla verið að þú elskir mig - eða hvað?

Þetta er í raun andlegt - eða tilfinningalegt - ofbeldi, vegna þess að manneskjan sem er að reyna að beita þessu er í raun að misbjóða eigin tilfinningum með því að beita þeim ranglega.

Tilfinningar eru í raun innri skilaboð um að það sé eitthvað ástand í lífin þínu sem gæti þurft óskipta athygli þína.

Manneskja með tilfinningagreind/ er tilfinningalega þroskuð,  ætti að greina skilaboðin og finna lausn innra með sér og þannig endurheimta andlegt jafnvægi,  án þess að þurfa að sækja það annað - þ.e.a.s. til að gera hana glaðari,  leyfa henni að ráða eða passa upp á hana að öðru leyti, og síðan finna út úr því hvaða skilaboð þessar tilfinningar eru að gefa, og hvað þurfi að gera í því


Bottom Line - þegar við lesum setningu eins og þessa í fyrirsögn bloggsins,  hjá Dolly Parton, - þá dettur mörgum í hug að það að hún hafi ekki endilega verið "happily married" sé kallinum hennar að kenna! .. En kannski ætti Dolly að líta í sinn eigin barm?

--- 

Ath! þetta eru allt pælingar "á jaðrinum" .. sumt sem ég hef lesið og annað sem ég hef breytt og bætt, man ekki hvar ... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband