2.10.2011 | 22:56
Kærleikslestin... þorir þú að koma með? .....
Sumir eru staðnaðir, fastir í hlutlausum gír, eða jafnvel bakkgír.
Brian Tracy lét mörg gullkorn falla og bar fram marga speki sl. fimmtudag í fyrirlestri sínum í Hörpu. Eitt af því sem hann gerði var að láta salinn koma með jákvæðar yfirlýsingar, til að leggja áherslu á jákvætt sjálfstal.
"I like my self" "I can do it" og fleira í þeim dúr. Hann lagði mikla áherslu á að þegar við færum með jákvæðar staðhæfingar færði það okkur áfram í lífinu, og að sjálfsögðu þarf að trúa á þessar staðhæfingar. Efinn og óttinn er það sem stöðvar. Elskan, eða kærleikurinn er andstæða óttans.
Brian sýndi á myndrænan hátt hvernig við færðumst áfram með jákvæðu staðhæfingunum, - hann lék lest og sagði síðan takfast "I like my self" - "I like my self" .. (prófið þetta endilega á stofugólfinu heima með hljóðum og öllu!) ..
Sjálfsvirðing og að meta eigið verðmæti er hluti af þessu, hluti af því að komast áfram í lífinu. Komast áfram á kærleikanum. Enginn sem talar fallega til sín og um aðra er fastur ofan í holunni sem við höfum öll tilhneygingu til að detta ofan í. Við komumst upp með jákvæðninni.
Við erum náttúrulega öll í sama blómapottinum - blómapottinum jörð, öll undir sama himni og öll líffræðilega tengd .. svo ef að einn fer að færast áfram ættum við öll að gera það. Eða a.mk. hafa vit á því að gera það ;-)
Henry Ford sagði: "If everyone is moving forward together, then success takes care of itself. "
Eitt sterkasta eldsneyti mannsins til að komast áfram er ástríðan - þegar við höfum ástríðu til einhvers og leyfum okkur að lifa hana erum við að elska okkur og virða, um leið og við gerum það sem hjartanu stendur næst. Hún skapar því rými fyrir kærleikann til okkar sjálfra og annarra.
Lifðu ástríðu þína, lifðu í kærleika til þín og annarra manna og sameiginlega náum við árangri.
Hoppaðu því upp í kærleikslestina, og farðu áfram að markmiðum þínum sem verða markmið okkar allra. ... kóperaðu þetta hjarta og settu í athugasemd ef þú vilt koma með í kærleikslestina!
(Vertu ekki að hafa áhyggjur af því að þetta sé væmið eða hallærislegt - hafðu hugrekki til að leika smá eins og barn, því lífið er leikur) ...komdu með!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2011 | 15:40
Meira um flokkspólitík ... og svo fyrirmyndir!
"Þrjóska og barnalegt atferli hefur lengi einkennt stjórnarandstöðu þessa lands og gildir þá einu hvort hægri eða vinstri stjórnarandstaða hefur átt í hlut. Atferlið lýsir sér t.d. í því að vera sífellt á móti, láta flokkspólitík blinda sér sýn og reyna að hindra eða tefja framgang mála.
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil, svo og fjölmiðla sem stýra þjóðfélagsumræðunni."
Þetta skrifar Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, en feitletrunin er mín.
Mér finnst rétt að vekja athygli á þessu, - eins og hún er að gera, hvaða fyrirmyndir við erum að gefa börnum þessa lands.
Er þessu kerfi viðbjargandi eða þarf að setja upp algjörlega nýtt kerfi eitthvað svipað og ég var að nefna í færslunni á undan þessari?
Er kerfið rót vandans? Eitthvað sem við höndlum ekki?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2011 | 11:59
"HELVÍTIS FLOKKING FLOKK" ...
Ég er að sjálfsögðu á móti svona ljótum fyrirsögnum, en nú brýtur nauðsyn lög.
Flokkakerfið er ekki fyrir Ísland, - við hljótum að fara að læra.
Flokkarnir virka þannig að flestir meðlimir verða meðvirkir með sínum flokki, - sama hvaða grautur er borinn á borð, sá sem tilheyrir flokknum líkar grauturinn en öðrum klígjar við. - Þannig virðist forritið virka, þó auðvitað séu þar undantekningar á.
Við erum of lítil of fá og of skyld og of fá til að FLOKKAkerfið virki ..
Insanity:
"Doing the same thing over and over again and expecting different results." Albert Einstein
Okkur gengur illa núna með núverandi stjórn - "face it" og okkur mun ganga illa með Sjálfsæðisflokk við stjórn "been there done that" .. (lærum vonandi af reynslunni)
En ég er ekki komin hér á bloggið bara til að gagnrýna, eða brjóta niður heldur að varpa fram einu lausninni sem ég sé í stöðunni:
Það þarf að reka Ísland eins og fyrirtæki, ráða fólk með menntun, þekkingu, reynslu, hæfni o.s.frv. í hvert embætti fyrir sig, - það þarf ekki eins marga eins og núverandi þingmenn og ráðherra.
Þess vegna væri hægt að fá hæft fólk með eldmóð og ástríðu að auki, og borga þeim líka fyrir.
Ráðningin í "störfin" verður að fara fram af erlendri ráðningarstofu, svo að frændi ráði ekki frænda og frænka ekki vinkonu.
Allir geta sótt um og leitað verður eftir mismunandi hæfileikum, reynslu, þekkingu o.s.frv. Í einhverjum tilfellum verður sérlega leitað eftir fólki sem er hæft í mannlegum samskiptum og getur sett sig í annarra spor. Leitast verði við að hafa sem fjölbreyttastan hóp, samsettan eins og reyndar er leitað eftir í góðum og sterkum fyrirtækjum!
Litið verði í öll horn, tekið tillit til náttúrunnar, jaðarhópa, gamla fólksins, barnanna sem erfa landið, og hvað hægt er að gera á Íslandi þannig að Ísland verði vörumerki heilbrigðis líkama og sálar.
Útópía ? - Nei, framtíðarsýn sem við ættum öll að leggjast á eitt um að hafa, og margar hendur (og hausar) geta unnið létt verk.
Eggjakast?
Köstum frekar rósum að hvert öðru - ilmurinn mun loða við hönd okkar og öll sitjum við uppi með rósailminn.
![]() |
Eggjum kastað í þingmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
30.9.2011 | 20:33
Að elska, virða og treysta ...
Það sem hér er skrifað, er blanda af eigin pælingum auk innblásturs frá fyrirlestri Brian Tracy´s í Hörpunni í gær. - Hann var frábær! ..
Flestir sem giftast lofa að VIRÐA OG ELSKA maka sinn, auk þess að vera honum/henni TRÚR.
Þetta gera margir við hátíðlega og heilaga athöfn.
Þegar litið er til baka, þá ættu allir að spyrja sig: "Hvenær hef ég lofað að virða og elska mig, og vera sjálfri/sjálfum mér trú? - hvað það að trúa á sjálfa/n mig og hæfileika mína?
Vissulega eru loforðin gagnkvæm, - maki þinn hefur lofað þér að virða þig, elska og vera þér trúr.
Flestir sem hafa pælt eitthvað í samböndum, taka eftir því að einstaklingur sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum elskar sig né hefur trú á sér, fær síður virðingu og elsku frá hinum aðilanum.
Kannski er það í sumum tilfellum ástæðan fyrir bresti í hjónabandi, - skilaboðin frá makanum eru að hann sé ekki virðingar verður, traustsins verður né elskunnar verður. Skilaboðin eða "leyfisbréfið": "gangtu á mér" - "notaðu mig" "ég skal þóknast þér" "ég skal geðjast þér" .. verða ekki til þess að auka virðingu á milli fólks.
Það er því eitt af grundvallaratriðum fyrir góðu gengi í hjónabandi að byrja á því að trúlofast sjálfum/sjálfri sér, áður en farið er í það að trúlofast eða heitbindast annarri manneskju.
Hvort sem við erum nú þegar í hjónabandi, í sambandi við aðra manneskju, eða bara í sambandi við okkur sjálf - þá er mikilvægt að íhuga þetta. Hversu trú erum við okkur sjálfum? Hversu mikla sjálfsvirðingu sýnum við okkur og hversu mikla traust og elsku höfum við á sjálfum okkur?
Lífsgæði okkar ráðast af því - þ.e.a.s. hversu mikla trú við höfum á sjálfum okkur (það er niðurstaða áratuga rannsókna skv. Brian Tracy).
Munum að við "sjálf" erum líkami, sál og hugur. Margir misbjóða sér, eða misvirða sig líkamlega, t.d. með því að hugsa illa um líkamann, vannæra eða misvirða með vondu mataræði, álagi o.fl.
Við förum líka illa með okkur með því að tala illa um aðra, öfunda og rægja, því að veröldin er sem 360 gráðu spegill, svo að illt umtal um aðra endar alltaf sem skaðlegt fyrir okkur sjálf.
Að sama skapi förum við illa með okkur með neikvæðu sjálfstali, niðurbroti, ótta og efasemdum um okkur sjálf.
Af jákvæðni sprettur jákvæðni - af neikvæðni sprettur neikvæðni - af stríði sprettur stríð - af friði sprettur friður - af virðingu sprettur virðing - af elsku sprettur elska - af trú sprettur trú - af von sprettur von. Ef til vill ná ekki öll fræin festu, en eftir því sem fleirum góðum fræjum er sáð er liklegra að uppskeran verði ríkulegri.
Efasemdarfræ eru verstu fræin .. þau eru fræin sem stöðva þig í að ná árangri -
"Happiness comes when you feel your self moving forward" .. -"Nothing happens unless you move" .. Einstein
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2011 | 09:27
Gleði barna ..
Í gær byrjaði fyrsti hópurinn í Leiklistargleðismiðju Lausnarinnar, en það voru ellefu stelpur á aldrinum 9-10 ára. Ég fylgdis með þeim koma, sá Ingu Bjarnason taka á móti þeim og sá muninn á þeim eftir fyrsta skiptið, - og var það bara aldeilis frábært.
Hóparnir verða þrír alls, en í dag byrjar svo blandaður hópur stelpna og stráka, 11 - 13 ára, en við hækkuðum aldurinn upp í 13 þar sem 13 ára stelpa sem hafði verið áður hjá Ingu í Leiklist vildi svo gjarnan komast að, og getum við varla hugsað okkur betri meðmæli.
Það er dýrt að auglýsa og Lausnin grasrótarsamtök þar sem námskeiðisgjaldi er haldið í lágmarki, og meira að segja niðurgreitt af Velferðarsjóði barna, svo foreldrar hafa e.t.v. ekki heyrt af þessu gullna tækifæri til að styrkja börn sín.
Það eru enn nokkur pláss laus í smiðjuna sem hefst í dag, kl. 16:30, fyrir stráka og stelpur 11-13 ára, og á morgun 16:30 fyrir stráka 9-10 ára.
Hægt er að skrá börnin ef smellt er á þennan tengil: HÉR eða senda póst á nyjalausnin@lausnin.is
Frístundakort Reykjavíkur og Mosfellsbæjar er í fullu gildi hér ;-)
Nú þegar eineltisumræðan er í hámarki, þá er mikilvægt að huga að því að styrkja börnin, bæði til að standa með sjálfum sér og öðrum. Námskeiðið er í senn gleðismiðja og sjálfstyrking.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2011 | 08:22
Leading with passion ...
Um bókina "Leading with Passion" - ég hef ekki lesið hana, en fékk þetta sent í tölvupósti í morgun og langaði að deila, vegna þess að það er svo margt gott í þessu. "Setjið ekki ljós yðar undir mæliker" ....
Þarna koma uppáhalds umræðuefnin mín fyrir, hugrekkið - að kasta af sér óttanum, neikvæð áhrif efans og áhrif hamlandi skoðana, vantrú á eigin getu og umhverfi sitt. Það er mikilvægt að leyfa sér að lifa af ástríðu .. Finna hvað vekur okkur gleði og áhuga og ganga þann veg ..
Láttu ljós þitt skína! .. Hef ekki tíma til að þýða þetta núna, geri það e.t.v. síðar ...
An excerpt from
Leading with Passion
by John J. Murphy
"Light a match in a dark room and watch as the light instantly overcomes the darkness. Observe the power and grace of that single, solitary flame dancing with life. Now light several candles or kindle a fire and experience the added warmth and comfort extending from that first, vulnerable flame through others. This is the heart and soul of leadership - the essence of inspiring others. It is about courageously casting off fear, doubt and limiting beliefs and giving people a sense of hope, optimism and accomplishment. It is about bringing light into a world of uncertainty and inspiring others to do the same. This is what we call passion, the fire within.
Passion is a heartfelt energy that flows through us, not from us. It fills our hearts when we allow it to and it inspires others when we share it. It is like sunlight flowing through a doorway that we have just opened. It was always there. It just needed to be accepted and embraced. Under the right conditions, this "flow" appears effortless, easy and graceful. It is doing what it is meant to do. It is reminding us that we are meant to be purposeful. We are meant to be positive. We are meant to be passionate. We feel this when we listen to and accept our calling in life. We feel it as inspiration when we open the door of resistance and let it in.
Inspiration springs forth when we allow ourselves to be "in-spirit," aligned with our true essence. Stop and think about it: When you feel truly passionate and inspired about someone or something, what frame of mind are you in? What are you willing to do? What kind of effort are you willing to put forth? How fearful are you? Chances are, you feel motivated to do whatever it takes, without fear or doubt, to turn your vision into reality. You grow in confidence. You believe you can do it. You are committed from the heart and soul.
The purpose of this book is to clarify and offer ten key factors for leading with passion and inspiring peak performance. These "essentials" serve to guide and remind leaders how they can "open the door" and facilitate flow. By practicing these essentials, you will tap the extraordinary potential in yourself and others and realize results you may never have dreamed possible. Look to any inspiring leader and you will see these key factors in action. Observe the best of the best and you will witness the power of passionate leadership. Make no mistake - leading with passion inspires world change. It is the only thing that ever really has."
Við erum öll leiðtogar, við erum það með því að vera fyrirmyndir, okkar eigin, börnun okkar og annarra, okkar nánustu og svo koll af kolli stækkar það ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2011 | 00:04
Tvö 25 ára ...Þórarinn Ágúst Jónsson og Jóhanna Vala Jónsdóttir! Fjölskyldublogg ..
Tvíburarnir mínir, sem eru nú bara kölluð Tobbi og Vala, eiga 25 ára afmæli 25. september! .. tvöfalt 25 á 25. degi mánaðarins!
Þegar þau voru lítil strauk ég á þeim bakið, söng og sagði þeim sögur. Sagan af fæðingu þeirra var í uppáhaldi hjá þeim, enda um hálfgert kraftaverk að ræða að þau voru bæði heilbrigð, ef ekki algjört! ..
Skrifa söguna hér eins og ég sagði þeim hana:
Það gekk mikið á, mamman gekk í tæpar 42 vikur með tvíburana, mænudeyfingin virkaði ekki svo hún fann mikið til, svo þurfti að svæfa hana smástund. En svo vaknaði mamman upp með dúsín af læknum og hjúkrunarliði í kringum sig, og spurði af veikum mætti "er allt í lagi" .. þá sýndi ljósmóðirin henni tvö fullkomlega heilbrigð og yndisleg kríli, strák og stelpu - og mamman fór að hágráta, fólkinu í kring brá við, en svo hélt mamman áfram "ég er svo hamingjusöm..og tárin héldu áfram að flæða".. annað barnið hafði verið með óreglulegan hjartslátt, og mamman hafði svona innst inni haft áhyggjur að það hefði hlotið einhvern skaða, en svo var ekki.
Daginn eftir sagði mamman pabba þeirra frá því hvað þetta hefði verið neyðarlegt að hágráta svona fyrir framan alla, en þá sagði pabbinn "það var ekki neyðarlegt - það grétu allir með þér".... Sjálf hafði ég ekki tekið eftir því, en stundin og samlíðanin þarna á sjúkrahúsgangingum hafði vissulega verið töfrum líkust..
Þegar þarna var komið við sögu var ég yfirleitt orðin þreytt í höndunum að strjúka bak í kross..
En svo kemur hér smá myndasaga:
Í leið í Flataskóla við hlið Ford Fairlane ´66 árgerð!
Á Coco Beach í Florida!
Á Spáni, - á veitingastað með mömmu!
Í ferðalagi, - með stóru systur Evu Lind!
Og aftur á Flórída! ..
Í brúðkaup Evu Lindar stóru systur, glæsilegt ungt fólk!
TIL HAMINGJU UNGARNIR MÍNIR;-)
24.9.2011 | 10:52
Uppáhaldsfólkið mitt - og hundur ;-)
Það var ekki fyrr en núna í septemberbyrjun að við náðum að sameinast öll, - Amman og barnabörnin, þar sem tvö af þremur búa í Danmörku.
Þarna er Eva Rós Þórarinsdóttir, ég sjálf, Ísak Máni Jörgensen, Elisabeth Mai Jörgensen og svo Simbi Völuson.
Það var ekkert auðvelt að festa alla á filmu í einu, - Simbi er t.d. ekkert voða mikið fyrir uppstillingar!
Verður aldrei valinn yfirvegaðasti hundur Íslands ;-)
Í dag upplifi ég mikið þakklæti fyrir líf mitt, nóg að stússa og ætla að fara að koma öllu á sinn stað í Lausninni. Í fyrramálið verð ég hjá Sirrý ásamt Ingu Bjarnason að rabba um Leiklistargleðismiðju fyrir börn, sem er að fara í gang á mánudag, - verkefni sem við erum að vinna að sem á að fylla upp í eyðuna sem myndast í skólakerfinu þegar skapandi listir eru sparaðar. Enn eru laus pláss, og ég sendi hér hlekk á skráningarsíðuna. Gjaldið er þegar niðurgreitt af Velferðarsjóði barna. Hægt er að nýta frístundakort og þess utan, ef að fólk er þannig statt er hægt að sækja um frekari niðurgreiðslu, en endilega hafa samband. Öll börn sem eru þannig staðsett að geta nýtt sér þetta, á aldrinum 9-13 ára, eru velkomin. Nánari upplýsingar: johanna@lausnin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2011 | 08:23
Fresta framboði um fjögur ár ..
"Að íhuga framboð er góð skemmtun."
Að sjá viðbrögð fólks, góð, vond, hæðin, skemmtileg, uppbyggileg o.s.frv. er eflaust góður efniviður fyrir mannfræðinga og félagsfræðinga.
Vinur minn og samstarfsfélagi Percy Stefánsson, sem mér finnst alveg ótrúlega klár maður, hristi bara höfuðið yfir fyrstu athugasemdum á DV og sagði þetta dæmigert "Jantelagen" - en það eru óskrifuð lög úr bók rithöfundarins Sandemosa, kennd við ímyndaðan smábæ; Jante, í Danmörku, þar sem engin/n má skara framúr og ef einhver óþekktur Jón Jónsson vill upp á dekk, er honum haldið niðri m.a. með því að hann sé nú ekkert betri en aðrir. Þetta segja menn svolítið skandinavískt, og kannski ágætt fyrir okkur að íhuga hvort að þetta sé reyndin.
Að sjálfsögðu er gott að vita og sjá hvaða fólk styður, stígur fram og hvernig fjölmiðlar bregðast við - og ekki við. Ég er þakklát fyrir réttláta umfjöllun DV, - en álit mitt á þeim miðli hefur breyst við þetta.
Ég er GÍFURLEGA þakklát fyrir meðbyrinn, trúna og traustið sem mér hefur verið sýnt, fallegu orðin frá fv. nemendum og mörgu samferðafólki, sem þekkir mig og störf mín. En að íhuga framboð þýðir auðvitað að ég var m.a. að skoða hvort að það væri grundvöllur fyrir því.
Íhugunin hefur leitt það í ljós, og leiddi fljótt í ljós að ég þarf að vera þekktari, undirbúa mig og alla mér nákomna betur, undirbúa mig betur fjárhagslega og koma ráðgjafastarfinu mínu, sem ég er að byggja upp hjá Lausninni betur af stað. En við erum að flytja þessa dagana í stórt húsnæði sem þarf að klára að standsetja og þar get ég líka unnið að mörgum þeim málefnum sem mér eru kær, mannræktinni, uppbyggingu unga fólksins okkar og okkar allra.
Ég er í góðu andlegu og líkamlegu formi, formi sem ég hef byggt upp undanfarin ár, með guðfræðinni, góðum námskeiðum, lestri, hreyfingu, útivist, samskiptum við fólk, börn og barnabörn og með að eiga dásamlega og elskandi fjölskyldu og vini. Ég er auk þess mikinn styrk í trúnni, trú sem er ekki bundin við ein trúarbrögð, heldur trú á lífið, kærleikann, andann, náttúruna - fólkið, en í mínum huga er þetta allt skilgreining á því sem við mörg köllum Guð.
Ísland og Íslendingar margir eru búnir að vera að ströggla undanafarin ár, frá kreppubyrjun, fjárhagslega, en ekki síður andlega. Neikvæð umræða hefur verið ríkjandi og stundum hefur legið eins og óveðurský yfir landinu. Fólk er reitt og svekkt og það smitar, líka í börnin okkar.
Allt sem við tölum um við eldhúsborðið heima, spegla börnin og taka oft sem sína byrði. Við þurfum að gæta að okkur. Tölum fallega um og við hvert annað, líka í fjölmiðlum.
Samtakamátturinn er gífurlega mikilvægur en við höfum verið sundruð vegna ýmissa mála, já hópar og nei hópar hafa myndast og gífurleg pólitísk spenna, svo margir í þjóðfélaginu kvörtuðu að þeir treystu sér varla í fjölskylduboðin, vegna pressu og umræðu við að kjósa hitt eða þetta. Svart eða hvítt.
Veröldin er svo sannarlega ekki svart/hvít. ESB umræðan er ekki í svart/hvítu, ESB hefur kosti og galla. Við höfum kosti og galla. Ekkert er fullkomið nema ófullkomleikinn.
Við þurfum öll að huga að okkur, öll að fara í "naflaskoðun" byrja á að breyta því sem breytt verður og bæta það sem bætt verður, en fyrst og fremst draga það fram í okkur sem er gott og jákvætt; setja fókusinn á styrkleika en ekki veikleika og rækta þá. Ef hver og ein manneskja gerir það fer hún að verða jákvæðari, lætur umhverfið ekki hafa eins mikil áhrif og fer að standa með sjálfri sér. Hættir að lifa í hugarheimi annarra, og uppgötvar hver hún er og hver vilji hennar er.
Ég trúi því að við séum öll fædd friðelskendur, við viljum gera gott og við viljum náunganum vel. Það besta sem við gerum í því tilfelli er að reyna að setja okkur í spor náunga okkar, óvinar okkar líka - prófa að rökræða frá hans sjónarhóli. Það er áskorun.
Ég þakka fyrir mig, ætla að halda áfram mínu daglega lífi, sinna fjölskyldu, börnum og barnabörnum, rækta mig svo ég verði sterkari, ekki síst til að ég geti verið að gagni fyrir aðra.
Vonandi kannist þið við mig eftir fjögur ár
Knús á línuna ;-) ....
"I´m a dreamer but I´m not the only one, söng John Lennon" ... ég er svo sannnarlega "dreamer" og lokatakmarkið í mínum huga er eins og hann syngur í Imagine - "No need for greed or hunger" - "The World may live as one" -
Hér er stuðningssíðan, óþarfi að loka henni ;-) .. er ekki af baki dottin, þó um lengri veg sé að fara!
p.s. mæli svo með þessum pistli fyrir okkur öll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Brene Brown er rannsóknarprófessor í University of Houston Graduate College of Social Work. Hún hefur varið 10 árum í að rannsaka berskjöldun (vulnerability), skömm, áreiðanleika (authenticity) og hugrekki. Hún er höfundur bókarinnar "The Gifts of Imperfection."
Eftirfarandi er þýðing (og smá útúrdúrar) á grein sem birtist á CNN "Want to be happy, stop trying to be perfect."
Hún er þarna með "lykilinn" að lífshamingjunni - og efni hennar kallast algjörlega á við það sem við hjá Lausninni erum að vinna með í sambandi við meðvirkni, en sá sem er meðvirkur er einmitt alltaf með hausinn fullan af því "hvað aðrir eru að hugsa" og að geðjast umhverfinu svo að hann sé samþykktur. Sér ekki eigið verðmætamat, nema í gegnum aðra (einföldun).
En eftirfarandi er "þýðing" - þetta er hraðsuða, en mér finnst þetta svo ótrúlega mikilvæg skilaboð og held að við værum svo mjög bætt ef að við færum að lifa í heimi án blekkinga og þykjustunnileikja. Fólk færi að þora að segja hlutina eins og þeir eru, en ekki lifa bak við grímur meira og minna allt lífið, þar sem það segir bara "allt ágætt" þrátt fyrir að vera e.t.v. í vanlíðan.
En hér er heila klabbið:
Mörg okkar hafa í gegnum árin rembst eins og rjúpan við staurinn við að vera fullkomin. En undarlegt en satt, að aldrei virðist það nást og við erum orðin úrvinda, teygð og toguð að innan af skömm og vonbrigðum yfir því að ná ekki þessum meinta fullkomleika.
Við getum ekki slökkt á "röddinni" í hausnum, sem hljómar eitthvað á þessa leið "Þú ert aldrei nógu góð/ur" - "Hvað skyldi fólk eiginlega halda?" ..
Hvers vegna, þegar við vitum að það er ekkert til sem heitir fullkomið, eyðum við svona miklum tíma og orku að vera og gera allt fyrir alla? Halda öllum ánægðum? -
Er það vegna þess að við erum svona hrifin af fullkomnun? - Öööö.. nei!
Staðreyndin er sú að við löðumst að fólki sem er raunverulegt og með báða fætur á jörðinni. Við hrífumst af frumleika og dáumst að lífi sem er svolítil óreiða og ófullkomið.
Við sogumst inn í fullkomleikann af einfaldri ástæðu: Við teljum að fullkomleikinn muni vernda okkur.
Fullkomleiki er sú trú að ef við lifum fullkomin, lítum fullkomlega út, og hegðum okkur fullkomlega vel, getum við forðast eða gert sem minnst úr sársaukann við ásökun, áfellisdóm og skömm.
Við verðum öll að upplifa að við séum einhvers virði og tilheyrum einhverjum, og verðmæti okkar er í húfi þegar við erum aldrei nógu _____________ (þú getur fyllt í eyðuna: mjó, falleg, gáfuð, sérstök, hæfileikarík, dáð, vinsæl, upphafin).
Fullkomleiki er ekki það sama og reyna að gera okkar besta. Fullkomleiki er ekki um að ná heilbrigðum markmiðum og vexti; hann er skjöldur. Fullkomleiki er 20 tonna skjöldur, sem við dröslum með okkur, og ímyndum okkur að hann muni vernda okkur, þegar hann í raun er hluturinn sem hindrar okkur að vera séð og að ná flugi.
Þegar við búum í samfélagi þar sem yfir flæða óuppfyllanlegar væntingar í öllu mögulegu, frá því hversu mörg kíló við eigum að vera til þess hversu oft í viku við eigum að stunda kynlíf, er ógnvekjandi að leggja frá sér varnarskjöldinn. Að finna hugrekkið, ástríðuna og tenginguna við að flytja sig frá hugsuninni "Hvað ætli fólk hugsi"? yfir í "Ég er nóg." það er ekki auðvelt. En hversu hrædd sem við erum við breytingar, kemur að því að við verðum að svara eftirfarandi:
Hvort er meiri áhætta? Að sleppa því sem fólk hugsar - eða að sleppa því hvernig mér líður, hvernig ég trúi, og hver ég er?
Hvernig búum við okkur undir hugrekki, ástríðu og tengingu sem við þurfum til að ná utan um okkar eigin ófullkomleika og að viðurkenna að við erum nóg - að við séum verðug ástar, að tilheyra og gleði? Hvers vegna erum við öll svona hrædd við að láta hin sönnu okkur vera séð og þekkt. Hvers vegna erum við svona lömuð yfir því hvað aðrir hugsa um okkur?
Eftir áratuga rannsóknir Brene Brown á berskjöldun, skömm, og áreiðanleika, hefur hún uppgötvað eftirfarandi:
Djúp þörf fyrir að tilheyra og vera elskuð er eitthvað sem engin manneskja getur gefið afslátt af. Við erum líffræðilega, vitsmunalega, líkamlega og andlega "víruð" til að elska, vera elskuð og tilheyra.
Þegar þeim þörfum er ekki fullnægt, virkum við ekki eins og okkur er ætlað. Við brotnum. Hrynjum niður. Við dofnum. Okkur verkjar. Við meiðum aðra. Við verðum veik.
Sannarlega eru aðrar ástæður veikinda, doða og sársauka, en fjarlægð við ást og að tilheyra mun alltaf leiða til þjáningar.
Í rannsóknarviðtölum sínum, komst hún að því að aðeins einn hlutur aðskildi konurnar og karlana sem upplifðu djúpstæðar tilfinningar ástar og þess að tilheyra frá þeim sem voru að berjast við það. Það var verðmætamat þeirra. Það er eins flókið og einfalt og eftirfarandi:
Ef við viljum upplifa að fullu ást og það að tilheyra, verðum við að trúa að við séum verðug ástar og að tilheyra einhverjum.
Stærsta áskorunin fyrir okkur flest er að trúa að við séum verðug núna, á þessari mínútu. Það eru engar forsendur fyrir verðmæti.
Mörg okkar hafa skapað lista fyrir forsendum verðmætis:
- Ég verð vermæt/ur þegar ég hef misst 10 kíló
- Ég verð verðmæt ef ég verð ófrísk
- Ég verð verðmæt/ur ef ég verð/held mig edrú
- Ég verð verðmæt/ur ef allir halda að ég sé gott foreldri
- Ég er verðmæt/ur ef ég hangi áfram í þessu hjónabandi
- Ég verð verðmæt ef ég næ í flottan maka
- Ég verð verðmæt þegar foreldrar mínir samþykkja mig loksins
- Ég verð verðmæt/ur þegar ég get gert allt, og það lítur út fyrir að ég sé ekki einu sinni að reyna
Hér er það sem er í raun kjarninn í því að lifa af heilu hjarta:
Verðmæt/ur núna. Ekki EF. Ekki ÞEGAR. Þegar við erum verðug ástar og þess að tilheyra núna. Þessa mínútu. Eins og er.
Að sleppa forsendunum fyrir verðmæti þýðir að ganga hinn langa gang frá " Hvað heldur fólk?" til þess: "Ég er nóg." En eins og öll mikil ferðalög, hefst þessi ganga á einu skrefi, og þetta fyrsta skref í göngunni að heilu hjarta er að æfa sig í hugrekki.
Rót orðsins "courage" á ensku er er latneska orðið cor - fyrir hjarta. Í fyrri tíma skilgreiningu hafði orðið "courage" aðra skilgreiningu en það hefur í dag. Það hafði upprunalega þá þýðingu að segja hug sinn, með því að tala frá hjartanu. Það stemmir ágætlega við íslenska orðið hugrekki, að segja hug sinn.
Í tímans rás hefur skilgreiningin breyst og í dag á hugrekki meira skylt við hetjuskap. Hetjuskapur er mikilvægur og við þurfum sannarlega á hetjum að halda, en Brene Brown telur að við höfum misst tenginguna við það að tala einlæglega og opinskátt um hver við erum, um tilfinningar okkar, og um reynslu okkar (góða og slæma) - það sem er skilgreining á hugrekki.
Hetjuskapur er oft um það að leggja lífið að veði. Hugrekki er um að leggja berskjöldun okkar að veði - að fella varnir okkar. Ef við viljum lifa og elska af heilu hjarta og taka þátt í tilverunni þar sem við erum verðmæt, af sjónaróli verðugleikans, er fyrsta skrefið að æfa hugrekkið að vera saga okkar (skammast okkar ekki fyrir líf okkar) og segja sannleikann um það hver við erum. Meira hugrekki er ekki hægt að hugsa sér."
---
"SANNLEIKURINN MUN GJÖRA YÐUR FRJÁLS" ..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)