11.3.2012 | 11:10
Aldrei aftur megrun? ...
Í stað þess að hamast á arfanum (offitunni) aftur og aftur og aftur - þá þarf rót-tækari aðgerðir... Það er að segja fara í ræturnar og skoða af hverju? - Af hverju offita? - Af því að umgengnin við mat er eitthvað skökk, er það ekki? - og af hverju er umgengnin skökk? -
Orsakir offitu:
1. Endurteknir megrunarkúrar þar sem þú léttist um X kíló en fitnar svo aftur um X plús xx þegar kúrnum sleppir. -
2. Tilfinningaát - borðum þegar við erum leið, einmana, óhamingjusöm .... o.s.frv. vantar okkur þá mat eða að koma lag á andlegu hliðina fyrst? ..
3. Rangt forrit - t.d. neikvæð innri rödd og ótti við að fá aldrei nóg eða vera nóg. -
Hægt er að lesa meira ef smellt er HÉR
Annars fjallar pistillinn í stuttu máli um það að fara að njóta lífsins og matarins.
Njóttu meðvitað hvers munnbita! .....
- Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur
- Þú getur aðeins notið þess sem þér finnst í alvöru gott
- þú hættir að njóta matarins þegar líkaminn er saddur
Einn súkkulaðimoli borðaður með nautn gefur okkur miklu meiri fullnægju en heil plata borðuð í meðvitundarleysi. -
Þannig er lífið allt .. og ein rós gefin af einlægni og kærleika segir meira en bílfarmur af blómum gefinn af sýndarmennsku ...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2012 | 13:38
Skoðanakönnun - á Stefán Jón séns í Ólaf? -
Ég setti upp hér til vinstri, skoðanakönnun þar sem hægt er að velja á milli þessara tveggja. -
Endilega takið þátt, þó þetta sé ekki nema leikur. Eftir því fleiri atkvæði sem berast því marktækara.
![]() |
Útilokar ekki forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.3.2012 | 06:03
Stefán Jón Hafstein eða Ólafur Ragnar Grímsson? -
Heil og sæl,
Hér er smá "leikur" - en mér finnst líklegt að Stefán Jón Hafstein bjóði sig fram. -
En alla veganna, - þessi skoðanakönnun er bara þröng, svona ef að þú hreinlega YRÐIR að velja á milli annars vegar að kjósa Ólaf Ragnar eða Stefán Jón.
Þetta er bara til gamans gert - taktu þátt ef þú vilt ;-)
![]() |
Ólafur Ragnar gefur kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2012 | 13:29
Messa eins og gott rauðvín .. og sorg eftir skilnað -
Þegar ég var í guðfræðideildinni frá 1997 - 2003 lærði ég að meta það að mæta í messu. - Mér þótti margar þeirra þungar og leiðinlegar til að byrja með, en þegar ég var farin að njóta þess að fara eftir handbókinni, samfélagsins, söngvanna, prédikunar (naut ekki allra) o.s.frv. en þó aðallega það að taka frá tíma í samfélag. Samfélag með mér, með fólki og þar sem hið ytra var ekki að trufla. Slökkt á farsímum, tölvum og tækjum. - Reyndar jókst messusókn mjög mikið, þar sem ég fór að syngja í kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju og það er erfitt að vera ekki í sjálfum sér, þegar sungið er ;-) .. Líkaminn er jú hljóðfærið okkar. -
En þessi inngangur er aðeins upphafið að öðrum pistli sem ég skrifaði á síðuna mína - mjög persónulegum pistli, þar sem ég miðla af minni reynslu, ekki síst í þeirri von að aðrir geti samsamað sig og séð að þeir eru ekki einir, þ.e.a.s. fólk í sorg, - og þessi pistill fjallar sérstaklega um fólk í sorg eftir skilnað. -
Sjá nánar ef smellt er HÉR
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2012 | 09:19
Ha? ..
"Meðal þess sem laganna verðir fengust við var innbrot, umferðaróhapp og akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna."
Þetta má misskilja
![]() |
Úr dagbók lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2012 | 14:06
Ertu kvíðin/n? -
Í Davíðssálmi nr. 23 er þessi ljóðlína:
"Þó ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér."
Hvað þýðir það fyrir þig?
Rithöfundurinn Paulo Coehlo segir að ef að mikilvægustu orðin til að kunna séu "Hjálp" og "Takk" -
Að biðja um hjálp og að muna að þakka fyrir. - Ekki síst það sem við höfum nú þegar. -
Ég býð nú upp á þriggja skipta hugleiðslunámskeið út frá 23. Davíðssálmi, þar sem farið er í textann og síðan í leidda hugleiðslu út frá honum. -
Hægt er að lesa meira um það og skrá sig ef smellt er HÉR. -
Verðinu er haldið í algjöru lágmarki, svo að sem flestir geti nýtt sér. -
Einnig get ég boðið upp á að koma á vinnustaði og vera með hugleiðslu, það þarf ekki að vera á trúarlegum nótum. - Aðeins gjörhygli og slökun, eftir hvað hentar ;-)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2012 | 15:07
Af hverju konu? -
Biskupar, forsetar og forsætisráðherrar eru fyrirmyndir - og þær býsna sýnilegar. - Þegar Vigdís var kjörin varð hún fyrirmynd fyrir stelpur og konur, - um að konur gætu jú líka orðið forsetar.
Hún blés konum kjark í brjóst. -
- Aldrei hefur kona orðið biskup á Íslandi, svo það er kominn tími á að þar komi fram önnur fyrirmynd. - Það er ekkert í þessum embættum sem ætti að hindra það að bæði konur og karlar gegni þeim, en það hefur verið á brattann að sækja fyrir konur. -
Mér finnst það ágæt regla að mixa þessu svolítið, hafa karla og konur til skiptis jafnvel. Við erum yfirleitt með ólíkar áherslur, við erum ekki endilega betri eða verri bara ólík. - Vissulega eru til konur með "karlmannlegar" áherslur og öfugt, en svona í heildina, þá er aðkoman oft ólík. Hver forseti mótar sitt embætti - eins og dæmin hafa sýnt, og hver biskup. Mér finnst kominn tími á kvenleika í biskupsembættið. -
Knús
![]() |
Skiptir máli að fá kvenbiskup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.2.2012 | 12:25
Við erum ekki skuldirnar okkar ..
og reyndar ekki eignir okkar heldur, en nánar má lesa um það HÉR á blómasíðunni minni. -
Leyfi þessu ljóði að fljóta með, en það varð til í morgun þegar ég var í göngutúr hér í Vesturbænum með Simba ömmuhund. -
Ég var úti að ganga og andaði að mér ferska loftinu
blandað regndropum sem sögðu í sífellu "góðan dag" -
þá sá ég drullupoll og fór í ferðalag í tíma
og í örskamma stund langaði mig að setjast í pollinn
og vita hvort að mamma tæki ekki á móti mér
heima - með ristað brauð og heitt kakó!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2012 | 00:09
Gömlu hjónin og rúnstykkið .. dæmisaga
Systir mín sagði mér skemmtilega og lærdómsríka dæmisögu nýlega, en hún var einhvern veginn á þessa leið:
Eldri hjón höfðu þann sið að deila einu rúnstykki daglega. - Þar sem eiginmanninum þótti svo vænt um konuna sína, gaf hann henni alltaf efri partinn - þennan með birkinu (því það fannst honum sjálfum betri hlutinn) og hann tók sjálfur botninn. Þetta höfðu þau gert í tugi ára, og það var ekki fyrr en þau voru komin á áttræðisaldur að eiginkonan spurði manninn hvort að hún mætti fá botninn í eitt skipti. - Maðurinn varð hissa og spurði hvort henni þætti ekki efri hlutinn betri.-
Sjá framhald ef smellt er HÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2012 | 08:13
Auðmýkt er andstæða hroka ...
Pistill um sjálfstraust - auðmýkt - hroka og hvað það er mikilvægt að hafa sjálfstraust. -
Smellið HÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)