Meðvirkni er ekki góðmennska ..

Skrifaði pistil sem hefur vakið athygli, um muninn á því að vera góður og svo meðvirkur.  Munurinn liggur að mestu leyti í orsökum fyrir þvi að við gerum hlutina - og svo afleiðingunum fyrir okkur og aðra. -

Margt sem gert er á forsendum meðvirkni, hefur slæmar afleiðingar og leiðir stundum til þess að við rænum þroska af öðru fólki, eða tökum ábyrgð af því sem það hefði sjálft gott af því að taka. - 

En ef þú vilt lesa meira er pistillinn hér.    Smellið HÉR


Dagurinn til að hætta við að hætta við - að íhuga forsetaframboð! -

mynd_3_jpg_475x600_sharpen_q95_1144427.jpg Þar sem ég er orðin vondauf um að alþýðleg, ófullkomin, einlæg, heiðarleg og þó bersyndug,  tilfinningarík manneskja,  sem hefur alls konar mannlega reynslu í farteskinu og er sérfræðingur í samskiptum, sérstaklega sínum eigin,  þá finnst mér varla annað hægt en að hætta við að hætta við að íhuga forsetaframboð! 

Spyrðu ekki hvað Ísland getur gert fyrir þig, heldur spyrðu hvað getur þú gert fyrir Ísland. - 

Ísland: spyrðu ekki hvað heimurinn getur gert fyrir þig, heldur hvað getur þú gert fyrir heiminn. - Heimurinn er að læra að þekkja sjálfan sig í gegnum þig - Ísland farsældar frón. - 

Í haust þegar DV kynnti það til sögunnar að algjört nobody, einhleyp kona í bleikum loðnum inniskóm og með kött, orðaði það að vísu ekki alveg svona, íhugaði forsetaframboð,  þá fóru raddir í gang "Hver er þessi Jóhanna, og hvað þykist hún vera, hvað vill hún eiginlega upp á dekk"?    -  Eins og það væri ekki nóg að púkinn á öxlinn hefði lamið mig í hausinn með þessari spurningu allt mitt líf! ..  en heppin ég að vera búin að fatta að "I have a body" .. sem er nátturlega ekki "no body" -  Líkaminn s.s. bjargaði mér frá því að vera no-body! -  

Til að gera langa sögu stutta þá róaði ég fólkið með að draga þetta til baka, enda búin að sjá að forsendur þurftu að vera sterkari.  Ég þyrfti helst að vera "Celebrity" en ekki einhver "Jane Doe" - að vísu svona dyttin og dattinn í viðbót, en förum ekki út í það hér. ;-) 

Íhugun um framboð var s.s. dregin til baka, eins og sést á þessari frásögn í DV, smellið HÉR. -  

En nú er kominn dagurinn til að svara "Hver er þessi Jóhanna?" - 

Það er ekki nema sanngjarnt að kynna sig og  hef ég  því sett upp risaskjá á Austurvelli,  fyrir framan Alþingi Íslendinga - og mun tala þaðan.   RUV mun verða með beina útsendingu svo að landsbyggðin missi ekki af heldur.   Á sama stað verða baukar, eða réttara sagt tunnur þar sem má leggja frjáls framlög í kosningasjóð. 

Einnig verður komið upp friðarhring,  með báli,  þar sem hægt er að henda á öllum áhyggjum, kvíða, ótta, skömm o.s.frv. - og við látum það fuðra upp - og kyrjum saman,  "Stingum af" - undir forsöng Mugison sjálfs. - 

Eftirfarandi er brotabrot af hugmyndafræði  mína um forsetaembættið: 

  • Opið hús einu sinni í mánuði fyrir alla heldri borgara,  þá meina ég það fólk með alvöru sjálfstraust, - sem ekki getur montað sig og byggt sjálfstraust á stöðu sinni, peningum, diplómum, húsnæði, bílaflota  o.s.frv. ..  
  • Nonni og Gulli (úr Elliðaárdalnum) verða fengnir til að flytja "Sweatið" sitt á lóðina við Bessastaði, og allir erlendir gestir verða settir í að dansa (verða dansinn) horfa í séríslenskan eldinn - deyja hinu gamla lífi og taka upp nýtt líf eftir veru undir feldi í skjaldbökutjaldi þeirra. -  
  • Ég (forsetinn) býð upp á hugleiðsluhamingjugöngur í kringum Bessastaðatjörnina - fyrir gesti og gangandi þar sem hugleitt verður inn á andlega kjörþyngd, háan hamingjustuðul,  og að laða að sér gróða (svona næsti bær við "að laða að sér hið góða" ) .. 
  • Allsherjar sumarskemmtun verður haldin og opið hús þegar ég flyt á Bessastaði, það verður ekki mikil vinna, en núverandi húsnæði er 55 m2, svo ekki fer mikið fyrir húsgögnum. - (Auglýsi hér með eftir aðstoðarfólki við að flytja, pizza, kók og bjór í boði) - 
  • Nota einungis föt í embættið sem eru keypt "second hand" t.d.  hjá Hjálpræðishernum, "Vintage"  - engin eyðsla í óþarfa, og aukapeningar lagðir í Fjölskylduhjálpina og mæðrastyrksnefnd. - 
  • "Never a dull moment" á Bessastöðum! - 

En textinn er þegar orðinn lengri en meðalmaður gefur sér tíma til að lesa. - Ef þú ert enn að lesa, ert þú meiri en meðalmanneskja, pældu í því! - 

Botnlínan:   Dagurinn í dag, 1. apríl 2012,  er dagurinn til að hætta við að hætta. - 

Hef fengið víðtækan stuðning úr óvæntum áttum, - laufaáttu, tíguláttu, spaðaáttu - að ógleymdri hjartaáttu.   Áttan er táknið um upprisuna,  alfa og omega,  - sem þýðir að hugmyndin um Jógu sem forseta er endurvakin. -  Já, friðarsinninn Yoko og ég erum nöfnur, tilviljun? -  Neeee.... 

En s.s. yndislegi kjósandi, komdu á Austurvöll í dag, og upplifðu sannleikann um framboð mitt,  byggt á því sem þjóðin þarf,  kærleika, vináttu og heiðarleika - og auðvitað fullt af GLEÐI. -  

Elska alla, þjóna öllum - 

388267_10150401741006520_113742176519_8668309_266790797_n.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

HLUSTUM: ...  

 

 

Ég hafði ekki tíma til að skrifa ræðu, en þar sem búið er að gera bestu ræðu allra tíma, þá leyfi ég mér að segja: "ÉG ER SAMMÁLA SÍÐASTA RÆÐUMANNI:"

(Hér er hraðsoðin þýðing) 

Fyrirgefið mér, en ég vil ekki vera keisari,  - það er ekki minn tebolli.  Ég vil ekki stjórna neinum eða sigra neinn.  Ég myndi vilja hjálpa öllum, ef það væri hægt.  Fátækum að veraldlegum gæðum og ekki síður að andlegum gæðum.  Sumir eru nefnilega svo fátækir að þeir eiga ekkert nema peninga.  Við viljum öll frið, - við fæðumst til að hjálpa hvert öðru, enda erum við öll eitt, erum öll skyld og fædd til að rétta hvort öðru hjálparhönd,  mannfólkið er skapað þannig.  

Við viljum öll að hinir séu hamingjusamir og vitum að við nærumst ekki á eymd annarra.  Við viljum ekki hata og fyrirlíta hvert annað.  Það er nægilegt rými fyrir alla í þessum heimi, og jörðin er rík og getur fætt alla.  

 

Lífsgangan getur verið mörkuð frelsi og fegurð. 

En við höfum villst af leið.  

Græðgin hefur eitrað sálir manna - hefur hlaðið upp heiminn með hatri; og hefur þvingað okkur í  gæsagangi inn í eymd og blóðbað. - 

Við höfum þróað með okkur hraða en einangrað okkur í; tækjum og tólum sem gefa ofgnótt en hafa skilið okkur eftir þurfandi.  Þekking okkar hefur gert okkur kaldhæðin, klárleikinn hörð og vond.  Við hugsum of mikið og finnum of lítið til: Við höfum meiri þörf fyrir mannúð en maskínur.  Við höfum meiri þörf fyrir vinarþel og kærleika en klárleika, án þess verður lífið ofbeldisfullt og við töpum öllu.  

Flugvélar og fjölvarp hafa fært okkur nær hvert öðru.  Eðli þessara uppfinninga öskrar eftir góðmennsku mannanna,  öskrar eftir bræðra-og systralagi til einingar okkar allra.  Jafnvel núna er rödd mín að ná til þúsunda,  til örvæntingafullra manna, kvenna og lítilla barna,  fórnarlamba kerfis sem lætur menn pína og fangelsa saklaust fólk. -  Til ykkar sem heyrið, - segi ég "Örvæntið ekki".

 

Eymdin sem nú gengur yfir er sköpuð af græðgi, biturð manna sem óttast framgöngu mannkyns; hatur manna mun ganga yfir, einræðisherrar deyja og valdið sem þeir tóku frá fólkinu, mun verða aftur í höndum fólksins og svo lengi sem fólk deyr (núna) mun frelsið aldrei eyðast upp... 

Hermenn, - ekki gefa ykkur að föntum, mönnum sem fyrirlíta ykkur og hneppa í þrældóm - sem setja klafa á líf ykkar, segja hvað þið eigið að gera, þið eigið að hugsa og hvernig ykkur á að líða, sem hæðast að ykkur, megra ykkur, fara með ykkur sem búfénað, eins og  fallbyssufóður. 

Ekki gefa ykkur að þessum óeðlilegu mönnum, vélrænum mönnum, með vélrænar hugsun og vélræn hjörtu.  Þið eruð ekki vélar, þið eruð ekki búfénaður.  Þið eruð menn.  þið hafið mannkærleika í hjörtum ykkar.  Þið hatið ekki - aðeins þeir sem eru ekki elskaðir hata. Aðeins þeir sem eru ekki elskaðir og þeir sem eru ónáttúrulegir.  Hermenn ekki berjast fyrir þrældómi, heldur berjist fyrir frelsi. - 

Í 17 kafla Lúkasarguðspjalli stendur "Konungsríki Guðs er innra með yður" - ekki í einu ykkar, heldur í hópi manna og kvenna, - í öllum - í ykkur, fólkinu. - 

Þið, fólkið hafið máttinn, máttinn til að skapa vélar, máttinn til að skapa hamingju. Þið fólkið hafið máttinn til að gera lífið frjálst og fallegt,  til að gera þetta líf að dásamlegu ævintýri.  

Þess vegna, í nafni lýðræði, - virkjum þennan mátt -  sameinumst öll.  Berjumst fyrir nýjum heimi, sanngjörnum heimi sem gefur fólki tækifæri á að vinna,  sem gefur þér framtíðina, elliárin og öryggi.

Með því að lofa þessu, hafa fantarnir komist til valda, en þeir ljúga.  Þeir standa ekki við loforð sín, þeir munu aldrei gera það.  Einræðisherrar frelsa sjálfa sig en hneppa fólkið í þrældóm.  Berjumst til að uppfylla loforðið.  Berjumst til að frelsa heiminn,  til að losna við landamæri, losna við græðgi, við hatur og dómhörku.  Berjumst fyrir heimi skynsemi, heimi þar sem vísindi og framför leiða að hamingju allra manna. 

Hermenn, sameinumst, í nafni lýðræðisins. 

Lítið up! Lítið upp!  Skýin eru að hverfa - sólin er að ná í gegn.  Við erum að koma út úr myrkrinu inn í ljósið. Við erum að koma inn í nýjan heim.  Vinsamlegan heim þar sem menn rísa yfir hatur og ofbeldi.

Sál manna hefur fengið vængi að gjöf - og loksins erum við að byrja að fljúga.  Fljúga inn í regnbogann, inn í ljós vonarinnar - inn í framtíðina,  hina dýrðlegu framtíð sem tilheyrir þér, mér og okkur öllum.  

Horfum til himins. - 

 





ÖLLU GAMNI FYLGIR EINHVER ALVARA .. OG ALLRI ALVÖRU EITTHVAÐ GAMAN. 

CHAPLIN VISSI ÞAÐ. -  

 

 

 


Hefur þú skoðun á biskupskjöri? - skoðanakönnun. -

Ég hef stillt upp skoðanakönnun hér til vinstri.  Ég skrifaði einnig pistil sem má lesa ef smellt er HÉR  um mínar hugleiðingar. - 

candle-flame-1-ajhd.jpg

 


Íhaldssemi, róttækni og biskupskjör 2012

Við Hreðavatn stendur okkar gamli og lúni (en mjög svo elskaði) fjölskyldubústaður sem kallaður er Lindarbrekka. 

Nafnið kemur frá lindinni sem gefur okkur vatn og stendur neðar í brekkunni.

Í gamla daga var vatnið sótt í fötur, en nú er komin dæla upp í bústað. -  Þessi bústaður var upphaflega bústaður afa míns og ömmu,  en tilheyrir nú stórfjölskyldunni og um hann hefur ríkt friður og sátt,  þó einstaka umræða hafi komið upp hverju eigi að breyta og hvað má bæta. 

Til vorhreingerninga er kallað á hverju ári til að hreinsa út og viðra fyrir sumarið.  

Þegar afi og amma fjárfestu í bústaðnum var hann ekki sérlega stór, en afi bætti við geymslu, forstofu, eldhúsi og tveimur herbergjum.  En afi var þúsund þjala smiður, - fyrir utan það að vera prestur og prófessor. -  Ekki var amma mín síðri, og lagði sitt af mörkum á ólíkan máta með sínum dugnaði, með sitt glaða geð, umhyggju,  hlýju og bros. 

En hvað kemur Lindarbrekka biskupskjöri árið 2012 við? 

Ég notaði líkinguna um Lindarbrekku í lokaprédikuninni minni  í guðfræðideild árið 2003, þar sem ég talaði um hina eilífu lind og læki lifandi vatns sem þessa óendanlegu og gefandi uppsprettu, og nú ætla ég að nota Lindarbrekku sem líkingu fyrir kirkjuna. -

Það hefur komið upp sú staða í umræðunni að sumir segja það betra fyrir jafnréttið og breytingar innan kirkjunnar að kjósa sr. Sigurð Árna en sr. Agnesi,  og á einum stað var skrifað að Agnes þætti of íhaldssöm miðað við Sigurð. - 

Ekki veit ég hvort að allir séu sammála þeirri greiningu. 

- Og hversu miklu viljum við halda og hvað slíta upp með rótum? - 

Ef við lesum það sem sr. Agnes hefur að segja og treystum að hún sé fylgin málefnum sínum og gildum.  þá eru þar ýmsar breytingar frá því sem áður hefur verið. -  

Til dæmis að taka tillit til margumræddrar jafnréttisstefnu, - auglýsa öll embætti,  hlúa að starfsfólki, bæta stjórnsýslu kirkjunnar o.s.frv. -  (Þarna hefur s.s. verið brotalöm á fyrir þau sem ekki vita). Agnes var heldur ekki íhaldssamari en það að skrifa undir áskorun presta, djákna og guðfræðinga um jafngilda vígslu samkynhneigðra.  

Nú væri gott að fá á hreint hvar íhaldssemin liggur? -  

Er ekki íhaldssemi að kjósa karlmann sem biskup í 111 skiptið? - 

Er sú íhaldssemi betri en íhaldssemi Agnesar,  hver svo sem hún er?

Þegar skip hefur hallað á eina hlið í nær þúsund ár,  þá þarf býsna mikið átak til að fá ballestina til halla á hina. - 

Kannski þarf að gera það í skrefum, en spurningin sem eftir stendur sem áður:  

"Hvort er betra skref og þjónar betur jafnréttinu og kirkjunni þá um leið að kjósa konu, sem sumir segja íhaldssama, eða karl sem sumir segja ekki íhaldssaman? 

Ég er ekki að taka undir og hef ekki persónulega sannfæringu um hvort biskupsefnið er íhaldssamara,  þannig ég er ekki að fella neinn dóm á það.  

Svo er það nú þannig að sum íhaldssemi og sumar hefðir eru býsna góðar,  svo íhaldssemi er ekki öll af hinu vonda. 

Og nú förum við aftur að Lindarbrekku. 

Þar er ákveðin rómantík fólgin í því gamla, ákveðinn andi sem ekki er hægt að skipta út og fylgir t.d. ýmsum gömlum hlutum eins og þeim sem afi smíðaði.

Það eru alveg afskaplega miklar tilfinningar tengdar þessum bústað og ég skrifaði einu sinni pistil sem ég kalla "Barn í Paradís"  og ég mun setja hér hlekk á í lok greinarinnar. -

Það er ekki svo að einhverju hafi ekki verið breytt í Lindarbrekku á undanförnum árum, - eins og kom fram hér í upphafi er komin dæla í lindina, svo vatnið berst hraðar og betur til okkar og er enn sem áður "besta vatn í heimi" - (auðvitað huglægt fyrir þá sem það þiggja). -  

Maður sem er kvæntur inn í fjölskylduna hafði það einhvern tímann að orði að það ætti bara að rífa þennan gamla og byggja nýjan bústað, það svaraði ekki kostnaði að halda þessum við. -  Hann sagði þetta í gríni,  því hann vissi hvað þessi staður og það sem tilheyrði væri okkur hjartfólgið. - Þetta var næstum ekki fyndið í mín eyru,  svo sterkar eru taugarnar þó vissulega eigi maður ekki að hengja sig á veraldlega hluti. - Andinn liggur þó oft og tengist gömlu hlutunum,  hann hverfur ekkert alveg. - 

Við höfum þurft að taka niður fúna veggi og henda út því sem mýsnar hafa komist í.  Höfum þurft að velja og hafna.  Nýta hið heila og það sem okkur er kært en henda því sem lyktar illa og hefur skemmst.  -  Það er búið að koma upp sólarsellu,  þannig að við getum farið á klósett (en áður var kamar) um miðja nótt án þess að þurfa að kveikja á kerti.  (Ég viðurkenni að ég var ekkert voða sátt við þessa sólarselluframkvæmd í upphafi,  en einmitt fegin þegar ég dvaldi ein í bústaðnum síðastliiðið sumar að geta kveikt lítið ljós yfir rúminu). - 

Kirkjan þarf að þora að gera það líka, hreinsa burt fúna veggi, setja upp dælu til að vatnið berist betur til sem flestra og setja upp sólarsellur. -   En um leið virða hið gamla,  hið tilfinningalega og það sem var byggt af smiðnum. - 

Í framhaldi af öðrum umræðum, en þó skyldum á fésbókinni nýlega fékk ég eftirfarandi spurningu frá sr. Þóri Jökli Þorsteinssyn:    Hvað með rót-tæka trú Jóhanna? :-)  Til hvaða rótar á hún að taka til að njóta sannmælis heldurðu?

En svarinu leyfði ég koma frá hjartanu - ætlaði fyrst að fara að "spekúlera" en svo bara kom það áreynslulaust og ég svaraði: 

Svona fyrstu viðbrögð eru að rót kristinnar trúar liggi í orði Guðs: Jesú Kristi, orðinu sem varð hold og gekk í gegnum og lifði mennskuna og deildi sér og gildum sínum með öðrum mönnum og þjónaði. - Rót sem gaf af sér fallega rós sem ilmar enn. -

Í biskupskjöri þurfa menn og konur (þessir u.þ.b.  500 kjörmenn) fyrst og fremst að viðra fyrir sér gildi og hæfni þeirra kandidata sem bjóða sig fram, inn í hvaða samfélag verið er að tala árið 2012, - og hvað þjónar kirkjunni best sem samfélag jafnréttis, bræðra- og systralags, - og síðast en ekki síst þarf að opna vit sín fyrir ilminum og leyfa honum að virka. - 

red_rose_flowers.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Barn í Paradís - óður til afa og ömmu 


Hvað svo? -

Kirkjuþing samþykkti endurskoðaða jafnréttisáætlun haustið 2009. Þar segir m.a.:

"Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum kynjanna til starfa, áhrifa og þjónustu"

 

Annars bendi ég á ítarlega grein sr. Sigríðar Guðmarsdóttur um mikilvægi konu í biskupsstól á Íslandi  - smellið HÉR 


mbl.is Vilji til að sjá konu sem biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir pistlar inni á Wordpress ...

Nýjasti pistillinn minn fjallar um að taka ábyrgð á eigin lífi og eigin farsæld, - set hér hlekk á hann fyrir þau sem hafa áhuga á að lesa.

SMELLA HÉR 


Með en ekki á móti ..

Það er gott og uppbyggilegt að lesa þetta viðtal við Helga P. -  Þar sem í gegn skín jákvæðni hans og æðruleysi sem hann nýtir til að lifa með en ekki á móti. -

Um leið og við förum að berjast við áföllin lendum við í stríði og stríð leiðir af sér stríð. - Ég veit það er hið algenga að tala um að vera í baráttu við og t.d. að hafa unnið stríðið við krabbann,  en í raun er það ekki svoleiðis. -  Við vinnum með krabbameinið okkar,  við förum í samtal við aðra en ekki stríð eða baráttu við þá,  - ef við breytum þessu viðhorfi,  að lifa með en ekki á móti, þá eigum við möguleika á að upplifa æðruleysi,  en æðruleysi þýðir m.a. ró eða kyrrsemd.  Hæfileg ró og hæfileg kyrrð. - Jafnvægi.- 

Með því að þekkja "óvininn" - eða kynnast honum með því að skilja hann, - hvort sem óvinur er atburður, sjúkdómur eða manneskja,  öðlumst við þekkingu á honum og orsökum þess að hann "ræðst að okkur."  - Krabbamein er frumur í eigin líkama sem fara að breyta sér,  manneskja sem ræðst að okkur með illsku er yfirleitt veik eða í vanlíðan  að einhverju leyti. -  Það er þannig sem við förum að "elska" óvininn, - vinna með honum en ekki móti. - Skilja hann, uppruna hans og eðli. -  Þannig verðum við alltaf sigurvegarar. -

 "Sá sem hefur þekkinguna er öllum dygðum prýddur." -  Plató 

Þekkingin er skilningur, þekkingin er að setja sig í spor náungans,  þekkingin er samhugur - en ekki dómharka. -  Sá sem hefur upplifað mikið og lært mikið, hefur mikinn þroska og býr yfir mikilli þekkingu. -   Þekkingu sem byggir fyrst og fremst á lífsreynslu viðkomandi. 

 "Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum" - segir í Davíðssálmi 23.  Þessir fjendur koma úr öllum áttum eins og áður sagði, - en í sálminum kemur líka fram að við tökum full hugrekkis á móti því sem kemur, "jafnvel þótt ég fari í gegnum dimman dal" -   og aldrei erum við ein. -  Þessi ganga er ekki stríðsganga,  heldur ganga í ljósi kærleikans. - 

"Hef lært að lifa með áföllunum" ... segir Helgi. 

Lífið er lærdómur, lífið er  skóli, sum koma hingað bara og eru í leikskóla alla ævi, önnur takast á við erfiðari skóla og á hærra menntunarstigi, - sumir útskrifast eflaust með fimm háskólagráður eða fleiri í skóla lífsins. -  En viðhorf okkar til skólans, til kennaranna, til námsins, til annarra nemenda og síðast en ekki síst til okkar sjálfra,  getur skipt öllu máli,  alveg eins og við þekkjum úr okkar eigin skólavist. - 

En segi að lokum eitt stórt TAKK - Helgi Pétursson, við þurfum fleiri svona góðar fyrirmyndir. -

cappuccino.jpg 


mbl.is Hef lært að lifa með áföllunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er eðlilegt að giftast sjálfum sér? -

Auðvitað er ég ekki að tala um brúðkaup með öllum pakkanum, - en svona næstum því í raun.  Hugarfarslega að gefast sjálfum sér og bera ábyrgð á sjálfum sér og hamingju sinni, en ekki ætlast til að önnur manneskja taka alla ábyrgð á okkar eigin hamingju "for the rest of our lives, until death do you apart" .. eða þannig. 

HÉR er hægt að smella á pistil sem er þessu tengdur. - 

 


Hvað táknar kossinn? - sunnudagsleikur fyrir unglinga á öllum aldri ;-)

Hvað táknar kossinn?


- Koss á ennið: Við erum sæt saman .


- Koss á kinnina: Við erum vinir.


- Koss á handarbakið: Ég dáist að þér.


- Koss á hálsinn: Mig langar í þig, núna.


- Koss á öxlina: Þú ert fullkomin/n.


- Koss á munninn: ÉG ELSKA ÞIG ...


Hvað tákna hreyfingarnar?


- Haldast í hendur: Okkur líkar pottþétt við hvort annað.

 

- Halda fast utan um hvort annað:  "Ég vil þig"

 

- Að horfast í augu:  Mér líkar við þig,  eins og þú ert.

 

- Að fikta í hárinu:  Leikum okkur ;-) .

 


- Að halda utan um mittið: Mér líkar of vel við þig til að sleppa þér.

 


- Að hlæja á meðan kossi stendur:  Mér líður vel með þér.

,

,

,

,

,

,

,

,

- Ef einhver ákveðin/n persóna kemur í hugann við lestur á ofangreindu, ertu líklegast ástfangin/n   

lovetrain.jpg


Og ég vara við páfa ..

Nenni svo ekki að eyða fleiri orðum í þennan skrautkall meira.  Siðbótin löngu hafin og endar aldrei ;-) 

maj13.jpg


mbl.is Varar við hjónabandi samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband