Fallega inn pakkaður áróður "Intouchables" ..

Góðan dag góða fólk, - nú er mín búin að sjá "Intouchables" - gífurlega vel gerð og leikin mynd, og margt fallegt, mannlegt sem snerti bæði hlátur-og gráturtaugar. - 

(Viðbót - ég gerði þau mistök að kalla myndina og setja í upphafi í titilinn "Untouchables" - en var komin með það í hausinn að hún héti það, en lagaði titilinn eftir á eftir að ég fékk ábendingu). 

Í raun með betri myndum.  En myndin er ekki "Untouchable" - og því miður er hún líka fallega innpakkaður áróður fyrir tóbaks-og jónureykingum.  Það lá við að mig  sem aldrei hefur reykt, langaði í sígarettu eftir myndina. - 

smoking-and-its-effects-on-your-looks-yuck1.jpg

Boðskapurinn var m.a. að þeir sem reyktu væru skemmtilegri.   Það er ekki gaman að vera "party spoiler" en finnst rétt þar sem ég ber heilsu og hag upprennandi kynslóðar fyrir brjósti að benda á þetta.

 

 

-  Ég hef áður bent á það að það eru miklir hagsmunir tóbaksframleiðenda að gera sem flesta háða,  þeir virðast  hafa meiri fjármuni en þeir sem vinna gegn tóbaks-og grasreykingum.  Ég öfunda ekki foreldra sem þurfa að vernda börnin sín gegn áróðursdrekanum,  því að hann er ótrúlega stór og með mikil völd.

-  Hver græðir? - 

glyph.jpg


Ef þú mætir manni á götu og býður góðan dag ...

... og hann heilsar þér ekki, hefur það ekkert með þig að gera heldur hvernig maðurinn er upp alinn, hvernig honum líður eða hvaða afstöðu hann hefur. -

Þetta er bara örlítil dæmisaga um að taka ekki nærri okkur álit annarra og skoðanir eða að fara að gera þeim upp skoðanir. 

Kannski heyrði maðurinn bara ekki að þú bauðst góðan dag!  Og það á ekki að breyta því að þú eigir góðan dag! -

 

Góðan dag! .. Smile


Er í lagi að kalla fólk fífl ef þú kemur með rök fyrir því að það sé fífl? ..

Ég er sammála Agnesi biskupi að hún beri ekki ábyrgð á orðum Davíðs Þórs. En um leið þurfum við sem teljum okkur kristin að íhuga orð okkar hvert og eitt og spyrja um leið og við sendum þau frá okkur;  "Er þetta uppbyggilegt?" -

Hvaða gagn gerir það sem ég er að segja, hjálpar það þeim sem við álítum fífl að kalla hann fífl og bætir það hann eða okkur sjálf að einhverju leyti? - 

Ég er í ekki í stöðu  til að dæma einn né neinn,  hef gert alls konar mistök á lífsleiðinni og sagt ljóta hluti bæði við sjálfa mig og um aðra.  En ég er að læra og vil læra.  Þess vegna er ég að skrifa þetta, til að íhuga gagnsemi þess að kalla fólk t.d. lygara og rógtungu eða hvað sem það er kallað,  er það til betrunar?  Er verið að sýna viðkomandi fram á villu vegar og þá í þessu tilfelli stuðningsmönnum hvað viðkomandi er ómögulegur? 

Væri hægt að gera það á annan máta, án háðs eða að nota svona orð sem e.t.v. flokkast undir gífuryrði?  Er stíllinn svona mikilvægur til að ná til fólks?

Samhugur er að mínu mati andstæða dómhörku.  Getum við sett okkur í spor Davíðs?  Getum við sett okkur í spor Guðna? -  Ég held að við höfum verið í báðum sporunum einhvern tímann á lífsleiðinni. 

Við höfum verið í því að dæma og við höfum verið í því að klaga. -  Andlega þroskað?   Spyrji hver sig. 

Kannski notaði Davíð svona ljót orð til að ná athygli, hvað segir það um lesandann, okkur öll? - 

Ef hann hefði verið "snyrtilegri" hefðu eins margir lesið? - Þarf ljótleikann til að tjá sig? 

Þessi pistill minn er meira svona hugsað upphátt, ég er ekki með öll svörin.  Veit bara að ég er að æfa mig að nota ekki ljót orð, það er mitt val og þá verður kannski minna hlustað? - 

Ég held að við þurfum öll að líta í eigin barm og spyrja okkur sjálf hvar við erum stödd þarna og ekki fara í skotgrafir með eða móti Davíð eða Guðna. 

Eftirfarandi er gott að hafa í huga og er úr Biblíunni: 

"Talið ekki illa hvert um annað, systkin."  Jakobsbréfið 4.11

"Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur."  Efesus 4.32

og svo aðal: 

"Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar." 

Efesus 4.29

pink_rose_dsc09054_great.jpg Rósir koma með þyrnum,  en þyrnar koma líka með rósum. 

Erum við ekki bara öll dásamlega mannleg og þurfum að fyrirgefa hvert öðru? - 

 Þegar við hittumst augliti til auglitis og sjáum að við erum bara jafnar sálir, auðsæranlegar og viðkvæmar, er best að fyrirgefa.

Fyrirgefningin er frelsun. 

 


mbl.is Skilur ekki afstöðu Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hjón, sambúðarfólk, þau sem vilja íhuga af hverju sambandið er ekki gott ...

"Það sem þú veitir athygli vex" - þetta er staðreynd sem fæstir andmæla.

Ég var að hlusta á áhugaverða hugmyndafræði um eina af tilgátum þess að sambönd eru betri í upphafi og fari síðan að versna og svo jafnvel að verða bara hreinlega vond sambönd.

Þegar fólk er ástfangið horfir það á og dásamar það sem er gott í fari maka síns.  Alls konar kækir og vondir siðir verða aukaatriði,  fókusinn er ekki á því heldur öllu þessu dásamlega.  Spékoppanum,  fallegu augunum,  hvernig hann/hún snertir þig o.s.frv. -

Hvernig makinn kreystir tannkremstúpuna,  spítir út í vindinn, eða klórar sér í rassinum (ef út í það er farið)  er ekki í fókus og skiptir hreinlega engu máli eða er bara sætt í þessu tilviki jafnvel,  vegna þess að það sem hann gerir sem er fallegt verður aðalatriðið. -

Svo ef að þessari athygli á hið jákvæða er ekki viðhaldið,  eða ef við förum að láta atriðin sem voru aukaatriði í upphafi skipta meira máli,  oft vegna þess að við sjálf erum ekkert voða glöð, eða sátt,  þá förum við að setja fókusinn á þau og þau vaxa og VAXA og verða allt í einu orðin að aðalatriði og hið góða jafnvel hverfur í skuggann.

Það sem ég skrifa hér er mjög mikil einföldun,  en ég held að þetta sé rétt.

Þetta gerist sérstaklega ef við höfum farið í sambandið á röngum forsendum, til að bjarga hinum aðilanum frá sjálfum sér (stundum) eða  erum ekki sátt í eigin skinni, - ef við sinnum okkur ekki sjálf, en ætlumst til að hamingja okkar, gleði og friður séu öll færð okkur af makanum.    Þá förum við í hlutverk betlarans og við fáum ekki það sem við viljum. -  Ef við erum í hlutverki þess sem veit að hann hefur nóg og er nóg.  Förum í sambandið af sjónarhóli fullnægjunnar.  Af sjónarhóli þess sem  er með lífsfyllingu, gerir sér grein fyrir að hann/hún þarf að hafa  ástina í hjartanu, gleðina og friðinn,  innra með sér,  þá er mun auðveldara að fókusera og vera þakklát fyrir það sem makinn hefur fram að færa.

Á yndisleika hans og um leið eykst öryggi makans. -

Því auðvitað dregur það fólk niður að vera stanslaust undir gagnrýnisaugum, og það er verið að efast um það.

Það er verið að röfla um þetta og tauta um hitt. -

Annað sem ég hlustaði á,  það var um mikilvægi þess að taka sameiginlegar ákvarðanir.   Það er að vera "co-creators" -   Ef að konan fær þá hugmynd um að þessa helgi vilji HÚN að farið sé í garðvinnu,  þá er uppsprettan ekki hjá manninum og þá gæti vantað innspýtinguna og löngunina til að fara að vinna í garðinum.   Þetta gæti verið akkúrat öfugt ef að maðurinn hefði SJÁLFUR fengið hugmyndina,  eða hugmyndin hefði fæðst í notalegu spjalli:  "Hvað ættum við að gera saman um helgina" - og hún hefði eins og stendur þarna "fæðst" í spjallinu.

Þá væru hjónn orðin sam-skaparar.

Ef við ætlum að troða okkar sköpun upp á hinn þá erum við farin að hefta frelsi hins og við erum verur frelsisins.

Það er grundvallandi að við upplifum frelsi í sambandi,  og það gerum við ekki ef að það er verið að troða upp á okkur "Þú skalt" - "Þú átt" - "Mér finnst að þú ættir að gera það sem ÉG vil. -

Þetta er einhvers konar þvingun á mér eða minni sköpun upp á þig og öfugt.

Mér finnst þetta útskýra býsna margt, - þess vegna finnst mér alveg frábær t.d. hugmynd konu sem var á námskeiði hjá mér,  konu sem var búin að vera í hjónabandi í 40 ár sem sagði að fjölskyldan,  ekki bara hún og maðurinn, heldur börnin þegar þau voru heima,  hefðu haldið fund vikulega þar sem þau ræddu hvað væri framundan,  óskir, langanir, þarfir og bjuggu til plan fyrir vikuna.   Þar settu þau líka fjölskyldureglur sem ALLIR fengu að taka þátt í. -

Við erum alltaf að læra,  og læra að skilja líka.  Skilja hvert annað.

Best er að við getum skapað þannig og unnið út frá löngun og eigin vilja,  ekki einhverju sem er þvingað upp á okkur,  ekki einhverju sem kemur sem valdboð frá maka.   Svo er það ekki unnið, viðkomandi uppsker bæði nöldur og samviskubit  eða unnið í gremju, og samviskubit allt sem unnið er í gremju lætur okkur líða illa.   Þetta er vonlaus staða. -

Veitum athygli því sem vel er gert, hæfileika og yndisleika þeirra sem eru í kringum okkur,  ekki bara í sambandi heldur alls fólks.  Og þökkum fyrir það líka.

Það sem við veitum athygli vex.

Verum skaparar,  en líka sam-skaparar,  en ekki þvinga okkar sköpun upp á aðra,  leyfum okkur að skapa saman.   Er það ekki SAM-VISKA okkar? -

Góð sam-viska? -

Sam-band er samband, ekki eingirni (sem er ein tegund garns)  eða eigingirni. - 

Veröldin er okkar, ef við viljum.


Stjörnuspá dagsins 3. júní 2012

Sporðdreki

Sign icon Þú hefur öðlast djúpan skilning á því sem skiptir sköpum fyrir þig. Ekki hræðast að þú vitir ekki hvað skuli gera næst, svarið er handan við hornið.

---

Kíki ekki oft á stjörnuspá, - og hef ekki trú á að allir sporðrekar heimsins séu að upplifa það sama, - en í morgun var eitthvað sem "hvíslaði" að mér að lesa,  og þessi texti hitti beint í mark. 

Það er gott að vera á þeim stað að hræðast ekki.  Djúpi skilningurinn hefur svo sannarlega verið að koma, það er þessi ánægjulega tilfinning að vera í móðurlífi heimsins,  umvafin legvatni heimsins og fá næringu frá heiminum.  

Upplifa uppsprettuna. - 

Það er nú bara svoleiðis, - og meira ætla ég ekki að skrifa á þessum fallega júnímorgni. 

 


Frá sjónarhóli fullnægjunnar ..

Þessi yfirskrift er andstæða "Frá sjónarhóli örvæntingar"  ..

Þetta er munurinn á desperat og satisfied. - 

Að lifa í tilfinningu af skorti er að upplifa sig aðþrengda/n eða örvæntingafulla/n. 

Að lifa í tilfinningu af því að hafa nóg er að upplifa sig fullnægða/n.

 

Framkvæmd sem er framkvæmd í desperasjón er svipað og desparasjónin þegar sumt fólk er að leita sér að maka.  Ef það er gert af sjónarhóli örvæntingar þá virkar það oft þannig á mótaðilann að hann flýr í burtu. 

Ef að lætin eru slík að það verður helst að "klófesta" hinn aðilann og setja hann í búr,  þá heldur lífið áfram í örvæntingu. 

Við löðum að okkur hið góða með því að líða vel, elska okkur sjálf, upplifa gott sjálfstraust.  

Það á við um alla hluti. 

Þegar allt virðist erfitt og áhyggjurnar eru að sliga,  þá er besta ráðið að fara að dansa, leika, syngja, hlusta á fallega tónlist,  fara að vaða í á, eða synda í vatni.  Eitthvað sem veitir okkur gleði og fullnægju. - 

"Bikar minn er barmafullur"  og "mig mun ekkert skorta" segir í Davíðssálmi 23 - þýðir að glasið er fullt,  sá sem á barmafullan bikar lifir ekki í skorti, sá eða sú sem upplifir sig vera NÓG, - skilyrðislaust (þá er ég ekki að tala um ytri eigur) - lifir ekki í örvæntingu heldur í fullnægju. -  Við lifum í trausti og trú. - 

Þessa tilfinningu er hægt að skapa innra með sér,  það gerist skref fyrir skref, en um leið og við höfum tekið ákvörðun um að losa okkur við byrðarnar,  tekið ákvörðun um hamingju okkar getum við andað léttar og erum komin á veginn. - 

"The way to heaven is heaven" - .. 

.. svona er þetta .. njótum þess að lifa þó við höfum ekki náð einhverju ákveðnu takmarki, - setjum okkur takmörk, - að sjálfsögðu,  en í fullvissu þess að takmarkið næst miklu frekar ef við trúum á það, ef okkur líður vel og við erum ekki í örvæntingu að nálgast það.

Aðþrengd manneskja kemst ekki langt, - hún er ekki frjáls.  Að vera aðþrengd er eins og lifa lífinu í spennitreyju og öfugt  við frelsið. 

Við þurfum að leyfa okkur að lifa í frelsi en ekki helsi, lifa í lukku en ekki í krukku, lifa lengi en ekki í fatahengi. -

Hver og ein manneskja þarf að leyfa sér að elska án skilyrða,  elska án þess að vera í kvíða um það að vera elskuð á móti. -   Bara njóta þess fyrst og fremst að elska ... og lifa skilyrðislaust. 

Til að elska annað fólk þurfum við að elska okkur sjálf, - að elska okkur sjálf er að vera okkar besta vinkona eða vinur, - höfum það í huga hvort að við tölum eins við okkur sjálf og okkar bestu vini? -  Erum við verri eða betri við okkur? 

Það er frelsi að elska - bæði sjálfa/n sig og aðra ....

 

 


olafurogdorrit.is ?

"Við Dorrit..... ?" .. 

Ég hlustaði aðeins á byrjunina á viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson, í þættinum "Sprengisandi"  og sá/heyrði hvernig hann hálfflissaði  þegar hann sagði frá heimasíðunni olafurogdorrit.is

Ólafur er enginn asni, og án þess að ég hafi upplýsingar um það þá fékk ég á tilfinninguna að nafnið á síðunni hafi ekki verið hans hugmynd.  - Hann viti þó hvað selur. 

Er eitthvað að vörumerkinu olafurragnar.is ? 

Af hverju þessi sirkus? 

Af hverju er hann ekki einn í framboði? -  Er hann ekki nógu sterkur eða stór sjálfur? - 

shoulderstandingsm.jpg

 

 

 

 

 

 

 

  

Menn prófa auðvitað ýmis PR "Stunt" .. 

Það eru margir sem heillast af extrovert framkomu Dorritar, hversu mannleg og einlæg hún er,  og það er vissulega jákvætt að forseti skuli eiga góðan maka sem heillar fólk. - 

En mér finnst það merki um einhvert óöryggi í framboði hans að heimasíða forsetaframboðs sé ekki byggð á hans eigin sjálfstrausti.  -  heldur að miklu leyti á eiginkonunni. 

Skv. Piu Mellody sem skrifaði bókina "Facing Co-dependence" - segir hún sjálfstraustið byggt á sjálfinu því sem við eigum innra með okkur, - annað sé "Other esteem" -  Þ.e.a.s. það sem við byggjum á hinu ytra; þ.e.a.s. á því sem við eigum, stétt, stöðu og svo framvegis - líka maka. 

Þetta er til umhugsunar, - auðvitað tjaldar fólk því sem það á til,  ... en ítreka að mér finnst Ólafur vera býsna háður konu sinni í þessari kosningabaráttu. -  

HÉR er tengill á viðtalið

Kosningarnar eiga að mínu mati að snúast miklu meira um þessa einstaklinga sem eru að bjóða sig fram, þeirra framlag og hæfni, - ekki maka þeirra eða börn.  Það gildir að sjálfsögðu um alla frambjóðendur, - ekki bara Ólaf Ragnar.   


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megrunarlausi dagurinn - megrunarlausa lífið

Þetta er slatta langur pistill og flokkast undir "endurtekið efni" - en hann er líka birtur á wordpress síðunni minni og mér finnst gott að birta hann á þessum árlega viðburði "Megrunarlausi dagurinn", en ef þú vilt fá "summary" eða útdrátt þá er hann hér í næstu fimm línum. -

Njóttu meðvitað hvers munnbita! .....

  • Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur
  • Þú getur aðeins notið þess sem þér finnst í alvöru gott
  • þú hættir að njóta matarins þegar líkaminn er saddur

Ef þú ert enn forvitin/n lestu þá áfram:

"Forget about dieting.  For ever. Diets are not more than training courses in how to get fat and feel like a failure." - Paul McKenna

Gleymdu þessum megrunarkúrum. Að eilífu. Megrunarkúrar eru þjálfun í því hvernig á að fitna og í að líða eins og við séum misheppnuð! -

90% af megruanrkúrum misheppnast - til langs tíma sé litið.  (Þessi prósentutala er eitthvað flöktandi, en 90% segir Paul McKenna).

Paul McKenna notar svipaða hugmyndafræði og Geneen Roth, sem skrifaði bókina Women, food and God. -

Hún er með sjö leiðarljós, en hann fjögur - en það má segja að þau skarist algjörlega. -

Hún kallar sínar "reglur" - "Guiding Lines"  - en hann "Golden Rule" -

Gullnu reglurnar hans Paul eru:

1. When you are hungry - Eat. - (Þegar þú ert svöng/svangur borðaðu).  

  • Líkamlega hungruð/hungraður - þ.e.a.s þú finnur hungrið í maganum, ekki í höfðinu. - Ath! - oft er erfitt að átta sig á muninum á hungri og þorsta, prófaðu því alltaf fyrst að drekka 1-2 glös af vatni og það er reyndar ágæt regla fyrir allar máltíðir. -

2. Eat what you want, not what you think you should. (Borðaðu það sem þig langar, ekki það sem þú heldur að þú eigir að borða).

3. Eat CONSCIOUSLY and enjoy every mouthful (Borðaðu með með MEÐVITUND og njóttu hvers munnbita).

  • Að borða með meðvitund og njóta þýðir að við borðum hægt og yfirvegað,  finnum ilminn af matnum, áferðina, tyggjum vel, við borðum án truflunar (erum ekki að lesa OG borða í einu t.d. - ekki frekar en við værum uppí rúmi og njóta kynlífs og lesa moggann). -

4. When you think you are full stop eating. (Þegar þú heldur að þú sért södd/saddur hættu að borða).

  • Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvenær þú ert södd/saddur - hugsaðu þér bara hvernig þér líður þegar þú ert búin/n að fara á klósettið, - fyrst verður okkur mál og svo höfum við þvaglát eða hægðir (pent orðað) og við vitum þegar við erum búin. - Sama tilfinning á að vera í maganum þegar við erum södd. -  Alveg eins og okkur er ekki lengur mál, erum við ekki lengur svöng. -

Vegna ýmissa "skekkja" í okkur sjálfum,  virðumst við eiga erfitt með þetta.

Þau sem ekki eru "skökk" - eru það sem kallað er "naturally thin people" - eða eðlilega grannt fólk, - sem flestir í yfirþyngd þola ekki! .. En það er fólkið sem virðist borða hvað sem er og aldrei fitna. - Er það ekki bara hið eðlilega? -

En finnum hvaða þrjár "skekkjur" eru í gangi - og hvað orsakar að þú ert enn í yfirvigt? -

Hverjar eru þrjár helstu ástæður offitu í heiminum skv. Paul McKenna? - (Ath! ein orsökin útilokar ekki hina og oft er um þetta allt að ræða). -

1.   Obsessive Dieting eða Þráhyggjumegrun er ein aðalástæðan fyrir "obesity" - í heiminum. -  (ætli við köllum þetta ekki jójó-megrun, þar sem við förum í kúr grennumst, fitnum (meira en síðast) og svo förum við í kúr grennumst .... o.s.frv. - )

A diet is any system of eating that attempts to exert external control over what, where, when or how much you eat. -

Það að kúr virki ekki til langframa hefur ekkert með þig að gera, - það hefur með líffræðina að gera. - Að neita sér um mat er versta aðferðin til að losna við aukakílóin. -

2.  Emotional eating - Tilfinningaát  

Fólk borðar oft vegna þess að því leiðist, einmana, þreytt - eða af einhverri annarri tilfinningalegri ástæðu. -  Þess vegna líður fólki svo oft eins og það sé aldrei satt.  Það vantar lífsfyllingu - það eru tómir tilfinningapokar innra með þeim og á þá er verið að fylla. - Þau fá aldrei "merkið" um að hætta að borða,  því þau verða aldrei södd. -

Þú þarft því að stoppa og  spyrja þig;  Er ég raunverulega svöng/svangur eða þarf ég bara að breyta líðan minni? -

Ef þú kemst að því að þú þarft bara að breyta líðan þinni, komast hærra á hamingjuskalanum, máttu vita að enginn skammtur af mat dugar til að gera þig hamingjusama/n. - Þú þarft að fara í aðrar "aðgerðir" til að láta þér líða betur,  skoða líf þitt í heild og finna leiðir til að finna þína innri hamingju - og hvað þig vantar RAUNVERULEGA í líf þitt. -

3. Faulty programming - Rangt forrit -

Ef þú ert of feit/ur er það EKKI ÞÉR AÐ KENNA og engin megrunarpilla, heilsudrykkur eða "hvernig á að megra sig bók" - getur breytt því. -

(Það sema gildir um meðvirkni, - hún er lærð hegðun alveg frá bernsku, hún er eðlileg viðbrögð barns við óeðlilegum aðstæðum).   Hvernig við umgöngumst mat er því aðeins birtingarmynd af því hvernig við umgöngumst lífið og okkur sjálf. -

Slakaðu því á, þú ert ekki klikk, ekki bilaður/biluð og þú ert ekki vond manneskja. -  Þú hefur bara tileinkað þér mjög óheppilega siði.  En góðu fréttirnar eru að þegar þú hefur tileinkað þér nýja siði, endurforritað þig þá verður þetta auðvelt. -

(Ath! - ég segi oft að við í Lausninni ættum að svara "endurforritun góðan daginn! - Vegna þess að það sem við erum að hjálpa fólki að sjá eru sárin sem valda ranghugmyndum um okkur sjálf, - sárin sem valda því að þú talar niður til þín og beitir þig í raun hörku og niðurrifi í stað þess að byggja þig upp, elska þig, virða, treysta o.s.frv.). -  Ég bendi á pistil Sophie Chiche í þessu sambandi, en hún er sálfræðingur sem skoðaði eigin ástæður sem voru á tilfinninganótum og vegna rangrar forritunar - þegar fólk spurði hana hvað hún hefði gert, þegar það sá að hún var búin að missa eitthvað um 40 kg, þá svaraði hún "I didn´t DO anything, I shifted my state of being" - og auk þess sagði hún "You need to see your pain to change"-  Þ.e.a.s. hún breytti viðhorfum sínum og hún kom auga á orsakir. -

Ef þú myndir ekki nenna að lesa þetta og þyrftir bara eina reglu til að komast í þína heilsusamlegu þyngd:

Stutta útgáfan af þessum pistli er endurtekin hér:

Njóttu meðvitað hvers munnbita! .....

  • Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur
  • Þú getur aðeins notið þess sem þér finnst í alvöru gott
  • þú hættir að njóta matarins þegar líkaminn er saddur

og smá í viðbót: - Við erum að komast frá skömm til sáttar,  frá hinu ytra til hins innra. - Inn í kjarna okkar sjálfra til þess að hafa möguleika að hjartað ráði för. -

Ef hjartað gæti talað hvað myndi það vilja þér?


Gáta: Hverju er verið að lýsa þarna? ...

 "Hugmynd mín um það sem ég nefni _____________________ er sú að hún byggi í reynd á eiginleika einstaklingsins til að gefa upp hluta af sjálfum sér og vilja sínum. Þegar um _____________ er að ræða gerir einstaklingurinn þetta til að forðast aðskilnað frá þeim eða því sem hann elskar. Löngun, þrám og þörfum er fórnað til að mæta þörfum annarrar manneskju. Hugsun og tilfinningu er fórnað til að forðast aðskilnað. Þetta sjáum við í ástarsamböndum þar sem fólk er tilbúið til að undirgangast miklar píslir og þjáningar í stað þess að missa. Slík _____________ brýtur persónu einstaklingsins niður því hann/hún fórnar sér aðeins til þess að verða ekki yfirgefin(n). ....."

 

Reyndu að giska áður en þú smellir  HÉR 

;-) 


Hvað gerir eitt eilífðar smáblóm á 1. maí ? ..

Eitt eilífðar smáblóm

Þegar ég horfi á myndbönd sem kallast "Symphony of Science" - styrkist ég í trúnni á Guð, aðrir styrkjast í trúnni á vísindin. -

Ég finn vísindin í Guði og Guð í vísindunum. -

"Guðs ríki er innra með yður" .. Jesús Kristur

"The Cosmos is also within us" "We are a way for the Cosmos to know itself" -  Carl Sagan

Þjóðskáldið Matthías Jochumsson var undir áhrifum frá 90. Davíðssálmi þegar hann skrifaði Lofsönginn sem við notum sem þjóðsöng en fyrsta erindið er hér:

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
:,: Íslands þúsund ár, :,:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Eckhart Tolle talar um Guð sem "Being" vegna þess að hugtakið Guð sé svo gildishlaðið og misnotað, - en auðvitað veldur sá er á heldur og hvað er Being annað en tilveran eða veröldin,  heimurinn, Cosmos? -  Guð sem er allt og Guð sem er heimurinn? -

Ég er því  "eitt eilífðar smáblóm sem tilbiður Guð sinn og deyr"  - skemmtileg þversögn í þessari línu, eitthvað eilíft og deyr -  en í raun er ég og við öll, eilíf, því að allt líf er tengt,  við erum öll eitt,  líffræðilega tengd hvert öðru og efnafræðilega tengd jörðinni. -

Við erum eilíf. -

Við erum öll "eitt eilífðar smáblóm"  hvort sem við könnumst við eða játumst heiminum eða Guði, - það skiptir í raun engu máli,  það er rétt frá staðsetningu hvers "blóms" í veröldinni ...

Veröldin er stórkostleg ...

Samhugur ætti því að vera hið rétta eðli okkar.  Það er að vilja hvert öðru vel og vera jöfn, en ekki að vera merkilegri en annar eða ómerkilegri. -  Okkar starf er m.a. að ganga vel um jörðina, ganga vel um veröldina og umgangast okkur sjálf og aðra af virðingu og elsku ..

Umhverfisvernd er elska til sjálfra okkar og annarra, hún virkar inn á við og út á við. -  Heimurinn er líka innra með okkur. -

Engin/n er "atvinnulaus"  vegna þess að við erum verkamenn í víngarði Guðs, - eða víngarði heimsins (Cosmos) eftir hvernig við lítum á það og starf okkar er að hjálpa heiminum við að þekkja sjálfan sig. -

Um leið og við störfum við það að hjálpa heiminum við að þekkja sjálfan sig, komumst við ekki hjá því að starfa við það að þekkja okkur sjálf, kynnast okkur sjálfum, því að,  best að endurtaka það: "The cosmos is also within us" - eða heimurinn er líka innra með okkur. -

Við erum hluti af heildarpakkanum. -

Ekkert starf er merkilegra en annað starf, allt hefur sinn tilgang, engir tveir vinna starfið nákvæmlega eins. -  Því fleiri sem leggja hönd á plóg, því fleiri upplýsingar fær heimurinn um sjálfan sig, og vex því með hverri veru sem tekur þátt í lífinu.  Með hverri sorg og hverri gleði þroskast heimurinn.

Við erum því hluti af þroskaferli og vexti veraldarinnar. - Enda er veröldin og við orðin/n mun "gáfaðri" núna en t.d. á ritunartíma Biblíunnar. - Þess vegna verðum við alltaf að lesa fornar bókmenntir með innblæstri dagsins í dag, okkar eigin innblæstri  en ekki innblæstri þeirra sem skrifuðu þær. -

"The Cosmos is also within us" - The beauty of a living thing is not the atoms that go into it - but the way the atoms are put together -

"The Cosmos is also within us"

"We are a way for the Cosmos to know itself" -

Í dag er 1. maí,  frídagur verkalýðsins, - en í raun erum við aldrei í fríi sem verkalýður þessa heims, þar sem við erum að störfum til að heimurinn læri að þekkja sig, og að launum fáum við súrefni til að anda,  drögum andann djúpt og gleðjumst yfir þessu stórkostlega verkefni sem lífið er.

Eitt eilífðar smáblóm,  hversu smátt sem það er hættir ekki að vera til,  tekur ekki frí frá lífinu - heldur horfir til sólar .. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband