Ef þú mætir manni á götu og býður góðan dag ...

... og hann heilsar þér ekki, hefur það ekkert með þig að gera heldur hvernig maðurinn er upp alinn, hvernig honum líður eða hvaða afstöðu hann hefur. -

Þetta er bara örlítil dæmisaga um að taka ekki nærri okkur álit annarra og skoðanir eða að fara að gera þeim upp skoðanir. 

Kannski heyrði maðurinn bara ekki að þú bauðst góðan dag!  Og það á ekki að breyta því að þú eigir góðan dag! -

 

Góðan dag! .. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú fáránlegt að mæta ókunnugum á götu verandi að bjóða góðan daginn..
Einn vinur minn byrjaði á þessu bulli fyrir nokkrum árum, ég spurði hann hvort hann væri nokkuð að fara að snappa.. sem hann neitaði; En var svo lagður inn stuttu síðar, og er inni enn.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 09:25

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góðan dag, með sól í hjarta  DoctorE  

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.7.2012 kl. 09:35

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. bið að heilsa "vini" þínum

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.7.2012 kl. 09:37

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þegar ég var að alast upp bjó ég lengi í litlu þorpi norður í landi. Þar þótti eðlilegt að ná augnsambandi við þá sem þú hittir og bjóða góðan dag. Var bara spurning um hver yrði fyrri til, en það var alltaf kastað kveðju.

Þegar við fluttum svo til höfuðborgarinnar, var ég komin á unglingsaldur, og þótti ekkert eðlilegra en að bjóða góðan dag þegar ég rakst á aðra gangandi vegdarendur. Mér brá mjög mikið í fyrstu, en fólk horfði á mann eins og maður væri bara stórskrítinn, og tók helst stóran sveig framhjá manni eins og þetta væri smitandi.

Ég fór að veita því eftirtekt síðar, að fólk í höfuðborginni forðast augnsamband við aðra eftir fremsta megni. Það er varla beðist afsökunnar þegar rekist er utan í mann eða maður nánadt genginn niður í kringlunni eða á laugarveginum.

Eftir nokkurra ára búsetu á höfuðborgarsvæðinu flutti ég svo í Vogana og hef verið hér hátt á þriðja ár. Fór (og fer) í ófáa göngutúra með manninum mínum, sem alltaf býður góðan dag. Alltaf horfði ég á hann og spurði hvort það væri ekki í lagi með hann. Skammaðist mín pínulítið meira að segja.

Það tók samt ekki langan tíma fyrir mig að komast aftur upp á lagið með þetta, og kasta ég alltaf kveðju til fólks þegar ég er á gangi. :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2012 kl. 13:27

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hér bjóða flestir hver öðrum góðan daginn þegar mæst er á götu og það sem mér finnst skemmtilegast er að börn og unglingar bjóða mér líka góðan daginn - oft að fyrra bragði ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2012 kl. 13:56

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst þetta notalegur og góður siður.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2012 kl. 13:57

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála. Góður siður að bjóða góðan daginn.

Marinó Már Marinósson, 10.7.2012 kl. 14:57

8 identicon

Það þykir nærgöngult að bjóða góðan daginn á Ísland, sagði Halldór Laxness.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 16:15

9 Smámynd: Einar Steinsson

Ég er alin upp uti á landi og var vanur því að bjóða sveitungunum góðan daginn þegar maður mætti þeim, annað þótti ókurteisi en þegar maður flutti til höfuðborgarsvæðisins settu allir undir sig hausin og ruddust áfram án þess að líta til hægri eða vinstri.

Ég bý núna í 2500 manna bæ "úti á landi" í Austurríki og hér hljómar "Grüß Gott", "Grüß dich" og "Servus" úr öllum áttum frá öllum aldurshópum þegar maður gengur göturnar. Hverja af þessum kveðjum fólk notar fer svolítið eftir hvar fólk er uppalið.

Það er skiljanlegt að það er kannski erfitt að bjóða öllum sem maður mætir góðan daginn í fólksmerðinni í borgum en það er misjafnt milli borga í heiminum hve kuldalegt fólk er og það verður að segjast að Reykvíkingar eru frekar neðarlega á skalanum.

Einar Steinsson, 11.7.2012 kl. 07:21

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég var alin upp í Reykjavík á þeim tíma sem næstum allir þekktu alla og það var að sjálfsögðu sagt góðan dag síðan hef ég búið á frekar smáum stöðum og mér finnst það notalegt er fólk segir góðan dag jafnvel stoppar maður og spjallar, núna er ég í Reykjanesbæ en þar eru fáir sem taka undir þessa kveðju mína en læt það ekki á mig fá

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.7.2012 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband