Vertu meistari hugsana þinna og líkama ...

Hver ræður þínu lífi?

Við þurfum bæði líkama og hugsun til að virka sem manneskjur á þessari jörð.

Hver/hver stjórnar?

Er það hugsun þín eða líkami þinn?

Líkaminn er (eða á að vera) þjónn sálarinnar en ekki sálin þjónn líkamans, svo ekki láta líkamann stjórna. Vertu þó væn/n við líkama þinn - eins og við alla sem þú umgengst og þakkaðu honum samstarfið og virtu. -

Hugsaðu vellíðan og þér fer að líða betur og betur.  – Líka í líkamanum.  Ef líkaminn segir “verkur” .. ekki láta hann stjórna og hugsa “verkur”  þá viðheldur þú vítahringnum.  Hugsaðu “vellíðan” -

Ef þú ert í myrkri, – ekki hugsa “myrkur” – hugsaðu ljós, og hvað kemur? – “LJÓS” -

Fólk sem hefur komið til mín í hugleiðslu, sér ljósið.  Það skynjar ljóshnött – eða bara að vera umvafin ljósi. Jafnvel í koldimmu herbergi.  Hvernig er hægt að vera í ljósi þegar herbergið er dimmt? –  Jú, við hugsum LJÓS.   Þó það gerist ekki á einu andartaki, þá þurfum við fleiri endur.  – Endur-taka.

Ef við erum að lesa undir próf, lesum við það ekki einu sinni til að muna það eða setja það í heilavírana okkar, við endurtökum.  Æfingin skapar meistarnna.  Meistarann í ljósi og meistarinn í heilsu. -

Hvað viltu vera?

Hamingjusöm manneskja? – Hugsaðu þá ekki um sorgmædda manneskju, hugsaðu hamingju. -

Grönn manneskja?

Hugsaðu þig granna manneskju, ef þú vilt vera það.

Heilbrigð manneskja?

Hugsaðu þig heilbrigða manneskju. -

Það sem fólki finnst erfitt er að rjúfa vítahringinn. -

Það sem þú veitir athygli vex.  Hugsaðu þá góðar hugsanir, – hugsaðu ást, friður, gleði, heilsa, vellíðan, velmegun …

Byrjaðu núna. – Eftir lestur pistilsins.  Lokaðu augunum og hugsaðu um allt það fallega og yndislega sem þú vilt vera og í raun ert, en hefur verið að hindra með neikvæðum hugsunum. -

Lykill að hamingjunni:

1. Anda djúpt

2. Drekka vatn

3.  Hugsa fallegar hugsanir

(Þetta er allt ókeypis)

Sjáðu hvað allt fer að verða fallegra, – þegar þú hugsar þig sigurvegara í stað þess að hugsa þig fórnarlamb hins ytra.  Þú hefur val og þú mátt ráða – hvað þú hugsar! ..

Þú ert með ljósið í hendi þér – hver stjórnar þinni hendi?

Athugaðu að við verðum ekki meistarar á einum degi, – mastersgráða kemur með æfingunni. Við þurfum að læra og við þurfum að reyna, til að virkja ljósið, – og við þurfum að hugsa ljós.  Aftur og aftur og aftur … og svo er það orðinn ávani :-)

images (5)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þetta er skemmtileg vangavelta og vissulega sönn.

 Í 53 ár hef ég burðast með krónískan og fremur sjaldgæfa verkjasjúkdóm sem hefur mótað æfi mína, líkama og viðmót.

Ég held að ég sé loksins að ná þessu marki sem þú nefnir.

 

Snorri Hansson, 23.9.2014 kl. 13:15

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir umfjöllunina. Djúp öndun, vatn og fallegar hugsanir. Þetta er allt saman gulls ígildi.

Wilhelm Emilsson, 23.9.2014 kl. 18:50

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdir, - Snorri og Wilhelm.

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.9.2014 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband