Færsluflokkur: Lífstíll

(Matar)dagbók 12. janúar 2012 - fiskinn minn, nammi, nammi, namm! ..

Ég man þegar ég horfði á myndina "The Secret" var talað um "spiral effect" .. það er að segja að ef að dagurinn byrjaði illa gætum við reiknað með að hann yrði allur vondur.  Ég er að vísu búin að "outsmarta" það og nota möntruna hennar Louise Hay - "All is well" - eða allt er gott, svo þó að eitthvað byrji illa næ ég að snúa á það.  Þetta getur hljómað undarlega, en það virkar fyrir mig og það er nóg!  En jæja, það virkar líka fyrir Louise Hay og hún er hamingjusöm kona, svo af hverju ekki að nota tækin sem okkur eru gefin,  okkar innri uppsprettu?

Louise Hay talar mikið um mátt hugans, og mátt jákvæðra staðhæfinga - til að mynda í eigin garð.  Hennar daglega staðhæfing fyrir 12. janúar var t.d.: 

"Limitations are merely opportunities to grow. I use them as stepping stones to success."

Og þegar talað er um "success" eða árangur,  þá náum við ekki árangri við að vera óhamingjusöm og berja okkur til árangurs, heldur með því að vera hamingjusöm og elska okkur til árangurs! 

Í gær hitti ég elskulegu konurnar sem eru í framhaldi í námskeiðinu KMK eða Í kjörþyngd með kærleika.  Við töluðum um mikilvægi þess að langa til að vera góðar við líkama okkar, ekki að eitra fyrir honum, eða gefa honum það sem honum er vont.  Líka mikilvægi þess að borða NÓG.  Brennsla líkamans hægist ef að langt líður á milli máltíða, svo það er alls ekki gott að borða bara í hádeginu og svo aftur um kvöldmatarleytið,  þá erum við orðin svo óhugnalega svöng og gúffum því oft í okkur því sem hendi er næst! 

En dagurinn var s.s. svona hjá mér: 

Kl. 9:00  hafragrautur með perum og valhnetum - rjómasletta út á - vatn  (S) 

Kl. 9:30  Tvær gráfíkjur  (L) ég er sólgin í gráfíkjur og svo eru þær góðar fyrir hægðirnar

Kl. 10:00  Kaffi, möndlur  (L)

Kl. 12:00 Tvær  X gróft brauð með sardínum (S) Ein brauðsneið m/sardínum (G) og svo kláraði ég úr sardínudósinni, - held það sé í lagi - þær eru hollar, en það var auðvitað græðgi ;-) 

Kl. 15:00  Vínber, möndlur  (L)

Kl. 16:00  Ein lífræn kaffijógúrt  (S)

Kl. 20:00  silungur velt upp úr eggi og grófum lífrænt ræktuðum höfrum (nammi), rifnar sætar kartöflur,  brún hrísgrjón og salat með spínati og valhnetum, létt hvítlaukssósa  Þetta var GOTT (S/L)

þurrkaður lambavöðvi m/hvítlaukssósu,  varð að smakka  (G) 

Ávextir dagsin var 1 pera og svo nokkur vínber,  svo auðvitað þurrkuðu gráfíkjurnar, en stefnan er að borða meira af ávöxtum.  Grænmetið var spínat. 

Ég sleppi enn öllum viðbættum sykri, nammi, bakarísdóti, kökum, eftirréttum o.svol. Er á meðan er.  Ég vigtaði mig þegar ég kom heim frá Danmörku og hafði þá þyngst um 1.9 kg frá því á aðfangadag. 

Það var margt gott við 12. janúar 2012, og rúsínan í pylsuendanum var að fá börnin mín í mat, því ég sat ekki ein og borðaði silunginn góða. 

Smá játning: - um klukkan 22:00 fór ég fram og fékk mér kaldan silung, hann er algjört sælgæti.  Það var ekki af hungri, miklu fremur af því að mig vantaði eitthvað. -  Ég þarf að skoða það hvað gerir mig hamingjusama og hvernig ég geri mig hamingjusamari.  Er bara nokkuð sátt ef satt skal segja. 

Hér má sjá matardagbók 10. janúar

Hér má sjá matardagbók 11. janúar

Lifum heil og í heiðarleika HeartHeart

"Success is not the key to happiness. Happiness is the key to success. If you love what you are doing, you will be successful."
- Albert Schweitzer

Gamanaðessu ;-) 

 


(Matar)dagbók 11. janúar 2011 ... gerfi, gerfi, aukaefni, ruslfæði ..

Þessa vikuna er ég að skrifa um mat, hvað ég borða yfir daginn og hvaða hugmyndir ég hef um mat ;-) og mataræði,   - auk umgengninnar við mat.  Geneen Roth, höfundur bókarinnar Women, Food and God, segir að umgengni okkar við mat sé speglun á hvernig við lífinu almennt ... er það satt? 

Matseðilinn þegar ég var barn; soðinn fiskur, steiktur fiskur í raspi, silungur (á sumrin uppí sumó), reyktur fiskur, saltfiskur, grjónagrautur, sveskjugrautur, ávaxtagrautur, hafragrautur, lambalæri, lambahryggur, spaghetti bolognaise, kakósúpa, kringlumjólk, kjötbúðingur, steikt lifur, fiskbúðingur, fiskbollur (karrý-eða tómatsósa), kjötfarsbrauð, kjötbollur, gúllas, skyr, súrmjólk... man ekki eftir fleiru í bili. 

Svo var mamma með smá varíasjónir frá Ameríku, svo við fengum stundum amerískar pönnukökur í morgunmat - nammmm... 

Það sem ég sé þegar ég loka augunum er fjölskyldan við matarborðið, soðinn fiskur, hamsatólg.  Það er sterkasta minningin. Hamsatólgin er örugglega ekki það hollasta í heimi, en hlutfallslega var nú borðað lítið af henni. 

Ég held að fólk sé almennt að elda ágætis mat, það sem eldar. Mikið af fólki stundar það að kaupa skyndibita og þá ekki hollan og svolítið dýran.  Það er því bæði sukk í mat og peningum.  

Ég er þessa dagana að kaupa inn einungis holla vöru - og svona mest "beint frá bónda" eða sem hreinasta.  Ávexti, hnetur, kjúkling, lax, grænmeti ... 

Ég vil ekki vera amman sem gefur barnabörnunum sælgæti, heldur skál af ávöxtum að sama skapi og ég vil ekki vera amman sem  lætur þau horfa á slæmt sjónvarpsefni.  - Þetta eru s.s. pælingar dagsins varðandi matarÆÐI, en svo er komið að matardagbókinni, - en ég fór s.s. í Bónus í gær til að versla hollt og gott og eiga eitthvað í vinnunni til að grípa til. 

Það skal tekið fram að ég borðaði yfir mig af vínberjum og var illt í maganum af þeim sökum! 

Skýringar .. (S) svöng   (G) gráðug   (L) langaði bara  

En hér kemur dagurinn: 

Kl. 9:00  Hafragrautur úr grófvölsuðum höfrum m/mjólk og dreitil af sýrópi/vatn  (S)

Kl.  10:00  Kaffibolli og ein hrökkbrauðssneið m/hummus  (L)

Kl. 12:00 2 x gróft brauð með kavíar (S)  1 x gróft brauð m/kavíar (G) 

Kl. 14:00  - 16:00  330 ml heilsusafi, möndlur, vínber, gráfíkjur   (S/L) 

Kl. 14:30  Heilsute 

Kl. 15:00  kaffi/vatn 

Kl. 17:00  Sesamstöng frá Sollu, heilsute (L) 

Kl. 18:00 - 19:00 Vatn  Ostapopp (G)   - FAIL DAGSINS - 

Ég var mjög södd þegar hér var komið þannig að um engan kvöldmat var að ræða .. 

Hmmm.. þetta lítur ekkert allt of vel út, ég endaði nefnilega í bíómyndaveislu í vinnunni þar sem boðið var upp á ostapopp og súkkulaðirúsínur.  Að sjálfsögðu sleppi ég rúsínunum, en borðaði eins og 4 stórar lúkur af ostapoppi.  Ég held að það sé slatti af gerviefnum sem notuð eru í þetta ostabragð. 

En hrós dagsins, er að ég held mér frá súkkulaði, kökum og þannig sætindum, drakk ávaxtasafa og borðaði vínber.  Það vantar þó grænmeti inn í þennan pakka ;-) .. 

Í kvöld ætla ég að elda silung og fá börnin mín í heimsókn, það er ekki verra! .. 

Fiskur og grænmeti eru svo gott heilafæði, við þurfum að vera vakandi fyrir því að borða meiri fisk!

GRUNNATRIÐI ALLTAF:  Virða sig og líkama sinn nógu mikið til að skaða hann ekki með eiturefnum eða óhollustu, borða ekki til vanheilsu (vínber innifalin), eða til offitu til að of mikið reyni á t.d. hnén eða bakið! .. 

Elska sig, virða sig, treysta sér.   

Vera glöð í því sem við gerum dags daglega - á öllum sviðum,  ekki þegar eða þá, heldur núna! 

Hlusta á okkur sjálf, standa með okkur sjálfum, gefa okkur tíma til að slaka á og vera til! 

Þau sem vilja fylgjast með geta séð daginn á undan hér: SMELLIÐ


Matardagbók - þriðjudagur 10. janúar 2011

Þegar við erum að skríða í meðvitund um það sem við borðum, er ágætt að skrá niður allt sem fer upp í munninn, vegna þess að það ýtir undir að við hugsum um það.  Margir skilja bara ekkert í þyngdaraukingunni, - vegna þess að þeir verða varla varir við að borða.

Eru með skál af einhverju gúmmelaði eða góðgæti á borðinu og í hvert sinn sem er gengið fram hjá skálinni er einum bita stungið upp í sig, eða það er kaka og í hvert sinn sem gengið er framhjá er skorin örþunn flís, en ef flísarnar væru teknar saman væru kannski komnar þykkar sneiðar. 

Kannski er einhver að smyrja fyrir börnin og skera skorpuna af, stingur henni svo upp í sig? 

Sumir freistast til að borða afganga frá börnunum sínum, þegar verið er að ganga frá, eða í staðinn fyrir að setja afganga af pönnunni í ísskápinn, að hreinsa þá upp í sig, "því það tekur því ekki að geyma svona lítið" ... þá er nú ágætt að spyrja sig hvort að maður sé orðin lifandi ruslatunna? 

Svo borðum við örugglega ekki með meðvitund fyrir framan sjónvarp, eða þegar við lesum blöðin - keyrum bílinn o.s.frv. - Jú, við getum haft eitthvað í hendi, - en við finnum varla bragð, og njótum þess tæplega sem skyldi. 

En nálgumst nú matardagbókina, - til að hún virki enn betur er hægt að skrifa athugasemdir fyrir aftan, hvers vegna borðað var;  græðgi (G) -  svengd (S) -  Löngun (L)  - Þorsti (Þ)

Hér er dæmi um minn dag, en hann var að vísu svolítið "spes" því ég var að koma úr flugi aðfaranótt mánudags og átti engan mat í ísskápnum, svo hluti þess sem ég borðaði var aðkeypt. 

9:00  Hafragrautur frá Ginger  (S)

10:00  Kaffibolli   (L)

12:00  Kjúklingasalat frá Ginger  (S) 

12:10  Heilsukaka frá Ginger og kaffibolli  (L/G) 

14:00 Kaffibolli (L) 

15:00  Grænt epli  (L) .. endaði að vísu bara í einum til tveimur bitum/var of súrt

18:00 2 bollar engiferte (L/Þ) 

20:00  2 x heilsubrauð m/hummus  (S)  1 x heilsubrauð m/hummus (G)  vatn  (Þ) 

 

Það vantaði meiri ávexti í þennan dag, og ég þarf að drekka meira vatn.  Ég sagði upp sambandinu við Hr. sykur, því það var orðið hálfgert ofbeldissamband, þar sem hann stjórnaði - og það vil ég ekki! 

Það er gott að spyrja líkama sinn (sem er að sjálfsögðu samstarfsaðili okkar) hvað hann vill og hlusta á hans kröfur, -  hvað hann þarfnast til að dafna og vera heilbrigður, og það skemmtilega er að það er það sama og við þörfnumst Smile ...   

Njótum hvers munnbita og borðum aldrei með skömm,  lífið er of stutt fyrir skömmina - hún er "OUT" 

Ég ætla að skrifa þessa dagbók í eina viku, og er hún liður í vinnu minni með konur á námskeiðinu: "Í kjörþyngd með kærleika" - en endilega fylgist með,  sem eruð að pæla í heilsunni, mataræði o.fl. 

Knus og kram inn í daginn ;-) 

p.s. hér er síðan á Facebook 

p.p.s. og hér er grein um hvers vegna ég fór m.a. að kenna námskeiðið. 

 


4. janúar 2012 - Hlustum

Eftirfarandi texta fékk ég senda í pósti sem ég er áskrifandi að: 

"The most basic and powerful
way to connect to another person
is to listen. Just listen. Perhaps
the most important thing we ever
give each other is our attention....
A loving silence often has far more
power to heal and to connect than
the most well-intentioned words."
     Rachel Naomi Remen

 

Hlustun er oft stórlega vanmetin, og svo er mikilvægt í samræðum við fólk að hlusta á hvað ÞAÐ segir, en ekki að vera að undirbúa okkar "gáfulega" svar eða besserwissheit á meðan það talar.  

Sá sem hlustar vel, heyrir oft líka það sem liggur í þögninni - milli orðanna og það sem liggur á bak við orðin. 

Ef einhver er að segja okkur sína sögu, þá höfum við mannfólkið oft tilhneygingu til að "toppa" sögu hins, - við höum uppliað eitthvað meira, stærra, verra ...  það er ekki af illsku, heldur af okkar þörf til að hlustað sé á okkur! 

Öll höfum við þörf fyrir hlustun, - að fá að tjá okkur og að við finnum að einhver vilji hlusta. Sérstaklega er það mikilvægt þegar börn eiga í hlut.  Þeirra vandamál virka oft léttvæg í okkar eyrum, en eru þeim jafn mikilvæg og okkar stóru (eða litlu) vandamál eru okkur.  

Stundum forðast fólk þá sem eru í sorg, eða hafa lent í áföllum, því þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Það sem mikilvægast er, er einmitt að segja sem minnst og hlusta þess meira.  

Ekki fara að segja bara "eitthvað" - syrgjendur þurfa faðmlag, samveru og hlustun, eða samtal þar sem við bregðumst við þeim,  en yfirtökum ekki orðræðuna.  Leyfum þeim að upplifa sínar tilfinningar og fá útrás fyrir þær. 

Í þessu sem öðru gildir að vera við sjálf.

Sýna samhug, dæma ekki.  

Kærleikslestin fær að fylgja með þessari færslu - hún er lögð af stað inn í 2012 .... 

lovetrain.jpg

 


Eru bílar nú farnir að bjarga hjónaböndum?

"Ashton Kutcher gaf Demi Moore bíl að andvirði 100.000 dollara, eða um 12 milljóna íslenskra króna, til þess að bjarga hjónabandinu" ... stendur í fréttinni -   hvaðan sem það er fengið.

Það þarf nú varla að segja mikið meira um þessa frétt, - ég hef reyndar heyrt um fólk sem reynir að bjarga hjónaböndum með því að eignast barn, fara í helgarferð og fleira sem kemur utan frá, en slíkar tilraunir eru að sjálfsögðu dæmdar til að falla um sjálfar sig,  því að þetta er eins og "fix" fyrir fíkil - og endist stutt.

Hjónaband er byggt af tveimur heilum einstaklingum, sem sýna hvor öðrum gagnkvæma virðingu, traust og elsku. 

Það þarf hver að rækta sjálfan sig, til að vera hæfur til að gefa af sér, - og þá er ekki verið að tala um að gefa af sér bíla. ;-) 

7122c0a398a08a5d60f20210_l.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Myndbrot úr "St. Elmo´s Fire" með Demi Moore og Rob Lowe. 

 


mbl.is Gaf Demi Moore 12 milljóna lúxuskerru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þeirra sem málið varðar ;-) .......

barriers.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástin er þeirrar gerðar, að hún minnkar ekki við að deila henni ... á sama hátt og við eigum nóga elsku fyrir börnin okkar, sama hvað þeim fjölgar, getum við elskað aðrar manneskjur!  .. Hún eykst bara í samræmi við fjölda þeirra sem við elskum ..   það sem getur verið erfitt er að opna fyrir hana, opna hjarta sitt ... það krefst hugrekkis .. 

 Heart ..... 

Fann svo þetta flotta lag með Shirley Bassey, en hafði bara heyrt "karlkyns" útgáfuna af því .. læt það flakka með... 

 


Að upp-ræta einelti og ofbeldi "All you need is love" ..

Orðið uppræta segir eiginlega allt sem þarf að segja.

Við erum svolítið föst í því að beina sjónum að gróðrinum, eða illgresinu, en ekki að rótunum.

Hverjar eru ræturnar - orsakirnar?

Ofbeldismyndir og tölvuleikir með ofbeldi? .... andstæðan væri þá uppeldismyndir, fræðandi, feelgood myndir- og leikir ?

Dómharka í garð náungans?  ... andstæðan er umburðalyndi í garð náungans, að setja sig í spor hans.

Þörf fyrir að setja alla í sama formið? ... andstæðan er að fagna fjölbreytileikanum.

Öfund? ... andstæðan væri þá að samgleðjast.

Samkeppni? ... andstæðan er samvinna.

Ótti? ..... andstæðan væri kærleikur, hugrekki.

... fleira?

Erum við tilbúin í að taka til heima hjá okkur, hvert og eitt að líta í eigin barm í stað þess að vera með fingur á lofti?

Viljum við lifa í heimi án ofbeldis? -  Er það ekki að styðja ofbeldi að kaupa sig inn á bíómyndir um ofbeldi? - 

Hvað ef að það er satt sem Bítlarnir sungu?  "All you need is Love" ... 

Hver hagnast á ofbeldinu? ..  og hvaða þörf er verið að næra með því að framleiða ofbeldismyndir- og leiki  - þar sem er eftirspurn þar er framleiðsla.

"Be the change you want to see in the world"... 

Við höfum frjálsan vilja, við getum valið kærleikann ef við viljum og við þörfnumst í raun ekki annars.

 


Í kjörþyngd með meðvitund og kærleika ...og Surrender með Eckhart Tolle

Hvað er það sem veldur því að manneskja sem er komin langt yfir hættumörk hvað offitu varðar og  búin  að fá að heyra það hjá læknum og næringafræðingunum að hún sé að  auka líkur á dauðsfalli heldur áfram að borða það sem fitar hana enn meira?  Hún veit yfirleitt alveg hvað það er sem er að auka á þyngdina, en samt ...  (sjá nánar hér um samband offitu og sjúkdóma). 

Það eru örugglega margar ástæður; 

  • Leiðindi?
  • Einmanaleiki?
  • stress?
  • vonbrigði?
  • skömm?
  • sektarkennd?

Maturinn er huggun, flótti, deyfing ... á hverju?

Fixið er fljótt að brá af og hvað situr þá eftir? skömm, sektarkennd, samviskubit, vonbrigði, leiðindi, einmaleiki...  - já vegna þess að þetta er fixið í núinu en ekki að vera í Núinu -  þetta er fjarvera frá sjálfum sér, og já, fjarvera frá lífinu sjálfu. - Hvað er það í lífinu sem veldur þessu, hvenær gerðist það og af hverju hættir það ekki, - jafnvel þó að það séu komnar fjölmargar góðar ástæður til að vera ekki á flótta, - fjölmargir góðir hlutir til að þakka fyrir? ..  

Ég hef beðið konurnar sem eru í námskeiðinu hjá mér að næst þegar þær fá "The craving"  löngunina til að hlaupa í nammipokann, súkkulaðið - eða hvað það er sem veldur þeim fíkn, að setjast niður og taka á móti henni og upplifa hvaða tilfinningar koma þegar fíkninni er ekki sinnt.  Leyfa tilfinningunum að koma, en ekki flýja, hugga né deyfa -  fara í gegnum upplifunina - leyfa henni að koma og fara í gegnum þær - síðan kveðja þessa tilfinningu með kærleika .. og halda áfram þaðan. 

Auðvitað gildir þetta líka um það þegar að við borðum þrátt fyrir að vera orðin södd, - þegar við borðum þannig að okkur verkjar (jólin t.d.) 

Hvaða tilfinning eða tilfinningar voru þarna á ferð?  Af hverju dugar ekki það sem við höfum? 

- tómleiki - leiði - kvíði - ... hver sem tilfinningin er, þá er þarna um einhverja sorg að ræða og við förum síðar nánar í að skoða hvaðan tilfinningin kemur.  Við vinnum með orsakir .. 

Þegar við erum börn þurfum við á elsku og umhyggju að halda, - mörg börn eru því miður vannærð að því leyti. Ekki vegna þess að þau eiga ekki velviljaða foreldra, heldur eiga þau kannski foreldra sem kunna ekki betur og gera e.t.v. eins og þeirra foreldrar gerðu.   Þegar börnin gráta fá þau e.t.v. huggun með mat, sjónvarpi eða annarri afþreyingu.  Þau fá líka verðlaun með mat, sjónvarpi eða annarri afþreyingu. 

Grátandi barn veit kannski ekkert af hverju það grætur, - stundum er það svangt - þarf dudduna sína, en aldrei sakar að hugga, gefa því e.t.v. faðmlagið sem það er að kalla eftir.   

Þegar þessi sömu börn verða fullorðin, - hvort sem um er að ræða matarfíkla, eða bara einhvern sem á í stríði við mat,  þá hegðum við okkur eins, við huggum okkur eða verðlaunum með mat eða öðru sem við lærðum frá bernsku. 

Þegar við erum "góð" við okkur - erum við stundum vond við okkur, því að við erum að fá okkur "fix" en erum ekki að vera góð við líkamann. 

Það er verið að fylla upp i einhver holrými, holrými, tllfinningapoka sem ætti frekar að fylla með væntumþykju og kærleika. 

"SURRENDER" ..   "Gefstu upp - viðurkenndu vanmáttinn"  .. það er öðruvísi að "gera ekki neitt" - sitja með SJÁLFUM SÉR ...  upplifa stund og stað - en það er góð leið til sjálfsþekkingar .. og sjálfsþekking er undirstaða þess að vita okkar raunverulega vilja og í framhaldi af því að upplifa lífsfyllingu .. 

arms-open-to-sky_1133_1024x768.jpg

Ef við treystum okkur ekki til þess erum við að veita viðnám, - við erum að veita tilfinningunum okkar viðnám. Við finnum fyrir einhverri tilfinningu sem kemur flæðandi yfir, - kannski frá maganum (enda tilfinningarnar oft að kalla þaðan og þar finnum við t.d. kvíða). 

Semdu frið, hættu stríðinu - settu fram friðarfánann - fórnaðu höndum .. og taktu á móti því sem koma skal ..  Taktu ákvörðun, veldu þitt líf, þínar tilfinningar - en ekki láta utanaðkomandi fortíðardrauga, fólk, mat eða hvað sem er stjórna þér  ..   taktu ákvörðun um þína hamingju, um þitt líf.. 

Ef þú vilt vita meira um námskeiðið - kíktu þá á síðuna, - eða hafðu samband við mig, johanna@lausnin.is   - ath! .. sambandið okkar við mat, er aðeins ein birtingarmynd af sambandi okkar við lífið.  Það má tala um að komast í "andlega kjörþyngd" - ná jafnvæginu til að komast í meðalhófið. 

Við þurfum að samþykkja okkur sjálf, virða okkur sjálf, viðurkenna okkur sjálf - fyrirgefa okkur sjálfum.  Þannig komumst við áfram - en sitjum ekki föst í leðjunni - reiði, örvænting, skömm heldur okkur þar ...  upphafið er að játast og samþykkja Núið .. 

Jákvæð andleg næring eykur löngun á jákvæðri líkamlegri næringu .. 

Eins og elskulgur vinur minn og einn af lærimeisturum segir: "Viðnám skapar vandræði" ..  og þar með talið viðnámið á eigin tilfinningum ..  - Leyfðu þeim að koma og flæða í gegn.. 

Þegar þú ferð að leyfa þeim að koma kemur líka lífið ...  

Svo er voðalega gott að hlusta á Tolle -  ..  

 

 


Brian Tracy, hefðin, siðirnir og auðvitað - kærleikurinn .. EKKI LESA ÞETTA BLOGG! ..

Pistillinn á undan þessum fjallar um að breyta siðum sínum, ávana (habits) - til hins betra.  Til þess þarf endurtekningu og æfingu.  Til að hætta vondum sið og hefja nýjan.  Þessi siður getur átt við allt eða allflest í okkar lífi, hvernig við hugsum um okkur, svefnvenjur, áhorf á sjónvarp, bókalestur, hvernig við tölum við og um aðra, um okkur sjálf, hvað við gerum með fjölskyldunni og svo framvegis.

Við virðumst oft læra eina aðferð eða sið eða hefð og halda okkur við hann og fara á "automatik" og brjótumst sjaldan út fyrir hefðina. 

Þegar allar vikur eru orðnar eins hjá okkur, verður lífið svolítið eins og flöt lína. Í stað þess að læra á hverjum degi, sem við gerum vissulega, getum við lært enn meira. 

Ég hlustaði á einn af fjölmörgum fyrirlestrum Brian Tracy í gær (á youtube), þar sem hann var að tala um hvernig við næðum árangri í lífinu.  

Hann mælti með því að lesa eitthvað uppbyggilegt á hverjum morgni - vakna fyrr (talaði um 2 tíma fyrr en venjulega) nota "The Golden Hour" eða "Morgunstund gefur gull í mund"  til að læra, lesa það sem tilheyrir þinni grein eða áhugasviði,  eitthvað uppbyggilegt.  Þetta er í raun heilarækt, eða rækt fyrir andann eins og líkamsrækt er fyrir líkamann. Og það má bæta við, að flestir tala um mikilvægi þess að borða góðan morgunmat og því ekki mikilvægi þess að hefja morguninn með hollu andlegu fæði? 

Brian mælti síðan með því að þegar því væri lokið, þ.e.a.s. lestrinum  að útbúa lista yfir það sem við ætluðum að gera yfir daginn.  Skrifa það bara fyrst niður og svo setja númer við það eftir mikilvægi. 

krukka.jpg

 

Frá númer 1 (en 1 er þá auðvitað það almikilvægasta)  og uppúr,  og byrja svo á því almikilvægasta fyrst.  Það er svona eins og dæmisagan um hvernig við setjum sand, möl, steina og stóra hnullunga í skál, - við byrjum á stærstu hnullungunum svo við komum öllu fyrir.  Ef við byrjum á sandinum, smáatriðunum náum við e.t.v. ekki að koma hinu mikilvæga fyrir og veltum því á undan okkur yfir á næsta dag og svo næsta? .. 

 

 

 

Hann mælti einnig með því að hlusta á hljóðdiska í bílnum okkar, - hljóðdiska með einhverjum góðum lærdómi.  Pælið í því, þið sem kannski þurfið að keyra í 30 mínútur í vinnuna, hvað hægt er að læra mikið uppbyggilegt í bílnum. Þetta á kannski sérstaklega við á lengri leiðum, og jú - kannski verður ekki eins frústrerandi að lenda í morguntraffíkinni, - gefa sér bara rúman tíma og njóta þess að hlusta? 

En alla veganna, þá er alveg þess virði að skoða eitthvað af þessu hjá Brian kallinum Tracy, - allt sem hann kennir miðar að því að ná árangri í lífinu - á mismunandi sviðum vissulega, en hann er t.d. ágætis fyrirmynd 67 ára og kýrskýr og enn brilljant fyrirlesari! .. Hvað segir það okkur? 

Brian hvetur líka til þess að við lítum  á það í lok dags sem við höfum tekið okkur fyrir hendur, byrjum á því að skrifa niður hvað við gerðum vel og hvar við náðum árangri.  

Í öðru lagi að skrifa hvar við gætum bætt okkur og hvernig við myndum gera það. 

EKKI að rífa okkur niður eða skamma okkur. 

Orðið skamm (shame)  er vont orð, og orð sem við ættum ekki að nota.

Þetta orð límist við okkur og það er þetta orð sem hefur haldið aftur af okkur svo mörgum. Við skömmumst okkar, við erum hrædd við skömmina að gera okkur að fíflum,  við erum hrædd við skömmina að mistakast.   

Þess vegna skulum við ekki segja við barn "skammastu þín" - það er eins og að stinga það með hnífi í sálina og barnið lærir ekkert af því nema skömmina eina og niðurbrotið. 

Ef að barn brýtur af sér eða gerir mistök, þá þarf að nota formúlu Brian Tracy´s .. 

Það má tala um það sem það gerir rétt í fyrsta lagi, og síðan benda því á að það sem það gerði hafi ekki verið rétt, það hafi verið mistök  (því vissulega eru það mistök þegar barn brýtur af sér) og þú treystir því að það geri þau ekki aftur og spyrja síðan barnið hvað það hafi lært af þessu? .. 

Leikskólaorðfærið er ekki "skammastu þín" heldur "þetta er ekki í boði" .. Það er s.s. ekki í boði að lemja aðra krakka, skemma, brjóta o.s.frv.   

Þarna gefur þú til kynna að barnið hafi í raun ýmislegt val, en hið vonda er ekki í boði. 

Af hverju á ekki að nota orðið "skamm" .. .vegna þess að, eins og áður sagði,  þá er það orð sem heldur aftur af okkur,  e.t.v. fram til dauðadags. 

Heldur aftur af okkur þegar við fáum hugmyndir sem okkur langar að framkvæma. Orð sem elur á ótta og efa. Efasemdum um okkur sjálf. 

Varkárni er ágæt - en það er þegar við erum orðin yfirmáta varkár, - við erum hætt að þora sem hún er einungis heftandi.  Þegar hún byggir á óttanum við skömm eða að mistakast.   

Mistök eru til að læra af þeim,  en ekki til að endurtaka. 

Þess vegna m.a. er gott að hætta þeim siðum sem eru mistök,  sem brjóta niður en byggja ekki upp og taka upp nýja. 

Ég hef hlustað á fólk sem segir "Úff hjónabandið mitt er eiginlega mistök" - en gerir svo ekkert í því.  Það eru tvær leiðir.  Fara að vinna í því eða fara út úr því.  Ekki sitja í miðri mistakahrúgunni, örvænta og gera ekki neitt. 

Lífið er lærdómur og það er fyrst þegar við hættum að vera nemendur - sem það fer að vera leiðinlegt.  

295868_206351476100789_100001778133029_463755_1743576677_n.jpg Þegar við stillum okkur á "hlutlaus" eða "meðvitundarlaus" - við erum farin að fljóta með straumnum í stað þess að synda þangað sem okkur langar, synda til að ná árangri - synda til að eiga LÍF - nú eða taka sundtök með straumnum ef það er það sem okkur langar. 

Hvað segir þessi mynd þér? 

 

  Myndí boði Kjartans, samstarfsmanni í Lausninni.

Nýir siðir sem ég hef tekið upp og langar að gera meira af - og hafa nú þegar bætt lífsgæði mín mjög mikið. 

  • Útivera, bæði með og án hreyfingar  (best að komast í nálægð við náttúruna)
  • Bókalestur  (langar að lesa meira og þá uppbyggilegt efni)
  • jákvætt tal og hugsanir  (bæði sjálfstal og um aðra - taka ekki þátt í baktali, öfund o.s.frv.) það þarf varla að segja hvað það hefur mikil áhrif á sjálfan mann að lifa í neikvæðninni - það er ekki að vera í hlutlausum - heldur í bakkgír)
  • Fara fyrr að sofa á kvöldin -  (sérstaklega notó á veturnar að fara upp í rúm með bók ;-) og svefninn á víst að nýtast best ef við förum snemma að sofa (auðvitað mikilvægt ef á að vakna snemma og lesa)
  • Eiga samveru með fjölskyldu og vinum
  • Syngja, dansa og leika

Að auki hef ég leyft mér að lifa og er að búa mér til lifibrauð af minni ástríðu, - þ.e.a.s. að kenna það sem ég hef lært.  Miðla því sem ég kann best og því sem mér finnst skemmtilegast.

Um leið og við erum laus við höftin okkar, óttann, efann - þá getum við farið að ganga þau skref sem okkur var ætlað.  Óttinn lamar en kærleikurinn gefur eldmóðinn til framgöngu.  Kærleikurinn gefur líka styrk til þess að takast á við hindranir, áföll og það sem brýtur á til að stoppa framgönguna.  En í stað þess að gefast upp og falla í gryfju óttans og leiðans á ný,   þá tökum við bara sveigju, hoppum yfir eða brjótumst í gegn og höldum áfram.  Missum ekki fókus á kærleikanum

Höfum hann alltaf með í för og alltaf sem markmið. Leyfum okkur að lifa af heilu hjarta - við vitum þetta en vandamálið er oft að tengjast þessum vilja sínum,  þar þurfum við e.t.v. að biðja okkar æðri mátt um að tengja, koma til móts við okkur, - hvað sem við köllum þennan mátt - þá er hann innra með okkur, jafnt og utan við. Lífið, náttúran, samviskan, Guð - þú ein/n veist hverju þú treystir. 

En trú er fyrir mér jafn nauðsynleg til lífs og að anda eða drekka vatn. 

 833138_jipaasv1_b.jpg

 "Look at every path closely and deliberately,
then ask ourselves this crucial question:
Does this path have a heart? If it does, then
the path is good. If it doesn't, it is of no use."
             
Carlos Castaneda

 

 

 

 Ef þið viljið lesa meira í þessum dúr - mæli ég (ekki) með pistilinum á undan þessum.

Smá grín í lokin, - ég skrifaði "EKKI LESA ÞETTA BLOGG" .. vegna þess ég veit að það hefur frekar öfug áhrif ;-) ... orðið "ekki" fellur oft dautt niður, - þess vegna eigum við ekki að líma það við neikvæð orð þegar við erum að ræða t.d. við börn, því þau heyra bara hið neikvæða,  "Ekki vera vond/ur" - þá heyra þau bara orðið vondur, - s.s. sitja uppi með orðið "vondur" - en í staðinn er hægt að segja "vertu góð/ur"  og þá stija þau uppi með orðið góð/ur - sem er auðvitað miklu uppbyggilegra. Síðan þurfum við að sjálfsögðu að vera þessar fyrirmyndir í góðu, til að þau í raun og veru skilji hvað er að vera góð! Það er ekki bara nóg að segja, - við verðum líka að gera.

 Óska þér góðs dags.   Heart


Erum við flóttamenn lífsins? ..

 

"What is wrong, in my life that I must get drunk every night" .. söng söngvarinn í Fine Young Cannibals.

Hann gæti alveg eins sungið: 

"What is wrong, in my life, that I must work overtime allt the time" ... 

"What is wrong, in my life, that I must stay in my computer all the time" .. 

"What is wrong, in my life, that I must use drugs all the time" ..

"What is wrong, in my life, that I must eat too much all the time, while trying to lose weight" ... 

Já svona virkar lífsflóttinn, svona deyfum við okkur, svona forðumst við hið raunverulega vandamál, því að drykkja, ofát, svelti, vinnufíkn, tölvufíkn o.fl. eru allt birtingarmyndir vandamáls, en ekki vandamálið sjálft. 

Að fara í stríð við ofát er fyrirfram töpuð barátta - að fara í stríð við ofdrykkju er fyrirfram töpuð barátta .. að fara í stríð er alltaf fyrirfram töpuð barátta ... 

Við getum haldið okkur "stabilum" í einhverjum tilfellum í stríðinu, við getum þraukað í svona öndunarvél í þó nokkurn tíma og sumir fara þannig í gegnum lífið allt.  Á flótta frá sjálfum sér. 

"Johnny Come home" 

Við þurfum að koma heim til okkar sjálfra

Það eru eflaust flestir tilbúnir að koma heim til visku og kærleika. Það er að komast til sjálfs sín.

"Ég veit þetta allt en ég geri það ekki" .. við höfum vitið en vantar viljann. 

Trixið er því sameining vilja og visku okkar.  Það er heimkoman.

En hvað er Johnny að flýja, hvað það er í hans lífi vitum við ekki. Kannski líður honum illa og hann kann ekki að tjá það. Kannski á hann leyndarmál sem hann getur ekki sagt frá. Kannski, kannski .. 

Við þurfum ekki að vita hvað hrjáir Johnny, og þú veist vonandi hvað hrjáir þig ef þú leitar í þráhyggju eða fíkn. Kannski hefur þú ekki hugmynd um það, en þá er fyrsta skrefið að leita sér hjálpar til þeirra sem geta hjálpað.  Stundum er nóg að eiga trúnað einhvers sem þú getur treyst. Stundum þarf að leita til fólks sem er utanaðkomandi, sem er tilbúið að leiðbeina þér, hjálpa þér að átta þig á hvers vegna þú flýrð lífið.  Lykilatriðið er að þú ein/n veist það í raun. Því að alveg eins og lausnin er inni í þér, er vandamálið inni í þér. Það er ekki hið ytra.  

Þegar þú ert komin/n heim þá hefur þú fundið sjálfa/n þig og þú hefur sleppt hlekkjum. Sleppt óttanum og sleppt skömminni sem eru yfirleitt tveir verstu óvinir mannkyns. 

Það gerist ekki fyrr en þú ert farin/n að lifa í sannleika því að blekking er vond, sérstaklega sjálfsblekking og óheiðarleiki við sjálfan sig. Óheiðarleikinn er lúmskur - og það þarf virkilega að vekja meðvitundina til að átta sig á honum. 

Spurningarnar sem standa eftir eru:  Hvað er það í lífi þínu sem veldur þjáningu þinni, sem veldur því að þú deyfir þig, - að ef þú værir barn myndir þú kalla á snuddu, snuddu sem birtist í áfengi, mat, tóbaki, fíkniefnum, vinnu ....  

Þetta er orðið að hnykli, sem er í sumum tilfellum stór - en svarið finnst oft ekki fyrr en búið er að vefja ofan af hnyklinum.  Hvað það er sem hefur safnast þarna á lífsbandið þitt sem veldur vanlíðan. 

Það er aldrei of seint að fara að lifa og hætta að þrauka bara lífið.  En það gerist ekki með því að sitja bara og hugsa "happy thoughts" eins og segir í "The Secret" .. Jú, það kemur manni hálfa leið, það er byrjunin - "hugurinn flytur mig hálfa leið" og það skyldi enginn vanmeta - en líkaminn flytur okkur restina.  Það verður að sameina huga og hönd, á svipaðan hátt og sameina þarf visku og vilja. 

Við byrjum eins og barnið að læra að ganga upp á nýtt, - ganga skref fyrir skref ... við dettum örugglega og fáum kúlu, - en þá er málið að gefast ekki upp, ekkert barn hættir við að læra að ganga þó það velti nokkrum sinnum.  Við höldum áfram og fyrr en varir erum við farin að hlaupa um, eins og okkur var ætlað í upphafi.  

Þessi færsla er í boði Lausnarinnar - sjálfsræktarsamtaka - grasrótarsamtaka um betri samskipti og ekki síst samskipti þín við þig. SmileInLoveSmile

Fyrsta skrefið er að játa hvar við erum stödd - þannig hefst gangan .. þannig byrjum við að vinda ofan af hnyklinum ... 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband