(Matar)dagbók 12. janúar 2012 - fiskinn minn, nammi, nammi, namm! ..

Ég man þegar ég horfði á myndina "The Secret" var talað um "spiral effect" .. það er að segja að ef að dagurinn byrjaði illa gætum við reiknað með að hann yrði allur vondur.  Ég er að vísu búin að "outsmarta" það og nota möntruna hennar Louise Hay - "All is well" - eða allt er gott, svo þó að eitthvað byrji illa næ ég að snúa á það.  Þetta getur hljómað undarlega, en það virkar fyrir mig og það er nóg!  En jæja, það virkar líka fyrir Louise Hay og hún er hamingjusöm kona, svo af hverju ekki að nota tækin sem okkur eru gefin,  okkar innri uppsprettu?

Louise Hay talar mikið um mátt hugans, og mátt jákvæðra staðhæfinga - til að mynda í eigin garð.  Hennar daglega staðhæfing fyrir 12. janúar var t.d.: 

"Limitations are merely opportunities to grow. I use them as stepping stones to success."

Og þegar talað er um "success" eða árangur,  þá náum við ekki árangri við að vera óhamingjusöm og berja okkur til árangurs, heldur með því að vera hamingjusöm og elska okkur til árangurs! 

Í gær hitti ég elskulegu konurnar sem eru í framhaldi í námskeiðinu KMK eða Í kjörþyngd með kærleika.  Við töluðum um mikilvægi þess að langa til að vera góðar við líkama okkar, ekki að eitra fyrir honum, eða gefa honum það sem honum er vont.  Líka mikilvægi þess að borða NÓG.  Brennsla líkamans hægist ef að langt líður á milli máltíða, svo það er alls ekki gott að borða bara í hádeginu og svo aftur um kvöldmatarleytið,  þá erum við orðin svo óhugnalega svöng og gúffum því oft í okkur því sem hendi er næst! 

En dagurinn var s.s. svona hjá mér: 

Kl. 9:00  hafragrautur með perum og valhnetum - rjómasletta út á - vatn  (S) 

Kl. 9:30  Tvær gráfíkjur  (L) ég er sólgin í gráfíkjur og svo eru þær góðar fyrir hægðirnar

Kl. 10:00  Kaffi, möndlur  (L)

Kl. 12:00 Tvær  X gróft brauð með sardínum (S) Ein brauðsneið m/sardínum (G) og svo kláraði ég úr sardínudósinni, - held það sé í lagi - þær eru hollar, en það var auðvitað græðgi ;-) 

Kl. 15:00  Vínber, möndlur  (L)

Kl. 16:00  Ein lífræn kaffijógúrt  (S)

Kl. 20:00  silungur velt upp úr eggi og grófum lífrænt ræktuðum höfrum (nammi), rifnar sætar kartöflur,  brún hrísgrjón og salat með spínati og valhnetum, létt hvítlaukssósa  Þetta var GOTT (S/L)

þurrkaður lambavöðvi m/hvítlaukssósu,  varð að smakka  (G) 

Ávextir dagsin var 1 pera og svo nokkur vínber,  svo auðvitað þurrkuðu gráfíkjurnar, en stefnan er að borða meira af ávöxtum.  Grænmetið var spínat. 

Ég sleppi enn öllum viðbættum sykri, nammi, bakarísdóti, kökum, eftirréttum o.svol. Er á meðan er.  Ég vigtaði mig þegar ég kom heim frá Danmörku og hafði þá þyngst um 1.9 kg frá því á aðfangadag. 

Það var margt gott við 12. janúar 2012, og rúsínan í pylsuendanum var að fá börnin mín í mat, því ég sat ekki ein og borðaði silunginn góða. 

Smá játning: - um klukkan 22:00 fór ég fram og fékk mér kaldan silung, hann er algjört sælgæti.  Það var ekki af hungri, miklu fremur af því að mig vantaði eitthvað. -  Ég þarf að skoða það hvað gerir mig hamingjusama og hvernig ég geri mig hamingjusamari.  Er bara nokkuð sátt ef satt skal segja. 

Hér má sjá matardagbók 10. janúar

Hér má sjá matardagbók 11. janúar

Lifum heil og í heiðarleika HeartHeart

"Success is not the key to happiness. Happiness is the key to success. If you love what you are doing, you will be successful."
- Albert Schweitzer

Gamanaðessu ;-) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband