(Matar)dagbók föstudag 13. janúar og lífið sortérað ..

Ég hef verið of mikið á Facebook, og kannski er það sem kallað er "understatement" - svo nú þarf ég að vakna til meðvitundar um það og fara að gera meira uppbyggilegt. 

Net-working is Non-working sagði Brian Tracy á ráðstefnunni í haust!

Ég tók mig til og sortéraði aðeins í fataskápnum í gær og í skúffum og öðrum hirslum. Græddi helling í ferðasjóðinn minn, en ég tek alla mynt og set í bauk.  Stefni svo á ferðalag þegar nægilega hátt innlegg er komið í bankann. 

Ég fékk fréttir í morgun af litlum dreng sem er að berjast fyrir lífi sínu og heilsu, og það kippir manni alltaf niðrá jörðina, - hver eru hin RAUNVERULEGU gildi og hvað það er sem skiptir máli. 

Rifrildi t.d. út af hverju einhver setti ekki einhvern hlut á þennan stað eða hinn, eða sagði hitt eða þetta verða svo ómerkileg.  Áhyggjur af peningum verða líka ómerkilegar.  Auðvitað verða svona mataræðispælingar líka ómerkilegar,  en þær eru hluti af mínum tilfinningum - þ.e.a.s. ég er að sleppa að borða í stað þess að lifa mínar tilfinningar eða eins og sagt er "You need to feel your feelings but not eat them" .. 

Dagurinn var að vísu mjög tilfinningaþrunginn, því ég fór að heimsækja mömmu á Droplaugarstaði, og hún fjarlægist meira og meira.  Blikið að hverfa úr augunum.  Þegar ég mætti á svæðið sat hún steinsofandi í einum sófanum í dagstofunni.  Ég náði að vekja hana, en hún hélst varla vakandi. Svo kom Stefán Helgi óperusöngvari sem kemur reglulega og syngur gamlar dægurperlur.  Þar sem ég sat við hlið mömmu, sem svaf mestan tímann og rumskaði á milli og brosti til mín - fóru tárin að streyma undir söng Stefáns;  Blátt lítið blóm eitt er ... Mamma ætlar að sofna... ég þurfti að bíta á jaxlinn og hreyfa tærnar (að hreyfa tærnar er trix sem einn prestur kenndi mér, þegar mikið liggur við að missa sig ekki!) ... 

Átti annars ágætan föstudag 13. en matardagbókin er eftirfarandi: 

8:00 hafragrautur m/valhnetum og rjómaslettu - vatn (s)

10:00  kaffibolli  (l)

12:00  Lífræn jógúrt m/kókos  (s) kaffibolli (l)

15:00  tebolli, stórt epli  (s/l)

17:30  1/8 úr hafraköku, 2 x kornbrauð m/hummus  (s) 2 x bollar kaffi (l)

20:00  1 diskur brún grjón m/sólskinssósu, vatn  (s) 

22:00  möndlur, valhnetur og vínber 

Enn sé ég að grænmetið vantar og hádegismatur var frekar rýr,  var dugleg í vatninu og jurtateið var mjög gott. 

Stefni á að vera dugleg í grænmetinu í dag. 

Hægt er að skoða fyrri daga; 

Hér má sjá matardagbók 10. janúar

Hér má sjá matardagbók 11. janúar

Hér má sjá matardagbók 12. janúar 

Lifum heil og í heiðarleika Halo

"Success is not the key to happiness. Happiness is the key to success. If you love what you are doing, you will be successful."
- Albert Schweitzer

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elsku Jóhanna mín það er sárt að sjá okkar nánustu hverfa burtu smátt og smátt og við getum ekkert gert nema óska þeim góðrar ferðar.  Vonandi batnar litla drengnum, og dugleg ertu að taka til, ég ætla að fara að drífa mig í tiltekt en ég er hálffrosin á svona vinnu eiginlega, en það kemur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2012 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband