Frá fótanuddtækjum til Hvannadalshnjúks ..

Við erum svo krúttleg þjóð, við Íslendingar. Við tökum svo innilega þátt í mörgum bólum, það er aldrei neitt hálfkák í dellunum hjá hinni íslensku þjóð. 

Einhver töffarinn tók upp á því að synda í sjónum og var talinn hetja, nú er ekki þverfótað fyrir sjósundhetjum og þykir næstum orðið "klént" að stunda sjósund ..

Fólk leggur sömuleiðis í löngum bunum á Hvannadalshnjúk og gildir það sama og um sjósundið, vinkona mín ætlaði að gorta sig af því við sjúkraþjálfann að daginn áður hefði hún "brugðið sér" á Hnjúkinn, en hann svaraði að bragði "Ha, varst þú þar líka - skrítið að ég skyldi ekki rekast á þig, ég gekk líka á Hvannadalshnjúk í  gær" .. LoL 

Esjan er auðvitað bara orðin eins og Laugavegurinn, enda komið kaffihús við Esjurætur til að sinna öllu göngufólkinu ..

Nýjasta bólan er reyndar mjög jákvæð bóla - eins og þær áðurnefndu,  sem vonandi springur ekki, en úr hinum óvæntustu skúmaskotum spretta nú hönnuðir og íslenskur heimilisiðnaður hefur sjaldan blómstrað eins og núna á krepputímum. 

Fólk sem hefur gengið með drauma um að hanna og framleiða hefur heldur betur sannað málsháttinn um neyðina sem kennir naktri konu að spinna.

Það hefur ýmislegt sprottið fram á undanförnum árum sem hefur notið vinsælda hjá þjóðinni, eflaust man ég ekki eftir öllu en datt í hug eftirfarandi:

  • Fótanuddtæki
  • Sólbaðsstofur
  • Videóleigur
  • Jólaglögg
  • Pizzastaðir
  • Sjósund
  • Soda Stream
  • Herbalife
  • kórastarf
  • Blogg
  • Facebook
  • Mannauðsstjórnun
  • Esjuganga
  • Hvannadalshnjúkur
  • íslensk hönnun ..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mundi strax eftir einu svo ég verð að kommenta hjá sjálfri mér:

"Kákásusgerillinn" sem átti að vera allra meina bót!

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.12.2009 kl. 21:57

2 identicon

Hvað heita þær aftur dýru plastdollurnar sem allar konur "urðu" að kaupa :)

Tupperwarer ?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:49

3 identicon

IPOD

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Nákvæmlega - Tupperware held ég - og IPOD ofcourse!

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2009 kl. 00:01

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég hef alveg sloppið við: fótanuddtæki, sólbaðsstofur, sjósund, Soda Stream, Herbalife, Kórastarf og Mannauðsstjórnun. Annað hef ég fiktað við.

Erlend lán og lúxusjeppadellan hefur svo orðið mörgum dýrkeypt á þessum síðustu og verstu tímum.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.12.2009 kl. 00:05

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er bara sek um tvennt af þessum lista... töluvert blogg og smá facebook

Jónína Dúadóttir, 18.12.2009 kl. 06:07

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ó, lúxusjepparnir - gleymdi þeim alveg, og myntkörfulán, takk fyrir þessa viðbót Emil.

Ha, ha. .. Jónína,  ég er sko miklu "sekari" en þú,  ég get nú x-að við ansi margt af þessu!

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2009 kl. 07:07

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Heyrðu Jónína - ertu ekki að framleiða lopaflíkur eins og brjál.... ?

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2009 kl. 07:08

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er svooo satt ! 

Marta B Helgadóttir, 18.12.2009 kl. 09:39

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyheyhey! Þú gleymir alveg peningaæðinu, allir urðu að eiga sem mest af peningum!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.12.2009 kl. 00:18

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Einmitt Marta,

gleymdi eiginlega: 

rope yoga, pilates BOOT CAMP og núna nýjustu dellunni: Hot Yoga!

Segðu Róslín,  Peningaæðið!

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.12.2009 kl. 08:24

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehe skemmtileg samantekt, og já við erum algjörir sveppir ef út í það er farið.  Ekki gleyma sjöstjakanum frá gyðingum sem er/var næstum í hverjum glugga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband