Maðurinn í kaffibollanum ..

Á aðventutónleikum KK og Ellenar, tók sá fyrrnefndi fyrir konur sem heimsóttu aðra konu sem spáði í kaffibolla, minnir að spákonan hafi verið amma eða mamma þeirra systkina. Hann lýsti því á mjög spaugsaman hátt hvernig einhleypar vinkonur komu í heimsókn til að fá spádóm í bolla og gengu hnarreistar út aftur með von um peninga, von um góðar fréttir og síðast en ekki síst um von um mann í kaffibolla.

 

"Hávaxinn, dökkhærður, myndarlegur" .. það er erkitýpan af einhverjum ástæðum, þó að ljóshærðir og lágvaxnir menn séu ekki minna myndarlegir.  Við erum samt flest einhvern veginn steypt í það félagslega mót, að okkur finnst að karlinn eigi að vera hávaxnari en konan, svo ég tali nú heiðarlega. 

Hver er þessi maður í kaffibollanum sem konur þrá svo heitt?  Um leið og hann skríður upp úr bollanum er hann þá eins spennandi og fullkominn eins og hann var þarna í nýdrukknum  bollanum?  Ætli maðurinn í bollanum sé bara ekki hálf ringlaður eftir að hafa verið snúið í hringi yfir höfði spákonu og síðan blásið á hann volgum blæstri rauðra vara.

En það eru nú varla bara karlar í kaffibollum. Ætli það séu ekki konur í bollum myndarlegu mannanna, eða láta þeir aldrei kíkja í bolla fyrir sig? 

 ... 

Skrifað af spámannlegum innblæstri og út frá persónulegri reynslu Wink Blush

Laugardagur er til lukku, ég leit í kaffibollann minn áðan og sá þar að það muni ekki aðeins rigna mönnum,  heldur er endalaus gæfa að hellast yfir þjóðina í heild sinni og kominn tími til. 

Gleði, gleði, gleði. Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta lag er alveg frábært og svo líkar mér það að þú sért farin að spá eins og Jósefína Nauhólm en hún var svo asskoti ljót kerlingin.  Man hvað við stelpurnar vorum hræddar við hana.  Nornarfjandann.  En þú verður svona ljósálfur sem spáir í bolla fyrir sætum strákum sem koma upp og hringja hjá ungum skvísum í borginni.

Ía Jóhannsdóttir, 19.12.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.12.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Líst vel á það Ía! .. Til i að spá einungis góðum og sætum strákum!

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.12.2009 kl. 17:01

4 identicon

Konur og bollalestur er eitthvað svo þjóðlegt... konur í eldhúsi með kaffi og síkó að lesa óskir sínar úr bolla :)..

Annars er konan mín alltaf að skipa mér að dreyma lottótölurnar... gerði það einu sinni og mundi allar tölur úr draumnum, en fékk svo ekki eina rétta :)... kannski dreymdi mig gamlar tölur LOL.... 

Ég bíð Lottóbollalestur á sérstöku tilboði milli jóla og nýárs, í bónus fylgir einn hávaxinn foli með vasana fulla af debetkortum

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 21:05

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var amma þeirra KK og Ellenar sem var spákona hún hét Elín ef ég man rétt.  Hún spáði fyrir mér fyrir 30 árum síðan og sagði þá við mig að ég myndi einhverntímann sjá Bessastaði heiman frá mér.  Undanfarin 20 ár hef ég séð Bessastaði úr stofunni minni.  Hún þurfti engann bolla, né spil.  Hún greip bara í höndina á mér og ég fékk spádóm þar sem allt hefur ræst.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góður spádómur hjá þér elskan, kem til þín næst er ég kem suður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.12.2009 kl. 09:05

7 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

haha nett, mamma gerði mikið af þessu þegar ég var yngri að þurka kaffibolla á ofnum og reyna sjá eitthvað.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 20.12.2009 kl. 16:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég kíkti í bolla í ágúst í fyrra, hjá tengdadætrunum mínum og sá þrjú börn, hélt að það þriðja væri dóttir mín, en það var reyndar systurdóttirn sem fékk það barn.  Hin eru kúlubörn.  Ennþá merkilegra er að ég hitti norn í Serbíu út í sveit, við kíktum í bolla hvor hjá annari, og það sem ég sá í bollanum hennar, var ekki það sem henni sjálfri lá á hjarta heldur fyrrverandi íbúi hússins, sem vildi láta vita af sér.  Það var merkileg upplifun. 

En svona getur þetta verið stundum, lífið kemur manni sífellt á óvart.

Knús á þig Jóhanna mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 08:48

9 Smámynd: Ragnheiður

Ég á til að kíkja í minn eigin bolla, svo sá ég jarðarför og steinhætti að kíkja í bollana síðan..

Það er gaman að þessum alþýðuvísindum.

ps ps ps ég held að kallar láti ekki kíkja í bolla fyrir sig

Ragnheiður , 21.12.2009 kl. 16:07

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gaman að þessum bolla"vísindum"  ég trúi því að það sé óþægilegt að sjá eitthvað vont. Það er það líka í spilunum og þá reynir maður að snúa því upp í gott og vara við, en situr uppi með það. Þess vegna hætti ég þessu spilafikti.

Karlar fara mun sjaldnar í svona spádóma, við konurnar erum svo óþolinmóðar að fá að vita allt og kannski trúgjarnari  

Fullt af spáfólki í Biblíunni sem enn er verið að vitna í, en svo má allt í einu ekkert spá í eitt eða neitt. Pælið í því. Eins og fólk hafi misst spádómsgáfuna þegar búið var að binda inn Biblíuna! .. Svona er lífið skrítið.

Lífið kemur manni svo sannarlega alltaf á óvart

Takk öll fyrir innlit og orðin ykkar, ég hef ekki haft tíma til að vera hér á bloggi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.12.2009 kl. 17:17

11 Smámynd: Jens Guð

  Öldruð móðir mín hefur starfað sem spákona frá því hún var yngri.  Ég held að engin breyting hafi orðið á að 90-og-eitthvað % þeirra sem fara í spá til hennar eru konur,  aðallega ungar konur. 

  Sjálfur rak ég um tíma verslun með spádót,  allt frá kristalkúlum til spárúna.  Kvenfólk var uppistaða viðskiptavina.  

  Hvers vegna eru konur svona miklu áhugasamari um spá en karlar?  Ég veit það ekki.

Jens Guð, 22.12.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband