"Léttara" hjal eftir átök vikunnar - 6,3 kg farin eftir fimm vikur í nýjum lífsstíl

Ég startaði "opinberu" aðhaldi hér á blogginu,  mér til stuðnings og að sjálfsögðu ykkur þarna úti til að þið sæjuð að þetta ER hægt.  Ég hef farið eftir því sem ég kalla í leikaraskap "Síberíukúrinn" en það er nú bara mataræði þar sem óhollustu er sleppt eða haldið í lágmarki. 

Ég hef leyft mér smá smakk nú síðustu vikurnar,  en passa bara alltaf að gera það í hófi.  Borðaði t.d. smá ístertu í kaffitímanum í gær,  en borðaði reyndar mjög léttan kvöldmat í gær,  en svaka góðan.  Systir mín bjó til vatnsmelónusalat með rækjum,  svaka gott en mjög hollt!  Vatnið passa ég mjög vel og að gleyma ALDREI að borða.  Það er oft stærsta vandamálið, þ.e.a.s. að verða svo svöng að ég gúffa í mig því sem hendi er næst. 

Það er líka mikilvægt að vera búin að versla inn hollt og gott,  svo að ef að á mann sækir hungur að eiga ávexti, hnetur,  eða aðaltrixið mitt í dag - bragðgott jurtate.  Það hefur róað þessa þörf á kvöldin fyrir að narta.  Hægt er að lesa hvað má og hvað ekki  ef smellt er á startið hér fyrir neðan,  25. maí. 

Þessa vikuna fóru 1,4 kíló sem er kannski full mikið en  500 - 800 grömm er alveg nóg.  Eflaust kemur þetta rólegra næstu viku.  En þá eru komnar sex vikur af sjö sem ég ætlaði að gefa mér til að taka sjö kíló af! Wizard    BMI eða body mass index er nú orðinn 25.1  kjörþyngd er 24.9  svo það vantar ekki mikið upp á,  eða bara 1/2 kíló. 

En svona lítur þetta út: 

Eftir viku 5 eru 6,3 kg farin (1400 gr á viku)

Her er tengill á blogg eftir viku 4  -4,9  (800 gr á viku)

Hér er  tengill á blogg eftir viku 3. - 4,1 kg (-200 gr á viku)

Hér er slóð á blogg eftir viku 2.  -3,9 kg  (-900 gr á viku)

Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg (- 3000 gr á viku)

Og hér startið, 25. maí 2010.

 Wink  

Gangi okkur vel og eigum glaðan dag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú stendur þig vel!

Marta B Helgadóttir, 29.6.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér fyrir Marta, ég er sátt

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.6.2010 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband