Tilvonandi fyrrverandi aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar tjáir sig um mál dagsins

Frá og með 1. maí sl. sagði ég starfi mínu sem aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar lausu.   Ég er enn að störfum, þar sem ég er að vinna uppsagnarfrest og útskriftin er ekki fyrr en 10. júlí nk.  Þeirri uppskeruhátíð og gleðistund vil ég ekki missa af. 

Hraðbraut er lítill og persónulegur skóli,  þar sem við þekkjumst öll, starfsfólk og nemendur og þykir notalegt að vera saman.

Störf mín hafa einkennst af hefðbundnum aðstoðarskólastjórastörfum en svo hef ég tekið að mér að vera sálgætir margra ungmenna,  kennt þeim tjáningu og farið í fjallgöngur svo eitthvað sé til talið.  Það er ekki beint  innan hefðbundins ramma aðstoðarskólastjórastarfs.  Hvað þá knúsin og kossarnir,  sem nemendur sungu eitt sinn um á dimmision.

Við starfsfólkið höfum einnig notið góðs samfélags af hvert öðru,  en kennarar eru hver öðrum fremri og viljugri í að byggja upp góðan skóla og skila af sér vel upplýstum nemendum.  

Nemendur skólans eru upp til hópa frábært fólk.  Í skólanum eru um 50% nemendur sem koma beint úr grunnskóla,  oft "nördar" sem hafa ekki notið sín annars staðar.  Reyndar alls konar nemendur, skinkur,  hnakkar, artí, partý,  gaurar og gellur og í raun alveg óþarfi að setja nokkurn merkimiða á þá,  fjölbreytileikinn er kostur. 

Skólinn hefur líka verið valkostur eldri nemenda, stundum "gáfnaljósa" sem gleymdu alveg að kveikja á ljósinu þegar þeir byrjuðu fyrst í framhaldsskóla, en voru aðallega í djammi og einhverju allt öðru en að læra.  Í Hraðbraut hafa þessir krakkar, þetta fólk,  náð fótfestu og fengið það aðhald og þá  athygli sem til þurfti til að þau næðu árangri.  Ungt fólk þarf nefnilega athygli. 

Kannanir í háskóla skila því svo  til okkar að nemendur Hraðbrautar telja sig vel undirbúna undir háskólanám.  

Í morgun kom frétt í DV  um að skólastjórinn, hann Óli skóli,  væri ekki með allt á hreinu í rekstrinum og hefði líka beitt sér gegn því að kennarar færu í stéttarfélagið sitt.  Hann átti víst eitthvað gamalt mál í pokahorninu í sambandi við KÍ og óttaðist hann félagið eins og geitungabú. (Það eru mín orð ekki hans).  Það er önnur hlið á rekstri skólans,  sem er dökka hliðin og vonandi nær hann að þvo þennan blett af sér svo það smiti ekki hið annars ágæta og metnaðarfulla  innra starf skólans of mikið. 

Það væri sorglegt ef svona litríkt blóm eins og Menntaskólinn Hraðbraut hefur reynst,   og það góða starf sem þar hefur verið unnið - í sumum tilfellum björgunarstörf,  myndi verða upp slitið vegna matadoorleiks skólastjóra, rangra ákvarðana, eða hvað það er sem hann hefur verið að gera.

Það er auðvitað rétt að spyrja að leikslokum,  þ.e.a.s.  þegar að Ríkisendurskoðun hefur farið í saumana á rekstri skólans,  en þangað til verða nemendur og starfsfólk að fá næði og vinnufrið og það starfsöryggi sem það á skilið.  Um er að ræða tæplega 200 sálir.  

Ég óska Menntaskólanum Hraðbraut, nemendum og starfsfólki velfarnaðar og að næsti skólavetur verði farsæll og ekki síðri en undanfarnir vetur. Heart Hraðbraut lengi lifi.

 

_tskriftarveisla_inga_lara_16_juni_2010_268.jpg
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég á barnabarn sem gekk í þennann skóla.....þar sem hún var áður var hún lögð í einelti ..... þessi skóli á allt gott skilið og mæli ég með honum.... hiklaust. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.6.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl Sóldís Fjóla,  þakka þér fyrir að láta heyra í þér.   Það sem þú lýsir þarna er ótrúlega algengt, þ.e.a.s. að nemendur sem hafa verið lagðir í einelti ná að fá "frið" fyrir slíku í svona fámennum skóla og fá að vera eins og þeir eru.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.6.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Elsku Jóga,

til hamingju með þína ákvörðun að segja upp starfinu. Án efa hefur þú góðar og gildar ástæður fyrir slíkri ákvörðun.

Í breytingum felast alltaf tækifæri!

Þú munt vonandi finna þér annan vettvang þar sem þú færð að nýta hæfileika þína og verður metin að verðleikum fyrir þá.

Marta B Helgadóttir, 29.6.2010 kl. 10:43

4 identicon


Í þeirri neikvæðu umræðu sem Menntaskólinn Hraðbraut fær nú á sig er nauðsynlegt að fá innlegg sem þetta. Skólinn hefur að mínu mati verið nauðsynlegur valkostur fyrir þá nemendur sem þú, Jóhanna mín, minnist á hér. Sem fyrrverandi námsráðgjafi skólans horfði ég á ljósin kvikna og nörda blómstra. Hraðbrautin er full af gullmolum. Fyrst og fremst er þó samfélagið í Hraðbraut sérstakt að því leyti að allir eru jafnir, burt séð frá öllum merkimiðum og burtséð frá þvi hvort um er að ræða kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Samfélagið er eitt og einkennist af samvinnu, samhjálp og metnaði. Enginnn gleymist í Hraðbraut!

Nú virðist sem svo að þetta litla samfélag sé komið í þó nokkra hættu. Óeining ríkir og nú horfir skólinn fram á það að þú sem að mörgu leyti hefur verið hjarta skólans ert að yfirgefa hann. Það er mjög miður að sú staðreynd að Hraðbrautarstjórinn hafi mögulega villst af leið og sé ekki með allt á hreinu sé þess valdandi að skólastarfið sé í uppnámi og er von mín svo sannarlega sú að hægt sé að finna lendingarstað fyrir skólann svo að nördar framtíðarinnar, ljósin sem ekki ná að kvikna og allir hinir sem að Hraðbrautarfyrirkomulagið hentar fái að njóta sín á komandi árum.

 

Annars langar mig bara að senda þér fullt af knúsum og kossum og senda um leið kveðjur til allra í Hraðbraut. Ég vil lað lokum senda sérstakar hamingjuóskir til allra þeirra flottu útskrifarnemenda sem munu setja upp hvíta kolla í Bústaðarkirkju 10. júlí næstkomandi. Til hamingju Hraðbrautarfólk!

Sigga (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 10:55

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef aldrei heyrt nema vel látið af Hraðbraut og þóttist skilja það þegar við kynntumst Jóhanna mín. Þar sem er góður skóli er óneitanlega gott starfsfólk.

Við stöndum báðar á tímamótum, ég sagði líka upp mínu starfi.

Kær kveðja elskuleg

Ragnheiður , 29.6.2010 kl. 11:14

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir hamingjuóskir Marta   Ég finn mér eitthvað spennandi verkefni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.6.2010 kl. 17:27

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Sigga, kveðja til baka á þig og þakka þér fyrir þitt innlegg í umræðuna. Við vitum hvernig púlsinn slær í þessu nemendasamfélagi Hraðbrautar,  og sorglegt að hann sé truflaður.  Skila kveðju á línuna af stúdentsefnunum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.6.2010 kl. 17:28

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk, takk Ragga ..  tímamót eru tækifæri.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.6.2010 kl. 17:29

9 identicon

Dóttir mín gekk í Hraðbraut og var glöð og hamingjusöm í skóla, nokkuð sem hún hafði ekki upplifað í mörg ár. Hún fékk góða kennslu og þarna létu kennara og annað starfsfólk sér umhugað um nemendur sína. Við höfum ekkert nema gott að segja um skólastarfið í Hraðbraut, vona innilega að skólinn standi þetta af sér og haldi áfram að starfa í sama anda og áður.

Sigrún (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 11:45

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég setti hlekk á þennan pistil inn á Facebook,  og fékk þessi "like"  til stuðnings   -  ég er ekki með marga núverandi nemendur á facebooksíðu minni,  en fleiri fyrrverandi,  en þessir studdu þennan pistil.  Auk annarra nafna sem eru þá vinir, kunningar og fólk sem ég hef kynnst á Facebook 
 
 
fyrrverandi nemandi við Hraðbraut 

 
nemandi við Hraðbraut á 2. ári 

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Nemandi við Hraðbraut á 1. ári 

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Nemandi við Hraðbraut á 2. ári 

 
Fyrrverandi starfsmaður Hraðbrautar

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Nemandi við Hraðbraut á 1. ári

 
Kennari við Hraðbraut
 

 
Nemandi við Hraðbraut á 2. ári

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

 
Ritari við Hraðbraut

 
Nemandi við Hraðbraut á 1. ári 

 
Fyrrverandi nemandi við Hraðbraut

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 14:36

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þín orð Sigrún!  Ég tek undir óskir þínar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 14:37

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Bætist við "like"

 
Fyrrverandi nemandi Hraðbrautar 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 15:00

13 identicon

Ég hélt ég væri með þig á facebook, en svo er víst ekki og ég finn þig ekki heldur í leitinni þar

En ég myndi klárlega setja like á þetta ef ég væri með þig þar :)

Sif Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband