Færsluflokkur: Bloggar

Gott mál í Kaliforníu! og Gay Pride lagið - "dáinn úr ást"

Gay_Flag_Fade

 

Til hamingju með hátíðina framundan,  samkynhneigðir sem gagnkynhneigðir! ..

Hér getur fólk hlustað á Friðrik Ómar flytja Gay Pride lagið: 

 

Smellið HÉR til hlusta

 

 

 

 

 


mbl.is Telur bannið mismuna fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skóli er skóli, en skóli er ekki Óli ....

Það er mikilvægt í öllu þessu uppnámi í kringum Ólaf Hauk Johnson, skólastjóra og eiganda Hraðbrautar  og hans gjörninga eða ekki gjörninga að aðgreina starf skólans,  þ.e.a.s. starf kennara og nemenda frá hans ytra starfi og gjörðum.

Menntaskólinn Hraðbraut er fyrst og fremst menntastofnun og það býsna góð, þó ég segi sjálf frá sem aðstoðarskólastjóri.  Skóli sem hefur þjónað hundruðum nemenda mjög vel,  sumum hverjum þannig að þeir fundu sína réttu hillu í lífinu. 

Í raun má segja að það vanti úrræði fyrir nemendur sem hafa fallið út úr skólakerfinu og vilja komast inn aftur,  þar ganga mjög margir á læstar dyr framhaldsskóla - og þá 100% ríkisrekna.  Auðvitað hefur Hraðbraut ekki pláss fyrir alla sem hrekjast á milli skólastofnana og þeir verða að vera býsna ákveðnir til að læra svona ofurhratt!  En margur týndur sauður hefur nú samt ratað þarna inn hjá okkur og sá hinn sami fundið sig bara býsna vel. 

Nei, - Menntaskólinn Hraðbraut er ekki Ólafur Haukur Johnson ekki frekar en að Samskip er ekki Ólafur Ólafsson,  nú eða kirkjan Karl biskup. 

Það er kannski sá munur á Ólunum og Kalla að þeir eru eigendur líka en ekki Karl. 

Sú sem þetta ritar var sæmd titlinum "sál skólans"  af nemendum á árshátíð 2. júní sl.  Nú ef að Óli væri skólinn þá væri ég "sál Ólafs"  Woundering  ... 

Ríkið/ Menntamálaráðuneytið ætti núna að taka sig saman í andlitinu, og aðeins að líta í eigin barm fyrir að hafa ekki fylgst betur með málum, að reglugerðum væri fylgt eftir,  starfsfólk fengi að ganga í stéttarfélag án átaka og gæta að hag nemenda fyrst og fremst og að sjálfsögðu umsýslufólki nemenda; kennaranna og annars starfsfólk.  Skólinn hefur staðið sig vel,  þrátt fyrir allt og allt,  og þeir sem hann hafa sótt og foreldrar bera þess best vitni.

Stjórn skóla á að skipa af fagaðilum, og  fulltrúa frá ríkinu líka en ekki á að samþykkja einhvers konar "Tantebestyrelse"  jafnvel þó að þar fari hið vænsta fólk.  Slíkt er bara ekki í lagi og ber bara merki einkavinavæðingarinnar.  Vonandi lærum við nú öll eitthvað af þessu,  en plís, plís, plís, þessi skóli verður að fá að lifa,  það þarf bara að taka til og gera rétt. 

Hraðbraut er valkostur í íslensku skólakerfi sem ekki er til annars staðar.  Að sjálfsögðu ekki einungis valkostur fyrir þá sem eru að reyna í 2. eða 3. sinn við framhaldsnám.  Einnig  valkostur nemenda sem eru að koma úr grunnskóla  sem þurfa mikla áskorun,  valkostur þeirra sem hentar að sitja í lotukerfi,  valkostur nemenda sem hefur leiðst í skóla og valkostur þeirra sem hafa jafnvel lent í einelti. Það er reynsla mín eftir sex ára starf. 

Slíkur valkostur er vandfundinn annars staðar.  Við skólann starfa fyrsta flokks kennarar og starfsfólk og þetta fólk á skilið allt hið besta. 

Ég var orðin lasin af leiðindum vegna alls þess sem á hefur gengið í vetur og það gekk reyndar  býsna nærri mér. Þess vegna ákvað ég að ég þyrfti að hætta og var það reyndar ábending frá lækni.

Líkingar ná bara ákveðið langt, það er nú samt slæmt ef að "Sál skólans" er orðin veik,  en ég er viss um það að hana má hressa við og gleðja og  auðvitað er hið innra starf skólans,  menntun nemenda og uppbygging þeirra hin eiginlega sál skólans. Auðvitað hefur skólastjóri tekið þátt í því líka - það má ekki horfa fram hjá því. Hann kom líka starfinu á koppinn, en vonandi hrindir hann því ekki af honum aftur. 

En sem sagt, ítreka að skólinn er skóli, ekki Óli. Umræðan verður að fara fram á því plani, hér á ekki að vera um gróðabusiness að ræða,  þó að sjálfsögðu eigi allir fái sín sanngjörnu laun fyrir sína vinnu, líka skólastjóri - og ef að einhver heldur að framhaldsskóla eigi að reka sem business þá er sá hinn sami á villigötum.

Vonandi læra allir af sínum mistökum,  hvert sem litið er.  Það þarf að standa vörð um heimilin og það þarf að standa vörð um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,  líka Menntaskólann Hraðbraut. 

 

 Við afhendingu viðurkenningar - "Sál skólans"  

                                                                                           

- Oddur nemendaráðsformaður og ykkar einlæg glöð á góðri stundu._tskriftarveisla_inga_lara_16_juni_2010_209.jpg_tskriftarveisla_inga_lara_16_juni_2010_208.jpg


mbl.is Ríkisendurskoðun gerir úttekt á Hraðbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvonandi fyrrverandi aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar tjáir sig um mál dagsins

Frá og með 1. maí sl. sagði ég starfi mínu sem aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar lausu.   Ég er enn að störfum, þar sem ég er að vinna uppsagnarfrest og útskriftin er ekki fyrr en 10. júlí nk.  Þeirri uppskeruhátíð og gleðistund vil ég ekki missa af. 

Hraðbraut er lítill og persónulegur skóli,  þar sem við þekkjumst öll, starfsfólk og nemendur og þykir notalegt að vera saman.

Störf mín hafa einkennst af hefðbundnum aðstoðarskólastjórastörfum en svo hef ég tekið að mér að vera sálgætir margra ungmenna,  kennt þeim tjáningu og farið í fjallgöngur svo eitthvað sé til talið.  Það er ekki beint  innan hefðbundins ramma aðstoðarskólastjórastarfs.  Hvað þá knúsin og kossarnir,  sem nemendur sungu eitt sinn um á dimmision.

Við starfsfólkið höfum einnig notið góðs samfélags af hvert öðru,  en kennarar eru hver öðrum fremri og viljugri í að byggja upp góðan skóla og skila af sér vel upplýstum nemendum.  

Nemendur skólans eru upp til hópa frábært fólk.  Í skólanum eru um 50% nemendur sem koma beint úr grunnskóla,  oft "nördar" sem hafa ekki notið sín annars staðar.  Reyndar alls konar nemendur, skinkur,  hnakkar, artí, partý,  gaurar og gellur og í raun alveg óþarfi að setja nokkurn merkimiða á þá,  fjölbreytileikinn er kostur. 

Skólinn hefur líka verið valkostur eldri nemenda, stundum "gáfnaljósa" sem gleymdu alveg að kveikja á ljósinu þegar þeir byrjuðu fyrst í framhaldsskóla, en voru aðallega í djammi og einhverju allt öðru en að læra.  Í Hraðbraut hafa þessir krakkar, þetta fólk,  náð fótfestu og fengið það aðhald og þá  athygli sem til þurfti til að þau næðu árangri.  Ungt fólk þarf nefnilega athygli. 

Kannanir í háskóla skila því svo  til okkar að nemendur Hraðbrautar telja sig vel undirbúna undir háskólanám.  

Í morgun kom frétt í DV  um að skólastjórinn, hann Óli skóli,  væri ekki með allt á hreinu í rekstrinum og hefði líka beitt sér gegn því að kennarar færu í stéttarfélagið sitt.  Hann átti víst eitthvað gamalt mál í pokahorninu í sambandi við KÍ og óttaðist hann félagið eins og geitungabú. (Það eru mín orð ekki hans).  Það er önnur hlið á rekstri skólans,  sem er dökka hliðin og vonandi nær hann að þvo þennan blett af sér svo það smiti ekki hið annars ágæta og metnaðarfulla  innra starf skólans of mikið. 

Það væri sorglegt ef svona litríkt blóm eins og Menntaskólinn Hraðbraut hefur reynst,   og það góða starf sem þar hefur verið unnið - í sumum tilfellum björgunarstörf,  myndi verða upp slitið vegna matadoorleiks skólastjóra, rangra ákvarðana, eða hvað það er sem hann hefur verið að gera.

Það er auðvitað rétt að spyrja að leikslokum,  þ.e.a.s.  þegar að Ríkisendurskoðun hefur farið í saumana á rekstri skólans,  en þangað til verða nemendur og starfsfólk að fá næði og vinnufrið og það starfsöryggi sem það á skilið.  Um er að ræða tæplega 200 sálir.  

Ég óska Menntaskólanum Hraðbraut, nemendum og starfsfólki velfarnaðar og að næsti skólavetur verði farsæll og ekki síðri en undanfarnir vetur. Heart Hraðbraut lengi lifi.

 

_tskriftarveisla_inga_lara_16_juni_2010_268.jpg
 

 


"Aaatsjúúú" ......

Þegar við hnerrum þá er vaninn að nærstaddir eða nærstaddur segi "Guð hjálpi þér"  Þetta er sagt, í flestum ef ekki öllum tilfellum,  hugsunarlaust og án þess að fólk sé sérstaklega að hugsa um Guð.

Sumir grípa til þýska orðsins "Gesundheit" sem þýðir heilsa.  Sumir sleppa Guði framan af blessunarósk og segja bara "Blessi þig" ..   og eftir þessar óskir nærstaddra þökkum við svo gjarnan  fyrir.  Sumir verða jafnvel móðgaðir ef að enginn segir neitt þegar þeir hnerra. 

Ég veit ekki hvort að það er rétt, en það sem ég hef heyrt frá því að ég var barn er að þessi viðbrögð við hnerra séu tengd því að fyrstu einkenni sjúkdómsins Svarta-dauða  hafi byrjað með hnerra. Þegar ég var barn var einhver sem sagði við mig, eflaust vinkona,  að ef ég hnerraði sex sinnum í röð myndi ég bókstaflega deyja!   Þessi siður virðist s.s. byggður á hjátrú. 

Ég hef að vísu lengi vel alltaf beðist afsökunar þegar ég hnerra því ég hnerra stundum gífurlega hátt. LoL

Hvað segja guðlausir?  Bara svona fyrir forvitni sakir, og þekkir einhver önnur viðbrögð við hnerra en ég hef talið upp hér? 

Bætt við síðar og leiðrétt: Auðvitað segir fólk oftast "Guð hjálpi þér" .. 

 

 sneeze-speed


Hefur þetta forvarnargildi?


mbl.is Whitney Houston gekk fram af Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna að snúa á Jón Gnarr?

Nú er það sem gildir í borgarstjórnarkosningunum að vera nógu frumlegur og fyndinn. Talsmenn fjórflokkanna svokölluðu hafa hingað til ekki fattað að það að kasta tómötum í Jón Gnarr og hans Besta flokk er ekki vænlegt til árangurs. Þeir þurfa að sjálfsögðu að koma með skemmtiatriði á móti sem trompar Besta flokkinn.

Hanna Birna kom skemmtilega á óvart í kvöld,  þegar hún steig á svið sem fulltrúi Albaníu í "The Eurovision Song Contest 2010" .. Geri aðrir betur!! .. 

Þarna er möguleiki á að fá góða kosningu! 

Hægt er að sjá Hönnu Birnu við æfingar á Youtube, og ef vel er að gætt Dag B. Eggertsson leika á fiðlu! 


Sunnudagsprédikun 2. maí 2010


Heilbrigði jarðar, hommar og ásatrú

Ég upplifi mig svolítið sem eldfjall þessa dagana. Hef aðeins ofhitnað, reynar mjög mikið en þá er að láta hitann út gjósa og kæla sig. Það er merki um heilbrigði. Það segja þeir að minnsta kosti á vísindavefnum.

Það þarf aðeins að upplýsa þetta lið í Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni (rangnefnið það) að eldfjöll gjósa ekki vegna þess að það eru hommar og ásatrú í heiminum. Shocking   

Einhverjir virðast hafa skrópað í landafræðitímum, eða lesið Biblíuna of bókstaflega kannski? Einvers staðar varaði ég við, og ekki einu sinni eða tvisvar, heldur oftar að Biblían væri varasamt rit til dreifingar og ekki mætti setja samansemmerki milli hennar og orðs Guðs, en það kostaði 200 athugasemdir eða svo. 

En hvað um það, verum heilbrigð - gjósum reglulega og látum hitann út, öndum eins og móðir jörð, sem er síst minna merkileg en "faðir himinn" .. 

Öll dýrin í skóginum geta ekki verið vinir, en vonum og lifum í þeirri trú (rétttrú?) að mennskan geri okkur það kleift að vera vinir, óháð  kynhneygð og/eða trú. 

Heart

 


mbl.is Eldfjallið andar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð til að létta lund ...

Allir eiga drauma
Lag og texti:  Ólafur Haukur Símonarson

:,: Allir eiga drauma
um að vera eitthvað annað en
þeir eru’ í raun og veru :,:


Það var einu sinni steinbítur
sem dreymdi’ um að verða naglbítur.
Það var einu sinni skjaldbaka
sem dreymi’ um að verða tvíbaka.

Allir eiga drauma…

Það var einu sinni jólatré
sem dreymdi’ um að verða herðatré.
Það var einu sinni hlébarði
sem dreymdi’ um að verða hjólbarði.

Allir eiga drauma…

Það var einu sinni pottormur
sem dreymdi’ um að verða höggormur.
Það var einu sinni sendisveinn
sem dreymdi’ um að verða jólasveinn.

Allir eiga drauma…

 

Smile Góðan daginn!


Jæja .....

Eigum við nokkuð að ræða það meira?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband