Snúlludúllurúsínurassgatsknúsímúsísnúður...

Ég hef orðið vör við það að fólk notar misjafnlega mikið af gælunöfnum.  Hér bloggaði Tigercopper á tímabili og við vorum öll eða mörg "skottin" hans.  Sem er kannski rökrétt, þar sem honum hefur þótt það heiðurstitill að við værum skott þar sem hann var í dulargerfi kattar.

 

Sumir  nota gæluorð eins og rassgat,  rúsínurass, englabossi .. og er það kannski af sömu ástæðu eða hvað? Mannfólki þykir kannski vænt um eigin afturenda?

Sumir segja snúlli, eða snúlla, dúlli eða dúlla, rúsína og eitt nýlegt sem ég heyrði er dúlludúskur.

Hefðbundara er kannski að nota orð eins og; engill, gull, góða, væna o.s.frv. 

Stundum notum við orð sem eru svona á blaði ekkert gælorðaleg, en ef þau eru sögð á mjög vinsamlegan hátt og helst með brosi verða þau að gæluorðum, dæmi: 

"litla kerlingin mín,"  "elsku rassgatið mitt,"  "Þú ert nú meiri asninn" .. 

  • Rassgat er ekki líklegt eitt og sér til að lýsa einhverju fögru eða góðu ef við tökum orðið bókstaflega, en merkilegt að við notum þetta orð sem gæluorð kannski á yndisleg falleg börn. 

Sjáum fyrir okkur hlægjandi lítið búttað barn að leik og segjum þá "Þetta er nú meira rassgatið" ..

Ég gúglaði myndir með orðið rassgat, og fékk upp slatta af krúttlegum börnum, en annað þegar enska orðið "asshole" er notað, en það er notað á andhverfan máta í enskunni, þar sem það er yfirleitt neikvætt og notað um að vera fífl.  "He´s a complete asshole" ..

  • Kerling er orð sem er oft notað í niðrandi merkingu, þ.e.a.s. ef niðrandi tónn fylgir með,  um eldri konur, og stundum til að hæðast að yngri konum.
  • Asni, er auðvitað dýr sem þykir af einhverjum orsökum frekar heimskt og því líka notað í niðrandi merkingu fylgi því þannig viðmót.

Dúlludúskur, snúlla, rúsínuskott o.fl.  er, að ég held (veit ekkert um það) nýrra af nálinni.

Gaman væri að vita hvað aðrir bloggarar þekkja í þessum gæluorðabransa og/eða hvort að þessu áðurnefnda er eitthvað sem þeir hafa tileinkað sér! 

Knúsímús og kveðjur,

Jóga á laugardegi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða helgi krúsidúllan mín Nota ekki rassgat og ekki heldur rúsína... finnst það ekki mjög sætt... Rýjan mín var notað í gamla daga og þótti hlýlegt en ég get ekki farið að líkja einhverju krúttlegu við borðtusku...

Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góða helgi sömuleiðis krúsímús!  Rýjan mín - kannast við það. En það er eins og þú segir, kannski skrítið að líkja einhverju við tusku.

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.10.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Kannski rétt að bæta því við að ef að karlmenn gera sig "seka" um að vera hræddir við eitthvað eða fara að gráta þá er stundum sagt:

"Hann er nú algjör kerling" .. eða "Vertu ekki að grenja eins og kerling" .. ætti næstum að skrifa kjeddling til að hafa réttar áherslur! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.10.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að hún Hrönn bloggari, hér á Selfossi eigi dúlludúskinn, mér finnst það frábært gæluorð. Skemmtileg pæling og krúttleg orð. "Asninn minn" er töluvert notað hjá mér, en hefur valdið misskilningi þar sem það er norðlenskt og sunnanmenn hafa misskilið mig, en ég leiðrétt náttl. þann misskilning  fyrri eiginmanni mínum fannst skrítið þegar ég notaði þetta í fyrstu skipti á hann.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2009 kl. 14:47

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

moli (gullmoli) er líka notað, oog svo nota ég oft krús... (krútt+rúsína) krúsína líka!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.10.2009 kl. 15:42

6 Smámynd: Ragnheiður

Mamma kallaði okkur alltaf , greyin, þegar hún vildi nota gæluorð...hún var hinsvegar ekki kelin eða gælin kona

Ragnheiður , 31.10.2009 kl. 16:01

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já er það Ásdís, ég man ekki hvar ég heyrði eða sá orðið "dúlludúskur" fyrst.

Skil vel að asni sé stundum misskilið. 

Róslín, já - þú ert algjör gullmoli! 

Ragga, hehe, við höfum átt svipaðar mæður.  Mamma sagði allta "góða" en sagði það þannig að það pirraði mig.  Svo átti hún nú til að segja, þegar vel lá á henni að ég væri perla, reyndar líka óhemja, en það átti ég skilið.

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.10.2009 kl. 16:55

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sendi ykkur öllum séragunnarsáselfossikærleiksfaðmlag!

Árni Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 17:46

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt er það að orð eru misjöfn og koma ekki eins út í rituðu máli eins og mæltu, en ef maður þekkir fólkið þá skilur það vel það sem ritað er.

Ég nota orðin, ljósin mín. englarnir mínir krúsidúllur, knús í krús og margt annað, en einu sinni, fyrir margt löngu þekkti ég konu sem sagði alltaf við litlu börnin: ,,Æi. þú ert svo mikið kúk skít" Fannst þetta afar skrítið.
En knúsidúlluskottið hann Tiger minn er bara sá sem mér þykir vænst um hér á þessu bloggi, hann kann að koma orðunum frá sér á réttan hátt.

Kærleik til þín, Þórkatla mín ( þetta sagði afi alltaf og þótti er hann sagði: ,,Hvað segir þú gott í dag Þórkatla mín?)

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2009 kl. 18:01

10 Smámynd: Anna Guðný

Dúlludúskurinn kemur held ég úr Brúðubílnum með Helgu Stephenssen.

Mig minnir að þetta sé til hér á spólu.

Man aldrei eftir því að hafa heyrt um "asnann" hér í Eyjafirði. Ætli hann sé þingeyskur? Jafnvel frá Húsavík?

Krútta hef ég notað mikið á mínar stelpur en gaur á strákinn og meiningin sú sama.

Ég verð nú að viðurkenna að mér hefur aldrei þótt neitt krúttlegt við þessar afturendalýsingar. Hef samt örugglega notað það eitthvað sjálf líka.

Skemmtileg umræða.

Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 01:13

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannast við að börn séu kölluð "óttaleg rassgöt" eða "rassgatarófur". Amma notaði orðið eymingi (aumingi) í afar jákvæðri merkingu. "Eyminginn minn".

Við strákarnir fyrir vestan vorum alltaf kallaðir púkar og er það enn viðhaft. Skrattakollar var líka jákvætt og notað um dríldna prakkara. 

Það fer eftir hugarfari hvort menn sjá eitthvað annað, þegar talað er um "rassgatið hennar mömmu sinnar".

Skotta og skvetta var notað um stelpur. Stýri líka. "Stelpustýri" "Stelpuskott". Í þjóðsögum var Skotta ekkert sérstaklega jákvætt.

Drellir og Hrossabrestur var líka notað um stráka, sem og gemlingur.

Allt voða sætt og gott.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 05:11

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hnoðri er líka notað um smábörn, sem er rosalega huggó og hlýlegt. Písl, er líka notað um smágerða. Ekki má gleyma orminum og skítnum. Krakkaormar og karakkaskítur.  Það sem æska þessa lands þarf ekki að þola.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 05:15

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Árni, er nú ekki viss um að ég sé til í að þiggja svona faðmlag!

Milla, fyndið, fyrst hélt ég að þú værir að rugla mér við einhverja Þórkötlu, en sá svo að nafnið var gæluorð. Ég á prívat gæluorð fyrir yngri dóttur mína, en enginn kallar hana "Pebbles" nema ég.  Það er auðvitað ensk þýðing á Vala, og er sama nafn og var notað í Flintstone þáttunum á litlu dömuna.

Anna Guðný, líklegast rétt hjá þér með uppruna "dúlludúsks" þessi plata var líka spiluð í botn hjá mér fyrir eldri dótturina, við kunnum hana afturábak og áfram.

Jón Steinar, takk fyrir þín innlegg - hjúkkit, hvað það er þægilegt að vera ekki að ræða trúmál núna.  Stressar mig alltaf pinkulítið. Miklu auðveldara að ræða krakkaorma eða rassgöt! ..  Nú er mig farið að langa til að búa til svona alvörusafn, hef fengið nokkrar vísbendingar á Facebook líka.  Já, mér þarf sko ekki að leiðast, dellukerlingunni! ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 12:59

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, ég skal miklu frekar ræða við þig púka og rassgatarófur en trúmál. Skil vel að þú sért ekki hrifinn af því. Erfitt að vera alltaf á undanhaldi.

Annars væri nú gaman að þú útskýrðir fyrir Hjalta Rúnari af hverju þjóðkirkjuprestar eru farnir að dauðhreinsa ritningargreinarnar í ræðu og riti. Saknaði þín af þeim þræði. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 13:10

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hmm.. á ég nú að fara að verja þjóðkirkjupresta? .. spurning hvort þeir verði ekki að gera það sjálfir, það voru þeir sem vígðust til starfa fyrir þjóðkirkjuna (ekki ég) og þá best að þeir verji sig bara sjálfir.

Ég er ekki vígð, og mun eflaust aldrei verða það, því að ég er  "grautartrúar" þ.e.a.s. það er svo margt sem ég trúi eða álykta sem er á skjön við þjóðkirkjuna, eða æðstu talsmenn hennar.     Ég tel að vísu að grautartrú sé ekki verri en önnur trú, ef valið er í grautinn hið besta hráefni sem mögulegt er til að fá sem uppbyggilegasta næringu. 

Næs samt að vera saknað.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 16:41

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski er það þá misskilningur hjá þér að hegja þig í þessa bókarskruddu, sem enn er verið að ritskoð og varð raunar ekki til í núverandi mynd fyrr en á 16.öld.

Hefurðu lesið Bart Ehrman, eða jafnvel Earl Dogherty? Ætti að vera hluti af náminu.

Hér er svo skemmtileg síða að grúska í.  Nú eða þessi.

Mátti til með að skrattast svolítið í þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 17:23

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég nota mismunandi gælunöfn á barnabörnin mín notaði slíkt líka á börnin mín.  Hér eru nokkur dæmi.

úllibúlli bí, Úlfur, Údedlidúdeli, Júlína, Úrírí, Daníel, Úsinímínikrú, Óðeinn Freyr.  Síni mín er Ásthildur og Sínímínikrú er Hanna Sól. 

Vinsælasta kvöldljóðið sem ég söng fyrir þau elstu þegar þau eru lítil er svona;

"Úlli búlli Úlli búlli bí.

Údebúdibúdi, údibúdíbí."

Úsinimini krúsinimini dúsininmíni dú.

Úsinimini, krússiniminin dúsininmini dú.

Úlli búlli Úlli búlli bí.

Údibúdi búdi údi búdi bí.

Þetta er náttúrulega með sínu lagi.

Ég stend Úlf oft að því að syngja þetta fyrir stelpurnar, ef hann á að svæfa og þeim líður eitthvað illa.  Þá syngur hann bullið úr henni ömmu sinni.

Reyndar hugsaði ég með þetta í upphafi, til að eiga ef ég þyrfti að ná til þeirra seinna með einhverju móti.  Eitthvað sem þau myndu eftir úr barndómi.  Þetta notaði ég á Júlla son minn, þegar hann var sem leiðastur eftir að stúlkan sem hann elskaði var sent burtu og hann lá í kvöl.  Þá náði ég einmitt til hans með gæluorðunum sem ég átti yfir hann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2009 kl. 17:34

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Steinar, ég asnaðist til að fara að skipta mér af umræðunum, en þar getur þú líka séð mína afstöðu til kennivalds Biblíunnar.  Jón Valur greyið álítur að ég hafi valdið því að sjálfur Lúther hafi snúið sér við í gröfinni vegna minna orða, mikill er nú máttur minn!  ..  Prakkarar skrattast, það er "way of life"

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 23:09

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. ég er með margar bækur í lestri núna:  The Power of Now, Unlimited Power, Ævisaga Marie Curie,  The Tipping Point, og svo bók sem bróðir minn vill að ég lesi eftir Kirkegaard; Kærlighedens gærninger.  Að ógleymdum "lífsráðgjafanum" frá Yoga kennaranum! .. það er varla á þetta bætandi. En á þessar slóðir.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 23:13

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka Ásthildur, mikið er þetta skemmtilegt! .. Mér finnst eins og þetta sé flókið að muna, en þér eflaust tamt.

Takk fyrir innlitið elskulegust.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 23:14

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Þetta er nánast dagleg notkun.  Og svo eru börnin endalaust að minna mig á eða spyrja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband