Iceland "Naturally" ?

Hvernig viljum við sjá vörumerkið Ísland?  Ég var að ræða við Bandaríkjamann sem var hugsi hvers vegna við nýttum okkur ekki betur það sem við hefðum hér. Nýttum  náttúruauðlindirnar til að koma Íslandi á kortið sem heilsulandi. Landi sem aðrar þjóðir litu til sem fyrirmynd. 

Gæti vörumerkið okkar ekki verið  "Ísland Náttúrulega"  "Iceland Naturally"   eða eitthvað í þá áttina?  Og hvert ætti fólk að sækja í heilsuna? 

       

 Where? Whohin? Hvor? Ou?

 

 ......

 

Til Íslands Náttúrulega!

"Iceland Naturally!  Island Naturlich! Island Naturlig! Islande Naturellement! .... 

Ég er auðvitað ekki að tala bara um að tína fjallagrös,  en þau eru alveg örugglega hluti af þessum náttúrupakka, hvort sem er sem lækningajurtir, krydd, eða hvað það er nú sem þau eru notuð til!  Kynningar er þörf augljóslega og það þarf líka að kynna betur hvað er ætt úr íslenskri náttúru sem við höfum ekki verið að nýta nógulega vel. Hægt er að kynna sér það hér m.a.

 

Eftirfarandi eru nokkrar hugmyndir sem gætu heyrt undir "Ísland Náttúrulega" .. 

  • Það má vinna betur með Bláa lónið og jarðböðin við  Mývatni. Útbúa þar og á fleiri stöðum heilsuhótel af bestu gerð.  
  • Gera meira úr íslenskum blómadropum og ilmolíum (fjallagrösum).
  • Framleiða meiri íslenskan bjór??
  • Markaðssetja lopavörur frekar erlendis
  • Íslensk fatahönnun er í vexti og komnar margar flottar verslanir, það ætti að styrkja íslenska hönnuði enn fremur. 
  • Selja fleirum aðgang að Norðurljósunum, en mér skilst að það sé þó nokkur sala nú þegar.  Þjóðtrú japana gengur út á að barn getið undir áhrifum norðurljósa verði mjög vel gefið Smile ..og þá má auglýsa þau í Japan (en kannski leiðinlegt að græða á hjátrú annarra?) 
  • Reka hér hátæknisjúkrahús sem erlendir ríkisborgarar myndu sækjast í, við myndum halda í marga af þeim færustu læknum sem vilja frekar starfa erlendis vegna launamála hér á landi. 
  • Halda áfram að selja útlendingum lazersjón. 
  • Nýta gróðurhúsin betur, sem sum hver eru hálfgerðar rústir og rækta hér hollt og gott íslenskt lífrænt ræktað grænmeti, og gera fólki grein fyrir því að það er næringargildið sem skiptir máli í fæðunni en ekki magnið sem er innbyrgt. Þá, þegar upp er staðið er fólk bæði heilbrigðara og þjáist ekki af offitu. 
  • Ættum að nýta okkur að verið er að ruslfæðisstaðurinn MacDonalds er að flytja úr landi og opna skyndibitakeðjur með hollara fæði, sem rotnar á skemmri tíma en MacDonalds fæðið gerir. 
  • Nýta okkur þjóðsögur og Íslendingasögur.  Byggja upp meiri sýningu á Njáluslóðum og á slóðum Gísla Súrssonar, hafa þar lifandi sýningar á sumrin o.s.frv. 
  • Semja við Magga Scheving og Hveragerðisbæ um að breyta Hveragerði í Latabæ, þar sem Hótel Örk yrði máluð bleik, og þar væru íþróttaálfurinn og Solla stirða á sveimi, þættirnir eru sýndir víða um heim svo þetta "fólk" er kunnuglegt og herbergisgjaldið á Örkinni myndi rjúka upp úr öllu valdi! .. ;-)  Hálfgerð íslensk "Disney-veröld"
  • Það þarf að fara að veiða fiskinn og selja, hér eiga að blómstra sjávarréttastaðir og lambakjöt og skyr eiga að vera okkar þjóðarréttir, og gera veitingastöðum hátt undir höfði. 
  • Við eigum að vera í fararbroddi í menntun og setja menntunarmá í forgang, og þá ekki einungis bókmenntun.
  • Forvarnir þurfa að vera öflugri, því að með því að lifa heilbrigðara lífi spörum við mest fyrir heilbrigðiskerfið. 

Það þarf fullt af fólki til að vinna við þetta, við markaðssetningu, við uppbyggingu o.fl. Það þarf ekki að rústa náttúru eða menga svo mikið. Auðvitað menga bílar við að keyra túristana til að sjá Sollu stirðu útdeila  gróðurhúsaræktuðu gúrkunammi í Hveragerðisbæ,  en það  þarf um 172.000 meðalbíla til að losa sama magn á ári af CO2 á hverju ári og Fjarðaál mun gera. Þetta eru álíka margir bílar og allir fólksbílar á Íslandi. Sjá nánar tilvísun á vísindavef.

Við höfum margt til að vinna úr, en líklegast þurfum við miklu betri markaðssetningu, við þurfum að æfa okkur í þjónustulund og viðmóti, svo það sé elskulegt í alla staði að koma til Íslands og hitta íbúana hér, hvort sem þeir eru af íslensku bergi brotnir eða erlendu. 

Þetta er bara þankahríð einnar konu, í þankahríð getum við látið allt flakka og nýtt svo það nýtilegasta. Ef margir hugar koma saman og þenkja saman, þá hljótum við að finna lausnir og leiðir aðrar en þær sem menga og spilla náttúrunni.  Hvað vit þú:

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bendi þér á að Ferðamálastofa í samvinnu við landbúnaðinn, Icelandair og fleiri aðila hefur í mörg ár rekið fjölþætta markaðssetningu á Íslandi og íslenskum vörum undir heitinu "Iceland Naturally". En punktarnir þínir gætu eflaust orðið til þess að útvíkka það verkefni.

Rex (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér innilega fyrir Rex ;-) .. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Björn H. Björnsson

Það væri frábært ef þeir sem stjórnuðu landinu hugsuðu á svipaðan hátt og þú. En því miður eru t.d. SA og ASÍ hugmyndasnauð með öllu. Það er t.d. með fullkomlega óskiljanlegt að við séum að flytja inn óætt grænmeti í stað þess að rækta það allt árið í gróðurhúsum. Nota Hollendingar gróðurhús? Auðvitað. En við? Nei, frekar viljum við að börnin okkar (ég meina börn einhverra annarra) vinni í álveri til að geta keypt grænmeti frá Nýja Sjálandi eða hvað þetta nú heitir.

Björn H. Björnsson, 27.10.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir Björn, ég kíkti yfir á síðuna þína og sá að þú hefur verið að pæla í þessu með m.a. íslenska grænmetið líka. Mér finnst í raun skrítið með alla okkra verkfræðikunnáttu og heitavatnsorku að hún sé ekki nýtt meira í ræktun ávaxta og grænmetis, en að vísu er ég ekki sérfræðingur í þeim málum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2009 kl. 05:52

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott !

Jónína Dúadóttir, 28.10.2009 kl. 05:53

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta alveg frábærar hugmyndir og það er engin spurning í mínum huga að ég vil frekar græna ferðaþjónustu en álver.  Og tek undir með Birni, vildi óska að stjórnvöld hugsuðu eins og þú.  Takk fyrir frábært innlegg.

Ég er með skýrslu sem gerð var um 5000 m2 gróðurhús í Reykanesi sem einn skólabróðir minn gerði.  Hann vildi kaupa hluta af nesinu og byggja þar gróðurhús.  Við gætum auðveldlega framleitt allt okkar grænmeti sjálf.  Hingað er flutt gífurlegt magn af grænmeti, sem kostar sitt bæði ferðakostnaður og innkaup.  Þar mætti spara mikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2009 kl. 10:42

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært hjá þér Jóhanna mín, tek undir með Rex að mikið er gert nú þegar, en betur má ef duga skal.
Það þarf að sjálfsögðu að gera bændum kleift að vinna sín bú, þannig úr garði að um lífræna ræktun verður að ræða.

Fólk fer að finna muninn á þessu tvennu, ég er til dæmis svo lánsöm að geta keypt beint af bónda, bæði kjöt og grænmeti,svo hef ég keypt á Akureyri, afurðir frá móðir jörð sem er hér fyrir austan, það vantar bara fjármagn í alla þessa þætti.

Hver vill svo sem fá álver ef önnur vinna fæst með sambærileg laun, það snýst allt um það í dag að hafa ofan í sig og á.

Það hafa verið lifandi sýningar bæði á Njáluslóðum og Gísla sögu Súrssonar, en mætti kannski gera betur ef fjármagn fæst.

Líst vel á Latabæ í Hveragerði, svo er ég afar sammála þér um eflingu menntunar í landinu, að við gerum öllum kleift að ala börnin sín upp á menningarlegan hátt, en þá þurfa foreldrar að hafa mannsæmandi laun, þá komum við enn og aftur að því að allt veltur þetta á fjármagni og að sjálfsögðu samvinnu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2009 kl. 12:44

8 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Þetta eru skemmtilegar pælingar og þarfar - en meginspurningin er þessi:

Hvað þarf að gera til að þetta gerist? Held að við hljótum að eiga fólk sem vill gera þetta. Er það fólk að sækja um að fá að útfæra svona verkefni? Eða þegar byrjað að hugsa, pæla og framkvæma? Er hið opinbera að styðja það? Hér þarf að púsla einhverju saman og koma verkefnunum af stað!

Áslaug Friðriksdóttir, 28.10.2009 kl. 17:40

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Úff takk fyrir athugasemdir, það hefur verið svo mikið að gera hjá mér í lífinu að ég hef ekki haft tíma til að svara hér ;-)

Áslaug, ég held að það sem þurfi að gerast sé fyrst og fremst breyting á forgangsröðun í samfélaginu. Ég held reyndar að margir hljóti að vera sammála þessu, sbr. athugasemd Ásthildar og hugmynd frænda hennar með gróðurhúsið á Reykjanesi. Hitinn er í jörðinni. 

Líklegast þarf bara að stýra þessu betur, og í raun "vökva" þá nýsköpunarsprota enn betur en þá sem eru komnir nú þegar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband