Að tala í sig gleði eða tala í sig kvíða ....

Það er voðalega gott að geta talað um tilfinningar sínar, - allar sorgir, vanlíðan, kvíða o.s.frv. - en það þarf þar, eins og annars staðar að hafa mótvægi til að maður tali sig og aðra í kringum sig, ekki bara niður í kviksyndi. - 


Það er, eins og áður hefur komið fram, alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir og kannski er það málið að þakka meira. 


Í námskeiðinu mínu "Ég get það" var eitt skiptið helgað þemanu "Kvíðalaust líf" úr bókinni "Ég get það" eftir Louise Hay. Þetta voru tvær klukkustundir í senn,  í átta skipti.  - Í fyrri stundinni sögðu allir þátttakendur frá sér og sínum kvíða, bæði gömlum kvíða og nýjum. - Herbergið var þrungið kvíða og það mátti eiginlega skera andrúmsloftið á eftir. Það var komin einhvers konar "kvíðaorka" í rýmið.

Ef ég hefði sent alla heim þarna, hefðu þau varla komið aftur næst, eða a.m.k. átt leiðindaviku framundan. - Seinni tíminn fór nefnilega í uppbyggingu og gleði, - og við hreinlega "hvolfdum" kvíðanum við og fórum í tilhlökkunar og gleðiástand.

Það er hægt að stjórna orku í herbergi, enda tölum við um "andrúmsloft" í herbergi og þá erum við að meina orkuna í herberginu, ekki hvort þar er kalt eða heitt o.s.frv.  Spurning sem sprettur fram af þessu: Er þá ekki hægt að stjórna orku í landi? Hvað með okkur á bloggi og fésbók - hver er orkan hjá okkur? -

Það þarf ekkert að lifa í afneitun þó við tölum á jákvæðu nótunum. Það er frekar að vita af því sem er að, eins og að við myndum vita ef að bensínmælirinn er kominn á rautt að við erum bensínlaus, en það dugar ekki mikið að verja of miklum tíma í að tala um það. Og ekki dugar að setja broskall yfir bensínmælinn. Það sem dugar er að segja "Hvað næst?" - Hvað ætla "ÉG" að gera. - og "Hvað langar mig að gera?" -

Það er ótúrlegur munur á því að hugsa upp og hugsa niður. - Það er hægt að tala í sig kvíða og það er hægt að tala í sig gleði. - Það er ekki meira feik að tala í sig gleði en að tala í sig kvíða. -

Ég myndi vilja sjá stjórnmálamenn með lausnir og jákvæðni.  Forseta, biskup og alla áhrifavalda vera sýnilegri í því að byggja upp þjóð. -  

Talið eitt, dugar ekki eitt og sér, - en neikvæðni, bölsýni og áhyggjur eru bara hindranir að bata þjóðar.  

Eyðum ekki orkunni í að skammast á meðan við höfum engar lausnir, - segjum frekar hvað við myndum gera betur. - Finnum úrræði.   Ég hef mikla trú á því að upphafið að lausninni finnist í því að fara að breyta hugsanaganginum, úr því að hugsa niður í það að hugsa upp.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband