"Vá hvað þú ert kúl" ...

Eftir að ég skildi við eiginmann og barnsföður í september 2002, hef ég farið í þrjú lengri sambönd, - en þess á milli verið "einstök" kona. -

Börnin eru löngu flogin úr hreiðrinu og það þýðir að ég er mikið ein heima.  Virkir dagar eru rútínudagar, en helgarnar eru stundum einmanalegri. -  Það var í aðstoðarskólastjóratíð minni í Hraðbraut,  að ég sat ein heima á laugardagskvöldi, - það var fyrir tíma fésbókarinnar, - og ég sat ein með sjónvarpinu. -

Það var verið að sýna íslenska mynd í Laugarásbíó, en ég bjó á þessum tíma í Sigtúni og dreif mig á tíubíó - ein, með sjálfri mér. -  Þegar ég var að koma frá því að kaupa miðann, mætti ég tveimur nemendum, - strákum sem voru ca. 18 - 19 ára á þessum tíma. -  Uppáhaldsnemendur úr félagsfræðinni því þeir voru svo virkir í umræðum. -   Þeir litu á aðstoðarskólastjórann sinn, og spurðu svo: "Með hverjum ertu?" -  en ég svaraði um hæl: "Ég er sko bara ein" ..  og þá kom þetta svar sem ég hef ekki gleymt, eftir allan þennan tíma:   "Vá hvað þú ert kúl" ..

Ég heyrði í manni, sem sagði mér að hann hefði farið einn í bíó, og hann hefði keyrt þrjá hringi í kringum Háskólabíó áður en hann treysti sér inn.  Hann var svo meðvitaður um að hann væri einn, og hann var mjög mikið að pæla í því hvað hinir hugsuðu um hann. -  "Æ, greyið maðurinn, hefur engan að fara með í bíó"...  eða eitthvað álíka. - 

Við erum voðalega hrædd við að aðrir viti eða álíti eitthvað um okkur.  T.d. að við séum einmana. Kannski er það fólk sem við erum að pæla í bara einmana sjálft.  T.d. einmana í sínum samböndum? -  Og ekkert endilega voða "kúl?" ..

Kannski eigum við bara að fara í bíó eða leikhús ef okkur langar til þess, en ekki bíða eftir að okkur sé boðið? - Nú eða bara tékka á vini eða vinkonu. 

En hver er boðskapurinn með þessum pistli? - Jú, ekki ætla fólki hugsanir um þig og hvað þú ert að gera, flest fólk er mest upptekið af sjálfu sér og hvað þér finnst um það, ekki satt? -

Ekki vera í höfðinu á öðru fólki, - og ef fólk hefur hugmyndir um þig, þá má það bara hafa það, það kemur okkur í raun ekkert við hvað fólk hugsar, eða er að upplifa gagnvart okkur, - svona á meðan við erum ekki að sveifla höndunum of nálægt nefinu á því. -  

Verum bara "kúl"  ....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð afstaða, Jóhanna.

Gangi þér vel í þínu. 

Jón Valur Jensson, 16.9.2014 kl. 05:11

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þú ert mjög kúl, takk fyrir að deila þessu.

Hörður Þórðarson, 16.9.2014 kl. 08:03

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þú segir að þú sérst mikið ein!

Forsíðan á þinni bloggsíðu hjálpar sennilega ekki til við að heilla karlmenn til þín.

Að láta karlmenn líta út eins og aumingja vera að biðja þig um ölmusu.

Jón Þórhallsson, 16.9.2014 kl. 09:25

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Ekkert mál að fara einn í bíó. Það sem fælir mig eru óforskömmuð hlé og endalausar auglýsingar. Læt mig hafa popplyktina. Enda þótti mér þetta hænsnakorn einu sinn ágætt!

Eiður Svanberg Guðnason, 16.9.2014 kl. 10:00

5 identicon

Ég var einn fyrstu 47 ár æfinnar, og þurfti daglega að hlusta á slíkt þvaður og óþverra af öðrum að það er ekki einu sinni hægt að lýsa því. Það er ekkert hægt að láta sem maður sjái ekki eða heiri ... 

Þú átt að fara út, og rífa stólpakjaft við hvern þann sem atast út í hvernig þú sért eða sért ekki.  Standa fyrir sjálfri þér, með beini í nefinu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 10:08

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyirir athugasemdirnar, - ég skrifaði pistilinn seint í gærkvöldi, var svo mætt á Akranes í morgun með fyrirlestur um Sátt og Gleði í morgun, - og gekk það ljómandi vel.  
Takk fyrir hvatninguna, - sem kemur hér fram :-)

Ég hef aldrei litið á forsíðumyndina sem fráhrindandi, - Jón Þórhallsson, - hún tengdist mest hugmyndinni um naflaskoðun.  Ég er reyndar ekki í vandræðum með "að heilla karlmenn til mín"  eins og þú orðar það.  Það er bara spurning um réttan mann á réttum tíma - og auðvitað að viðkomandi sé heiðarlegur og traustur. -

Ég er sammála þér Eiður, að auglýsingarnar, og sérstaklega hléin í bíó eru óheppileg.  En þetta er spurning um að bíóin beri sig væntanlega, og það selst meira popp ef fólk tekur sér hlé frá myndinni. -   

Bjarne - ég stend með mér, en ég ríf ekki kjaft :-)  

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2014 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband