...been married 45yrs...you don't need to applaud that, I didn't say happily married... #dollyparton

Þetta er skráð á vegg Fésbókarinnar hjá vini mínum sem er þessa stundina á tónleikum með Dolly Parton.  Það vantar ekki húmorinn í hana! LoL ....

Sumir þrauka 45 ár, - en galdurinn að farsæld hlýtur að vera gagnkvæm virðing, sem felst í því að hvor aðilinn fyrir sig virði líka sjálfan sig. 

Það er staðreynd að stundum beitir fólk ómeðvitað ofbeldi. Konur og karlar nota þó ólíka aðferðafræði. 

MIKLU algengara er að horfa til karlsins sem "ofbeldismannsins" bæði í líkamlegu og andlegu ofbeldi. 

En ofbeldi kvenna er lúmskara. 

Eftir því sem ég kafa dýpra í hugmyndina um meðvirkni, um sjálfsþekkinguna og sjálfstraustið sé ég skýrar hversu mikilvægt það er að horfa inn á við.

Í sumum tilfellum erum við eins og (lélegir)  hljóðfæraleikarar sem kennum hljóðfærinu um þegar við sláum á vitlausa  strengi, þegar vandamálið er að í raun vantar okkur meiri æfingu og/eða kunnáttu!

Flest fólk sem segist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi, er í raun að beita eigin tilfinningar ofbeldi og er að nota þær til stjórnsemi (manipulation) sem verður til þess að skemma sambönd.  

Ha?

Jú, þetta er hegðun sem þú e.t.v. hefur lært frá fyrirmyndunum; foreldri eða foreldrum þínum í uppvextinum, og þú þarft ekki að skammast þín fyrir - ekki NEMA að þú haldir áfram eftir að þú áttar þig á því að hegðunin er skaðleg samböndum/sambandi þínu og skaðar einnig aðra. Aldrei of seint að læra!

Það sem verið er að segja með þessu er að margar konar álíta tilfinnar sínar vera verkfæri sem þær geta notað til að fá ummönnun eða viðbrögð frá öðrum.

"Ég er svo hrikalega leið - en ef þú elskar mig ættir þú að reyna að gera mig glaðari ... "

"Ég er svo reið - svo er þú elskar mig, ættir þú að leyfa mér að stjórna..."

"Ég er svo kvíðin - svo ef Þú elskar mig, ættir þú að sjá um mig" ...

Í öllum framangreindum tilfellum er það konan: "Ég" sem amar eitthvað að, en ég ætlast til að fá lagfæringu í gegnum þig, þú átt að "bjarga" mér!   Þú átt að skemmta mér, - þú átt að leyfa mér að ráðskast með allt og þú ættir að sjá um að ég sé örugg.  

Ef ég er ekki glöð, ef ég fæ ekki að ráða öllu og ef þú reddar ekki öllu sem veldur mér áhyggjum,  þá getur varla verið að þú elskir mig - eða hvað?

Þetta er í raun andlegt - eða tilfinningalegt - ofbeldi, vegna þess að manneskjan sem er að reyna að beita þessu er í raun að misbjóða eigin tilfinningum með því að beita þeim ranglega.

Tilfinningar eru í raun innri skilaboð um að það sé eitthvað ástand í lífin þínu sem gæti þurft óskipta athygli þína.

Manneskja með tilfinningagreind/ er tilfinningalega þroskuð,  ætti að greina skilaboðin og finna lausn innra með sér og þannig endurheimta andlegt jafnvægi,  án þess að þurfa að sækja það annað - þ.e.a.s. til að gera hana glaðari,  leyfa henni að ráða eða passa upp á hana að öðru leyti, og síðan finna út úr því hvaða skilaboð þessar tilfinningar eru að gefa, og hvað þurfi að gera í því


Bottom Line - þegar við lesum setningu eins og þessa í fyrirsögn bloggsins,  hjá Dolly Parton, - þá dettur mörgum í hug að það að hún hafi ekki endilega verið "happily married" sé kallinum hennar að kenna! .. En kannski ætti Dolly að líta í sinn eigin barm?

--- 

Ath! þetta eru allt pælingar "á jaðrinum" .. sumt sem ég hef lesið og annað sem ég hef breytt og bætt, man ekki hvar ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvort að DP sé með góða uppskrift að farsælu hjónabandi.  Að vísu hefur hún í áratugi verið gift sama kallinum.  En hún hefur jafnframt átt ótalinn fjölda elskhuga.  Kallinn hennar tjáir sig ekki við fjölmiðla.  Að mér læðist sá grunur að hann sé ekki jafn hrifinn af uppskrift hennar um farsælt hjonaband og hún.  Þó má það vel vera.  Hún "skaffar vel" til heimilishalds.  Langt umfram hann.

Jens Guð, 8.9.2011 kl. 01:21

2 Smámynd: Jens Guð

  Snotur söngrödd:  www.youtube.com/watch?v=Npla3VPHaJ4

Jens Guð, 8.9.2011 kl. 01:24

3 Smámynd: Jens Guð

  Til gamans - eða ekki gamans - má geta að DP er sköllótt eins og Tina Turnar.  Þær hafa eyðilagt hárstæði sitt með hárlitunarefnum eða eitthvað svoleiðis og eru með hárkollur.  Hvort sem að það er mínus eða plús í stöðunni.

Jens Guð, 8.9.2011 kl. 01:32

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

áhugaverðar athugasemdir hjá þér Jens, - takk fyrir þær!

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.9.2011 kl. 06:21

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. kíki á tengilinn

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.9.2011 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband