Hættulegir hundar hjá vanhæfum eigendum ...

Fann þetta á amerískri síðu: "In the 3-year period from 2006 to 2008, pit bull type dogs killed 52 Americans and accounted for 59% of all fatal attacks. Combined, pit bulls and rottweilers accounted for 73% of these deaths."

Rottweiler hundar eru númer tvö í röðinni yfir hættulegustu hundategund heims. Númer eitt eru Pit bull. 

Mér finnst það mjög varhugavert að leyfa þessar hættulegu tegundir og einnig verðum við að fara að íhuga að skylda alla hundaeigendur á námskeið hvað varðar uppeldi hundanna. 

(Að vísu finnst mér að það eigi við foreldra líka, en það er önnur saga Wink) .. 

Fréttir af hundsbitum er að verða daglegt brauð,  og við því verður að sporna. 

Ég er sjálf mikill hundavinur og hef átt hunda og passa oft hund dóttur minnar, en veit að ábyrgðin er alltaf mín þegar ég er með hundinn.  Hundar hafa veitt mér og mínum mikla gleði og jafnvel dregið mig út úr leiðindum og einmanaleika þegar verst stóð.  Góður hundur er nefnilega frábær félagi og gleðigjafi. 

Þess vegna, og alls vegna, er vont að hættulegir hundar séu spásserandi um með eigendum sem eflaust vilja vel, en hafa ekki kunnáttu eða getu til að ala upp þessar tegundir.  

Óska stúlkunni góðs bata og vonandi nær hún sér að fullu hið fyrsta, þó það sé varla spurning að hún verður eflaust hrædd við hunda það sem eftir er. 

 

 


mbl.is Hundur réðst á 12 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru til þroskuð samfélög sem banna vissar hundategundir t.d. bretland.Á Kanari er leyfilegt að hafa svona hunda , en þá verður eigandinn að ganga undir líkamlegt-og andlegt próf til að fá leyfið. Hann kemur með hundinn í eftirlit tvisvar á ári og ef hann mætir ekki á réttum tíma fær hann háa sekt. 15.000 € aðeins ( 2.500.000) enda sjást varla svona dýr á eyjunni. Nú er ég að tala um samfélög þar sem ráðamenn hugsa og framkvæma hlutina.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 11:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er skelfileg tilhugsun að fólk sé með dýr sem geta verið hættuleg öðrum, en hafa ekki hugsun á því að bera ábyrgð á dýrinu gagnvart öðrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2011 kl. 12:04

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ég er svo sammála  

Góður punktur frá V. Jóhansson.

Það er í mörgum tilvikum klárlega þörf á að kenna hundaeigendum að hafa eðlilegan og sjálfsagðan aga á dýrunum sínum. Og að bera virðingu fyrir umhverfi sínu, ekki bara til að þrífa upp eftir dýrin heldur að virða það að í umhverfinu er fólk sem á rétt á að upplifa sig öruggt þrátt fyrir að hundahald sé leyft í borgum og bæjum á Íslandi. 

Stundum hefur það hvarflað að mér að sumt fólk eigi ekki skilið að eiga börn. Það sama má segja um suma hundaeigendur. Fólk þarf að nenna og kunna að taka á sig ábyrgðina og skyldurnar sem fylgja.  

Marta B Helgadóttir, 5.8.2011 kl. 12:40

4 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæl Jóhanna - ég set hér inn hlekk á frétt hjá útvarpi Sögu um þetta mál http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=4277:vilja-banna-haettulegar-hundategundir&catid=32:folk&Itemid=33

Þarna er myndband um þjálfun (vonandi ekki algenga) þar sem þjálfunin miðar að vernd eins aðila - 

Það verður því miður að viðurkennast að það hefur færst í vöxst að undirheimar hér á landi nýta sér þessa stóru og grimmu hunda til að vekja ótta og þá er ýmsum meðulum beitt til að ná fram þessum eiginleikum hjá dýrinu, sem hins vegar með góðri þjálfun væri hægt að ala upp algeran ljúfling....

Eyþór Örn Óskarsson, 5.8.2011 kl. 14:26

5 identicon

Þessi tölfræði kemur frá því að þessir hundar eru valdir vegna stærðar og hve auðvelt er að þjálfa þá á agresiva hegðun. Blíðustu hundar sem ég hef þekt eru Bullmastiff og svo líka Rottwiler. Rottweiler á EKKI hæðstu bit tíðni á íslandi þó það sé nú mest fjallað um það þegar svoleiðis hundur bítur. Þetta tilfelli er alveg jafn hræðilegt og þegar Bordie colle hundurinn beit dreng ekki fyrir svo löngu. Hundar geta bitið og oftast er það vegna slæms uppeldis eða jú hundar geta snögglega fundist ógnað já og eða bara hreinlega sturlast. Svo er líka algengt að hundaeigemndur hunsi sum ummerki þess að hundur þeirra gæti bitið. Sem og nett urr á ókunuga, nett urr þegar börn eða aðrir eru kanski að reyna leika við hund og hann urrar og síðast en ekki síst ef hundur sýnir svipaða hegðun með matinn sinn. Þarna er hægt að grípa inní og aga hundinn STRAX frá þessu.

Vil svo benda á að bit frá smáhundum eru nánast undantekningarlaust EKKI tilkynnt því þeir eru svo litlir og bla bla bla en það eru bit eingu að síður og hef ég séð og orðið vitni af því þegar smáhundar bíta að ástæðu laus og hafa bitið til blóðs og hvað haldiði viðbrögð hundaEIGANDS og þann sem var BITIN!!!

Halla (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 00:26

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þá íslenski hundurinn að deyja út,þessi eins og í sögunni ;Kári litli og Lappi,,

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2011 kl. 02:59

7 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Pit Bull er bannaður hérna eins og svo víða annarstaðar en Rottweiler (Doberman og Schafer) hundar hafa í sér mjög ríkt varðeðli sem þarf að gæta vel að og takmarka. En allir geta þeir orðið ljúfustu heimilishundar EF rétt er staðið að uppeldinu.

Ég er sammála þessu með námskeið og reglugerðir enda ætti að vera við vissa hunda takmarkanir á heimildum til að halda þá, svosem eins og að þessar tegundir (ofl. reyndar) ættu alls ekki að vera "fyrsti hundur" eins og ég er reyndar líka hlynntur með bílaeign 17 ára krakka (ekki fá að eignast GTI bíl sem fyrsta kost)
Fólk sem vill fá sér svona stóra hunda ætti líka að vera skikkað til að prófa að halda í hjá öðrum og athuga hvort það hafi sjálft líkamlega burði til að stöðva dýrið í ólinni.

Ég hef reynt það hvernig er að halda í stóran hund með aðeins um 20cm slaka á ól og svo það litla sem tognaði á hönd minni (sterk ólin með var vafin utan um framhandlegg minn þar sem ég þekkti kauða (hundur systur minnar)) og þrátt fyrir að ég sé yfir 100kg og var sitjandi þá var ég nærri dottinn um koll þegar hann rauk af stað með sínu sterka gripi á öllum fjórum.

Ég er líka á því að þessar svokölluðu teygjuólar (útdraganlegar) eigi ekki að leyfast nema á allra minnstu smáhunda, hundaeigandi sem er með stóran hund í þannig ól ræður ekki yfir þeim hundi og hefur enga stjórn. Innan borgarmarkanna og í öðrum bæjarfélögum, já eða bara allstaðar þar sem er fólk, ættu hundar aldrei að víkja frá hlið eiganda síns (ganga við hæl).

mitt innslag
Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 6.8.2011 kl. 07:37

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta atvik er skelfilegt,  að eiga hund og ráða ekki við hann er fyrir neðan allar hellur að mínu mati.
Ég á millistóran hund sem aldrei fer út á þess að vera bundinn, ég er með teijuól á honum er hann fer út, en ef maður mætir fólki verður maður að draga hann að sér því það er aldrei að vita nema fólk sé hrætt við hundinn.

Tek undir að fólk verður að fara á námskeið með sjálfan sig og hundinn og Jóhanna tek undir að einnig ætti að setja í lög að verðandi foreldrar fari á námskeið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2011 kl. 20:07

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl öll, þakka fyrir góðar athugasemdir og innlegg - sé að margir eru sammála um þessi mál.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.8.2011 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband