Er strákur í dag ... eða a.m.k. metró gaur

Þar sem ég er yfirleitt til í þátttöku í svona uppákomum, ákvað ég að þessi yrði ekki undanskilin - og auðvitað enn frekara tilefni þar sem það er fyrir góðan málstað.  Áttaði mig svo á því að ég hafði pakkað teinóttu buxnadragtinni niður með aðstoðarskólastjóradjobbinu! .. Ekki það væri minn búningur svona dags daglega. Kjólar og pils eru minn "einkennisbúningur" og finnst það miklu þægilegri klæðnaður.  Ég fann mér þó gallabuxur, svartan bol og köflótta stutterma skyrtu yfir. Að vísu með bleikum og grænum köflum. Ég er svona metró (síðhærður að vísu) gaur.  Gamanaðessu!

 

Annars er Beoncey með svona "If I were a boy" pælingar... 


mbl.is Boða karllægan klæðnað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við heimtum náttúrulega mynd af þessum flotta Metró síðhærða gaur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 11:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Að sjálfsögðu viljum við fá myndir mín kæra, verst að ég á engin karlmannsföt, svo satt það er gaman að þessu.

Knús í helgina

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2011 kl. 12:23

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Skal reyna að smella inn einni mynd af gaurnum á eftir. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.3.2011 kl. 14:55

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Leit reyndar svona út í morgun þegar ég mætti til vinnu, tók upp á því að ganga til vinnu og lenti í hríðarbyl ... samstarfskona þekkti mig ekki þegar ég kom inn!!!..

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.3.2011 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband