Hugurinn flytur þig (aðeins) hálfa leið ...

Margir spá og spekúlera í mætti hugans. Ég er svo sannarlega ein af þeim og hef líka reynt það á eigin skinni (ef svo má að orði komast) hversu hugurinn er megnugur.  En hugur starfar aldrei einn og sér - við hreyfum hvorki hluti né okkur sjálf úr stað með hugarafli einu saman.  Til þess þurfum við að vera sjónhverfingamenn. 

Á sama hátt og hugurinn virkar illa án líkama, virkar líkami illa án huga - eða hugsunar.  

Margir hafa verið að hugsa um að gera eitthvað,  nú t.d. um áramót.  "Ég er að hugsa um að fara út að ganga"    .. gott mál,  en hugsunin er ekki fullkomnuð fyrr en komið er út að ganga.  Við getum rembst og rembst við að hugsa um göngutúr - séð okkur fyrir okkur dressuð í 66 gráðu Norður útivistargallanum,  en til þess að við séum raunverulega í göngutúr þá þurfum við að lyfta rassinum upp úr sófanum og fara út fyrir dyrnar.  Það er að segja ef að við höfum huga á því! 

Það sama gildir um allt þetta "Secret" dót sem okkur langar að gera,  það er gott mál að í fyrsta lagi, vita hvað manni langar að gera og svo í öðru lagi að skrifa það niður - eða taka ákvörðun um að gera það. Hafa hugann við það OG framkvæma svo.  Hugmynd er lítið - ef nokkuð án framkvæmdar. Framkvæmd getur aftur á móti verið slæm ef hún er ekki hugsuð fyrirfram.  

Hvernig er þá best að hafa þetta?

Jú, fyrsta stigið er að fá hugmynd, annað stig er að skrifa hana niður (vegna þess að það er víst sannað að það sem maður skrifar niður á blað virkar oft frekar en það sem við skrifum bara í kollnn á okkur). Stundum er gott að sýna einhverjum blaðið,  og/eða hafa það sýnilegt uppi á vegg til áminningar.  Í Secret eða Leyndarmálinu, eins og það heitir víst á íslensku er notað það sem heitir "Visionboard" sem kannski má kalla hugsýnaatafla eða eitthvað álíka.   "Síðan er hægt að fara að vinna að hugmyndinni, undirbúa og framkvæma.  Við skulum ekkert vanmeta þessar hugsjónir- eða sýnir. 

Ég á mér t.d. draum að halda fimmtíu ára afmælisveisluna mína  í sól og sumaryl.  En afmælið mitt verður 21.11.11.. Það þýðir að ég þarf að komast á stað þar sem sólin skín í nóvember.  Einnig langar mig til að hafa sem flesta af mínum nánustu ættingjum og vinum hjá mér.  Þetta set ég niður á blað - teikna jafnvel mynd af sól og borði með rauðköflóttum dúk  o.s.frv.  en ef þessi hugsýn á að rætast verð ég að sjálfsögðu að framkvæma ýmislegt.  Verð að fara að spara og setja í sjóð,  fá mér aukavinnu til að safna og fleira. 

Það verður spennandi hvað kemur út úr þessu,  en ég er s.s. komin með hugmyndina á pappír og nú er að samræma hug og hönd til að draumurinn verði að veruleika! ...  Ég er að sjálfsögðu komin hálfa leið, vantar bara að byggja hinn helminginn og voila! .. Wizard

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki segja mér að þú fílir, teljir eitthvað vit í "The secret"... Plís.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 17:43

2 Smámynd: Jens Guð

  Sonur minn lærði dálítið merkilegt í sálfræðitíma:  Að orðið "ekki" kemst ekki til skila í hugsun / undirmeðvitund.  Ef maður hugsar að í kvöld einsetji maður sér að detta ekki í það eða ætli ekki að reykja í kvöld þá þá yfirtekur hugsunin ásetninguna án orðsins "ekki".   Þetta er víst sannað með rannsóknum. 

Jens Guð, 16.1.2011 kl. 02:16

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hárrétt hjá þér, Jóhanna. Og góður punktur frá Jens ... trúi þessu mætavel. Ef maður einsetur sér að gera ekki eitthvað þá myndast mun meiri hætta á því að maður geri það samt.

Doktor, auðvitað er mikið "vit" í Secret-dæminu.

Hörður Sigurðsson Diego, 16.1.2011 kl. 09:28

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE jú, ég tel "eitthvað" vit í The Secret - en eins og kemur fram í blogginu, þá dugar ekki að hugsa einungis. Við eigum aldrei að gleypa eitthvað hrátt - heldur matreiða það eftir okkar höfði.

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2011 kl. 09:38

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jens Guð, ég heyrði þetta einmitt nýlega og er fyllilega sammála. Dæmið sem ég heyrði var um bleikan fíl.

Ef einhver segir við þig, "Ekki hugsa um bleikan fíl" .. hvað hugsar þú um? Myndin í huganum er áfram sem áður bleikur fíll. En ef að einhver beinir athyglinni að einhverju öðru í staðinn og segir: "Hugsaðu um ljón" þá birtist mynd af ljóni og bleiki fíllinn gufar upp.

Sigga Kling skrifaði bókina "Orð eru álög" held ég að hún heiti. Þar er hún að meina að ef við segjum nógu oft við okkur t.d. að við séum fífl eða vitlaus, þá leggjum við á okkur eins konar álög og verðum fífl og vitlaus ;-) Þ.e.a.s. við trúum okkar eigin orðum.

Þetta er mjög gott að muna þegar verið er að vinna með nemendum, nemand sem ítrekað segir við sjálfan sig "ég er lélegur í stærðfræði" .. verður varla góður í stærðfræði.

Þegar þú segir við barn; "ekki hella niður" .. þá er líklegra að það helli niður en ef ekkert er sagt, því að eina sem vitundin skynjar er einmitt "hella niður" ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2011 kl. 09:43

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála þér Hörður, og takk fyrir innleggið.

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2011 kl. 09:44

7 identicon

Það er zero vit í the secret, scam :)

Ég ætlaði aldrei að hætta að drekka, er ekki hættur að drekka.. samt hef ég ekki haft lyst á áfengi í ~2 ár.

Þetta er örugglega heilinn að taka af mér stýrið, þar sem hann er búinn að taka ákvörðun áður en ég veit hvaða ákvörðun hann tók :)
Smá um það
The secret you – Consciousness

So much for "Free will" ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 10:18

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE - þú sérð allt í svart/hvítu ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2011 kl. 10:28

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. er að horfa á myndina

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2011 kl. 10:34

10 identicon

Sé alls ekki í svart/hvítu; Ég kynni mér efnið og tek upplýsta ákvörðun, ég get ekki bara tekið ákvörðun sem mér líkar... Sannleikurinn er eins og hann er, ekki eins og ég vill að hann sé.

Vonandi fannst þér myndin góð, og fræðandi.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 14:37

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrsta boðorðið er að leyfa fólki að taka sína eigin upplýstu ákvörðun, án þess að gera lítið úr henni.  Vissulega er eitthvað til í Secretdæminu, vegna þess að hugurinn er sterkur og þegar maður einsetur sér eitthvað þá gerist oftar en ekki hlutir sem við hefðum ekki órað fyrir að gætu gerst.  En þetta með ekki, dóttir mín og maðurinn hennar eru núna með upplýsta ákvörðun um að segja ekki við börnin sín að þau megi EKKI gera þetta eða hitt, einmitt vegna þess að þetta ekki virkar ekki, og ef maður segir barni til dæmis að :ekki hella niður, er næstum öruggt að það hellir niður.  Svona er þetta bara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2011 kl. 18:55

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásthildur mín,  þú kemur alltaf með góð innlegg. 

Annars er ég búin að draga saman seglin í óskunum og eiginlega langar mig bara að halda afmælisveislu á Íslandi, en hafa Toscana þema! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.1.2011 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband