Hugsað upphátt um að fylgja hjarta sínu ...

Þegar ég segi við einhverja manneskju, að hún eigi að fylgja hjarta sínu, þá á ég við að hún eigi í raun að fara eftir hvað hennar eigið innsæi eða tilfinningar segi henni. 

Stundum er það bara það fyrsta sem okkur dettur í hug. Um leið og við förum að ritskoða hjartað, hugsa "hvað skyldu nú aðrir segja" og fleira þá förum við oft að brengla það sem við sjálf höldum og reynist í flestum tilfellum það rétta fyrir okkur. 

Auðvitað er það ekki alltaf rétta leiðin, en ég held að í flestum tilfellum sé það hin rétta. 

Á móti þessu mætti segja að það þyrfti að vara sig að láta ekki tilfinningar hlaupa með sig í gönur. (Gönur eru einhvers konar villigötur eða öngstræti) 

Hvað um það,  stundum gerum við eitthvað rangt og dómgreindarlaust -  en kannski þurfum við bara að gera það til að læra af því og þroskast ....

p.s. eru tilfinningarnar í hjartanu eða í höfðinu? .. eða bæði ? .. Ég er ekki að tala um læknisfræðilega. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sæl Jóhanna, takk fyrir bloggvináttuna.

 Fyrsta hugsun um eitthvað, er oftast sú réttasta að því ég hef rekið mig á. Að skipta um skoðun af því maður treystir ekki eigin dómgreind er oftast rangt.

Allt vel gert fólk ætti að fylgja hjartanu, og fólk sem er etv. ekki svo vel gert hittir yfirleitt sjálft sig fyrir að lokum, og lærir vonandi eitthvað af því.

Ég greiði því skilyrðislaust atkvæði að vera bara heill í sínu, maður fær það fljótt í andlitið  ef fyrsta hugsunin er ekki sú rétta og bara sjálfsagt að taka þá áhættu, ef hún er tekin af heilindum. 

Tilfinningarnar eru í hjartanu, engin spurning. Ef þær væru í höfðinu væru þær ekki tilfinningar, heldur ísköld skynsemi, sem kálar oft tilfinningunm.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband