Hvernig væri svo að vinna að þessum gildum frá þverskurði þjóðarinnar?

Ég afritaði textann frá mbl.is og litaði með rauðu það sem ég vildi leggja áherslu á, annars er ég sammála þessu öllu. Þarna stendur t.d. hvergi að einstaka kvótakóngar eigi að eiga sérstaka aðild að auðlindum þjóðarinnar - svo það er á hreinu að það er ekki ósk þjóðarinnar - svo leiðréttið þetta stjórnvöld!! .. 

Réttlæti, velferð, jöfnuður
Allir eigi rétt á vinnu, framfærslu, ókeypis menntun, heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, með einn lífeyrissjóð í landinu sem ekki skerði lífeyri sökum sparnaðar.

Friður & alþjóðastarf
Ísland stuðli að friði í heiminum og eigi gott alþjóðlegt samstarf þar sem mannréttindi, sjúkdómavarnir og fullveldi Íslands verði í heiðri höfð.

Lýðræði
Ísland er lýðræðisríki og eitt kjördæmi - þar sem er persónukjör. Stjórnarskráin sé endurskoðuð við breyttar aðstæður. Meirihlutakjörinn forseti hafi synjunarvald.

Náttúra Íslands, vernd, nýting
Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt.

Valddreifing
Við viljum þrískiptingu valdsins, valdameiri forseta og varaforseta, aðskilja ríki og kirkju, sjálfstæða dómstóla, jafnan atkvæðisrétt og eitt kjördæmi.

Siðgæði
Alþingi hlíti niðurstöðu stjórnlagaþings, nýrrar siðanefndar fólksins og alþingismenn fái sömu eftirlaunakjör og almenningur, en að auki missi þeir rétt til endurkjörs brjóti þeir af sér.

Friður & alþjóðasamvinna
Sjálfstæð þjóð í herlausu landi sem stendur vörð um auðlindir sínar og er virk í alþjóðlegu samstarfi.

Mannréttindi
Stjórnarskrá tryggi að allir hafi jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu, náms og lágmarksframfærslu óháð búsetu - Mannréttindi skuli ávallt vera hornsteinn lýðveldisins.

Valddreifing, ábyrgð & gegnsæi
Tryggja sjálfstæði dómstóla, forseti hafi neitunarvald, störf alþingis gegnsæ, þrískipting valdsins algjör, ráðherrar eigi ekki sæti á alþingi. Sérfræðiþekking nýtt í ákvörðunartöku fyrir opnum tjöldum.

Lýðræði
Stjórnarskráin tryggir: -Að valdið sé þjóðarinnar -Rétt almennings til áhrifa -Virkni og endurnýjun þings án flokkahagsmuna

Siðgæði
Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi með siðareglum þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins er haft að leiðarfrelsi.  (leiðarfrelsi??)

Land og þjóð
Ísland er sjálfstætt ríki þar sem býr samheldin þjóð með áherslu á manngildi, menningu og vernd þjóðarhagsmuna.

Réttlæti - Velferð - Jöfnuður
Tryggja skal öllum landsmönnum jafnrétti, réttlæti og mannsæmandi lífskjör. Áhersla skal lögð á menntun, velferð barna og jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu

Land og þjóð
Stjórnarskráin ávarpi þjóðina, mæli til um langtímastefnu - mörkun í þjóðmálum, tiltaki að auðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og að hún mismuni ekki trúarskoðunum landsmanna

Mannréttindi
Í stjórnarskrá Íslands skal vernda mannréttindi allra þegna óháð sérkennum einstaklinga. Áhersla skal lögð á réttindi minnihlutahópa, rétt allra til náms og einnig skal eignaréttur ætíð tryggður

Land og þjóð
Íslenska tungu eflum við, auðlindir verjum af mætti, kirkja og ríki með hvort sína hlið, kannski þjóðina sætti.

Réttlæti - Velferð - Jöfnuður
Að tryggja jafnrétti landsmanna með atvinnu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun og velferð barna. Að landið verði eitt kjördæmi og að allir séu jafnir að lögum.

Náttúra Íslands, vernd og nýting
Náttúra Íslands og auðlindir hennar eru sameign þjóðarinnar og ber að vernda þær, jafna arði og aðgengi fyrir komandi kynslóðir.

EF að ekki er hlustað á þessi gildi hefur peningum verið kastað út um gluggann. 

 



mbl.is Grunngildin skýrð á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eins og ég segi á mínu bloggi, eru þessar tillögur merki um hugmyndafræðilegt gjaldþrot þeirra sem tóku átt í að móta þær. Þær eru með öðrum orðum, endurspeglun á notuðum hugsunum, gömlum pólitískum klisjum sem í framkvæmd krefjast ekki neinna breytinga á hugafari eða afstöðu fólks til stjórnmála, hvað þá annarra þátta lifsins.  

Enda eru þessi "grunngildi" sótt í mismunandi gamlar stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem allir eru svo ánægðir með að þeir ætla endilega að kjósa þá aftur yfir sig (við fyrsta tækifæri) , ef miðað er við nýjustu skoðannakannanir. Ekkert hefur breyst og ekkert mun breytast á meðan hjartalag og hugur fólks er á nákvæmlega sama róli og áður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 00:28

2 identicon

Heil og sæl Jóhanna; líka sem og, aðrir gestir þínir !

Jóhanna ! 

Ég tek undir; með Svani Gísla, fornvini mínum, í meginatriðum.

Þar fyrir utan; vil ég árétta, að uppræta ber hina siðferðilega rotnandi Þjóðkirkju, auk þeirra stjórnmála flokka, sem komu öllu hér, á annað hjarið.

Við þurfum; að losa okkur, við 6 - 8000 manns, með góðu eða illu (útlegð; til dæmis), áður en raunhæft mætti ætla, að hefja endurreisn samfélagsins að nýju, Jóhanna mín.

Þar í; liggur hið stóra verkefni.

Með; hinum beztu byltingar kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 17:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki sammála þeim tveimur herramönnum sem hér rita á undan mér.  Gamlar klysjur?  Þetta eru grunngildi sem skipta máli, aðalmálið er þó þegar þetta er sett fram á þennan hátt og opið, þarf að fara eftir þessum grunngildum, en ekki láta þær danga uppi í glatkistu. 

Við verðum sjálf að fylgja því eftir að það verði gert.  Við getum ekki endalaust skellt skuldinni á einhverja aðra.  við verðum sjálf að fara að standa saman um að tukta fólk til og láta það ekki komast upp með neitt múður.  Það er okkar að halda þeim við efnið og sjá til þess að þeir pólitíkusar sem koma á eftir þessum mjög svo spilltu fari ekki í sama fenið.  Það verður að taka upp nýja hætti og við að bera ábyrgð á atkvæðum okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 11:40

4 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Kæra Ásthildur Cesil !

Í hverju; kynnir þú, að vera okkur Svani Gísla ósammála, helzt ?

Þjóðkirkjan - auk ónýtu stjórnmála flokkanna / að viðbættum Jehóva´s Vottum, hafa sannað fyrir okkur öllum, mikilvægi þess, að þessar sóða hreyfingar, verði UPPRÆTTAR; með öllum tiltækum ráðum, Vestfirzka frú.

Svo einfalt; er það !

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:59

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdir, ég er fjarri góðu gamni - og hef lítinn tíma núna til að sinna bloggþráðunum mínum, en gott að þið sjáið um þetta

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2010 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband