Umburðarlyndi

Ég hef stundum fengið skot á mig fyrir að vera "of umburðarlynd" og reyndar hef ég líka fengið að heyra að ég sé "of góð" ...

Maður gæti spurt sig, huh..er hægt að vera OF umburðarlyndur eða OF góður? - en já, auðvitað getur það gerst. Það er eflaust ákveðin tegund meðvirkni.

Varðandi umburðarlyndið, þá er það þannig að ef þú ert of sveigjanleg/ur þá gæti mögulega verið gengið yfir þig,  sama gildir um góðmennskuna. 

Amma sem er "of góð" gæti gefið barni of mikið af nammi - sem er í raun óhollt fyrir barnið.  Ég veit alveg að meint góðmennska mín hefur falist í því að ég hef t.d. gagnvart börnunum mínum verið of eftirlát, stundum við nemendur líka. Það er stundum erfitt að þekkja mörkin. Ég játa sekt mína.

Auðvitað kann ég líka fullt í aga - hef aldrei liðið eða þolað ókurteisi eða dónaskap.  Ég ver líka minnimáttar,  alltaf þegar ég kemst til þess.  Ég er ekki umburðarlynd gagnvart ofbeldi.  

Merkilegt nokk, þrátt fyrir umburðarlyndið og góðmennskuna - þá hefur mér tekist að ýta undir rassgatið eða hvetja fjölda nemenda í gegnum framhaldsskólann,  stundum fólk sem var algjörlega að gefast upp á limminu.  Það er stundum gott að muna að þegar að manneskja kemur til þín með vandræði sín, þá þarf hún oft fyrst og fremst hvatningu til að halda áfram, ekki að þú setjist niður með henni og grátir.  Við lendum öll í mótlæti á lífsleiðinni og stundum verður þetta mótlæti til þess að við hverfum ofan í holu og erfiðast af öllu er að komast upp úr holunni.  Hlutverk náungans er að hvetja þig upp úr holunni eða hreinlega draga þig upp. 

Stundum þarf maður að koma sér upp algjörlega á eigin spýtur. En það er önnur saga. Smile

Nýjasta umburðarlyndis skotið sem ég hef fengið er að ég sé of umburðarlynd gagnvart trúlausu fólki, og eða fólki sem er jafnvel trúað en vill minni áhrif kristni í skólum, og vill ekki að þar sé stundað trúboð.  Verst að það eru ekki allir sammála hvað það er að stunda trúboð,  sumir þvertaka fyrir að það sé stundað og aðrir fullyrða það.

Ég heyrði í fyrradag sögu frá leikskóla, þar sem var talað um að presturinn kæmi, segði sögur og syngi lög og væri ekkert að minnast á Guð eða Jesús,  svo þarna væri ekki um neina innrætingu að ræða.  Mér fannst því, til að byrja með ekkert að þessu.  En fór svo að hugsa. Af hverju þarf prestur að koma inn á leikskólann, syngja, segja sögur, tala um vináttu og kærleika o.s.frv. ?  Er undirmannað á leikskólanum?  Kunna leikskólakennararnir ekki að syngja, segja sögur, fjalla um vináttu og kærleika? 

Ég er fylgjandi sunnudagaskólanum í kirkjunni (auðvitað) .. en ég er ekki fylgjandi heimsóknum presta á leikskóla vegna þess að það hlýtur að felast í því trúboð,  þó það sé dulið. 

Er ég of umburðarlynd að hlusta á raddir minni hlutans?   Er þá verið að traðka á rétti barnanna (eða foreldra barnanna) sem vilja að prestur komi og syngi og tali í leikskólanum?  Ég tel svo ekki vera,  gífurlega gott og mikið barna-og æskulýðsstarf fer fram um gjörvallar byggðir landsins, eflaust mis mikið,  þar að auki getur leiðtoginn eða presturinn talað um Jesús án þess að vera múlbundinn af því að hafa áhyggjur af því að það sé of mikið af trúnni blandað inn í kærleikann og söngvanna sem hann er að flytja börnunum. 

Barnið mitt kom einu sinni heim með litabók frá Landsbankanum úr leikskólanum. Ég kvartaði til umboðsmanns barna.  Mér fannst skrítið að bankinn mætti auglýsa í leikskóla. Landsbankinn hefur slagorðið "Banki allra landsmanna" .. samt sem áður vil ég ekki sjá hann.  Einhver gæti spurt, "hvaða, hvaða, skaðaði þetta nokkuð barnið þitt að fá þessa litabók?"  .. Alveg örugglega ekki,  en þetta er spurning um mörk og frið fyrir utanaðkomandi áróðri.  Er rétt að byrja í leikskólanum? 

Eigum við ekki bara að leyfa börnunum að koma til Jesú þegar og ef þau eru tilbúin,  það stendur ekki: "Leyfið mér að koma til barnanna" heldur "Leyfið börnunum að koma til mín" ..   

Að gefnu tilefni: 

Ég er ekki að leggja mat á tillögur Mannréttindaráðs, ég er aðeins að íhuga ýmis atriði sem þar eru til umræðu. Það þarf að fara varlega í allt sem setur hömlur á listsköpun, enda listin allt í kring og umvefjandi, og sannarlega mikið af henni af trúarlegum toga.

Knus og kram - við öll blómin í blómapottinum jörð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Hvað með jólasveinanna, á ekki að banna slíkt trúboð í skólum og leikskólum? Ég er foreldri sem að hef alltaf verið á móti því að það sé logið að börnunum mínum varðandi jólasveinanna, en ég fékk skömm fyrir það eitt að lýsa því yfir við 9 ára gömuml börn sem að voru í heimsókn hjá mínum börnum að ég tryði ekki á jólasveinanna. Og að ég teldi að enginn fullorðinn tryði á þá heldur.

Ég var að segja satt, lýsa trú minni og skoðun inni á mínu heimili og mér var tjáð að ég hefði nánast eyðilagt jólin fyrir þessum börnum. Mín börn eru Kristin, en þau fá að heyra bæði í fjölmiðlum og úti í samfélaginu í fullorðnum einstaklingum sem að fullyrða að það sé enginn Guð til, eða að þeir trúa á einhvern annan Guð, eða á annan hátt. Á ég að ráðast á þetta fólk og segja við það að það sé að eyðileggja trú barnanna minna.

Við getum bannað og bannað, en um leið erum við að reysa í kring um okkur rimla. Ég fer fram á við Mannréttindaráð að öll jólasveinatrúarinnræting verði bönnuð í leikskólum og grunnskólum, ef að prestar og jól kristinna manna verða gerð útlæg. Ég vil ekki jólasveinana í staðinn fyrir prestana og sögurnar um fæðingu Jesú. Stór hluti landsmanna fer í Kirkju um jólin, lætur ferma börnin sín og þetta hefur verið stór hluti af okkar menningarsamfélagi. Vissulega eru til hópar sem að eru ekki Kristnir, þeim hefur ekki verið úthýst úr okkar samfélgi. Ef að við værum í landi þar sem að meirihlutinn væri Múslimar, þá fengju Kristnir ekki sama pláss og umbyrðarlyndi og við sýnum þeim. Kristin Trú er umburðarlynd og kennir okkur að elska náungann skilyrðis laust, eins og Jesú boðaði. Ég vil ekki þökkun, heldur tjáningafrelsi, líka gagnvart trú. Hvort sem að það er mín trú eða annara. Ef við erum hugsandi einstaklingar og metum annað fólk og börn sem slíka, þá heftum við ekki tjáningafrelsi gagnvart trú, ekki heldur trúboði. Trú er ekki mannskemmandi, trú er manninum mikilvæg, án trúar gerum við ekki neitt. Til að þora að framkvæma og vaxa, þurum við að trúa því að við getum það, og mjög mörgum finnst gott að trúa á Góða og stóra Guð sem að hjálpar í erfiðum kringumstæðum og gefur kraft. Það er ekki neikvætt, heldur jákvætt. 

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 11:24

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég skrifaði Þökkun á einum stað, sem á að sjálfsögðu að vera þöggun.

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 11:27

3 identicon

En jólin eru ekki upphaflega kristin hátíð Guðlaug, þannig að það sem þú ert að heimta á ekki rétt á sér. Þú veist vonandi að Jesús fæddist ekki í desember, það er ekki vitað en það var ekki nálægt desember.

Og varðandi að trúin sé ekki mannskemmandi, Hitler sagðist vera gera guðs verk, kannski hefði verið betra að hann hefði ekki trúað. Svo er kannski betra fyrir suma að trúa....

Anyway, Jóhanna, ég mundi segja að væri bara hæfilega umburðarlind miða við hvað ég hef lesið hjá þér, virði þig meira heldur en marga sem trúa ekki eins og ég, skil ekki afhverju þú trúir en hey, ég skil ekki afhverju sumir halda með Liverpool ;)

Sverrir (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 12:08

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég vil ekki þökkun, heldur tjáningafrelsi, líka gagnvart trú. Hvort sem að það er mín trú eða annara. Ef við erum hugsandi einstaklingar og metum annað fólk og börn sem slíka, þá heftum við ekki tjáningafrelsi gagnvart trú, ekki heldur trúboði. Trú er ekki mannskemmandi, trú er manninum mikilvæg, án trúar gerum við ekki neitt.

Mikið er þetta sorglega vanhugsað og hrokafullt. En nóg um það.

Enga vitleysu, Jóhanna. Umburðalyndi þitt er til fyrirmyndar og ber vitni um sterka tilfinningu fyrir mikilvægi heiðarleika og réttsýni.

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 12:43

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Fyrigefðu útskýrðu fyrir mér hroka minn?

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 13:23

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ef þú ákveður að fara til Akureyrar t.d. á morgun þá myndurðu ekki gera það án trúar, útskýring = ekkert er mögulegt án trúar = þú færir ekki ef að þú værir fullur efasemdar um að þú kæmist, engin ákvörðun er tekin án þess að við trúum því að hún sé möguleg.

Eins er með trúna t.d. á Krist, bæn er ekki heyrð án trúar, ef að við efumst um tilvist Guðs er tilgangslaust að biðja, við verðum að trúa á tilvist Guðs til að nota bæn. Mjög margir grípa til bæna í erfiðleikum og trúa því að það virki og vitna jafnvel um bænasvör. Engum hefur orðið meint af því. Margir biðja í öllum kringumstæðum hvort sem að um erfiðleika er að ræða eða ekki, það er lífstíll sem að trúin gefur og fólki líður vel með, finnur hugsvölun í. Það skildi ekki fyrirlíta.

Ef þessi skoðun mín um að fólk ekki að útiloka og hræðast vegna þess að það á trú, þá því miður skil ég ekki þessa fullyrðingu þína Kristinn öðruvísi en sem fyrirlitningu á því sem að trú mín stendur fyrir.

Að háskólamenntun sé eina vitið sem treystandi sé, eins og fullyrt er af mörgum einstaklingum, t.d. að prestum eigi að vera treystandi til að fara inn í skólana til að þjóna, vegna þess að þeir hafa til þess menntun, þá spyr ég eiga þá ekki stuðningsfulltrúar, almennir starfsmenn í grunnskólum og leikskólum að vera allir háskólamenntaðir líka.  Mín skoðun er sú að ekki einungis menntunin sé sá stimpill að allt eigi að vera öruggt, því að hrokinn er í manninum og hann er ekki hægt að mennta í burtu, heldur einungis með sjálfskoðun og sjálfsgagnrýni er hrokinn lægður. Sá maður sem að getur lýst því yfir að einhver sé fullur af hroka, án þess að rökstyðja og þekkja til viðkomandi einstaklings, ætti að skoða sig í spegli áður en hann segir til um útlit annara. 

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 13:43

7 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ef þessi skoðun mín um að fólk ekki eigi að útiloka og hræðast vegna þess að það á trú, þá því miður skil ég ekki þessa fullyrðingu þína Kristinn öðruvísi en sem fyrirlitningu á því sem að trú mín stendur fyrir.

Smá leiðrétting fyrirgefið

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 13:44

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

.

Jóhanna, takk fyrir skemmtileg skrif að vanda.

Marta B Helgadóttir, 28.10.2010 kl. 14:23

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Guðlaug

Ef þú ákveður að fara til Akureyrar t.d. á morgun þá myndurðu ekki gera það án trúar, útskýring = ekkert er mögulegt án trúar = þú færir ekki ef að þú værir fullur efasemdar um að þú kæmist, engin ákvörðun er tekin án þess að við trúum því að hún sé möguleg.

Þetta er einfeldnisleg og allt of víð skilgreining á trú sem á lítið skylt við það að gefa sér að trúarrit eins og biblían séu sönn. Það að bera traust til þess að komast til Akureyrar og telja sig geta það, er afstaða sem byggir að mestu á þekkingu. Trú á guð og Jesús byggir að litlu sem engu leyti á þekkingu heldur er trúarstökk og von.

Það er hrokafullt að gera hvort tveggja: ákveða að enginn geti gert neitt nema með trú í þeim skilningi sem ég er að lýsa trú, því augljóslega eru ekki allir trúaðir en geta þó margt og einnig hrokafullt í þinni útfærslu því þú vilt leggja það að jöfnu í hugtakanotkun að hafa trú á að komast til Akureyrar og að trúa á Jesús, sem er vitaskuld gríðarlega ólíkt nokkuð, því annars myndu allir trúa á Jesús.

Sem sagt tómt bull, en ábyggilega vel meint.

Eins er með trúna t.d. á Krist, bæn er ekki heyrð án trúar, ef að við efumst um tilvist Guðs er tilgangslaust að biðja, við verðum að trúa á tilvist Guðs til að nota bæn.

Um þetta er mikið deilt í guðfræði. Menn hafa kallað það villutrú að fyllast vissu og efast ekki. Aðrir segja það rétt að vera þannig og enn aðrir hafa aðra afstöðu. Fullyrðingar þínar hér um eru bara þínar skoðanir.

Mjög margir grípa til bæna í erfiðleikum og trúa því að það virki og vitna jafnvel um bænasvör. Engum hefur orðið meint af því.

Þú veist ekkert um hvort fólki hafi ekki orðið meint af því. Kannski hefur fjöldinn allur af fólki veslast upp við að biðja í stað þess að taka sjálft af skarið eða dirfast að ætla í stað þess að vona og biðja, hvernig sem menn útleggja það að guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir. Til eru ótal sögur af fólki sem bað í stað þess að leita til lækna og fór flatt á slíku. Þetta er einfaldlega tvíeggja blað eins og svo margt annað.

..það er lífstíll sem að trúin gefur og fólki líður vel með, finnur hugsvölun í. Það skildi ekki fyrirlíta.

Ef eitthvað á að fyrirlíta, þá má hugsanlega fyrirlíta þinn lífsstíl, Guðlaug. Ef ekkert á að fyrirlíta þá á heldur ekki að fyrirlíta þinn lífsstíl. Ég fyrirlít þig ekkert, svo það sé á hreinu. En það líður ekki öllu fólki vel í trú og margir finna til mikillar frelsunar þegar þeir sleppa trúnni og sætta sig við hlutina eins og þeir virðast vera frá veraldarhyggju séð. Því er síðan líka oft öfugt farið.

Ef þessi skoðun mín um að fólk ekki að útiloka og hræðast vegna þess að það á trú...

Það er enginn að útiloka og hræðast neitt vegna þess að einhver "á" trú. Það er bara verið að tala um að jafnræði ríki meðal lífsskoðana í skólakerfinu og ekki sé verið að boða eina trú en ekki aðra. Það sjónarmið er mun skýrara en nokkuð sem þú hefur sett fram með háðslegu jólasveinabullinu sem er þér til minnkunar sem trúaðri konu.

Ég skil ekki hvað þú ert að fara þarna í restina með háskólamenntunina. Það er ekki skýrt.

En ég er bara að stríða þér, Guðlaug Helga. Taktu harðan tóninn ekki nærri þér. Mér sýnist þú bara ekki hafa vasast lengi í þessum umræðum og hafir gott af smá flengingu til að minna þig á að fullyrða ekki svona mikið út frá eigin trúarlíðan.

Þessi umræða er mun merkilegri en svo að hún snúist um það hvort jólasveinarnir séu að stela jólunum. Ég þykist vera að gera henni dulítil skil hér á blogginu ef þú hefur áhuga á að kynna þér málin en ekki bara fjasa einhverja vitleysu: http://www.kt.blog.is/blog/kt/entry/1110382/

Og fyrirgefðu aftur hvað ég er ljótur við þig. Ég lofa að vera stilltur næst.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 14:30

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Úbbs ..ég ýtti of snemma á enter -

ég er hjartanlega sammála þér varðandi áróður til barna

ýmis fyrirtæki hafa óbeinan aðgang að börnum í gegnum leikskólana og ekki síður í gegnum íþróttastarf og það finnst mér í fyllsta máta óviðeigandi

Marta B Helgadóttir, 28.10.2010 kl. 14:31

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðlaugu Helga skrifar: "Trú er ekki mannskemmandi, trú er manninum mikilvæg, án trúar gerum við ekki neitt. Til að þora að framkvæma og vaxa, þurum við að trúa því að við getum það, og mjög mörgum finnst gott að trúa á Góða og stóra Guð sem að hjálpar í erfiðum kringumstæðum og gefur kraft. Það er ekki neikvætt, heldur jákvætt."

Það er munur á átrúnaði á eitthvað og að trúa á mátt sinn og megin. 

Setning eins og  "Til að þora að framkvæma og vaxa, þurum við að trúa því að við getum það" ..  

Þetta geta allir sagt án þess að aðhyllast einhver trúarbrögð.

Íslenskan er fátæk af orðum yfir trú, en ef við skoðum enskuna þá eru orð eins og belief, faith og religion - sem við þýðum öll sem trú. Að vísu religion oft sem trúarbrögð.  

Ef ég segi "I have faith in you"  Eða "Ég hef trú á þér" þá hefur það ekkert með trúarbrögð að gera. 

Auðvitað þurfum við að trúa því að við getum gert hlutina, en þar skiptir okkar "trú" ekki sköpum. 

Sá guðlausi - eða sá sem kallar sig trúlausan getur haft trú á að eitthvað gangi upp. 

Margir hafa valið þann kost, eða hafa þá tilfinningu að það sé gott að hafa Guð með í för og þeim gangi betur þannig.  Þannig er mín trú, en ég get ekki ætlast til þess að náungi minn sé með sömu tilfinningar og ég. 

Ég trúi hins vegar ekki að eina "rétta trúin" sé til - eða a.m.k. að við mannfólkið séum ekki fær um að dæma um það.

Ég hef starfað í sunnudagaskóla og sungið um Jesú sem er besti vinur barnanna - og það hefur alltaf yljað mér um hjartarætur, að vita af þessum besta vini, alveg frá því ég var barn.  Ég kenndi síðan mínum börnum og las með þeim bænir.  Þau hafa tileinkað sér ólíkar brautir.  Alveg eins og það er augljóst að sumum hentar málabraut betur og öðrum náttúrufræðibraut.  Við erum bara þannig gerð, að ég tel. 

Það gerir okkur ekki betri eða verri - hverrar trúar við erum, eða hvernig við stimplum okkur sjálf, heldur hvernig við komum fram við sjálf okkur og náungann.  Það er sú kennsla sem fyrst og fremst þarf að innræta á öllum skólastigum og leiðbeinendur og kennarar þurfa að sýna þar fordæmi.  Fyrirmyndin er að mínu mati eitt sterkasta áhrifavaldið. 

Í þessu bloggi var ég annars aðallega að ræða um  hver ástæðan væri fyrir því að prestur kæmi í leikskólann, hvort það væri nauðsynlegt.  

Ég held að það hafi komið fram á mörgum stöðum að kennt yrði áfram um kristni, enda samofin menningu okkar,  að engin breyting yrði á jólaföndri o.fl.  Ég er líka þeirrar skoðunar að listsköpun megi hvergi hefta, og ef að barn vill teikna engil þá teikni það engil - eða Jesú eða bara hvað sem er.  Ég held að allar öfgar séu af hinu slæma.  

Ég hef heyrt í fólki sem er sammála þér með jólasveinana - tannálfinn - og hvað það er nú sem við segjum börnunum okkar. Sjálfri finnst mér gaman af svona sögum og uppáhaldið mitt eru reyndar englasögur.  Skilgreining á englum er þó flóknari en af jólasveinum, því að englar geta birst í mannsmynd. Well .. kannski jólasveinar líka

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 14:44

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég skrifaði óvart Guðlaugu .. kom óvart þarna eitt -u í restina, biðst velvirðingar.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 14:48

13 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er enginn að útiloka og hræðast neitt vegna þess að einhver "á" trú. Það er bara verið að tala um að jafnræði ríki meðal lífsskoðana í skólakerfinu og ekki sé verið að boða eina trú en ekki aðra. Það sjónarmið er mun skýrara en nokkuð sem þú hefur sett fram með háðslegu jólasveinabullinu sem er þér til minnkunar sem trúaðri konu.

Ég mótmæli því að ég sé með háðslegt jólasveina bull, ég meina þetta sem að ég sagði, mér finnst það skrýtið að mönnum þykir í lagi að ljúga að börnunum sínum vísvitandi, en ekki tala um trú. Lygin er sem meinlausari en trúin, samkvæmt þeim skilningi. Og ég hef fullan rétt á þessari skoðun, án þess að þú teljir það nauðsynlegt að gera lítið úr henni. Ég álít jafnræði vera það að fólk hafi jafnan rétt til að tjá trú sína sem og trúleysi. 

Ég hef ekki á neinn hátt persónulega gert lítið úr þér hér að ofanverðu en mín tilfinning er sú að þeir sem telja sig geta gert lítið úr öðrum eigi við svolítið stórmennsku æði að glíma. 

Ég er ekki komin á neinar hættuslóðir þó að ég rökræði við þig Kristinn og þú skildir ekki gera lítið ú r greind minni, þó að trúavitund mín sé önnur en þín.

Í mínum huga er trúarbragð og trú ekki það sama og ég flokka ekki mína trú sem trúarbragð. Trúarbragðið segir þér að betrumbæta þig með ákveðnum athöfnum og gjörðum svo að þú sért gjaldgengur fyrir Guð, hver svo sem hann er fyrir mönnum.

Ég kem til Guðs mín eins og ég er og trúi því að það sé nóg, ég þarf engu við að bæta, hans kærleiki er fullkominn. Ég vil ekki láta segja mér að trú mín eigi að vera leyndarmál, frekar en ef að ég væri t.d. í listsköpun og vildi gefa af mér á þann hátt. Margir segja að listin sé köllun þeim sem hana stunda, eins er með trúna, hún er þeim sem hana á dýrmæt gjöf og gjöf sem margir vilja miðla.  Gjöf er eitthvað sem að þú þiggur, henni skyldi ekki vera þröngvað upp á neinn og heldur ekki vera fyrirlitin eða úthrópuð.

Ég sé hroka þinn skýrt Kristinn, þú þykist svo góður að þú getir afsannað Guð og ekki megi leggja trú á hann til jafns við trúleysi þitt. Trúleysi þitt sé niðurstaða rökrétt og úthugsuð, á meðan að trú mín sé barnalegur ótti við að ég geti ekki án trúar gengið í þessu lífi. Það ætla ég ekki að rökræða við þig Kristinn, ekki vegna þess að ég geti það ekki, heldur er það ekki mitt hlutskifti í þessu lífi að kristna þig, þú velur fyrir þig og ég fyrir mig, í því er frelsið fólgið að fá að velja. Ég fyrirlít þig ekki, en ég get ekki sagt að ég dáist af mælgi þinni, því að mér þykir þú vera fullur af sjálfum þér. Ég veit samt að nú er ég að sjálfsagt að dæma þig, en það er víst hluti af því að vera mannleg.  Ég vona að þú lærir þó að sýna fólki meiri virðingu en að þú sýnir mér, það er sorglega mikið af einstaklingum í þessum heimi sem að telja sig hafa fullan rétt á að gera lítið úr öðru fólki og eru sérgóðir.


G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 15:29

14 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Iss, það er svo mikið af röngum fullyrðingum í þessu svari þínu að ég hef ekki tíma til að gera þeim skil. Bæði varðandi afstöðu mína til hlutanna og það sem tillögur mannréttindaráðs ganga út á.

Þú ert auk þess alveg kostuleg að fullyrða að ég þykist geta afsannað Guð. Um það stóð ekkert í innleggi mínu og þú þekkir mig ekki neitt.

Síðan sagði ég ekkert um að trú þín sé barnalegur ótti, kom ekkert inn á neitt slíkt.

Ég veit hreinlega ekki hvað þú ert að lesa Guðlaug. Kannski ertu með röng gleraugu á nefinu.

Jóhanna getur vonandi beint þér inn á örlítið gáfulegri brautir.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 15:38

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Af hverju er það LYGI að segja börnum á jólasveinar séu til?  Getur einhver SANNAÐ að þeir séu ekki til?

Lygin er sú að við segjum börnunum að þeir séu til en við TRÚUM því ekki sjálf. Það má auðvitað deila um þetta, hvort hefðbundin jólasveinainnræting ungra barna sé heilbrigð og falleg. (Við förum með börnin í leikhús að sjá Mikka ref, en erum ekkert að rembast við að sannfæra börnin um að Mikki refur sé ekki ALVÖRU persóna...)

En sem sagt, það er ekki útilokað að jólasveinar séu til. (Er það TRÚ að vera sannfærður um að þeir séu ekki til?) Kannski eru þeir ekki ekki nákvæmlega eins og í sögum Jóhannesar frá Kötlum, þær sögur eru svona meira symboliskar.

En annars er jólasveinatrúin frekar meinleysisleg, ef við trúum ekki á jólasveinin fáum við ekkert í skóinn. Ef við trúum ekki á Guð & co hljótum við skv. biblíunni ekki himnavist og eilíft líf. Smá munur á þessu.

Skeggi Skaftason, 28.10.2010 kl. 16:16

16 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Þetta er ekki spurningin um að sanna eða afsanna, heldur það að það þykir sjálfsagt að innræta jólasveinatrú sem eiithvað meinlaust, á meðan menn telja það átroðnig að tala um trú á Guð. Ef annað á rétt á sér, á hitt það líka, er þetta svona óljóst hvað það er sem að ég er að segja, eða vilja menn einugis ekki sjá eða heyra.

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 16:57

17 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Guðlaug

Þú hefur ekki sýnt nokkur merki um skilning sjálf, en krefst þess að aðrir skilji þig og sýni þess merki.

Ég er búinn að útskýra fyrir þér hrokann sem þú krafðist skýringar á. Ég er búinn að benda þér á tvær falskar staðhæfingar þínar um mína afstöðu og fleira, en það eina sem þú vilt að gangi hér á er að fólk taki undir jólasveinaumræðuna þína, en ekki til dæmis leiðrétta þig eða neitt slíkt, nú eða biðjast afsökunar á að hafa lagt mér orð í munn.

Það er áhugavert.

Jólasveinalygar eru ekkert vandamál. Fólk hefur engar áhyggjur af Jólasveinagríninu því það trúa engin börn á slíkt nema rétt á meðan þau eru ung og samfélagið leggur ekkert upp úr því að fullorðnir trúi á jólasveina. Það er engin stofnun með 5 milljarða króna á ári til ráðstöfunar að treysta trú okkar á jólasveina og það talar enginn um trú á jólasveina sem lífsskoðun eða trú.

Jólasveinaumræðan er með öðrum orðum afvegaleiðandi fyrir þessa umræðu um réttlæti og jafnræði lífsskoðana og hefur ekkert mikilvægi.

Málíð snýst um boðun hugmynda í skólakerfinu. Það er ramminn sem er til umræðu.

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 17:10

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Munurinn á jólasveinatrúnni og guðstrúnni er sá að börnum er yfirleitt - á endanum - sagt satt um jólasveinana, en ekki um hitt. Flestum þætti skrýtið að rekast á einstakling yfir 12-13 ára sem enn trúir á jólasveina, en þykir að sama skapi fullkomlega eðlilegt að rígfullorðin, hámenntuð manneskja trúi í fullri alvöru á meyfæðingar, upprisu, handayfirlagningar og fleira slíkt.

Svo ég taki nú smá doktorE á þetta: Guddi er bara jólasveinn fyrir fullorðna

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2010 kl. 17:12

19 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það sem er til umræðu er ekki þitt að ákveða Kristinn og mér er leifilegt að rökstyðji mitt mál ef að ég kýs svo. Jólasveinaumræðan er komin til af því að sumt virðist mega ræða en annað ekki, eins og ég sagði í byrjun;

" Hvað með jólasveinanna, á ekki að banna slíkt trúboð í skólum og leikskólum? Ég er foreldri sem að hef alltaf verið á móti því að það sé logið að börnunum mínum varðandi jólasveinanna, en ég fékk skömm fyrir það eitt að lýsa því yfir við 9 ára gömuml börn sem að voru í heimsókn hjá mínum börnum að ég tryði ekki á jólasveinanna. Og að ég teldi að enginn fullorðinn tryði á þá heldur.

Ég var að segja satt, lýsa trú minni og skoðun inni á mínu heimili og mér var tjáð að ég hefði nánast eyðilagt jólin fyrir þessum börnum. Mín börn eru kristin, en þau fá að heyra bæði í fjölmiðlum og úti í samfélaginu í fullorðnum einstaklingum sem að fullyrða að það sé enginn Guð til, eða að þeir trúa á einhvern annan Guð, eða á annan hátt. Á ég að ráðast á þetta fólk og segja við það að það sé að eyðileggja trú barnanna minna."

Ég var ekki að tala við ómálga börn, 9 ára börn eru orðin það stálpuð að þau eru nú farin að uppgötva hver setur í skóinn. Það sem ég er að benda á að menn virðast telja málfrelsi eigi bara við sumt en annað ekki. Ég tek þessa umræðu um Jólasveinana sem dæmi um slíkt. 

Það er með ólíkindum hvað fólk getur verið blint á sjálft sig, þú segir mig hrokafull;

Það er hrokafullt að gera hvort tveggja: ákveða að enginn geti gert neitt nema með trú í þeim skilningi sem ég er að lýsa trú, því augljóslega eru ekki allir trúaðir en geta þó margt og einnig hrokafullt í þinni útfærslu því þú vilt leggja það að jöfnu í hugtakanotkun að hafa trú á að komast til Akureyrar og að trúa á Jesús, sem er vitaskuld gríðarlega ólíkt nokkuð, því annars myndu allir trúa á Jesús.

 Nei það er ekki hrokafullt að segja að það þurfi trú til að gera hlutina. Ég veit vel að þeir sem ekki eru kristinar trúar, hafa gert ýmislegt og ég fullyrti ekki að fólk þyrfti trú eins og ég til að gera hluti. Hins vegar er ekkert gert án þess að menn trúi að þeir geti það, annars myndu menn ekki aðhafast neitt. Hvort sem þú velur að þakka sjálfum þér eða Guði fyrir getuna til að framkvæma, þá þarftu að trúa því að þú megnir að gera það sem að þú gerir. 

Ég geri ekki lítið úr því að þú teljir að Guð sé ímyndun mín og annara sem að trúa, ég fer fram á það hins vegar að þú virðir það að ég á trú og hef eins mikið frelsi til að tjá mig um mína trú, eins og þú um þitt trúleysi. Þú þarft ekki að trúa neinu fyrir mig, ég hins vegar læt engan kúga mig til að þegja um mínar lísfskoðanir og trú. Ég á val, rétt eins og þú.

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 17:41

20 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Munurinn á jólasveinatrúnni og guðstrúnni er sá að börnum er yfirleitt - á endanum - sagt satt um jólasveinana, en ekki um hitt. Flestum þætti skrýtið að rekast á einstakling yfir 12-13 ára sem enn trúir á jólasveina, en þykir að sama skapi fullkomlega eðlilegt að rígfullorðin, hámenntuð manneskja trúi í fullri alvöru á meyfæðingar, upprisu, handayfirlagningar og fleira slíkt.

Svo ég taki nú smá doktorE á þetta: Guddi er bara jólasveinn fyrir fullorðna

Að telja að Guð sé jólasveinn fyrir fullorðna er dæmi um mjög takmarkaðan skilning á trúnni, sem slíkri. Trúin er mun dýpri og innifelur í sér leit að einhverju þér æðra. Sumir hafna slíkri leit og telja sig ekki þurfa á neinum Guði að halda, allt í lagi með það. Aftur vaknar þessi spurning hjá mér hvað er þá Hroki? Að ég sjálf sé Alfa og Omega, eða eitthvað annað og meira en ég. Um það þarf hver að spyrja sjálfan sig.

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 17:49

21 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það er gott að þú ert hingað komin til að upplýsa okkur, Guðlaug Helga.

Ég veit ekki hvar við værum án þinna skýru innleggja í umræðuna.

Nú skulum við öll tala um jólasveina um skeið og sjá hvort það leysir ekki bara hnútinn sem hlaupinn er á umræðuna um bann við trúboði í skólum.

Pant ekki vera með samt  ;-)

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 18:48

22 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Hver var að tala um háð og hroka ..

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 19:24

23 Smámynd: Linda

Það fer lítið fyrir umburðalyndi gagnvart G.Helgu á þessum þræði, og leiðinlegt að sjá háðið sem sumir láta eftir  sér. Slíkt er vitanlega engum til sæmdar, þó trúlaus sé.  Betri konu er vart hægt að finna að mínu mati, hún er kærleiksrík og umburðalynd í  henni er orðið sem lifandi vatn og er hún kristnum til fyrirmyndar.  Takk Helga mín fyrir þína staðfestu.

kv.

Linda, 28.10.2010 kl. 19:40

24 Smámynd: josira

Sæl jóhanna (nafna mín) Mig langar að þakka þér fyrir góða grein.  Miklar umræður eru hér í gangi, um umburðarlyndi og í bland trúmál. Vissulega er hvorutveggja hægt að skilgreina á einhvern máta bæði jákvætt og neikvætt, eins og hefur komið hér fram í þessum fjörugu umræðum.

Þegar ég kynntist orðinu meðvirkni gekk mér illa að skilgreina og sjá sjálfa mig vera eða lifa kannski má segja í því hlutverki, sem talað er um " að vera meðvirkur" Það eina sem ég fann út, var að ég hlyti þá að vera fædd meðvirk. Því umburðarlyndi hefur ætíð verið mér afar eðlislægt. Reyndar skal ég viðurkenna að mörgum í kringum mig, finnst ég sé alltof umburðarlynd.

Umburðarlyndi, hef ég ætíð tengt mannkærleik, að vera góð og kannski alltof hjálpsöm, stundum eins og þú talar um. Ég er þó farin að sjá með aldrinum, að visst umburðarlyndi getur snúist uppí andhverfu sína og viðhaldið t.d. slæmum aðstæðum eða kringumstæðum.

Trúmál voru einnig eitthvað að sækja á mig seint í gærkveldi og langaði mig að deila þeim hugleiðingum mínum hér; http://josira.blog.is/blog/josira/entry/1110658/

josira, 28.10.2010 kl. 19:49

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðlaug Helga, ég er ekki alveg að skilja hvers vegna þú fórst af stað með þessa jólasveinasamlíkingu?  

Þú spyrð: 

"Hvað með jólasveinanna, á ekki að banna slíkt trúboð í skólum og leikskólum?"

Seinna segir þú: 

"Að telja að Guð sé jólasveinn fyrir fullorðna er dæmi um mjög takmarkaðan skilning á trúnni, sem slíkri."

Ég er sammála þér í seinni málsgreininni. 

Sögur af jólasveinum og hvernig við leikum með þá félaga við börnin okkar - segjum að þeir setji í skóinn o.fl. - er alls ekkert trúboð,  heldur eitthvað sem við gerum til að gera tilveruna litríkari, ævintýri í líf okkar og barnanna. Þegar þau eldast fá þau smátt og smátt að vita sannleikann og er það partur af þroska þeirra. Sama gildir um tannálfa, "Easter Bunny" þar sem hún er notuð o.fl.  

Ég segi stundum í gamni, þegar eitthvað hverfur í eldhúsinu hjá mér að álfkonan hafi fengið þetta lánað.  Ég er þó ekki að boða álfkonutrú.  Við getum vissulega trúað á tilvist álfa, huldufólks, trölla - án þess að við förum að trúa á þau. 

Mér finnst það eiginlega - og næstum algjör óvirðing við Guðstrúna að líkja saman jólasveinatrú og Guðstrú, og það er það sem Kristinn átti örugglega við þegar hann segir að "jólasveinabullið sé þér til minnkunar sem trúaðri konu" .. eins og hann segir hér að ofan. 

Auðvitað hefði mátt segja það án þess að kalla þetta "bull" .. 

Ég trúi Lindu, sem skrifar hér að ofan, alveg um að þú sért góð kona, kærleiksrík og umburðarlynd.  

Ég held bara að þessi jólasveinasamlíking sé slæm,  og hreinlega styðji hugmyndir eins og þær sem DoctorE hefur.  

Vona að mér hafi tekist að koma þessu frá mér án þess að vera leiðinleg - en verð að segja mína skoðun á þessu. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 20:06

26 Smámynd: Mofi

Ég þakka góða hugleiðingu :)

Mofi, 28.10.2010 kl. 20:35

27 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Láttu ekki svona, Linda ;-)

Það örlar ekki fyrir raunverulegum samskiptavilja hjá frú Guðlaugu og innihaldslaus kurteisi er verri en ókurteisi.

En mér finnst þetta áhugaverð hegðun hjá þér, þ.e.a.s. að þakka fólki fyrir staðfestu sína. Þetta minnir mig á samskipti okkar um hann Karl biskup. Er það alltaf til bóta að fólk standi með málstaðnum, hversu illa sem það gerir það?

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 20:38

28 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það má reyndar alveg ávíta mig fyrir yfirlæti, stæla og munnsöfnuð. Ég var ekki málstað mínum til framdráttar hér í dag, en það var nú bara af því að það var dálítill púki í mér ;-)

En það geta allir með snefil af skynsemi staðfest að innlegg Guðlaugar hér hafa verið með óreiðukenndara móti. Hún á alveg eftir að horfast í augu við það, blessunin.

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 20:43

29 Smámynd: Einar Karl

Jóhanna,

góð grein hjá þér. Gaman að sjá að til er fólk sem hugsar hlutina sjálfstætt og stendur með sannfæringu sinni, og í þínu tilviki ver lítinn minnihluta sem þú tilheyrir ekki sjálf! :-)

Einar Karl, 28.10.2010 kl. 20:47

30 Smámynd: Grefill

Ég vil taka undir orð Lindu hér fyrir ofan og þakka þér fyrir þín innlegg hér Guðlaug Helga sem að mínu mati er mörgum klössum fyrir ofan hugleysið, sjálfumgleðina og og mannfyrirlitninguna sem Kristinn Theódórsson opinberar í hvert skipti sem hann ræðir við þá sem eru andstæðir honum í skoðun.

Hann þykist vera mikill rökræðulistamaður en eins og títt er um hugleysingja þá nýtur hann sín eingöngu í hópi viðhlæjenda sinna sem hrúgast inn á bloggsíðu hans við minnsta prump sem frá honum kemur og dásama lyktina af því, sama hve fúl hún er og andstyggileg.

Þá sem eru andstæðir honum í skoðun og vita betur en hann, sakar hann síðan alltaf um rökleysu og lokar svo á þá, viðhlæjendum sínum til ómældrar ánægju.

Hann hikar heldur ekki við að stroka út ummæli viðmælenda sinna þegar hann verður undir í rökræðu og falsar þannig hiklaust þær rökræður sem hann tapar.

Þess vegna skora ég á þig að falla ekki í þá gildru að fara að rökræða við þennan mann á hans eigin bloggsíðu þar sem hýenuhópur hans heldur til alla daga, tilbúinn að dásama hann og hvetja til meira niðurrifs.

Hvað umburðarlyndi þitt varðar Jóhanna þá verð ég að segja að þótt ég efist ekki um manngæsku þína þá mér finnst margt af því sem þú segir varðandi trúleysi ekki vera umburðarlyndi heldur lítt dulbúinn uppsleik við Kristinn og co. svo þeir beiti þig ekki sama ofbeldi og þeir beita aðra. Með öðrum orðum þá ertu svolítið í því að kyssa á vönd hans svo hann klappi þér á kollinn og segi "Góð stelpa, Jóhanna".

Þú afsakar, en þetta er það sem mér finnst.

Grefill, 28.10.2010 kl. 21:25

31 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Eins og sjá má er Guðbergur (Grefill) dálítið bitur út í mig, enda búið að kosta hann einhver kynstur blogga að vera með mig á heilanum og baknaga mig um allar trissur (bloggunum hans er alltaf lokað af blog.is því hann er svo mikill skaphundur).

Legg ég nú til að við höldumst öll í hendur, Jóhanna, Linda, Guðlaug, ég og allir hinir og biðjum fyrir Guðbergi Ísleifssyni:

Kæri Guð, þú sem kannski drottnar yfir öllu, viltu gera Guðberg glaðan aftur og hjálpa honum að sigrast á  beiskju sinni í garð litlu trúleysingjanna, sem sumir hafa jafnvel betri tök á mælskulist en hann sjálfur - þótt honum þyki það vond tilhugsun.

Við fyrirgefum Guðbergi af öllu hjarta óbeislaða andúð hans í okkar garð og óskum honum alls hins besta í lífinu. Megi hann eiga mörg börn og barnabörn (hann er svo gamall sko) og megi þau öll vera fremur lítið skapvond eða líkleg til að demba sér í þráhyggjukennt hatur á Kristni Theódórssyni.

Þinn er að sögn mátturinn og dýrðin, Amen!

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 21:44

32 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Já og, Guð, hafi ég einhvern tíman orðið undir í rökræðum og brugðist við með því að stroka út innlegg og falsa umræðuna, bið ég þig að ljósta mig niður með eldingu við fyrsta tækifæri. Gerist það ekki fljótlega má ljóst vera að Guðbergur hefur bara aldrei átt séns í mig í rökræðum

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 21:49

33 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Grefill, þú misskilur samskipti okkar Kristins hrapallega - það er ÉG sem er töfrakonan með vöndinn  ... af hverju heldur þú að Kristinn sé hættur í Vantrú ? ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 22:03

34 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

.. já og drengurinn þar að auki  farinn að biðja til Guðs! Hallelúja Amen

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 22:05

35 Smámynd: Kristinn Theódórsson

..svo þeir beiti þig ekki sama ofbeldi og þeir beita aðra..

Jóhanna, vertu góð stelpa, annars neyðist ég til að opna gáttir illsku minnar og úða yfir þig hugleysi mínu, sjálfumgleði og og mannfyrirlitningu!! Þú veist að þú vilt ekki út í þá sálma!

Það er magnað að vera svona mikil grýla í augum einhvers. Ætli það líði dagur hjá Guðbergi þar sem hann er ekki að reyna að tjá sig á blogginu hjá mér undir dulnefni eða að skrifa um mig bækur (hann segist vera að safna í sarpinn um mig og gera einhverja skýrslu).

Þetta gæti nú orðið honum blessun ef þetta verður einhver Stieg Larsson best seller sem hann er að skálda um mig. Ætli ég fái þá smávegis ölmusu hjá honum...?

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 22:18

36 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mofi og Einar Karl - takk fyrir .. smá uppsleikur  (í boði Grefils) 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 22:23

37 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Marta, Josira og Linda ..   knús á ykkur líka - í mínu eigin boði!

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 22:25

38 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Úps það eru fleiri: Átti eftir að þakka Sverri, Tinnu og Skeggja Skafta   

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 22:29

39 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Þetta er virkilega farið að verða létt og skemmtilegt hérna hjá ykkur.  Linda þú spyrð;

Guðlaug Helga, ég er ekki alveg að skilja hvers vegna þú fórst af stað með þessa jólasveinasamlíkingu?  

Þú spyrð: 

"Hvað með jólasveinanna, á ekki að banna slíkt trúboð í skólum og leikskólum?"

Ég nota þessa samlíkingu, ekki vegna þess að ég telji jólasveinatrú vera hættulega, heldur það að ég persónulega varð fyrir þessari reynslu að vera ávítuð fyrir það, að opinbera það að ég tryði ekki á þá, fyrir 9 ára gömlum börnum sem að voru að velta þessu fyrir sér heima hjá mér. 

 Það þarf ekki að banna jólasveinanna, né neina aðra siði sem að við notum til að skemmta okkur um jólin fyrir mig, ég vil hins vegar ekki að jól kristinna manna verði útilokuð í skólunum í landi, þar sem meiri hluti þjóðarinnar er kirstinn. Ef trúin á ekki að vera velkomin í skólana, þá spyr ég, þarf þá nokkuð jólafrí og páskafrí fyrir starfsmenn skólanna, þessir frídagar tengjast jú kristinni trú.  

Ég vil vera frjáls til að tjá mig, ég tel tjáninga frelsi mikilvægt og eigi að virða. Þess vegna þurfa þeir sem hér blogga ekki að vera sammála mér, en ég tek mér þann rétt að bera hönd fyrir höfuð mér ef að mér er vegið í orðum. Við erum jú að rökræða ólík sjónarmið og það er í góðu lagi, hins vegar finnst mér alltaf frekar ósmekklegt að ráðast á fólk með meiðandi ummælum og lítisvirðingu. En ég vel að fyrirgefa það, sjálfri mér fyrir bestu, því að ófyrirgefning er krabbamein á sálinni. Ég óska ykkur öllum góðs og meina það. 

G.Helga Ingadóttir, 28.10.2010 kl. 23:10

40 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðlaug Helga kemur að kjarna málsins. Hún segir (11:24)

Mín börn eru Kristin, en þau fá að heyra bæði í fjölmiðlum og úti í samfélaginu í fullorðnum einstaklingum sem að fullyrða að það sé enginn Guð til, eða að þeir trúa á einhvern annan Guð, eða á annan hátt. Á ég að ráðast á þetta fólk og segja við það að það sé að eyðileggja trú barnanna minna.

Guðlaug, ímyndaðu þér að þessir "fullorðnu einstaklingar" kæmu mánaðarlega í leikskólann til barna þinna, og færu að segja alls konar hluti um Guð, að hann sé ekki til eða færu að tala um einhvern allt annan Guð en þú vilt fræða börn þín um og fleiri hluti sem stangast algjörlega á við það sem þú trúir á!

Hvernig myndir þú bregðast við? Finndist þér þetta í lagi? Myndirðu kannski hugsa: Hvað er þetta fólk að predika yfir börnum mínum um hluti sem það getur ekkert fullyrt um!

En þetta fólk myndi svara, jú jú, þín trúarskoðun/lífsskoðun er svo sem alveg jafn rétthá okkar, en okkar skoðun er nú byggð á þjóðlegri hefð og er undirstaða góðs siðferðis. Börnin þín hafa ekkert slæmt af því að heyra trúarboðskap okkar.

Hvað segirðu, Guðlaug Helga, geturðu reynt að taka þátt í svona hugsanatilraun? Geturðu reynt að setja þig í sport annarra

Skeggi Skaftason, 28.10.2010 kl. 23:36

41 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Guðlaug

Lestu þér til um jólin, hér og hér. Þetta var ekki kristin hátíð og þarf ekkert að vera kristin hátíð. Þetta var/er sólstöðuhátíð og henni má fagna með ýmsum hætti. Að sjálfsögðu má þó alveg fagna henni að kristnum sið, en það er engin forsenda þess að haldin séu jól eða gefið frí frá vinnu. Sömu sögu er að segja um páskana.

Þér til frekari fróðleiks hefur ítrekað verið tekið fram í gögnum frá Mannréttindaráði Reykjavíkur að jólahald í skólum muni ekki breytast að öðru leyti en því að ekki verði farið í kirkju á skólatíma og að krökkunum verði ekki gert að föndra eða teikna eitt frekar en annað. Að lokum er ekkert verið að tala um að hefta tjáningarfrelsi neins, nema sá hinn sami telji sig þurfa að leiða skólabekki í bæn eða boða börnum trú á skólatíma á skólalóð.

Það var síðan afskaplega lítið vegið hér að þér með orðum, Guðlaug og það litla sem var gert var gert í kímni og síðan margafsakað - var sem sagt fíflagangur, afsakaðu það. Þú hefur hinsvegar ekki ennþá gengist við því að hafa t.d. lagt mér undarleg orð í munn í innleggi þínu frá klukkan 15:29. Er það ekki kristinn siður, þótt jólin séu það ekki, að biðjast afsökunar en ekki bara fyrirgefa öðrum?

Kristinn Theódórsson, 28.10.2010 kl. 23:38

42 Smámynd: Linda

Sæl G. Helga mín, væntanlega áttir þú við Jóhönnu í síðustu athugasemd þinni

Eins og ég skil Helgu, (get ekki vanist því að kalla hana Guðlaugu) þá er hún að benda á að siðir landsins eru samtvinnaðir, ef eitt á að víkja þá þarf annað að víkja, eins og t.d. Jólasveina og grýlusögurnar, þetta er samkvæmt efahyggjumönnum líka bara bull og sögur og eiga ekkert erindi samkvæmt þeirra mælikvarða í skólana frekar enn okkar yndislegi Jesú. Samkvæmt þeirra hugviti á skólagangan að vera gjörsamlega veraldleg, því er gjörsamlega óþarfi tala um gamlar Íslenskar þjóðsögur í neinum öðrum tilgangi en, í bókmenntafræðslu, rétt eins og trúin á Jesú á bara að vera tekin fyrir í trúarbragðafræðslu, gjörsamlega hlutlaus. 

Nú þar sem Jólin eru hátíð kristinna manna síðustu ár hundruðin, þá er vitanlega óþarfi að skólar loki á þessum tíma sem og vinnustaðir almennt þar sem ekkert helgihald má tengjast hinni veraldlegu hyggju húmanismans.  

Kristnir geta þessu verið undanþegnir með því að skilreina ,,Jól" sem Kristsmessu og geta því tekið börn sín úr skólunum, fengið frí í vinnunni því þeir eiga rétt á að stunda sína trú fyrir utan skólann og vinnutímann og eiga rétt á leyfi,(væntanlega)til að sinna sínu Helgi haldi og hafa sína háhelgu daga í friði.  Verandlegafrjálshyggjan þarf því ekki að að gráta sárum yfir því að börnin þeirra verði innrætt af hinum vonda boðskap okkar kristinna manna.

Tók þarna smá öfgar í þessu máli, til að sýna fram á að boð og bönn erum byrjum á fasisma, Ó NEI, ég sagði ljóta orðið yfir boð og bönn. Nú fá húmanistar og efahyggju menn hjartaáfall, hjálp hringið í niðarlínuna. 

Ég er skil fullkomlega þörfina fyrir umburðalyndi, og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það þarf að mæta öllum nemendum, en það er ekki þörf á því að fórna hefðum þjóðarinnar til þess. Eða er umburðalyndi bara einstefna sem gengur undir nafninu veraldslegfrjálshyggja, aðrir verða gjöra svo vel að víkja.

Þið fyrirgefið vonandi er bara ekki að kaupa það. Ef til vill finnst einhverjum að ég sé með háð, alveg 100% rétt. Nenni ekki að kóa með svona bulli eins og mannréttindanefnd er að leggja fram.

kv. frá mér til ykkar allra og vona að þið fyrirgefið að ég hafi það í mér að vera kaldhæðin og skapstór þó svo ég sé trúuð ALGJÖR SKANDALL (ROFL)

Linda, 29.10.2010 kl. 01:05

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það væri mikill öfugsnúningur af einhverjum sem telur sig kristinn að banna jólasveininn og allt sem honum fylgir, eitt af því fáa í sambandi við jólin sem á sér nokkuð áreiðanleg söguleg tengsl við Kristni, börn og hátíðina sem við köllum jól.

Heilagur Nikulás var sannsöguleg persóna sem gerður var að dýrlingi. Það er kannski ástæða til að leiðrétta bjögunina sem verður á "jólasveininum" við að íslenska hann og gera hann að "þeim", þ.e. tröllasonum sem ættaðir eru úr hreinni hjátrú.

Hér er samantekt um Nikulás og reyndar aðrar verur og siði sem einhvern veginn hafa tengst jólunum en hafa mest lítið við þau, hvað þá Kristmessu að gera, frá sögulegu sjónarmiði.

En kannski skiptir þetta ekki lengur nokkru máli, rétt eins og flest annað í sambandi við Jólin. Þau eru persónuleg þar sem tilfinningar skipta meiru máli en sagnfræði, það sem fólk heldur skiptir meira máli en það sem er "satt".

Góð grein annars, Jóhanna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.10.2010 kl. 02:15

44 Smámynd: Grefill

Ég má til með að benda fólki á afar vel skrifaða og skilmerkilega grein eftir sr. Gunnar Jóhannesson sem heitir Veraldarhyggja og goðsagan um hlutleysi: Vangaveltur.

Takið líka eftir máttlausu, pínlega ruglingslegu og illa skrifuðu andsvari Kristins Theódórssonar við greininni og svari Gunnars til baka.

Grefill, 29.10.2010 kl. 07:09

45 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Vil biðja þá sem skrifa hér að sýna kurteisi, taki þeir það til sín sem eiga það.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 07:46

46 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já Svanur - eitt þarf ekki að útiloka annað. Það er hægt að "lifa með" jólasveinunum án þess að það skaði jólabarnið og öfugt! .. 

Takk fyrir athugasemdina. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 07:49

47 Smámynd: Linda

Var einhver ókurteis hjá þér Jóhanna, sveiattan, gæti það verið?.  Hverjir voru það, þeir sem gerðu lítið úr afstöðu G.Helgu eða þeir sem tók upp trúarvörnina.?

 Guð er góður Jóhanna og ég bið þér blessunar og friðar inn í daginn.  

bk.

Linda, 29.10.2010 kl. 08:03

48 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðbergur- Kristinn,  ég minni á hið góða ráð;  Sá vægir er vitið hefur meira. 

Deilur eru 90% tilfinningar og 10% vitleysa - segir "vinur minn" Dale Carnegie. 

Þið virðist hafa sært hvorn annan í gegnum tíðina,  reyndar tel ég þig,  Guðbergur, mun særðari þar sem þú notar hvert tækifæri til að láta vita hversu særður þú ert, og til að segja frá meintri vonsku Kristins í þinn garð. 

Hver er ástæðan fyrir að þínu bloggi var læst?  Gætir þú litið í eigin barm? 

Bloggi Doctore var lokað - og eins Lofts Altice eða hvað sem hann heitir, báðir voru þeir með árásir á náungann og í öðru tilfellinu var að vísu vegið úr launsátri.  Var þínu bloggi lokað "af því bara" ?.... 

Þú ert augljóslega fínn gaur - komdu þér upp úr neikvæðninni - hún klæðir þig ekki og gerir þér ekki gott.    svo er smá svona "lick, lick" fyrir þig í lokin ...

og Kristinn - HAGAÐU ÞÉR líka eins og maður

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 08:06

49 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Linda - ég sagði að þeir ættu að taka það til sín sem ættu það og nefndi engin nöfn,  í næstu athugasemd minni gerði ég nánar grein fyrir "deiluaðilum" ... 

Trúvörn er hvorki kurteisi né ókurteisi.  

Góðan dag og takk fyrir góðar kveðjur.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 08:11

50 Smámynd: Linda

Dúllsínan mín, þú ert ágæt, kann rosalega vel við þig, þó ég skilji ekki alveg afstöðu þína stundum.  Svona eins og aðrir skilja ekki mína ROFL. 

Linda, 29.10.2010 kl. 08:16

51 Smámynd: Kristinn Theódórsson

og Kristinn - HAGAÐU ÞÉR líka eins og maður!

Ég iðrast sáran. Mea culpa.

Serviam dei!

Ég mun herða cílícuna mína extra mikið í dag.

Kristinn Theódórsson, 29.10.2010 kl. 09:04

52 Smámynd: Skeggi Skaftason

Grefill:

Grein Gunnars Jóhannessonar er í aðalatriðum RÖNG. Enn ein þvælda tugan um ða trúlausir séu víst trúaðir. Og svo fellur Gunnar í þá gryfja að með því að taka fyrir trúleysi í skólum sé á einhvern hátt verið að gera þeirri skoðun/heimsmynd hærra undir höfði, að enginn Guð sé til. Það er bull. Enginn hefur verið að leggja til að predika slíkt fyrir börnum.

Hvað var það annars sem þú varst ósáttur við í grein Jóhönnu?

Skeggi Skaftason, 29.10.2010 kl. 09:13

53 Smámynd: Grefill

Jóhanna ... Ástæðan fyrir því að mínu bloggi var lokað eraðmaður einn, Árni Matthíasson að nafni, misnotar gróflega aðstöðu sína hjá blog.is til aðloka á mig. Ástæðan er vegna persónuleg óvild í minn garð vegna allt annarra mála og vegna þess að hann er trúleysingi og styður málatilbúnað Kristins og hinna öfgatrúleysingjana innan sem utan Vantrúar.

Þetta veit Kristinn mætavel en kýs að ljúga upp á mig allt öðru trekk í trekk. Ég var síður en svo eitthvað verri í minni orðaræðu en hann og hinir Vantrúarúlfarnir, en samt var mínu bloggi lokað en ekki hans ... eftir að Kristinn og félagar höfðu hringt í blog.is og kveinað yfir mér.

Ég minni á að ég fékk enga aðvörunum frá blog.is, engan séns á að leiðrétta eitt né neitt og engar skýringar á lokuninni.

Nákvæmlega þetta hef ég sagt á blogginu hjá Kristni en hann strokar allt út sem ég segi þar og falsar alla umræðu sem ég kem nálægt eða svara fyrir mig.

Annars er ég ekkert sár yfir þessu öllu saman heldur miklu frekar ánægður yfir því að hafa hjálpað til við að draga vígtennurnar út úr þessum Vantrúarúlfum á undanförnum mánuðum, en þeir eru að mínu mati einhver hættulegasti hópur samfélagsins enda hika þeir ekki við að beita einstaklinga grófu netofbeldi og einelti með því að níða fólk niður persónulega og hæða þá trúuðu jafnt sem trú þeirra.

Sjáðu bara hér fyrir ofan þar sem Kristinn kemur inn og byrjar sína orðaræðu við Guðlaugu á að kalla hana hrokafulla. Lestu svo áfram og sjáðu hvernig hann reynir að níða hana og særa persónulega í framhaldinu. Þetta er alveg dæmigert fyrir hans málflutning. Svo eltir hann hýenuhópur og vantrúaðir hælbítar sem kætast mjög í hvert sinn þegar hann eða þeir særa einhvern persónulega.

Ég skil ekki blindu þína gagnvart þessu Jóhanna því flestir aðrir eru fyrir löngu búnir að sjá úr hverju þessir menn eru gerðir. 

Ég mun fyrir mitt leyti aldrei láta Kristinn og fauta hans í friði á meðan þeir haga sér svona.

Ef þessir menn hættu að leggja fólk í einelti og hættu að níðast persónulega á þeim sem eru annarrar skoðunar og annarar trúar en þeir þá myndi sljákka í mér um leið.

Grefill, 29.10.2010 kl. 10:24

54 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég hef sagt börnunum mínum frá heilögum Nikulási og hvernig hann varð gerður að dýrðlingi og síðan jólasvein. Ég hef ekki sagt að ég væri á móti jólasveinunum, ég er búin að marg lesa yfir það sem að ég skrifaði, ég er einungis að benda á að það virðist vera víðbreidd skoðun að i sumu eigi að hefta tjáningafrelsi, en í öðru ekki.

Mín vegna mætti alveg koma og tala um önnur trúarbrögð í skólanum. Ég get vel frætt börn mín um hið ólíka í trúarbrögðum heimsins og hvað er líkt með þeim. Ég hef komið víða við í þeim efnum og hræðist ekki tjáningu manna. Hins vegar eiga menn að gæta virðingar og fyllstu nærgætni, menn geta sagt ég trúi á þennan hátt og trúin er val, sem að hún er.

G.Helga Ingadóttir, 29.10.2010 kl. 10:34

55 Smámynd: Grefill

Skeggi ... ég er ekki sammála þér um grein Gunnars. Mér finnst hún hitta beint í mark enda er ég 100% sammála honum um að það getur enginn í raun verið trúlaus og því er raunverulegt trúleysi ekki til. Menn trúa bara á mismunandi hluti og á mismunandi hátt.

Annars skora ég bara á alla að lesa greinina og sjá sjálfir hvar þeir standa.

Grefill, 29.10.2010 kl. 10:35

56 Smámynd: Skeggi Skaftason

Trú er ekki mannskemmandi, trú er manninum mikilvæg, án trúar gerum við ekki neitt.

Það var þessi setning sem Kristinn taldi hrokafulla, enda auðvelt að skilja hana sem svo að trúlausir séu e.k. andlegir zombies, sem geri "ekki neitt". Við þessu brást Kristinn. Kannski hastarlega, og þó, mér finnst þetta mjög gildishlaðin fullyrðing. Guðlaug reyndi svo að draga í land með þessa fullyrðingu og útvíkka þetta yfir það þegar við gerum ráð fyrir dagsdaglega að lífið og tilveran breytist ekki frá einum degi til annars, svo sem eins og að við gerum ráð fyrir að komast heil og höldnu til Akureyrar, ef við leggjum af stað þangað. Það er mjög óvenjuleg skilgreining á orðinu "trú".

Skeggi Skaftason, 29.10.2010 kl. 10:38

57 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Guðbergur: Ef Árni lokar bara á menn vegna skoðana, hvers vegna var síðu doktorE þá lokað? Hvers vegna eru ótal aðrar síður trúaðra enn opnar? Ef við hefðum jafn mikil völd og þú heldur í paranojuheiminum þínum, og hefðum á annað borð áhuga á slíkri ritskoðun, heldurðu að við myndum ekki frekar láta loka öðrum síðum en þínum? Þú ert ekki það merkilegur.

Viðurkenndu bara að þú braust reglur bloggsins og ert að ljúga til að reyna að gera sjálfan þig að einhverju fórnarlambi þrátt fyrir að vita upp á þig skömmina.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2010 kl. 10:40

58 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðlaug Helga:

Mín vegna mætti alveg koma og tala um önnur trúarbrögð í skólanum.

Jú jú, það væri kannski í lagi. En við erum ekki að tala beinlínis um það, heldur það að prestar úr einni kirkju (Þjóðkirkju) komi endurtekið (t.d. mánaðarlega) og tali um (boði) sína trú. Boði sín grundvallarlífsviðhorf til trúar og tilveru. Sem eru í andstöðu við viðhorf sumra barna og foreldra. Ekki síst í leikskólum.

Ég hélt að einmitt þeir sem væru trúaðir myndi sýna skilning andstöðu við slíkt. En Jóhanna okkar virðist vera hrópandi í eyðimörkinni!

Skeggi Skaftason, 29.10.2010 kl. 10:59

59 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Ástæðan fyrir því að mínu bloggi var lokað eraðmaður einn, Árni Matthíasson að nafni, misnotar gróflega aðstöðu sína hjá blog.is til aðloka á mig. Ástæðan er vegna persónuleg óvild í minn garð vegna allt annarra mála og vegna þess að hann er trúleysingi og styður málatilbúnað Kristins og hinna öfgatrúleysingjana innan sem utan Vantrúar."

Ertu að meina það í alvöru Guðbergur að ritstjóri geti lokað síðum vegna "persónulegrar óvildar" og ólíkra trúarskoðana .. hefur þú ekki farið með þetta lengra - eða klagað ritstjórann? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 13:20

60 Smámynd: Grefill

Tinna ... ég var að segja að Árni lokar á mig vegna persónulegrar óvildar sem er tilkomin út af allt öðrum ástæðum en þessum trúarumræðum. Þú veist ekkert um þær ástæður og ættir ekki að tjá þig um hluti sem þú veist ekkert um. Ég gerði nákvæmlega ekkert af mér til að verðskulda lokun án viðvörunar og án nokkurs séns á andmælum. Fyrir lokun hafði ég aldrei fengið neina athugasemd við skrif mín frá blog.is. Allir aðrir sem lokað hefur verið á hafa fengið slíkt, meira að segja Loftur Altice sem vildi láta drepa fólk á sínu bloggi fékk marga sénsa.

Jóhanna: Já, ég er að meina það í alvöru. Vegna gamalla deilna á milli mín og Árna Matthíassonar sem áttu sér stað annars vegar árið 2001 og hins vegar árið 2007 og snerust um allt annað en blogg eða trúmál þá notar hann aðstöðu sína núna til að hefna sín á mér.

Nei, ég hef ekki farið með þetta lengra nema segja frá þessu hér... en það getur vel verið að ég geri það. Hins vegar er þetta enn ein birtingarmynd þess ofbeldis sem er í gangi á netinu. 

Grefill, 29.10.2010 kl. 13:51

61 Smámynd: Grefill

Ég er alveg örugglega eini bloggarinn sem lokað hefur verið á sem hefur ekki fengið neina haldbæra útskýringu á lokuninni frá blog.is.

Grefill, 29.10.2010 kl. 13:54

62 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég er alveg örugglega eini bloggarinn sem lokað hefur verið á sem hefur ekki fengið neina haldbæra útskýringu á lokuninni frá blog.is. 

Æ, litli kúturinn minn. Var bara lokað á karlangann að ástæðulausu og án haldbærrar skýringar!!

Rosalega er tilveran miskunnarlaus. Ég er alveg miður mín.

Jeminn Pétur og Jósafat hvað þetta er dapurlegt.

Kristinn Theódórsson, 29.10.2010 kl. 14:01

63 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Kristinn - það er náttúrulega ekki í lagi að lokað sé á mann án þess að hann fái viðvörun, ég gengst kannski í málið og kanna það. Er ýkt forvitin að eðlisfari! .. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir á hendur Árna Matthíassyni - og mér finnst að öll kurl þurfi að koma til grafar, eða til Grefils! ..

Strákar - Hættið nú að klappa hvor öðrum rangsælis, þið uppskerið bara urr og leiðindi út úr því ... mússí, mússí ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 14:09

64 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Já, tékkaðu á þessu, Jóhanna

Þetta er reyndar allt búið a koma fram, Guðbergur er bara dálítið gleyminn (*hóst* lyginn *hóst*):

Í allnokkrum tilvikum er þó ákveðið að loka fyrirvaralaust á notanda. Það er gert þegar um margítrekuð brot er að ræða og ábendingar hafa ekkert að segja. Það er einnig gert þegar notandi misnotar vefsvæðið, til dæmis með atgangi sínum, framkomu gagnvart öðrum notendum, sífelldum tilhæfulausum fréttatengingum, ruslpóstsendingum eða að hann villi á sér heimildir, sé svokallað "tröll".

Feitletrun til áherslu! 

Sjá hér: Ástæðurnar fyrir að sex bloggum Grefils var lokað

Kristinn Theódórsson, 29.10.2010 kl. 14:16

65 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir Kristinn, .. Guðbergur - ég sá enga undirskrift frá Árna Matt, nema að hann feti þær leiðir að ganga undir dulnefninu Soffía! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 14:27

66 Smámynd: Kristinn Theódórsson

..og:

Um ástæður lokunarinnar vísast til þess sem segir almenns eðlis hér að framan.  Rétt er, að ég hafði ekki áður sett mig í samband við Grefil og lokaði því fyrirvaralaust. Rangt er, að umsjónarmenn blog.is (þ.e. ég, aðrir umsjónarmenn eða einhverjir okkur tengdir) hafi sett skoðanir hans fyrir sig eða látið stjórnast af einhvers konar okkur óviðkomandi félagsskap. 

Kristinn Theódórsson, 29.10.2010 kl. 14:27

67 identicon

Nei nei, enn og aftur er Jóhanna skilningsríka(Að eigin sögn) að tala um mig á bloggi sem mér er bannað að gera athugasemdir á.

Hræsnin er yfirgengilega sorgleg; Nei Jóhanna þú ert ekki umburðarlynd, þú ert ekkert af því sem þú segir þig vera; Þú ert hræsnari enn og aftur.

Ég var ekki bannaður fyrir að gera árásir; Ég var bannaður fyrir það að segja að kerling sem spáir hjarðskjálftum og selur jarðskjálfaheld hús, ég ver bannaður fyiri að segja sannleikann; Að kerlingin sé annaðhvort geðveik eða glæpakvendi.. eða bæði.


DrR (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 14:49

68 Smámynd: Grefill

Já, Árni Matt notar Soffíu sem skjól, en þessar lokanir eru frá honum komnar, fyrirskipaðar af honum og samþykktar af honum.

Varðandi feitletranir Kristins þá er ég búinn að segja margoft að ég var engan veginn að brjóta þessar almennu reglur blog.is umfram aðra bloggara og gæti náð í ótal dæmi sem sýnaog sanna það. Ég var í öllum tilfellum að segja sannleikan um vinnubrögð Kristins og ekkert annað.

Og varðandi þessar tröllaásakanir sem Vantrúarmenn hamra stöðugt á þá standast þær ekki því ég kom alltaf fram undir fullu nafni og allar skoðanir hafa alltaf verið mínar frá upphafi. Það er ekki siður trölla, en samt dirfistKristinn stöðugt að halda þessu fram.

Kristinn sjálfur, sem sakar mig hér um lygar er sjálfur margfaldur lygari, margfaldur falsari og margfaldur svikari sem hikar ekki að ganga á bak orða sinna og samninga þegar honum hentar. Hann er gjörsamlega fullur af sjálfum sér eins og einhver orðaði það og kann ekki að skammast sín.

Það eru t.d. ekki nema þrír dagar síðan hann falsaði síðast umræður við mig og þá örugglega í tíunda eða ellefta skipti. Af öllum þessum fölsunum á ég afrit sem sanna mitt mál. Samt er Kristinn að þykjast sverja við Guðs nafn hér fyrir ofan að hann hafi aldrei falsað umræðu. Það eitt ætti að sýna hverslags mann hann hefur að geyma.

Og hann veit það sjálfur manna best að hann er með stórt ör á sálinni, en honum er alveg sama svo framarlega sem honum tekst að blekkja fólk áfram og hefur viðhlæjendur sína sér við hlið sem hjálpa honum stöðugt að moka yfir misgjörðir hans. Í þeirra huga er ekkert skemmtilegra en að níðast á öðrum og það gera þeir skammlaust.

Grefill, 29.10.2010 kl. 15:03

69 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Doctore, eða DrR láttekkisvona og hættu þessu fýlukasti þó ég hafi lokað á þig tímabundið.

Ég held að kerlingin sem þú sagðir geðveika, hafi nú bara verið dropinn sem fyllti mælinn hjá mbl.is

Finnst þér ekkert að því annars að kalla manneskju sem þorir að brosa framan í heiminn hræsnara, á meðan þú felur þig ofan í holunni þinni og vegur að fólki úr launsátri? .. Sendi þetta hræsnaratal directly heim í holuna ..

Þú ert reyndar ein sú fígúra sem fólk hefur undrast hvað ég hef sýnt mikið umburðarlyndi.

Vertu svo almennilegur - eða vertu úti. Ég sagði að ég væri umburðarlynd en liði ekki dónaskap eða ókurteisi. Ég bað Kristin að hegða sér - sem og hann gerði, búin að veita Grefli ádeilu, mér sýnist hann ætla að virða það.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 15:06

70 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er annars með hugmynd: Ég skal taka að mér Grefil og þú tekur DoctorE, Kristinn how about it? ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 15:10

71 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Grefill/Guðbergur, mest er ég hissa hvað þú nennir að eltast við Kristin, af hverju þú lætur hann ekki bara í friði? ..

Gætir þú ekki samið við bloggmenn um að koma fram undir eigin nafni, undir þinni mynd - og um leið lofað að fara eftir reglum blog.is og ekki ausa þér yfir einhverja menn. T.d. bara á þessu bloggi ertu búinn að drulla gífurlega yfir Kristin - og ausa yfir hann óhróðri og væna um margt. Ég get ekki verið dómari hvað er satt og hvað ekki, en af hverju að halda einhverju til streitu sem virðist ekki finnast lausn á. Er ekki bara best að klippa á strenginn til Kristins - og hefja blogglífið eins og ferskur Dude.

Finnst reyndar að Doctore ætti líka að raka sig og brosa framan í heiminn - þá brosir heimurinn á móti ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 15:15

72 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hvernig fer Dokksi að því að vita það á stundinni að hann hafi verið nefndur á nafn? Þetta er kannski sönnun á tilvist yfirnáttúru!?

Guðbergur, hættu að elta Kristin litla, hann nennir þér og rangfærslum þínum ómögulega.

Kristinn Theódórsson, 29.10.2010 kl. 15:26

73 Smámynd: Grefill

"Grefill/Guðbergur, mest er ég hissa hvað þú nennir að eltast við Kristin, af hverju þú lætur hann ekki bara í friði?"

Jóhanna ... Kristinn og Vantrúarliðið fá aldrei frið fyrir mér á meðan þau nota netið til að ráðast á fólk, hæða það og smána og gera lítið úr trú þess frammi fyrir alþjóð.

Mér finnst bara ekki rétt að þetta lið fái að vaða um og dreifa óhróðri sínum og níði athugasemdalaust á netið.

Sama mundi ég gera úti á götu ef ég sæi Kristinn og þennan hóp ráðast á fólk. Slíkt þoli ég ekki og mun hiklaust blanda mér í slaginn til varnar þeim sem ráðist er á. Ofbeldi má aldrei líðast.

Eina vandamálið er Árni Matt sem misnotar aðstöðu sína til að þagga niður í mér hér á blog.is án nokkurra haldbæra skýringa nema vísana í almennar reglur sem ég braut aldrei ... nema það að segja sannleikann sé brot á reglunum líka?

Það held ég hins vegar ekki.

Þar með er Árni líka sekur um að styðja ofbeldið og um leið blog.is á meðan eigendur vefsins láta hegðun Árna óátalda.

Jóhanna ... þú spyrð: "Af hverju að halda einhverju til streitu sem ekki finnst lausn á?"

Þetta finnst mér skrítin spurning: "Af hverju að berjast á móti ofbeldisfólki sem heldur hvort sem er áfram ofbeldinu?"

Vilt þú bara leggja niður skottið og kyssa vöndinn?

Ekki ég.

Grefill, 29.10.2010 kl. 15:46

74 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jæja strákar - verð að kommenta aftur síðar. Það er rétt hjá þér Grefill, ég sat með fjögurra mánað órólegt barnabarn í fanginu og var að skrifa .. ekki beint líklegt til rökhugsunar! :D

.. skoðum þetta betur með lausnina - en aðferðafræðin sem nú er við lýði, að þið Kristinn berjist á blogginu er augljóslega EKKI að ganga upp. Leitum nú nýrra lausna í sameiningu eins og fullorðið hugsandi fólk.

Nú skrifa ég ekki meira í bili - er að fara á tvöfalt djamm ;-) .. gaman hjá mér.

P.s. takið endilega þátt í skoðanakönnun hér vinstra megin á síðunni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 16:00

75 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Grefill - ég var búin að segja þér það .. það er ég sem held á vendinum!

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 16:01

76 identicon

Hið nýja umburðarlyndi

http://www.youtube.com/watch?v=H6uA_CG8owo

Grefill það eru örfáir í Vantrú sem er að tjá sig við þig samt heldur þú áfram þessu bulli í staðinn fyrir að tala um einstaklinginn.

Arnar (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 16:19

77 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég ætla bara að kveðja þessa umræðu að sinni, tel mig hafa komið mínum meiningum á framfæri og sný mér nú að öðru í bili. Ég vil þakka skemmtilegar umræður og fjör, smá hiti í kötlunum, allt í lagi með það ef menn meiða ekki hvorn annan. Guð veri með ykkur öllum og blessi, einnig þá sem trúlausir eru á hans tilvist, megi augu þeirra opnast fyrir því að við erum annað og meira en hold, en Guð er Andi, ekki sýnilegur en þó áþreyfanlegur.

G.Helga Ingadóttir, 30.10.2010 kl. 18:27

78 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér fyrir að taka þátt í umræðunni Guðlaug Helga, og þín innlegg.

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.10.2010 kl. 12:58

79 Smámynd: Vendetta

Jóhanna, ég mæli umburðarlyndi út frá því hvernig fólk kemur fram við mig. Ef við hittumst einhvern tíma og þú getur umborið mig, þá mun ég kalla þig umburðarlynda, sama hvað öðru líður. Því að það verður þolraun.

Eitt er hvað fólk skrifar á blogginu, annað er hvernig það bregzt við í raunverulegum kringumstæðum í náum samskiptum við annað fólk.

Vendetta, 31.10.2010 kl. 17:28

80 Smámynd: Jón Svavarsson

Bara svo það sé alveg ljóst, að þá er ég JÓLASVEINNINN og hef verið það frá fæðingu, svo það segir mér engin að jólasveinar séu ekki til. Jólasveinar eru ákveðnar persónur í lífinu rétt eins og það eru til prestar, lögfræðingar, lögrelumenn, sálfræðingar og bloggarar ofl. Jólasveinninn er í gömlum íslenskum sögum sagðir hrekkjóttir bragðarefir en í raun eru þeir ímynd góðmennsku og gjafmildis. Trúarskoðun og trúarfræðslu á ekki að takmarka með neinum hætti, því ég sem kristinn maður, vil fræðast um önnur trúarbrögð og siði þeirra, með þeirri visku get ég virt þeirra siði og hagað mér af nærgætni í þeirra viðurvist. Allir eiga rétt á að velja sér trúarskoðun rétt eins og menn velja sér uppáhalds liti eða annað. Það hefur háð mannkyninu að geta ekki umborið öðrum að eiga sínar skoðanir og þess vegna eru flestar styrjaldir til dæmis.

í sumum trúarbrögðum er það mikil synd að stela og girnast eigur náungans, eins og td í arabalöndunum, en þar getur þú gleymt veskinu þínu á kaffi húsi og gengið að því daginn eftir, á sama tíma og þú getur ekki verið viss hvort að veskið í vasanum verði þar áfram eftir stuttan göngutúr á Römblunni í Barcelona, þar sem menn eru kaþólskir flestir. En hvaða ályktun má þá draga af því?

Jón Svavarsson, 31.10.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband