Verum vinir og sýnum virðingu - trúmálin og skólinn enn og aftur

Ég hef verið stödd erlendis, en reynt að fylgjast með trúmálaumræðunni í fréttum, facebook og bloggi. Ég hef fullt af skoðunum þar.  

Það sem mér finnst sorglegast í umræðunni er þegar að við berum ekki virðingu hvert fyrir öðru. Við erum fyrst og fremst mennsk, öll í sama blómapottinum og því þurfum við ekki á því að halda að "dissa" hvert annað. 

Við erum með vandamál - það verður að viðurkennast. Mér sýnist margir sem tjá sig ekkert viðurkenna að kristin innræting í skólum eða aðkoma presta, djákna eða annarra aðila frá kirkjunni geti verið vandamál.  En vandamálið er til staðar.  

Vandamálið er það að hluti þeirra sem sækja skólann vill alls ekki þiggja þjónustu prestanna, stunda kirkjuferðir o.s.frv.   

Við verðum að játa að þetta vandamál er í gangi og finna lausnir og síðan ákveða hvaða leiðir er hægt að fara. 

Ég er trúuð manneskja, menntuð til prests - og starfaði í framhaldsskóla í sex ár. Þar kom menntun mín mér vel, og kannski sérstaklega í því að berjast gegn bókstafstrúarkreddum og öfgum.  Kom mér vel í að vinna að fordómum gegn samkynhneigð.  Það kom fyrir að námsráðgjafi vísaði til mín þegar hana skorti trúarleg svör,  því að vissulega hafa nemendur (og þá kannski sérstaklega eldri nemendur) spurningar af trúarlegum toga, sem tengjast þeirra tilveru.  Einu sinni leitaði til mín nemandi og sagði orðrétt "ég vil tala við þig AF ÞVÍ að þú ert prestur." 

Mín lausn er að það eigi alls ekki að vera með einhvers konar hóptrúboð í skólum, það á ekki að þurfa að vísa einhverjum frá sem finnst óþægilegt að verið sé að kynna fyrir þeim trú, syngja trúarlega söngva o.s.frv.  heldur ætti að vera í boði að tala við prest á einhverjum reglulegum basis.  

Að sjálfsögðu er krikjusagan samofin mannkynssögu og trúarbragðasagan öll og þar verður ekkert frá skorið.  Menningin okkar og listir er að miklu leyti byggð á sögunni, þó að sagan sé ekki alltaf fallegt er mikilvægt að þekkja hana. Hún kemur fram í myndlist, bókum, leikritum, kvikmyndum, tónlist og öllu því sem listin hefur upp á að bjóða.  

Kvikmyndin Matrix er t.d. ein trúarheimspekileg pæling. 

Ég hef enga trú á því að barbarismi og siðleysi muni tröllríða skólakerfinu þó að reglum varðandi aðkomu presta og kirkjunnar verði breytt.  Það er dónaskapur í garð trúlausra að halda því fram, en hefur því miður verið eitt af sjónarhornum sem fram hafa komið. 

Gullnu reglurnar sem fram koma í Biblíunni eru svo almennar að þær er vel hægt að kenna án þess að vísa til Jesú Krists eða Guðs.

Í huga hinna trúuðu þá er Guð með í för.  Þegar ég var að sinna nemendum var það ekki svo að ég væri að minnast á Guð eða Jesú - nema að þeirra frumkvæði.  Eins og fram kom hér að ofan gerðist það stundum, en ekki oft.  

Sem trúuð manneskja þá er það þannig að ég treysti Guði til að vera með í för og veita mér innblástur og styrk til góðra verka.  

Við þurfum nú að einbeita okkur að því að sameina en ekki sundra - hvorki skólabörnum né okkur sjálfum. 

Þjónusta prests og/eða djákna ætti að mínu mati að  vera "í boði" í skólanum,  svipað og sálfræðingur og/eða námsráðgjafi, sé fyrir því meirihlutavilji,  en þessari þjónustu á ekki að þröngva upp á neinn nemanda,  né þurfa að aðkilja nemendur frá vegna þess að þeir upplifa sér það ekki hollt eða foreldrar þeirra. 

Börnum þarf að kenna að standa á eigin fótum og taka ábyrgð, allt til að styrkja sjálfsmynd þeirra. það þarf að kynna fyrir þeim hvaða möguleikar eru í boði og við "hin gömlu" þurfum að vera góðar fyrirmyndir og leita lausna.  

ÞAU geta síðan ráðið hvaða leið þau kjósa sér, hvern og hvað þau hafa með sér í för.  

Bottom line: 

Trúin á að vera "í boði" en henni á ekki að þvinga upp á nokkra manneskju,  hún á að vera sameinandi en ekki sundrandi.  Það sem virkar útilokandi er ekki falleg trú.  Trú á sameinandi afl og að við séum öll jafn gild sem manneskjur,  er trú sem allir ættu að geta tileinkað sér.  

Viðbót frá Facebook-vinkonu: "Trúin á að vera í boði en ekki boðuð"  (í skólakerfinu). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég myndi hrósa þér fyrir þessa grein ef ég gæti, Jóhanna. En Karl Sigurbjörnsson biskup segir að uppeldið sem ég hlaut leiði einungis til fáfræði, fordóma og andlegrar örbirgðar. Ég hlýt því að vera ófær um að skilja svona fína grein og of smekklaus fordómaseggur og andleysingi til að miðla ánægju með hana eða svo mikið sem reyna að eiga í jákvæðum samskiptum við aðra en kannski nýnasistahreyfinguna :-)

Kristinn Theódórsson, 25.10.2010 kl. 08:06

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ætli við verðum ekki bara að biðja Guð um að fyrirgefa Karli, þar sem hann áttar sig ekki á því hvað hann er að gera?

Nei, svona í alvöru talað þá held ég að hann sé ekki að gera sér grein fyrir að ummæli hans séu særandi fyrir trúlausa. Ekki frekar en þegar hann talaði um hjónabandið sem færi á öskuhaugana fengju samkynhneigðir jafngilda vígslu. Hann er búinn að biðjast fyrirgefningar á því og svo einhverju fleiru svona álíka klúðri. Kannski biður hann afsökunar á þessum ummælum síðar,  en spurning hversu oft biskup má klúðra?  

Ég er ekki inni í höfðinu á Karli biskupi og á því erfitt með að svara fyrir hann, en ef ég fer eftir eigin boðskap og virði hann sem manneskju þá dettur mér helst í hug að hann sé að setja þetta í samhengi við menningarlæsið, þ.e.a.s. að hann sé að reikna með því að skólinn hætti hreinlega að kynna kirkjusöguna - kristindóminn o.s.frv. og það leiði til fáfræði (sem er grunnur fordóma) og andlegrar örbirgðar. 

Hmm.. býsna djúpt í árinni tekið að mínum mati reyndar.  Hið andlega ríkidæmi kemur svo sannarlega víða að,  og verður ekki frá mönnum tekið svona með því að sleppa að lesa kristinfræði í skólanum! .. Reyndar getur þessi kennsla virkað þveröfugt á suma og margir gera nú grín að því að t.d. ferming sé eins og útskrift úr kirkjunni.  Hver sér fermingarbörnin flykkjast í kirkju árið eftir fermingu?  Ég vil samt taka það fram að trúaðir einstaklingar þurfa ekki að hafa þörf fyrir að stunda messur.  Það eru til góðar messur og vondar messur.  Ég hef upplifað báðar tegundir. 

Væru kannski fleiri trúaðir ef þeir fengju meira rými til að hugsa sig um og opnaðar væru fleiri og breiðari dyr til íhugana um trúna? 

Kannski þarf biskup og yfirstjórn kirkjunnar aðeins að hætta að benda á aðra og líta í eigin barm, hvað varðar kirkjuna og aðför að grunni trúarinnar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2010 kl. 08:33

3 Smámynd: Einar Karl

Jóhanna,

Takk fyrir hreint frábæra grein! Þú hittir naglann á höfuðið, þetta snýst um að við berum virðingu hvort fyrir öðru og ólíkum grundvallarviðhorfum til hluta sem eru handan okkar reynsluheims og skilnings. Enginn getur þóst hafa "sannleikann" sín megin í þeim efnum, jafnvel ekki sá purpuraklæddi sem fær að predika yfir öllum landslýð. Ber hann snefil af virðingu fyrir mínum grundvallarlífsviðhorfum?

Ég skrifaði um þetta pistil, undir fyrirsögninni Virðing.

Takk aftur, þín skrif gefa manni aukna jákvæða orku til að gefast ekki upp í þessari erfiðu umræðu!

Einar Karl, 25.10.2010 kl. 09:10

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jú, ætli við verðum ekki að gefa okkur að biskup hafi meint eitthvað skynsamlegt og hóflegt með þessu. Verst að það virðist hann ekki ætla að gera sjálfur gagnvart hugmyndum mannréttindaráðs.

Merkilegt hvað trú biskups virðist gera lítið fyrir hann hvað slíka hluti snertir: hjálpa honum að vera fyrirmynd og þess háttar dót...

En hvað sem því líður er þetta góð grein hjá þér Jóhanna og afskaplega margir mættu taka þig sér til fyrirmyndar.

Kristinn Theódórsson, 25.10.2010 kl. 10:31

5 Smámynd: Valur Arnarson

Ég veit að við erum ekki sammála með margt Jóhanna en við erum held ég sammála að mörgu leiti hér.

Þú segir:

Við erum með vandamál - það verður að viðurkennast. Mér sýnist margir sem tjá sig ekkert viðurkenna að kristin innræting í skólum eða aðkoma presta, djákna eða annarra aðila frá kirkjunni geti verið vandamál.  En vandamálið er til staðar.

Nú verð ég að játa vanþekkingu mína hér, ég veit ekki  með hvaða hætti Prestar koma inní skólana.  En ég get ekki séð neitt hættulegt við það að þeir komi þangað inn til þess að kynna kristna trú.  Ég hef heyrt að það sem fer mest fyrir brjóstið á trúlausum sé að þeir séu að kenna börnum að fara með bænir.

Ég er þess fullviss að barn á skólaaldri (6-16 ára) tekur ekki trú við þannig aðstæður.  Guðsríki er barnanna, við getum ekki tekið það frá þeim þó svo að við reynum.  Ég var alinn upp í mjög kristilegu umhverfi, fór með bænir og söng sálma og las í ritningunni mjög ungur, þrátt fyrir þetta allt þá tók ég ekki trú fyrr en 34 ára gamall eða þegar ég sem fullþroska einstaklingur leitaði Guðs en þetta snýst einmitt um það að leita Guðs sem fullþroska einstaklingur.  Leitin að Guði reyndist mér hins vegar auðveldari vegna þess grunns sem ég hafði og það er mjög mikilvægt að svo sé, þ.e.a.s. að kristnin sé áfram okkar félagsfræðilega viðmið en verði ekki gerð að fráviki eins og einhverjir myndu vilja.

Þú segir:

Vandamálið er það að hluti þeirra sem sækja skólann vill alls ekki þiggja þjónustu prestanna, stunda kirkjuferðir o.s.frv.

Hér er ég sammála þér.  T.d. þegar um sáluhjálp er að ræða þá væri mjög einfalt að koma því þannig við að barn sem á trúlausa foreldra fengi ekki sáluhjálp frá Presti heldur frá Sálfræðingi eða Félagsráðgjafa.  En eins og ég skil þessa svokölluðu samþykkt þá er Prestum meinaður aðgangur í skólum í embættiserindum, sem er náttúrulega bara fasismi.

Þú segir:

Mín lausn er að það eigi alls ekki að vera með einhvers konar hóptrúboð í skólum, það á ekki að þurfa að vísa einhverjum frá sem finnst óþægilegt að verið sé að kynna fyrir þeim trú, syngja trúarlega söngva o.s.frv.  heldur ætti að vera í boði að tala við prest á einhverjum reglulegum basis.  

Að sjálfsögðu er krikjusagan samofin mannkynssögu og trúarbragðasagan öll og þar verður ekkert frá skorið.  Menningin okkar og listir er að miklu leyti byggð á sögunni, þó að sagan sé ekki alltaf fallegt er mikilvægt að þekkja hana. Hún kemur fram í myndlist, bókum, leikritum, kvikmyndum, tónlist og öllu því sem listin hefur upp á að bjóða.

Þarna ertu komin að merg málsins.  Kristnin er samofin sögu okkar Íslendinga þetta má t.d. sjá á öllum þeim fjölda sönglagatexta sem fjalla um nákvæmlega þetta málefni.  Þessu verður ekki neitað.  Við búum í þessu samfélagi og þetta snýst um umburðarlyndi gagnvart straumum og stefnum.  Ég er t.d. alls ekkert ánægður með allt sem er haldið að börnunum okkar eins og allt þetta álfa, huldufólks og tröllarugl, þetta er andstætt minni trú og vildi helst að þetta væri ekki til staðar.  En þetta er hluti af okkar menningu og ég ber virðingu fyrir þessu vegna þess.  Ég kenni mínu barni að þetta séu ævintýri og þetta sé ekki raunveruleikinn.  Ef ég vildi vera alveg laus við þetta þá hef ég kost á því að senda barnið mitt í einkarekin kristlegan leikskóla en ég kýs að hafa barnið mitt í almennum leikskóla og þarf þá að fylgja straumnum hvað þessa hluti varðar.

Þú segir:

Þjónusta prests og/eða djákna ætti að mínu mati að  vera "í boði" í skólanum,  svipað og sálfræðingur og/eða námsráðgjafi, sé fyrir því meirihlutavilji,  en þessari þjónustu á ekki að þröngva upp á neinn nemanda,  né þurfa að aðkilja nemendur frá vegna þess að þeir upplifa sér það ekki hollt eða foreldrar þeirra.

Nákvæmlega og það var með þessum hætti sem tillögur starfshóps frá árinu 2007 hljómuðu, þetta er hófsöm meðal-leið.

Mér finnst eins og þú í grein þinni sért að rétta út sáttarhönd til allra en svo segir þú hér:

Ég er trúuð manneskja, menntuð til prests - og starfaði í framhaldsskóla í sex ár. Þar kom menntun mín mér vel, og kannski sérstaklega í því að berjast gegn bókstafstrúarkreddum og öfgum.

Þar sem ég er skilgreindur sem bókstafstrúarmaður í bloggheiminum þá ertu væntanlega að tala um mig og mína líka.  Hvernig getum við verið vinir ef þú ætlar að berjast gegn trúarsannfæringu minni?

Valur Arnarson, 25.10.2010 kl. 14:18

6 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hvernig getum við verið vinir ef þú ætlar að berjast gegn trúarsannfæringu minni?

Það eiga allir að berjast gegn trúarsannfæringu Vals. Ekki þó með illu, heldur með skýrri samstöðu um að blind bókstafstrú af þessu tagi er í hróplegri mótsögn við almenna viðurkennda og staðfestanlega þekkingu. Það skiptir í því samhengi engu máli að Valur skilji það ekki, það skilja það flestir aðrir, ekki síst fræðingarnir okkar, og það er nóg rétt eins og það er nóg að eðlisfræðingar skilja eitt og annað sem almenningur skilur ekki, við látum ekki trúfélög ráða því hvað sé satt í þeim efnum.

Málið með bókstafstrú eins og aðrar hugmyndir af því tagi er að trúaðir vilja fá að kenna þessar hugmyndir sem staðreyndir - sem þær eru vitaskuld ekki í sama skilningi og annað sem við teljum staðreyndir. Þess vegna þarf stöðugt að veita mótvægi við hugmyndum öfgahópa eins og þeirra bókstafstrúuðu.

Á meðan bókstafstrúaðir skilja þann núning þarf það þó ekki að koma í veg fyrir vinskap, ekki frekar en það kemur í veg fyrir vinskap meðal vísindamanna að alltaf séu til hópar sem verjast fyrir því að eitt blæbrigði túlkana sé réttara en hið almenna eða viðurkennda. Þá þarf bara að fjalla um og skoða og sannreyna. Það hefur hinsvegar verið gert miljón sinnum með bókstafstrú og hún er einfaldlega bull. Það vita allir í dag nema bókstafstrúaðir og menningarlegar slysaþjóðir eins og Bandaríkin.

Kristinn Theódórsson, 25.10.2010 kl. 14:55

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sara,sara vertu velkominn.Ég leita til minninga mína,um þá barnatrú er ég var lítið barn og móðir mín signdi mig,áður en hún klæddi mig í nærfatið,eftir að hafa baðað mig.Einnig fundi þá er ég sótti fundi í KFUM á mínum uppvexti.

Ég starfi mínu á lífsleiðinni,var mér hugsað til forfeður okkar Íslendinga,er þeir ýttu sínu fleygi til hafs,og hófu leikinn með bæn til þess,sem öllu réði um miskun gegn ofurafli höfuðskepnanna.

Ég hef mætt höfuðskepnunni í miklum ham oft á lífsleiðinni og get ekki annað sagt,að það er eitthvað annað en hygguvit mannsins,sem leiðir farið í gegn um stórsjói og brims.

Trúin er eitt,hvort það er kristin eða einhver önnur,er öllum manni hollt,en ég er aftur móti ofsatrúun sem leiðir af sér,ofbeldi og styrjaldir.

Að þetta málefni,sé orðið bitbein þjóðarinnar,er komin af því,að þjóðin er í sárum,vegna áfall,sem rekja má til hrunsins.

Biblían og stjórnarskrá landsins virðast vera sökudólgarnir,í huga örfáa manna,sem bera orðspori þess illa á torg.

Við leysum ekki vanda þann,sem stjórnvöld eiga leysa með því,að beina spjótum yfir á trúnna eða á stjórnarskránna.Heldur ber okkur að virða allt,sem er gott í fari þjóðarinnar,og leysa vandann á raunhæfan og sem minst sársaukafullan hátt.

Jóhanna.Ég þakka fyrir góðan pistil,sem og aðra pistla sem hafa sannanlega vakið menn til umhugsanna.

Ingvi Rúnar Einarsson, 25.10.2010 kl. 15:13

8 Smámynd: Valur Arnarson

Þessari spurningu var nú reyndar ekki beint til þín Kristinn, en þér hefur fundist þú knúin til þess að svara henni.

Það er mikið af röklausum alhæfingum í svari þínu sem gerir það barnalegt og því ekki svaravert.  En það er einmitt í gegnum rökin sem við rökræðum ekki með innihaldslausum staðhæfingum.  Ég gæti snúið þessu uppá þig og þinn félagsskap:

Það eiga allir að berjast gegn andkristni Kristins.  Ekki þó með illu, heldur með skýrri samstöðu um að blind andkristni af þessu tagi er í hróplegri mótsögn við almenna og viðurkennda manngæsku.  Það skiptir í því samhengi engu máli að Kristinn skilji það ekki, það skilja það flestir aðrir, ekki síst fræðingarnir okkar, og það er nóg! Rétt eins og það er nóg að guðfræðingar skilji eitt og annað sem almenningur skilur ekki, við látum ekki samtök eins og Vantrú ráða því hvað sé satt í þeim efnum.

Málið með andkristni eins og aðrar hugmyndir af því tagi er að trúlausir vilja fá að kenna þessar hugmyndir sem staðreyndir - sem þær eru vitaskuld ekki í sama skilningi og annað sem við teljum staðreyndir.  Þess vegna þarf stöðugt að veita mótvægi við hugmyndum öfgahópa eins og þeirra vantrúuðu.

------

Síðasta málsgreinin er líka athyglisverð sérstaklega niðurlagið en það fær mig til þess að rifja upp skemmtilegar kappræður milli Matthíasar (fyrrverandi Vantrúarformanns) og Jóns Magnússonar þar sem Jón slengdi því á Matta greiið að allar þjóðir sem höfðu haft kristin gildi á hávegum hefðu einmitt náð mestum árangri.  Það var fátt um svör hjá Matta hann gerðist þó ekki jafn bíræfin og þú hér að kalla Bandaríkin menningalega slysaþjóð.  Ætli þeir sem hafa búið þar séu þér sammála?

Valur Arnarson, 25.10.2010 kl. 15:15

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ekkert í trúleysi byggir á óstaðfestum hindurvitnum og trúleysi felst ekki í staðfastri trú á að guð sé ekki til.

Guðfræðingar geta heldur ekki sannað nokkurn skapaðan hlut og sérstaklega geta þeir ekkert sannað sem snýr að bókstafstrú- sú trú er þvert á móti afsönnuð á hverjum degi af öllum nema guðfræðingum, því til slíks hafa guðfræðingar engin tól, hvorki til né frá.

En í raungreinum geta menn sannað og staðfest út og suður.

Þetta fellur í heild um sjálft sig hjá þér, Valur.

Ég er auk þess ekki í Vantrú - lengur.

Kristinn Theódórsson, 25.10.2010 kl. 15:25

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Einar Karl, og þakka þér innilega fyrir hlý orð í minn garð. Ég "like" aði þína grein, enda get ég ekki annað en samsinnt fólki sem setur virðingu í forgang. ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2010 kl. 15:51

11 Smámynd: Valur Arnarson

Ég sé að ég hef hitt á viðkvæma strengi hjá þér Kristinn, en það var ekki ætlunin.  Ég var aðeins að reyna að sýna þér fram á að hrokafullar fullyrðingar leiða af sér hrokafullar fullyrðingar.  Ég læt mér nægja að vitna í vísindavef Háskóla Íslands í þessu samhengi:

....vísindakenningar eru í eðli sínu ekki endanlegur sannleikur, en í þessu tilfelli virðumst við vera ansi nálægt því sem satt getur talist. Endanlegur sannleikur er hins vegar viðfangsefni frumspeki og guðfræði.

Hér er fjallað um Þróunarkenningu Darwins.  Þú þarft ekki að útskýra fyrir mér, Kristinn, sönnunarbyrði í raungreinum.  Ég stunda sjálfur nám við Verkfræði- og Raunvísindadeild Háskóla Íslands og er fullfær um að kynna mér sannleiksgildi hlutanna.

Valur Arnarson, 25.10.2010 kl. 15:51

12 identicon

Raungreinar eru raungreinar. Trú er trú. Það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman því þetta eru gerólík svið mannlegs skilnings á lífi og tilveru.

Þess vegna gildir viðsnúningur Vals jafnmikið (eða jafnlítið) og orginallinn hjá Kristni.

Hörður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 15:52

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Kristinn, - ég er að pæla í því hvort að allir átti sig á því að margur trúlaus er betur lesinn í kristnum trúarritum en sá sem kallar sig kristinn? .. Þeir ættu því að vera vel menningarlega læsir, spruning hvers vegna þeir ættu að þjást af örbyrgð andans eða fáfræði, vera svona vel menntaðir í fræðunum?

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2010 kl. 15:55

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Valur, þú segir: " En ég get ekki séð neitt hættulegt við það að þeir komi þangað inn til þess að kynna kristna trú"

Ég þekki ekki heldur að fullu hvernig trúarfræðslu er háttað í skólanum, en eitthvað er fermingarstarfið samofið og eflaust kennt á skólatíma- eða hvað? Þetta er örugglega misjafnt eftir skólum.

Kynning á kristinni trú þarf að sjálfsögðu ekki að vera "hættuleg" ef að vel er að því staðið og vel farið með. Það eru bara alltaf fleiri og fleiri raddir sem vilja ekki að börnum þeirra sé kynnt kristin trú, þeir álíta hana jafnfvel hættulega, sérstaklega ef hún er kynnt sem algildur sannleikur.

Ég álít að það sé hægt að fara mjög illa að ráði sínu hvað hana varðar og þá komum við inn á bókstafstrúna. Í starfi mínu hef ég fengið í viðtöl nemendur sem hafa verið við það að fá taugaáfall af áhyggjum yfir hvernig foreldrar taka þeim, stundum vegna kynhneigðar, stundum vegna einhvers annars sem stangast á við trúarkreddur.

Ef að bókstafstrúaður prestur kæmi inn í skóla og kenndi það að samkynhneigð væri synd og ást milli manna af sama kyni væri ljót - þá er sú kennsla hættuleg sálarheill þeirra nemenda sem fá slíkt að heyra.

"Þar sem ég er skilgreindur sem bókstafstrúarmaður í bloggheiminum þá ertu væntanlega að tala um mig og mína líka. Hvernig getum við verið vinir ef þú ætlar að berjast gegn trúarsannfæringu minni?"

Valur - besta dæmið tel ég vera foreldra og börn. Nú veit ég ekkert um þína fjölskyulduhagi, en segjum að þú ættir son sem kæmi til þín og segðist vera ósammála þinni trúarsannfæringu, værir þú þá ekki lengur vinur sonar þíns? Er forgangsröðin slík? Hvað þá ef hann kæmi

Ég berst gegn trúarsannfæringu sem að felur í sér mannréttindabrot - t.d. er ég á móti umskurn kvenna sem er stunduð í ákveðnum trúarbrögðum. Ég er á móti því að samkynhneigð sé fordæmd sem sumir í ákveðnum trúarbrögðum tileinka sér og ég er á móti því að karlinn sé "höfuð konunnar" sem sumir tileinka sér í ákveðnum trúarbrögðum. Ég tel allt þetta stuðla að ójafnræði manna á milli. Kannski er ekki um að ræða að vera beint vinir í beinni merkingu þessa orðs, en a.m.k. ekki óvinir. Það er kannski svona eins og að elska óvini sína - þeir eru þá varla óvinir lengur eða hvað?

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2010 kl. 16:22

15 identicon

Ég held að langflestir trúlausir og trúlitlir eins og ég séu lítið að velta fyrir sér trúarlegum fræðum dags daglega heldur reiða sig á sannfæringu sína, reynslu og skynsemi.

Sú reynsla, sannfæring og skynsemi gerir mig t.d. ónæman fyrir boðun bókstafstrúar og með trúfrelsi og virðingu fyrir trúuðum til hliðsjónar finn ég ekki hjá mér nokkra þörf til að gagnrýna skoðanir bókstafstrúaðra eða trú þeirra. Hygg ég að það sama gildi um þorra trúlausra.

Hins vegar er lítill hópur trúlausra sem virðist fara í heilan hring með trúleysi sitt og lyftir því upp í einhvers konar bókstafs-vísindatrúarhyggju og telur alla aðra trú nokkurs konar villutrú sem þeir hafa verið sendir til að berjast gegn með trúleysis-trúboði.

Þessir trúboðar trúleysis eru að mínu mati mun öfgafyllri en bókstaftrúaðir og þótt ég vilji hvorugum hópnum tilheyra verð ég að segja að ég er mun smeykari við trúleysisboðskapinn en bókstafstrúna.

Hörður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 16:24

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir Ingvi Rúnar, ... ég er alin upp í sunnudagaskólum - KFUMogK - Betaníu og ég veit ekki hvað. Þegar ég var barn var ég líka í föndurskóla á vegum kirkjunnar og kynntist þá mesta áhrifavaldi í mínu trúarlífi að ég tel, en það var yndisleg kona sem var fyrsti djákninn á Íslandi sem heitir Unnur. Það er eflaust miklu frekar fyrir framkomu hennar og viðmót sem ég hreifst svona af Biblíusögunum og söngvunum heldur en af orðunum eða boðskapnum sjálfum.

Ég held reyndar að persónurnar sem miðli skipti mun meira máli en við gerum okkur grein fyrir. Börnin mín voru í fermingarfræðslu hjá presti sem þau gátu engan veginn litið upp til né virt, og fannst hann vera eins og trúður (þá í merkingunni fífl) .. sem betur fer voru tveir prestar og annar var mun skárri og náði þokkalega til barnanna.

Þessi börn mín eru núna 24 ára - annað trúað á svipaðan hátt og mamman, en hitt trúlaust. Þau eru þó bæði jafn góðir vinir mínir og gæti ég aldrei gert upp á milli þeirra hvað kærleika varðar. Þau eru bæði fallega hugsandi og sinna náunganum ekkert ósvipað.

Ég held þess vegna að það sé sama hvaða stimpli við stimplum okkur, þegar upp er staðið er það hvernig við komum fram sem manneskjur sem skiptir máli.

Auðvitað eigum við frábæra dæmisögu um það, í sögunni af Miskunnsama Samverjanum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2010 kl. 16:32

17 Smámynd: Valur Arnarson

Jóhanna,

Þú ert að lýsa hér trúarmiskilningi en ekki bókstafstrú.  Það er mikilvægt að þú gerir greinamun á þessu tvennu.

Foreldri sem elur barnið sitt upp í taumlausum ótta er að misskilja kristnina eins og hún kemur fyrir í Biblíunni.

Eins og ég sagði áður þá er Guðsríki barnanna, þau geta ekki gert neitt til þess að fjarlægjast það eða missa það nema þá að taka meðvitaða ákvörðun á fullorðinsárunum að  leita ekki Guðs og afneita því kristninni sem sannleika.  Það er öllum frjálst að velja þá leið.  Ef þú trúir ekki þá getur þú ekki leitað Guðs því þá er ekkert til þess að leita að.

Varðandi samkynhneigðina þá er hún synd samkvæmt Biblíunni.  Ég get ekki breytt því frekar en þú hins vegar getum við staðið á okkar sannfæringu hver sem hún er.  Ég er ekki skyldugur til þess að nauðbeygja mína sannfæringu bara vegna þess að samfélagið leggur það að mér.  Hins vegar er börnunum mínum fullkomnlega frjálst að móta sína afstöðu eftir sinni sýn á málið sem þau munu og gera eftir að á fullorðinsárin er komið.  Ég mun ekki íhlutast með þau mál, enda íhutuðust mínir foreldrar ekkert með mín mál, ég tók mína afstöðu útfrá mér sjálfum.  Ef að Prestur kemur inní skóla og fer að tala um samkynhneigð við börnin þá er hann algjörlega komin útfyrir sitt svið því þessi málefni eiga ekkert við þau.  Börn eiga ekki að stunda kynlíf fyrr en fullorðin eru orðin.  Samkynhneigð er eins og þú veist Jóhanna ekki eitt af meginatriðum kristninnar, því fer fjarri.  Því væri engin ástæða fyrir Prest að ræða þessi málefni.

Valur Arnarson, 25.10.2010 kl. 17:28

18 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Valur

Hér er fjallað um Þróunarkenningu Darwins.  Þú þarft ekki að útskýra fyrir mér, Kristinn, sönnunarbyrði í raungreinum.  Ég stunda sjálfur nám við Verkfræði- og Raunvísindadeild Háskóla Íslands og er fullfær um að kynna mér sannleiksgildi hlutanna.

Ég ætla nú ekki að fara að ræða við þig pungurinn minn, þar sem ég reyni yfirleitt að eyða ekki púðri í bókstafstrúaða. En öðrum til fróðleiks er ágætt að benda á að tilvitnunin sem þú komst með þarna vísar til hugmyndarinnar um endanlegan sannleik, sem í sjálfu sér er heimspekileg og trúarheimspekileg hugmynd - frumspeki og guðfræði - en ekki hugtak sem nokkur maður er að reyna að festa hendur á þegar hann rannsakar þann hafsjó af þekkingu sem afsannar bókstafstrú, þ.á.m. þróun.

Bókstafstrú er einfaldlega eitthvað það heimskulegasta bull sem til er í dag og segi ég það í mestu vinsemd og án alls hroka, þetta er bara eins og að fullyrða að 1+1 séu 2. Þetta er staðfest staðreynd svo fremi sem nokkuð er með góðu móti hægt að vita. Allir helstu vísindamenn heims á öllum sviðum hafna ungri jörð, syndaflóði og sköpun. Fólkið sem hefur þekkinguna og tólin til að sannreyna eitthvað sem viðkemur þessum hlutum hefur allt komist að sömu niðurstöðu: svo fremi sem hægt er að treysta einhverjum upplýsingum er ljóst að sköpunarsagan er bull, eða óljós myndlíking fyrir 13 milljarða ára gamlan viðburð.

Það hvernig við eigum að bregðast við því sem samfélag að hópur fólk kjósi að trúa þessu bulli og freistast síðan auðvitað til þess að reyna að telja örðum trú um það sama er aftur önnur spurning. Augljóslega þýðir lítið að fjasa við slíkt fólk, svo hvað það snertir hefur Hörður líklega eitthvað til síns máls.

Kristinn Theódórsson, 25.10.2010 kl. 21:19

19 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég dey alltaf lítið eitt innra með mér í hvert sinn sem Valur fullyrðir að skilningur annarra en hans sjálfs á biblíunni sé "misskilningur".

Kristinn Theódórsson, 25.10.2010 kl. 21:22

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Valur þú segir: "Ég er ekki skyldugur til þess að nauðbeygja mína sannfæringu bara vegna þess að samfélagið leggur það að mér."

Ef að sannfæring þín er að samkynhneigð sé synd og þú stendur með þeirri sannfæringu, þá ertu um leið að dæma u.þ.b. 5% mannkyns sem syndugt fólk, jafnvel þó að það lifi eftir öllum hinum mikilvæga boðskap Biblíunnar að elska náungann eins og sjálfan sig og að koma fram við náungann á sama hátt og þú vilt láta koma fram við þig. Mér finnst að með því að upphefja kafla þar sem hægt er að túlka (það gera það ekki allir) að kynlíf tveggja karlmanna sé synd, er verið að TROMPA hin stóru boðorð um náungakærleikann og elskuna.

Veistu það, Valur, að samkynhneigð er eitt af stóru málunum fyrir unga fólkinu okkar í dag og ég fékk lang flestar spurningar um slíkt í framhaldsskólanum. Góður frjálslyndur prestur myndi gera - og gerir - oft mikið gagn með því að "róa" nemendur og láta þau vita að þau eru elskuð af Guði og mönnum eins og þau eru sköpuð, ást þeirra er viðurkennd og kynlíf, ekki síður en ást og/eða kynlíf pars af gagnkvæmu kyni.

Það er auðvelt að segja að "börn eigi ekki að stunda kynlíf fyrr en fullorðin eru" - en er það aktuelt? .. Ertu að miða við 18 ára aldur? ..

Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann, öðru vísi getum við ekki gengist í það að skoða vandamálin og vinna úr þeim.

Varðandi lestur Biblíunnar - þá lesum við hana hvert út frá okkar sjónarhorni, lesum inn í hana okkar viðmið og reynslu. Vegna þess hvað við erum hlutdræg í lestrinum - þá er aðeins eitt viðmið sem ber að hafa í huga og það er elskan til náungans. Hún trompar allt og allir textar sem bera í sér annað hverfa í skuggann. Ljósið sigrar myrkrið - púnktur.

Að sjálfsögðu er þetta MINN skilningur á Biblíunni, - ég er ekki inni í þínum þankagangi Valur, frekar en Karls biskups.

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2010 kl. 23:55

21 Smámynd: Valur Arnarson

Kristinn,

Þú lifir í lítilli glerkúlu þar sem þú hefur sannleikann fyrir framan þig alla daga.  Þeir sem skilja ekki glerkúluna þína eru bullarar og rugludallar.  Ef þú vilt vera áfram í þægilegu glerkúlunni þá máttu það mín vegna.  Passaðu þig bara að hreyfa þig ekki um og of, hún gæti nefninlega brotnað.

Valur Arnarson, 26.10.2010 kl. 09:41

22 Smámynd: Valur Arnarson

Jóhanna,

Ef að bara 5% af mannkyninu væri syndugt þá væri lífið nú heldur auðveldara fyrir okkur en raunin er.

Þú getur ekki lesið Biblíuna og skilið hana sem svo að samkynhneigð sé ekki synd samkvæmt henni.  Nú ef svo er þá skaltu endilega útskýra það fyrir mér hvernig þú færð það út, ég las nefninlega 40 blaðsíðna ritgerð um rómverjabréfið þar sem höfundur reyndi með veikum mætti að rökstyðja einmitt það sem þú heldur fram.  Hans sterkustu rök urðu að lokum þau að Páll hefði trúlega verið að tala um kynlíf milli tveggja gagnkynhneigðra karlmanna og að það væri synd.  Þvílíkt endemis þvæla.

Valur Arnarson, 26.10.2010 kl. 09:46

23 Smámynd: Valur Arnarson

Og annað sem ég gleymdi í þessu öllu Jóhanna, þú segir:

Veistu það, Valur, að samkynhneigð er eitt af stóru málunum fyrir unga fólkinu okkar í dag og ég fékk lang flestar spurningar um slíkt í framhaldsskólanum. Góður frjálslyndur prestur myndi gera - og gerir - oft mikið gagn með því að "róa" nemendur og láta þau vita að þau eru elskuð af Guði og mönnum eins og þau eru sköpuð, ást þeirra er viðurkennd og kynlíf, ekki síður en ást og/eða kynlíf pars af gagnkvæmu kyni.

Hvenær hefur einhver haldið því fram að ást Guðs á okkur takmarkist við gjörðir okkar?  Það er ekkert sem við getum gert til þess að takmarka Guð.  Hins vegar þurfum við sem leitum Guðs og endurfæðumst að halda okkar lífi sem mest án syndar, ef við misstígum okkur er auðvelt að hreinsa syndirnar í burtu.

Hvenær hef ég haldið því fram að ég elski ekki samkynhneigða?

Ef líf okkar er hins vegar þakið í synd þá verður sálarsjón okkar blind og við munum ekki þekka Jesú á efsta degi og getum því ekki fylgt honum.  Við erum sköpuð í Guðs mynd í anda okkar og ef andinn er syndugur og blindur þá ratar hann ekki inní Guðs ríki.

Valur Arnarson, 26.10.2010 kl. 09:55

24 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú lifir í lítilli glerkúlu þar sem þú hefur sannleikann fyrir framan þig alla daga.  Þeir sem skilja ekki glerkúluna þína eru bullarar og rugludallar.  Ef þú vilt vera áfram í þægilegu glerkúlunni þá máttu það mín vegna.  Passaðu þig bara að hreyfa þig ekki um og of, hún gæti nefninlega brotnað.

Já, ég og allir helstu fræðingar og sérfræðingar heims í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, frá öllum helstu háskólum og rannsóknarstofum veraldar lifum í þröngri kúlu af því trúum ekki bókstaflega á unga jörð og bronsaldarmýtur um sköpun mannsins, syndaflóð og örkina hans Nóa!!

Hversu tryllt veruleikafirrtur getur maður orðið!?

Kristinn Theódórsson, 26.10.2010 kl. 10:26

25 Smámynd: Billi bilaði

Góður pistill, enn og aftur.

Billi bilaði, 26.10.2010 kl. 14:13

26 Smámynd: Valur Arnarson

Kristinn,

Ekki ertu að líkja þér við alla helstu fræðinga og sérfræðinga heimsins?

Því ef þú ert í þeim flokki þá finnst mér svolítið skondið að þú skulir ekki einu sinni reyna að rökstyðja fullyrðingarnar þínar.  Það ætti að vera þér mjög auðvelt ef bókstafstrú er einfaldlega það mesta bull sem til er í dag.

Málið er bara þannig vaxið að þetta er bara svona reið ranghugmyndabóla í hausnum á þér sem þú nærð ekki að höndla.  Þú nærð ekki að útskýra hana og svona með tíð og tíma, þegar hún er orðin risastór vegna ofsareiði, þá springur hún og þá verður þú komin í hvíta sloppinn, öskrandi yfir öllu bókstafstrúarfólkinu sem gerir ekkert annað en að bögga þína yndislegu tilveru

Valur Arnarson, 26.10.2010 kl. 14:58

27 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Grátlegt. Skemmdar rökrásir. Þarf að bólusetja við þessu.

Kristinn Theódórsson, 26.10.2010 kl. 15:11

28 identicon

Valur, ertu ekki að grínast? Þú hlýtur að vera að trolla hér á síðunni, trúi varla öðru.

Að tala um ranghugmyndabólu við mann sem aðhyllist kenningar sem nánast allir vísindamenn úr öllum virtustu háskólum veraldar sammælast um? Og þú hefur eina bók. EINA bók til að styðjast við? Mörg þúsund ára bók sem hirðingjar í Mið-Austurlöndum hripuðu niður sem pælingar? Höfðu engin gögn, tæki eða neitt slíkt í höndunum annað en eigið hugsanaflóð? Og þú talar um ranghugmyndabólu sem gæti brotnað?

Ef skólakerfið okkar, og samfélag, hafa orðið til þess að sumt fólk hugsi eins og þú, er eitthvað mikið að.

Annars, frábær grein hjá þér Jóhanna. Mjög góður boðskapur :) Ég gat bara ekki orða bundist við Val. Einfaldlega ekki hægt að bera virðingu fyrir svona skoðunum. Þær eru hrein og klár móðgun við allt það góða sem gott fólk og vísindasamfélagið hafa fært mannkyninu síðustu aldirnar.

By the way: Bókstafstrú er synd, ekki samkynhneigð.

Daníel Páll Jónasson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 21:04

29 identicon

Fróðlegar umræður ég ólst upp við barnatrúna í fíladelfíu. Og svo kom kristinfræði í 7.bekk og framhaldið af því var ferming og þetta finnst mér að ætti að nægja í skólum. Við erum kristin þjóð og mér finnst þessi umræða svolítið á villigötum. Og að sjálfsögðu eigum við að bera virðingu fyrir öllum hvers trúar þeir eru. En ekki flækja málin bara til að flækja.

Eymundur Lúter Eymundsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 21:07

30 Smámynd: Valur Arnarson

Ég hlýt nú að mega grínast aðeins í honum Kristni hérna, ég meina, það er ekki eins og hann hafi ekki boðið uppá það.

Takk fyrir Kristinn þetta er búið að vera hin mesta skemmtun.

Að sjálfsögðu er ég ekki að tala um að vísindakenningar séu ranghugmyndir, Daníel Páll, því fer fjarri, þú sérð það hvergi í skrifum mínum.

Hins vegar er ég að gagnrýna nálgun Kristins á trú og trúarbrögðum.  Hann Kristinn vill nefninlega alltaf ræða um náttúruvísindi á sama tíma og hann ræðir trúarbrögð sem er einmitt kveikjan að ranghugmyndinni.  Þetta tvennt tengist nefninlega ekki neitt.  Hér er það sem ranghugmyndin byrjar, skoðum nú hvernig hún hefur þróast í reiðibóluna sem er við það að springa.

Kristinn er efahyggjumaður, hann útilokar ekki tilvist Guðs en honum finnst Guð það ólíklegasta eins og staðan er í dag.  Hann trúir á vísindin.  Það er gott og blessað en Kristinn hefur ákveðið að umbera aðeins þá sem annað hvort trúa ekki á neinn guð eða trúa á guð sem hann skilur sjálfur.  Það er forsendan, Kristinn verður að skilja guðinn svo hann geti umborið þá sem trúa á hann.  Ef Kristinn skilur ekki viðkomandi guð eða verk hans þá er trú á slíkan guð bull og rugl samkvæmt Kristni.

Sem sagt:

Fyrsta forsendan: Kristinn verður að skilja guðinn svo hann geti umborið þá sem trúa á hann.

Önnur forsenda: Viðkomandi trúarbrögð mega ekki á nokkurn hátt stangast á við þau heilögu vísindi sem Kristinn hefur lesið um í lifandi vísindum.

Hin svokallaða Bókstafstrú gengur þvert gegn þeim forsendum sem Kristinn setur sér þar sem hún gerir ráð fyrir Guði sem er æðri máttur en þetta er hugtak sem Kristinn skilur ekki.  Mikill Guð er yfir náttúrulögmál sköpunar sinnar hafinn hann er almáttugur fyrir okkur því hann samdi leikreglurnar og bjó til náttúrulögmálin.  Slíkur Guð er mikill Guð en Kristinn vill frekar að fólk eigi sér litla guði sem passa innan hans eigin hugarheims sem er einskorðaður eingöngu við náttúruvísindin sem við þekkjum í dag. 

Þarna erum við komnir með litlu glerkúluna.  Hins vegar hugsa ég að þeir fræðimenn sem þú tilbiður svo heitt, Kristinn, eigi sér mun stærri glerkúlu þar sem það voru jú þeir sem gerðu tilraunirnar og unnu með gögnin sem leiddu þá að þeirri niðurstöðu sem raunin varð.

Daníel Páll,

Ég sagði hér í fyrra innleggi mínu að samkynhneigð væri synd samkvæmt Biblíunni.  Getur þú mótmælt því eða ætlar þú að vera með Kristni í rökleysu barnaskapnum hérna?

Valur Arnarson, 26.10.2010 kl. 22:27

31 Smámynd: Mofi

Jóhanna, höfum við einhverja opinberun frá Guði að þínu mati?  Þú virðist telja eitt af því mikilvægasta í lífinu að berjast á móti þeim sem taka Biblíuna alvarlega; hvað akkúrat er það sem Biblían kennir sem fer svona í taugarnar á þér?

Mofi, 26.10.2010 kl. 22:52

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já, Mofi, elsku kallinn minn - þú ert opinberun frá Guði! ..

Það mikilvægasta í lífi mínu - verð ég að viðurkenna- eru börnin mín og barnabörn. En reyndar eru þau einnig opinberun frá Guði.

Ég tel einnig að þegar við fáum hugboð um eitthvað, "intuition" sé það opinberun frá Guði. Þegar við leyfum hjartanu að ráða og látum góða hluti streyma þaðan séum við að deila opinberunninni.

Varðandi lestur Biblíunnar, þá er það þannig að við lesum hana út frá okkar sjónarhóli, eftir bakgrunni, uppeldi, innrætingu, hjartalagi o.s.frv. Ég tel að ef við lesum hana með kærleika í hjarta og með það einnig í huga að Kristur gæti birst okkur í okkar minnsta bróður, um leið með ábyrgð og meðvitund, þá getum við ekki lesið hana "rangt" ..

EN ef hún er lesin þannig að þarna sé ekkert sem þurfi gagnrýnnar hugsunar við, eða mat hjartans. Þá er hætta á að texti sem var settur niður af mönnum til forna, sem lifðu í annars konar samfélagi og pólitík, samfélagi sem hafði ekki sömu mannréttindi og við höfum í dag, sé notaður sem viðmið í þjóðfélaginu í dag. Það dettur engum í hug að nota Biblíuna til kennslu um t.d. félagsfræði nútímans. Það er vegna þess að þjóðfélagið var gjörsamlega ólíkt.

Við verðum því að taka mið af því.

Það má svo sannarlega tileinka sér fullt af því góða sem í Biblíunni stendur, en það er gert með þessu hjartalagi sem skiptir máli og með Jesú sem minnsti bróðirinn.

Við gætum lesið texta um bann þess að tveir karlar leggist með hvorum öðrum (það er að sjálfsögðu orðað öðruvísi í Biblíunni) og um leið hugsum við til aðila sem við þekkjum sem er ástfanginn og langar þar af leiðandi að lifa kynlífi með sínum nánasta sem er af sama kyni. Hvað ef að annar þeirra væri hreinlega Jesús? þinn minnsti bróðir. Er það okkar að stöðva gagnkvæma ást - ást sem er ekki bara platónsk, á meðan að þar er bara kærleikur á milli?

Við erum ekki að tala um óeðli eða ofbeldi. Um 5% manna/kvenna eru samkynhneigð og það er alls ekki kærleikur að neita þeim um að fá að upplifa kynlíf með sínum ástmanni/konu.

Það væri eigingirni. Ekki vildir þú láta banna þér það og alls ekki ég ;-)

OK .. ég tók þetta dæmi, því þetta er eitt af stærstu bitbeinunum. Við þurfum s.s. að heimfæra Biblíuna upp á aðstæður í dag, þjóðfélagið í dag - því að við erum lifandi í dag.

Mofi settu Jesú í 1. sæti, þig í 2. sæti Biblíuna í 3. sætið þegar þú lest hana. Biblían er bara bók, hún verður ekki heilög nema í gegnum þann sem les hana með heilagleika. Heilagleika sem er ekki fordæmandi og virðir manngildi náunga síns.

Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Jesús Kristur. Það stendur hvergi að orðið hafi verið Bók.

Ég er með tvær Biblíur á náttborðinu mínu, eldri og nýrri útgáfu. Ég er líka með ljóðabækur, fullt af bókum frá Dale Carnegie sem ég er að lesa vegna námskeiðs, bók sem heitir - "Að vera eða sýnast" Dásamlegur titill.

Ég get lesið guðdóminn úr öllum þessum bókum. Því að mennirnir sem skrifuðu þær skrifa með anda Guðs, ekki síður en þeir sem skrifuðu bækur Biblíunnar. Það er meira að segja margt í sumum bókunum sem er alveg í samhljómi við speki Biblíunnar, það sem fjallar um samskipti og náungakærleika. Mikilvægi þess að elska og rækta sjálfan sig til að vera fær um að elska aðra.

Ég berst gegn hugmyndum, hvaðan sem þær koma, Biblían eða önnur rit, sem fá okkur til að upphefja okkur yfir náunga okkar og telja okkur betri eða merkilegri.

Ég berst gegn því að Biblían sé lesin bókstaflega, því að þá held ég að sá sem er að lesa hana sé ekki með kveikt á hjarta sínu eða meðvitund - hún inniheldur þar að auki orð og setningar sem eru heinlega bönnuð á síðum mbl.is. Segir þér það ekkert?

Við verðum ekki óhrein af því orði sem kemur inn, heldur af því orði sem við látum frá okkur.

Það þýðir að orðið er á OKKAR ábyrgð.

Takk svo fyrir þínar spurningar ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2010 kl. 09:33

33 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. afsakaðu að ég skrifa "elsku kallinn minn" .. það getur hljómað yfirlætislega sé það sagt í röngum tóni - en ég meint þetta með væntumþykju, ... vegna þess að ég var að segja að þú sjálfur værir opinberun Guðs. Það er oft erfitt að tjá sig svona skriflega - sérstaklega við fólk sem ekki þekkir mig. Ég er mjög einlæg í mínum daglegu samskiptum og vil okkur öllum vel.

Eins og okkur flestum íbúum jarðarinnar - þá vonast ég eftir ást og friði - það er merkilegt að hugsa til þess að það er eflaust meirihlutavilji, en að okkur tekst samt ekki að ná því fram.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2010 kl. 09:43

34 Smámynd: Mofi

Jóhanna
Já, Mofi, elsku kallinn minn - þú ert opinberun frá Guði! ..

Það mikilvægasta í lífi mínu - verð ég að viðurkenna- eru börnin mín og barnabörn. En reyndar eru þau einnig opinberun frá Guði.

Hvað með börn sem síðan vaxa upp og verða barnaníðingar?  Ég held ég aðalega viti ekki hvað þú átt við með þessari hugsun. Einn einstaklingur segir að Guð muni kvelja fólk eða syndara sem hafna Guði í eldi að eilífu, annar segir að það er rangt. Hvor er opinberun frá Guði eða ertu að hugsa þetta í allt öðru samhengi?

Jóhanna
Ég tel einnig að þegar við fáum hugboð um eitthvað, "intuition" sé það opinberun frá Guði. Þegar við leyfum hjartanu að ráða og látum góða hluti streyma þaðan séum við að deila opinberunninni.

Ég trúi því að einn af stóru þáttunum sem gerði nasistum kleypt að fremja sín voðaverk var vegna þess að stór hluti kristinna í Þýskalandi á þessum tíma var búinn að kaupa nýguðfræðina sem á allan praktískan hátt afskrifaði Biblíuna. Þegar það var ekki lengur algildur sannleikur, opinberun frá Guði um rétta hegðun að ekki myrða þá opnuðust dyrnar í að bæta samfélagið með því að losa sig við óæskilega einstaklinga. Um leið og orð Guðs er orðið breytilegt eftir því sem mönnum hentar þá er siðferðið orðið breytilegt, maðurinn orðinn að guði sem ákveður hvað er rétt og hvað er rangt og áður en þú veist af er í lagi að taka af lífi alls konar einstaklinga. Í dag hjá okkur þá eru það ófædd börn. Á morgun, hver veit...

Jóhanna
Varðandi lestur Biblíunnar, þá er það þannig að við lesum hana út frá okkar sjónarhóli, eftir bakgrunni, uppeldi, innrætingu, hjartalagi o.s.frv. Ég tel að ef við lesum hana með kærleika í hjarta og með það einnig í huga að Kristur gæti birst okkur í okkar minnsta bróður, um leið með ábyrgð og meðvitund, þá getum við ekki lesið hana "rangt" .

Mjög sammála því. En maður verður samt að hafa í huga það sem Biblían segir um hjartað:

Jeremía 17:9
9
Svikult er hjartað fremur öllu öðru, og spillt er það. Hver þekkir það?

Okkar langanir eru svo oft af röngum hvötum að þegar Biblían segir eitthvað sem okkur hentar ekki þá er mjög auðvelt að fara að réttlæta höfnun á viðkomandi texta, byggt á þeim grunni að sá kærleikur sem býr í manni sjálfum er æðri kærleika Biblíunnar.

Jóhanna
Þá er hætta á að texti sem var settur niður af mönnum til forna, sem lifðu í annars konar samfélagi og pólitík, samfélagi sem hafði ekki sömu mannréttindi og við höfum í dag, sé notaður sem viðmið í þjóðfélaginu í dag.

Alveg hiklaust, mjög sammála. Maður þarf að reyna að skilja hvað höfundurinn meinti og af hverju miðað við það samfélag sem hann lifði í.

Jóhanna
Er það okkar að stöðva gagnkvæma ást - ást sem er ekki bara platónsk, á meðan að þar er bara kærleikur á milli? 

Það er ekki okkar að stöðva eitt eða neitt en þegar kemur að kynlífi þá hefur Guð sett ákveðnar reglur og ég trúi því að þær reglur eru okkur til góða.

Jóhanna
Við erum ekki að tala um óeðli eða ofbeldi. Um 5% manna/kvenna eru samkynhneigð og það er alls ekki kærleikur að neita þeim um að fá að upplifa kynlíf með sínum ástmanni/konu. 

Frá mínum sjónarhóli þá er spurningin, hvort er líklegra til að vera kærleiksríkara, persónulegt mat einhvers út í bæ eða orð Guðs. Hafa síðan alltaf í huga, ekki að neita einhverjum, maður á alltaf að virða persónulegt val sérhvers einstaklings og ekki troða sinni trú upp á hann. En það þýðir ekki að maður þarf að fela sína skoðun og mjög ósanngjarnt að láta sem svo að maður hati einhvern og vilji honum illt af því að maður trúi að það sem hann er að gera, geri honum sjálfum skaða.

Náttúrulega, þetta gildir aðeins um einhvern sem er kristinn og einhvern sem vill lifa samkvæmt Biblíunni. Fyrir þá sem eru ekki í þessum hópi, þá er fáránlegt að gagnrýna þeirra lífsstíl.

Jóhanna
Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Jesús Kristur. Það stendur hvergi að orðið hafi verið Bók.

En þetta stendur í bók :)

Ef þú velur eitt og hafnar öðru þá ertu í rauninni bara að fara eftir þínum eigin löngunum og vilja og Biblían hættir þá að skipta nokkru máli.

Jóhanna
Ég get lesið guðdóminn úr öllum þessum bókum. Því að mennirnir sem skrifuðu þær skrifa með anda Guðs, ekki síður en þeir sem skrifuðu bækur Biblíunnar.

Hvernig færðu það út að allar þessar bækur voru skrifaðar með anda Guðs?  Eru allar þessar bækur sammála um stóru spurningar lífsins?  Ég hef lesið eitthvað eftir Dale Carnegie og margt þar mjög gott en innblásið af Guði, nei, því trúi ég ekki. Af hvaða anda var Mein Kampf innblásið af?

Jóhönnu
Ég berst gegn hugmyndum, hvaðan sem þær koma, Biblían eða önnur rit, sem fá okkur til að upphefja okkur yfir náunga okkar og telja okkur betri eða merkilegri.

Af hverju? Á hvaða grundvelli gerir þú það?

Jóhanna
Ég berst gegn því að Biblían sé lesin bókstaflega, því að þá held ég að sá sem er að lesa hana sé ekki með kveikt á hjarta sínu eða meðvitund - hún inniheldur þar að auki orð og setningar sem eru heinlega bönnuð á síðum mbl.is. Segir þér það ekkert?

Jú, það segir mér mjög margt. Það segir mér að það er orðið mikið bil milli siðferðis samtímans og Biblíunnar. Ætti ég að komast að þeirri niðurstöðu að siðferði mbl.is er æðra siðferði Biblíunnar? Eru rithöfundar mbl.is, innblásnari en rithöfundar Biblíunnar?  Þú gerir þér grein fyrir því að Jesú talaði um Gamla Testamentið sem orð Guðs er það ekki?

Jóhanna
p.s. afsakaðu að ég skrifa "elsku kallinn minn" .. það getur hljómað yfirlætislega sé það sagt í röngum tóni

Nei nei :)   ég bara upplifði að eldast dáldið hratt þarna á tímabili :)

Mofi, 27.10.2010 kl. 10:44

35 Smámynd: Valur Arnarson

Jóhanna,

Þú talar um að setja Jesús í fyrsta sætið, ég er þér sammála þar.  En eins og við vitum þá var það m.a. Páll Postuli sem skrifaði þau orð sem eiga við um synd í samkynhneigðu líferni.  Ef við skoðum uppruna Páls í Kristi Jesú, þá þurfum við að fara í Postulasöguna þar sem því er lýst fyrir okkur hvernig Páll frelsast til kristni og hættir ofsóknum sínum gegn kristnum og boðun kristni:

1En Sál blés enn ógnum og manndrápum gegn lærisveinum Drottins. Gekk hann til æðsta prestsins 2og beiddist bréfa af honum til samkundanna í Damaskus, að hann mætti flytja í böndum til Jerúsalem þá, er hann kynni að finna og væru þessa vegar, hvort heldur karla eða konur. 3En þegar hann var á ferð sinni kominn í nánd við Damaskus, leiftraði skyndilega um hann ljós af himni. 4Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: "Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?"

5En hann sagði: "Hver ert þú, herra?"

Þá var svarað: "Ég er Jesús, sem þú ofsækir. 6En statt upp og gakk inn í borgina, og þér mun verða sagt, hvað þú átt að gjöra." 7Förunautar hans stóðu orðlausir. Þeir heyrðu að vísu raustina, en sáu engan. 8Sál reis á fætur, en þegar hann lauk upp augunum, sá hann ekkert. Þeir leiddu hann við hönd sér inn í Damaskus. 9Þrjá daga var hann sjónlaus og át hvorki né drakk.

10Í Damaskus var lærisveinn nokkur, sem hét Ananías. Við hann sagði Drottinn í sýn: "Ananías."

Hann svaraði: "Hér er ég, Drottinn."

11Drottinn sagði við hann: "Far þegar í stræti það, sem kallað er Hið beina, og í húsi Júdasar skaltu spyrja eftir manni frá Tarsus, er heitir Sál. Hann er að biðja. 12Og hann hefur í sýn séð mann, Ananías að nafni, koma inn og leggja hendur yfir sig, til þess að hann fái aftur sjón."

13Ananías svaraði: "Drottinn, heyrt hef ég marga segja frá manni þessum, hve mikið illt hann hefur gjört þínum heilögu í Jerúsalem. 14Og hér fer hann með vald frá æðstu prestunum að færa í bönd alla þá, sem ákalla nafn þitt."

15Drottinn sagði við hann: "Far þú, því að þennan mann hef ég valið mér að verkfæri til þess að bera nafn mitt fram fyrir heiðingja, konunga og börn Ísraels, 16og ég mun sýna honum, hversu mikið hann verður að þola vegna nafns míns."

17Þá fór Ananías af stað, gekk inn í húsið og lagði hendur yfir hann og mælti: "Sál, bróðir, Drottinn hefur sent mig, Jesús, sá er birtist þér á leið þinni hingað. Þú átt að fá aftur sjón þína og fyllast heilögum anda." 18Jafnskjótt var sem hreistur félli af augum hans, hann fékk aftur sjónina og lét þegar skírast. 19Síðan neytti hann matar og styrktist.

Hérna sjáum við skýrt að það var Jesús sem kallaði Sál (Pál) til þess verks sem hann svo vann.  Páll var algjörlega Krists, það var ekkert í honum frá honum sjálfum.  En þú virðist samt á einhvern hátt gera ráð fyrir því að opinberanir hans hafi eingöngu verið tengdar samfélagsgerð þess tíma.  Ég get sagt þér að samkynhneigð var alveg jafn mikið til á þessum tímum eins og í dag og Páll öðlaðist ekki samfélagslegar vinsældir með boðskap sínum frekar en þeir sem bera þessa trúarsannfæringu í brjósti í nútímanum.

Það að vera í Kristi Jesú snýst ekki um að ýta undir ákveðna hegðun bara vegna þess að það sé sársaukafullt að benda á að hún sé ekki rétt.

Eins og ég hef bent á áður þá skiljum við ekki allt sem tilheyrir Guðs ríki og auðvitað væri einfaldast og best fyrir okkur ef samkynhneigð væri bara jafn fullkomnlega eðlileg jafns á við gagnkynhneigð en svo er ekki samkvæmt þeim opinberunum sem Páll fékk frá Kristi og ég hef þegar kynnt okkur uppruna Páls svo það verður ekki um það villst fyrir hvað hann stóð og hvað var í anda hans þegar hann ritaði orðin.  Ég ætla að leyfa mér að vitna aftur í Postulasögunna til áréttingar:

"Far þú, því að þennan mann hef ég valið mér að verkfæri til þess að bera nafn mitt fram fyrir heiðingja, konunga og börn Ísraels, 16og ég mun sýna honum, hversu mikið hann verður að þola vegna nafns míns."

Hér er Drottinn sjálfur að tala um Pál.  Ég hef valið þennan mann mér að verkfæri.  Athugaðu þetta Jóhanna.  Með því að gera lítið úr boðskap Páls þá ertu að gera lítið úr Kristi Jesú.  Allt sem Páll gerði var fyrir Krist, hann lifði og dó fyrir boðskapinn, það er engin leið að honum hefði hugnast að stíga út fyrir þennan ramma sjálfum sér til velþóknunnar því það hefði verið synd og með því hefði hann hætt á að missa stað sinn meðal hinna heilögu, þrátt fyrir raunir sínar sem kristinn trúboði, slíkt hefði verið algjörlega órökrétt.

Málið er það Jóhanna að ef þú ætlar að takmarka Guð við þinn hugarheim og hans ramma þá ert þú að smækka guð að þínum þörfum.  Sá guð sem við skiljum fullkomnlega er lítill og því varla raunverulegur skapari.  Þú getur hins vegar borið þessa trúarsannfæringu í brjósti þínu en þú veist að hún er í algjörri andstöðu við hið Biblíulega orð.  Ekki bara orðið í bókinni, heldur þann anda sem endurfæddir Kristnir bera í brjósti.  Nú hef ég endurfæðst af andanum og það er ekki eitthvað bara svona hugtak sem er búið til, þetta er raunveruleg upplifun.  Þegar við endurfæðumst er lögmálið ritað í hjörtu okkar smbr. Jeremía:

Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð. 34Og þeir skulu ekki framar kenna hver öðrum, né einn bróðirinn öðrum, og segja: "Lærið að þekkja Drottin," því að þeir munu allir þekkja mig, bæði smáir og stórir - segir Drottinn. Því að ég mun fyrirgefa misgjörð þeirra og ekki framar minnast syndar þeirra.

Við endurfæðinguna öðlumst við þekkingu sannleikans.  Ég get viðurkennt það fyrir þér Jóhanna að ég átti erfitt með þetta varðandi samkynhneigðina þegar ég endurfæddist.  En ég vissi að þetta var rangt.  Erfiðleikar mínir fólust í því að ég á samkynhneigða kunningja sem mér þykir vænt um, en það er ekki mitt að mótmæla því sem er Guðs.  Mér getur alveg þótt vænt um þessa aðila jafnt sem áður, það er ekkert í Biblíunni sem bannar það.

Svo að ég útskýri mína eindregnu afstöðu í þessu máli þá er hún á þessa leið:

Ég er því fylgjandi að fólki líði vel.  Ég er því fylgjandi að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir, varðandi ættleiðingar og staðfesta samvist.  Þú sem einstaklingur átt að hafa val um það hvernig þú lifir lífinu.  En þegar fólk er farið að troða á trú annara þá er búið að stíga yfir strik frelsisins og frelsi eins orðið annars manns haft.

Í einum hjúskaparlögum þá er orðið "hjón" gjaldfellt í þeim skilningi að það er orðið málfræðilega rangt og því orðskrifli.  Þetta bitnar á öllum gagnkynhneigðum hjónum.  Það er ekkert í lögunum sem verndar trúfrelsi þeirra presta sem hafa þá trúarsannfæringu að Biblían sé opinberun frá Guði, þeir geta því verið lögsóttir fyrir skoðanir sínar, neiti þeir fólki um giftingu sökum kynhneigðar.

Það er hægt að líkja þessum ofsóknum við þær ofsóknir sem Galíleo þurfti að þola þegar hann var látin skrifa undir það af kirkjunnar mönnum að jörðin væri miðpunktur sólkerfisins en ekki sólin þrátt fyrir að vita betur.

Valur Arnarson, 27.10.2010 kl. 11:08

36 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hef engan veginn tíma til að svara öllu því sem hér hefur komið fram en eitt atriði ætla ég samt að líta á: Mofi þú segir:

"Mjög sammála því. En maður verður samt að hafa í huga það sem Biblían segir um hjartað:

Jeremía 17:9

9Svikult er hjartað fremur öllu öðru, og spillt er það. Hver þekkir það?"

Okkar langanir eru svo oft af röngum hvötum að þegar Biblían segir eitthvað sem okkur hentar ekki þá er mjög auðvelt að fara að réttlæta höfnun á viðkomandi texta, byggt á þeim grunni að sá kærleikur sem býr í manni sjálfum er æðri kærleika Biblíunnar.

Af hverju velur þú þennan texta um það sem kemur frá hjartanu? Það eru textar sem tala um að frá hjarta þess sem er með Jesú í fyrsta sæti renni lækir lifandi vatns o.fl. ..

Það eru allsk konar textar um hjartað í Biblíunni - og þeir eru mótsagnakenndir, en sumir vilja aldrei kannast við mótsagnir í Biblíunni, það finnst mér merkilegt ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2010 kl. 13:27

37 Smámynd: Mofi

Jóhanna
Af hverju velur þú þennan texta um það sem kemur frá hjartanu? Það eru textar sem tala um að frá hjarta þess sem er með Jesú í fyrsta sæti renni lækir lifandi vatns o.fl. ..

Það eru allsk konar textar um hjartað í Biblíunni - og þeir eru mótsagnakenndir, en sumir vilja aldrei kannast við mótsagnir í Biblíunni, það finnst mér merkilegt ;-)

Jesú sagði að þeir sem lifa eftir orðum Hans, að þá verða orð Hans að lífsins vatni í þeim. Jesú talaði um hjartað á svipaðan hátt og Jeremía:

Matteus 15:19
Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi.

Nei, ég kannast ekki við mótsagnir í Biblíunni :)   Margt vissulega getur litið þannig út en mér hefur ekki reynst svo erfitt að samræma þau vers svo að út komi enn heildstæðri skilningur. Gott dæmi er þetta með trú og verk. Lífið er sjálft mótsagnakennt að svo mörgu leiti og þá þarf maður að kafa aðeins ofan í kjölin og reyna að skilja og oftast test það.

Mofi, 27.10.2010 kl. 13:41

38 Smámynd: Valur Arnarson

Þú þarft ekkert að svara mér Jóhanna, en mér þætti vænt um ef þú myndir lesa þetta því það fór drjúgur tími hjá mér í að koma þessu á blað (í tölvu).

Valur Arnarson, 27.10.2010 kl. 16:16

39 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég les allt sem kemur inn á bloggið mitt, þar sem ég m.a. ber ábyrgð á því ;-) ..

En þegar þetta verður svona efnismikið fallast mér oft hendur. Ég reyni því að tína út það sem mér finnst ég helst geta svarað - eða kallar helst á mig að svara.

kv. Jóhanna

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2010 kl. 16:50

40 identicon

Þetta er góður upphafspistill hjá þér Jóhanna og það hrannast inn til þín bókstafstrúaðir með eilífar tilvitnanir í hina helgu bók.Ég hnaut við tilvitnun Mofa, Matteus 15:19 og fór að hugsa um nútímamanninn sem er búinn að fara í gegnum hjartaskipti,skyldi hann fá hugsanagang hjartagjafarans sem hefur ef til vill verið glæpamaður.Mér finnst þetta sína hvað menn voru langt á eftir í líffræðinni þegar biblían var skrifuð,flestir hljóta að gera sér grein fyrir að manndráp,hórdómur,þjófnaður, ljúgvitni,  lastmælgi,hugsanir og tal almennt kemur ekki frá hjartanu. Bókstafstrúin virðist alveg geta blindað suma menn.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 18:53

41 Smámynd: ibbets

p { margin-bottom: 0.08in; }

Sæll Valur, ég vil hjálpa henni Jóhönnu minni að svara nokkrum spurningum frá þér.

Þú nefndir að páll talaði um samkynhneigð í rómverjabréfinu, veistu til hverja hann var að skrifa? Hann byrjar þessa þrusu ræðu sína í 1 kafla og endar í þeim þriðja. Hann nefnir samkynhneigð í versi 24. Hann er að tala til gyðinga, hann er að fá þá til þess að dæma þá sem hann nefnir, til dauða.  Síðan segir hann, það ert þú gyðingur sem ég tala til. Þannig gyðingurinn dæmdi sjálfan sig til dauða en ekki samkynhneigðina, Hann var einfaldlega að sýna gyðingum og öllum sem lesa þessa kafla að þeir eru allir syndarar.  sama hvort þeir lifa góðu lífi, fara eftir lögmáli eða ekki. Það er engin munur á kúk og skít. 

Hann er ekki að segja að samkynhneigð sé synd, hann segir að það er allt synd, þú ert fæddur sem syndari. hvort sem þú lifir góðu lífi eða slæmu, þá ertu syndari og þú getur ekkert gert til þess að breyta því sjálfur.

Kristur sagði einhversstaðar að heilagur andi myndi sanna fyrir okkur hvað er synd, réttlæti og dómur. Syndin var að þeir trúðu ekki, réttlætið að hann situr við hægri hönd pabba síns og dómurinn að höfðingi þessa heims er dæmdur.

Hver erum við að dæma, eða fullyrða að við þurfum að rata til himna?? Er það dýrð sé Guði og mér? 

Páll sagði líka, það er allt leyfilegt en ekki er allt gagnlegt. Guð gefur þér frelsi til þess að gera hvað sem þú vilt, en hann lætur þig vita að allt sem þú gerir í þessu lífi hefur afleiðingar góðar og slæmar.

Guð er ekki upptekinn af því sem við köllum rétt og rangt, við erum upptekinn af því, ef Guð væri alltaf að hugsa um hvort við erum að gera rétt eða rangt, fremja synd eða fylgja lögmálinu, hefði hann ekki þurft að fyrirgefa okkur öll afbrotin. 

 Það getur verið hættulegt að lesa biblíuna og ætla að skilja hana útfrá kirkjuleg bakgrunni, vegna þess að hún er ekki til þess. Þú átt að leyfa andanum að túlka hana fyrir þig, því það túlkar engin ritningarnar rétt nema andinn hafi opinberað þær. 

Hún Jóhanna hefur alveg rétt fyrir sér þegar hún segist fylgja hjartanu. Vegna þess að við höfum huga Krists, þannig það er rétt að fylgja hjartanu þegar þú hefur tekið við Jesú inní líf þitt, þvi hann býr innra með þér og hefur gefið okkur nýtt hjarta sem við eigum að treysta.  Ef þú þarft að tékka á öllu sem þú gerir og gá hvort að það standist biblíuna þá ertu ekki að lifa í trú, þá ertu alveg eins og þeir syndugu, þú treystir á sjálfan þig.

Kristur er endalok lögmálsins og nú réttlætist hver sá er trúir. Bókstafstrú er ekki trú, hún gengur úta að hafa rétt fyrir sér og gera rétt, vita best og nota biblíuna sem viðmið á öllu sem þeir gera og það er ekki frelsi.

Fólki líkar vel við kristið fólk, og Jóhanna er gott dæmi um það,, hlutverk okkar sem eigum trú er að sætta fólk við Guð ekki að sundra því. Heldur þú að þú sért að opna augu Kristins með orðum þínum eða að fjarlægja hann frá Guði? 

Hvað varð um að elska náungan, hvað með umburðarlyndi?

Hvað með að tala líf en ekki dauða? 

hvað er líf valur? 


Páll sagði, Ég lifi ekki framar heldur lifir kristur í mér, lífinu sem ég lifi hér á jörðu, lífi ég í trúnni á Guðs son sem elskaði mig.

Víst að Guð elskaði og mætti Sál sem myrti nafna minn hann stefán, og gaf honum líf og líf í fullrignægð, ættir þú ekki að vera að gera slíkt hið sama, en þú bara vilt hafa rétt fyrir þér og það sannar fyrir öllu sem lesa þetta blogg að þú ert nákvæmlega sami pappír og við hin, þú ert samkynhneigður í guðs augum ef þú ert að dæma, eða vissir þú ekki að ef þú dæmir ertu að dæma sjálfan þig.

Guð flokkagreinir syndir ekki, hann sagði aldrei að þessi synd er verri en þessi, og þessi synd er í lagi vegna þess að hún er svo saklaus, nei, það er synd að trúa ekki. Þegar þú dæmir náungan ertu setja sjálfan þig undir lögmál og lögmálið dæmir, það fær Aldrei nó. En Páll sagði það er engin fordæming fyrirþá sem lifa í Kristi Jesús,, hvað merkir það? 

Mófi. Jer 31:10-14.. undan hvaða valdi frelsaði Guð Ísraelsmenn?

Jóhanna þetta var frábær pistill hjá þér og mér finnst leiðinlegt að trúaðir menn skulu setja úta þig. 


Hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir heldur líka fyrir syndir alls heimsins.



ibbets, 27.10.2010 kl. 20:18

42 Smámynd: Mofi

Sigurgeir
Mér finnst þetta sína hvað menn voru langt á eftir í líffræðinni þegar biblían var skrifuð,flestir hljóta að gera sér grein fyrir að manndráp,hórdómur,þjófnaður, ljúgvitni,  lastmælgi,hugsanir og tal almennt kemur ekki frá hjartanu.

Ég held að þú sért sá fyrsti sem ég veit um sem skilur þetta þannig að um er að ræða hið líffræðilega hjarta. Held að bókstafurinn hafi blindað þig, kannski þessir bókstafir í viðbót geri þig alveg staurblindinn en vonandi ekki.

ibbets
En Páll sagði það er engin fordæming fyrirþá sem lifa í Kristi Jesús,, hvað merkir það?

Jesú sagið okkur að vera fullkomin eins og faðir okkar á himnum er fullkominn. Jesú sagði einnig að ef við elskum Hann munum við halda boðorð Hans. Hann sagði einnig að á dómsdegi kæmi fólk til Hans en Hann myndi segja við það fólk að víkja burt frá sér því að það væri lögbrjótar. Hegðun þeirra sem taka á móti Kristi á að vera betri en hegðun heimsins, fyrirgefningin á ekki að vera leyfi til að hegða sér eins og maður vill.

Mofi, 27.10.2010 kl. 20:33

43 Smámynd: ibbets

p { margin-bottom: 0.08in; }

Í Kristi ertu fullkominn. Þegar við erum í Kristi förum við að líkjast honum, nákvæmlega eins og ef þú ert mikið með vini þínum eða konu, þá ferðu að líkjast honum eða henni, þú ferð að pikka upp hegðun, orð og hugsun. Eins ef Kristur er í okkur förum við að líkjast honum. Hann kennir okkur, náð hans kennir okkur allt sem við þurfum að læra og vita. Vegna samfélagsins með Kristi ferðu að líkjast honum og áður en þú veist af ertu að halda öll boðorðin og það bara gerðist.

Og þar sem er ekkert lögmál er heldur ekkert lögmálsbrot. þeir sem horfa á lögmálið en gleyma kristi ættu að taka það til sín sem þú skrifar. 

Páll var oft spurður af þessu, eigum við að syngda svo að náðin aukist, Fjarri fer því. Þegar þú átt lífið í Kristi viltu ekki syngda, en ef þú gerir eh rangt, þá læriru af því og gerir það ekki aftur. Við sem höfum dáið syndinni afhverju ættum við að lifa henni aftur? 

því meira sem þú ert fyrirgefinn því meira munt þú elska. Hversu mikið ert þú fyrirgefinn?

En vita skaltu að Guð reiðist þér ekki fyrir að gera eh rangt, hann hefur gefið þér frelsi til þess að gera það sem þú vilt.  Hvað vilt þú? hlýðni við lögmálið, afhverju viltu það?

þú svaraðir ekki spurningu minni, þú snérir bara útur. Afhverju er engin fordæming fyrir þá sem eru í Kristi Jesu?

Jon 1:12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.13 Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.

Þú átt nýtt líf, þú átt annað líf en Jeremia átti þegar hann gekk um.  Þú átt líf Krists.

1 Pet 10-12

Þessa frelsun könnuðu spámennirnir og rannsökuðu vandlega þegar þeir töluðu um þá náð, sem yður mundi hlotnast.

    11Þeir rannsökuðu, til hvers eða hvílíks tíma andi Krists, sem í þeim bjó, benti, þá er hann vitnaði fyrirfram um píslir Krists og dýrðina þar á eftir.

    12En þeim var opinberað, að eigi væri það fyrir sjálfa þá, heldur fyrir yður, að þeir þjónuðu að þessu, sem yður er nú kunngjört af þeim, sem boðuðu yður fagnaðarerindið í heilögum anda, sem er sendur frá himni. Inn í þetta fýsir jafnvel englana að skyggnast.

11Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum.

    12Hún kennir oss að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum,

    13í eftirvæntingu vorrar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni.

    14Hann gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann leysti oss frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.

    15Tala þú þetta og áminn og vanda um með allri röggsemi. Lát engan lítilsvirða þig.

En er gæska Guðs frelsara vors birtist og elska hans til mannanna,



    5þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja.

    6Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn,

    7til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.

    8Það orð er satt, og á þetta vil ég að þú leggir alla áherslu, til þess að þeir, sem fest hafa trú á Guð, láti sér umhugað um að stunda góð verk. Þetta er gott og mönnum nytsamlegt.

    9En forðast þú heimskulegar þrætur og ættartölur, deilur og lögmálsstælur. Þær eru gagnslausar og til einskis.

    10Þrætumanni skalt þú sneiða hjá, er þú hefur einu sinni og tvisvar áminnt hann.

    11Þú veist að slíkur maður er rangsnúinn og syndugur. Hann er sjálfdæmdur.

15Bræður, ég tek dæmi úr mannlegu lífi: Enginn ónýtir eða eykur við staðfesta arfleiðsluskrá, enda þótt hún sé aðeins af manni gjörð.

    16Nú voru fyrirheitin gefin Abraham og afkvæmi hans, _ þar stendur ekki "og afkvæmum", eins og margir ættu í hlut, heldur "og afkvæmi þínu", eins og þegar um einn er að ræða, og það er Kristur.

    17Með þessu vildi ég sagt hafa: Sáttmála, sem áður var staðfestur af Guði, getur lögmálið, sem kom fjögur hundruð og þrjátíu árum síðar, ekki ónýtt, svo að það felli fyrirheitið úr gildi.

    18Sé því þá svo farið, að arfurinn fáist með lögmáli, þá fæst hann ekki framar með fyrirheiti, en Guð veitti Abraham náð sína með fyrirheiti.

    19Hvað er þá lögmálið? Vegna afbrotanna var því bætt við, þangað til afkvæmið kæmi, sem fyrirheitið hljóðaði um. Fyrir umsýslan engla er það til orðið, fyrir tilstilli meðalgangara.

    20En meðalgangara gjörist ekki þörf þar sem einn á í hlut, en Guð er einn.

    21Er þá lögmálið gegn fyrirheitum Guðs? Fjarri fer því. Ef vér hefðum fengið lögmál, sem veitt gæti líf, þá fengist réttlætið vissulega með lögmáli.

    22En ritningin segir, að allt sé hneppt undir vald syndarinnar, til þess að fyrirheitið veitist þeim, sem trúa, fyrir trú á Jesú Krist.

    23Áður en trúin kom, vorum vér í gæslu lögmálsins innilokaðir, þangað til trúin, sem í vændum var, opinberaðist.

    24Þannig hefur lögmálið orðið tyftari vor, þangað til Kristur kom, til þess að vér réttlættumst af trú.

    25En nú, eftir að trúin er komin, erum vér ekki lengur undir tyftara.

    26Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú.

    27Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi.

    28Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.

    29En ef þér tilheyrið Kristi, þá eruð þér niðjar Abrahams, erfingjar eftir fyrirheitinu.

Hvernig ætlar þú að vera fullkominn í augum Guðs?

ibbets, 27.10.2010 kl. 21:44

44 Smámynd: Mofi

ibbets
Páll var oft spurður af þessu, eigum við að syngda svo að náðin aukist, Fjarri fer því. Þegar þú átt lífið í Kristi viltu ekki syngda, en ef þú gerir eh rangt, þá læriru af því og gerir það ekki aftur. Við sem höfum dáið syndinni afhverju ættum við að lifa henni aftur?
Akkúrat, þess vegna skiptir lögmálið hinn sannkristna miklu máli því að synd er lögmálsbrot og hann vill ekki syndga. Auðvitað getur hann fallið en þá er það eitthvað sem hann lítur á sem slæmt, iðrast og reynir sitt besta að syndga ekki aftur.

Mofi, 28.10.2010 kl. 10:46

45 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Ibbets,

Ég var að renna yfir þá athugasemd þína sem er beint til mín.  Við skulum byrja á þessu með samkynhneigðina.  Þú segir að Páll sé að tala um að allt sé synd.  Ertu þá að meina að það sé synd að fara útí búð og það sé synd að biðja bænir eða að maður syndgi með því að lesa bók, eða bækur t.d. Biblíuna?  Er þetta nú ekki svolítið skrítin túlkun hjá þér?

Það er skýrt í heilagri ritningu að samkynhneigt líferni er synd.

Rómverjarbréfið 1:26-27 tekur sérstaklega fram að samkynhneigð eigi rætur að rekja til afneitunar og óhlýðni við Guð. Þegar einstaklingur heldur áfram í synd og vantrú, segir Biblían okkur að Guð ofurselji hann jafnvel enn svívirðilegri girndum til að sýna honum fram á tilgangsleysi og vonleysi lífsins fjarri Guði.

Kórintubréfið áréttar þetta:

Fyrra Kórintubréf 6:9 kunngerir að hvorki „hórkarlar né kynvillingar“ muni „Guðs ríki erfa“.

Páll getur hafa verið að tala til gyðinga í Rómverjabréfinu en það breytir ekki neinu, þetta á við jafnt um okkur, ég sé ekki munin á því að gyðingur lifi samkynhneigðu lífi og að heiðingi geri slíkt hið sama.

Guð skapar ekki manneskju með samkynhneigðar óskir. Biblían segir okkur að manneskjur verði samkynhneigðar vegna synda (Róm. 1:24-27) og endanlega að eigin ósk.

En það er rétt hjá þér, ég sem aðrir syndarar erum ekkert betri eða verri en þeir sem syndga með samkynhneigðu lífi, þeir sem eru endurfæddir kristnir skynja hins vegar synduga hegðun og reyna þar með að forðast hana:

Hins vegar lýsir Biblían ekki samkynhneigð sem „meiri“ synd en hverri annarri. Öll synd er Guði andstyggileg. Samkynhneigð er einungis ein af mörgum syndum, sem taldar eru upp í Fyrra Kórintubréfi 6:9-10 og valda því, að menn munu ekki „Guðs ríki erfa“. Samkvæmt Biblíunni er fyrirgefning Guðs engu síður boðin samkynhneigðum en hórkörlum, skurðgoðadýrkendum, morðingjum, þjófum o.s.frv. Guð heitir einnig sigurstyrk yfir syndinni, þar með talinni samkynhneigð, öllum þeim sem vilja trúa á Jesúm Krist sér til hjálpræðis (1. Kór. 6:11; 2. Kór. 5:17).

Núna er ég búin að afgreiða þetta málefni og ætla núna að svara nokkrum af þeim spurningum sem þú kemur með í athugasemd þinni:

Guð er ekki upptekinn af því sem við köllum rétt og rangt, við erum upptekinn af því, ef Guð væri alltaf að hugsa um hvort við erum að gera rétt eða rangt, fremja synd eða fylgja lögmálinu, hefði hann ekki þurft að fyrirgefa okkur öll afbrotin.

Mikið rétt hjá þér, Guð er ekki upptekin af því.  Það er ekkert sem við getum gert til þess að breyta honum eða takmarka hann.  Hann myndi vilja fá okkur öll til sín í Himnaríki, við erum sköpuð í hans mynd í anda okkar en ef við syndgum viljandi og varanlega eftir að við höfum öðlast þekkingu sannleikans þá er sálarsjón okkar blind og við rötum ekki inní Guðs ríki.  Það sem þú ert að boða hér er algjör óhlýðni við Guðs orð sem leiðir að sér blindu andans.

Það getur verið hættulegt að lesa biblíuna og ætla að skilja hana útfrá kirkjuleg bakgrunni, vegna þess að hún er ekki til þess. Þú átt að leyfa andanum að túlka hana fyrir þig, því það túlkar engin ritningarnar rétt nema andinn hafi opinberað þær.

Biblían er eini leiðarvísir kristinna manna, með því að velja og hafna úr henni það sem "okkur" henntar þá erum við að hafna henni í heild sinni.  Ég hef marg sagt þetta.  Ef við ætlum að gera Guð þannig að við skiljum hann fullkomnlega, þ.e.a.s. að hann rúmist fyrir í okkar huga, þá er það lítill og óraunverulegur guð.  Það er ekki þitt, Ibbets, að mótmæla þeim opinberunum sem eru í ritningunni.  Ef eitt í Biblíunni er rangt, hvað er þá rétt?

Hún Jóhanna hefur alveg rétt fyrir sér þegar hún segist fylgja hjartanu. Vegna þess að við höfum huga Krists, þannig það er rétt að fylgja hjartanu þegar þú hefur tekið við Jesú inní líf þitt, þvi hann býr innra með þér og hefur gefið okkur nýtt hjarta sem við eigum að treysta.  Ef þú þarft að tékka á öllu sem þú gerir og gá hvort að það standist biblíuna þá ertu ekki að lifa í trú, þá ertu alveg eins og þeir syndugu, þú treystir á sjálfan þig.

Mikið rétt hjá þér, þú þarft ekki að tékka í Biblíunni, lögmálið hefur verið ritað í hjarta þitt (lögmál kærleikans) en þér ber að viðhalda því með lestur í orðinu.  Það hefur ekkert stangast á við mínar hugmyndir eftir endurfæðinguna.  Að sjálfsögðu er ég ekki að lesa lögbækur Móse svona dags daglega enda eiga þær ekki við okkur sem erum undir náðinni.

Kristur er endalok lögmálsins og nú réttlætist hver sá er trúir. Bókstafstrú er ekki trú, hún gengur úta að hafa rétt fyrir sér og gera rétt, vita best og nota biblíuna sem viðmið á öllu sem þeir gera og það er ekki frelsi.

Það er einmitt mikið frelsi fólgið í því að hafa reglur.  Ef við tökum fótboltaleik sem dæmi þá væri það leiðinlegur leikur ef dómarinn myndi leyfa allt.  Það yrði upplausn og leikmenn hefðu ekki gaman að slíkum leik.  Ef það yrði skipt um dómara sem kynni reglurnar þá yrði strax allt mikið betra og leikmenn gætu farið að gera það sem þeir eru bestir í, að spila fótbolta.

Fólki líkar vel við kristið fólk, og Jóhanna er gott dæmi um það,, hlutverk okkar sem eigum trú er að sætta fólk við Guð ekki að sundra því. Heldur þú að þú sért að opna augu Kristins með orðum þínum eða að fjarlægja hann frá Guði? 

Alveg hárrétt hjá þér Ibbets en málið er bara þannig vaxið að þú, Jóhanna og Kristinn hafið afneitað mér og minni trúarsannfæringu með öllu.  Þið sýnið mér nákvæmlega ekkert umburðarlyndi.  Kristinn talar um mig í 3 persónu, Jóhanna segist ætla að berjast gegn trúarsannfæringu minni og þú íar að því að ég sé umburðarlaus maður sem lifir ekki í trú.  Ykkur er að sjálfsögðu frjálst að hafa þessar skoðanir og mér sýnist á skrifum ykkar að það sé ekkert sem ég geti gert til þess að breyta því.

Ég er mjög langt frá því að vera fullkomin, þó svo að ég tali um Guðs orð og það sem sé rétt og það sem sé Guðs þá er ég ekkert endilega sá besti í að fylgja þessu öllu.  Ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því að ég fór yfir mörkin með Kristinn Theódórsson og svo sum ekkert sem réttlætir það.  Hins vegar fann ég mig á þessu augnabliki ekki knúin til þess að sýna honum umburðarlyndi það er minn feill sem venjulegur mannlegur maður í þessu lífi.

Hvað varð um að elska náungan, hvað með umburðarlyndi?

Ég get alveg sagt þér að ég ber engan kala til Kristsins, þín eða Jóhönnu.  Því fer víðs fjarri og þó svo að ég hafi tekist á við vantrúarmenn hér á blogginu þá þykir mér vænt um þá alla svona innst inni.

Hvað með að tala líf en ekki dauða? 

hvað er líf valur?

Ef þú lest fyrstu og einu færslu bloggsins míns þá sérðu að ég tala líf inní kringumstæðurnar.  Þessi umræða þróaðist svo útí allt annað.  Ég mun ekki breyta trúarsannfæringu minni bara svo að geti þóknast öllum í heiminum en þetta mun trúlega þróast útí það að reynt verði að nauðbeygja okkur sem höfum þessa trúarsannfæringu til þess að laga okkur að viðmiðum samfélagsins.

Þú spyrð mig hvað líf sé, Ibbets, þegar ég endurfæddist þá lifnaði ég við úr dauða.  Þú gerir vonandi ekki ráð fyrir því að ég sé dauður aðeins vegna þess að ég sé ekki tilbúin til þess að skrifa undir og samþykkja allar syndir mannanna sem eðlilegar, þar með taldar mínar eigin.  Er ég lifandi ef ég lifi í synd, andstætt orði Guðs?

....ert samkynhneigður í guðs augum ef þú ert að dæma, eða vissir þú ekki að ef þú dæmir ertu að dæma sjálfan þig.

Guð flokkagreinir syndir ekki, hann sagði aldrei að þessi synd er verri en þessi, og þessi synd er í lagi vegna þess að hún er svo saklaus, nei, það er synd að trúa ekki. Þegar þú dæmir náungan ertu setja sjálfan þig undir lögmál og lögmálið dæmir, það fær Aldrei nó.

Hvern hef ég dæmt hér?  Hef ég látið dóma falla yfir mönnum?  Hef ég dæmt þá sem lifa samkynhneigðu lífi frá Guðs ríki? Nei, Ibbets, það er ekki ég sem geri það það er Guðs að dæma.  Mér er hins vegar fullkomnlega frjálst að leiðbeina fólki frá rangri hegðun, það er allt annar handleggur og mér er fullkomnlega frjálst að standa á minni trúarsannfæringu og benda á það sem rétt er.  Það er engin sem segir að við eigum að samþykkja syndina þó svo að við dæmum ekki náungan.

Ef ég segi við samkynhneigðan mann:  "Þú lifir í synd"  Þá er ég ekki að dæma hann til eilífrar glötunnar heldur er ég að opna augu hans fyrir hinu rétta.  Þú mátt ekki rugla þessu saman Ibbets.

Mér finnst einhvern vegin á skrifum þínum að þú hafir ekki almennilega lesið það sem hér hefur verið skrifað og ég hvet þig nú til þess.

Þú veist t.d. ekkert um það hvað hefur gengið á milli mín og vantrúarmanna og þekkir því ekki þá sögu.  Þeir stunda það grimmt hér á blogginu að rugla og snúa útúr Guðsorði og gera það að hinu vonda, búa til hið illa úr hinu góða, taka Jesú útúr kristninni sem er reyndar afar sérstök nálgun.  Ég veit ekki hversu lengi er hægt að umbera slíka hegðun.  Ég hef reynt að nálgast þá með kærleika en hef ekki uppskorið neitt af því.

Valur Arnarson, 28.10.2010 kl. 10:49

46 Smámynd: Valur Arnarson

Annað sem ég vildi bæta við þetta, Ibbets:

Fólki líkar vel við kristið fólk, og Jóhanna er gott dæmi um það,, hlutverk okkar sem eigum trú er að sætta fólk við Guð ekki að sundra því. Heldur þú að þú sért að opna augu Kristins með orðum þínum eða að fjarlægja hann frá Guði?

Þú ert sem sagt á þeirri skoðun að maður geti ekki verið kristinn nema að öllum líki við mann, er það rétt skilið hjá mér?

Nú er ég þess fullviss að Páll Postuli hafi ekki skapað sér vinsældir hjá öllum með skrifum sínum, sumu fólki hefur örugglega líkað illa við hann, ertu þá á því að hann hafi ekki verið kristinn?

Svo talar þú um mína dóma en dæmir mig sem umburðarlausan bókstafstrúarmann og dæmir trú mína sem dauða trú.  Hver er það sem er að dæma?

Valur Arnarson, 28.10.2010 kl. 11:40

47 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég þakka ykkur fyrir samræðurnar - mér finnst þetta yfirgripsmikið hjá ykkur! .. Þakka Ibbets .. sem talar um mig sem Jóhönnu sína ????....  Nú verð ég forvitin!

Ég held - "my friends" að við keppum öll að sama markinu - friði og kærleika fyrir alla menn,  aðferðafræðin er bara æði misjöfn.  Ég er bara alltaf pinku hrædd við ef að í aðferðafræðinni felst að taka ekki ábyrgð á sjálfum sér eða verkum sínum, en segjast þurfa að gera eins og að stendur í bók, jafnvel hýða börn ... 

Þá brestur kærleikann að mínu mati.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 21:23

48 Smámynd: ibbets

p { margin-bottom: 0.08in; }

Takk fyrir svarið Valur. gaman hvað þú ert duglegur við að skrifa og sry hvað ég svara seint, langur dagur hjá mér.

Mér finnst túlkun mín á róm 1-3 ekkert vera skrítin, ég sé það skírt að Páll er að fá lesandann til þess að dæma sjálfan sig, hann sýnir fram á að við erum öll eins í Guðs augum, annaðhvort erum við syndarar eða við erum réttlátt fyrir hans náð. 

Við erum fædd sem syndarar, það er ekki hegðun okkar sem gerir okkur sek, heldur eðlið sjálft. Við getum ekkert gert að því, jú við getum reynt að lifa góðu lífi, við getum reynt ýmislegt, við getum sagt hitt og þetta, en við erum alltaf syndug. Það er ekki fyrr en við tökum á móti Jesús inní líf okkar að við eignumst líf. Þegar þú eignast lífið sem þú átt, þá ertu ekki syndari í Guðs augum, jafnvel þótt þú sjáir sjálfan þig sem syndara, hann sér þig sem Krist, þitt hlutverk er horfa á Krist, því eins og hann er þannig ert þú.

Ef þú lest allt rómverjabréfið þá er þetta það fyrsta sem páll byrjar á, það er að fá lesandann til þess að dæma sjálfan sig, síðan fer hann í réttlæti fyrir trú og svo fer hann í hinn fyrsta Adam og svo hinn seinni, þú tilheyrir seinni Adam. þegar þú hefur náð fyrstu 8 köflunum þá áttu ekki að vera meðvitaður um synd, þú hefur samvisku Krists. Við eigum ekki einu sinni að dæma okkur sjálf,

Mikið rétt hjá þér, Guð er ekki upptekin af því.  Það er ekkert sem við getum gert til þess að breyta honum eða takmarka hann.  Hann myndi vilja fá okkur öll til sín í Himnaríki, við erum sköpuð í hans mynd í anda okkar en ef við syndgum viljandi og varanlega eftir að við höfum öðlast þekkingu sannleikans þá er sálarsjón okkar blind og við rötum ekki inní Guðs ríki.  Það sem þú ert að boða hér er algjör óhlýðni við Guðs orð sem leiðir að sér blindu andans.

Nú ert þú giftur og veist að kona þín elskar þig. Knýr ást hennar þig til þess að halda fram hjá henni? Getur sá sem á ekki lífið í Kristi sagt, ég afneita þér Satan, þú ert ekki lengur höfðingi lífs míns? Ég Ýminda mér að þú segir nei, sá sem er ekki frelsaður getur ekki afneitað satan sem höfðingja sínum og bjargað sjálfum sér þannig. En ef ég segi, getur sá sem hefur verið fæddur af Guði sagt ég afneita þér Guð og eyðilagt frelsun sína?

Er verk Adams meira en verk Krists. Afhverju er svona auðvelt að klúðra frelsun sinni og erfitt að halda henni?

Flest sem þú ert að segja mér hefur þú numið af þeim sem tala í kirkjunni þinni og tekur það sem er sagt þar sem algjörum sannleika.


Hvenær hætti Kristur að vera Guðs orð hjá þér? Biblían er rétt og sönn en hún er ekki lífið, hún er ekki orðið, það er Kristur. Þú þekkir biblíuna mjög vel en það er ekkert gefið að þú þekkir Krist.


Biblían er eini leiðarvísir kristinna manna, með því að velja og hafna úr henni það sem "okkur" hentar þá erum við að hafna henni í heild sinni.  Ég hef marg sagt þetta.  Ef við ætlum að gera Guð þannig að við skiljum hann fullkomnlega, þ.e.a.s. að hann rúmist fyrir í okkar huga, þá er það lítill og óraunverulegur guð.  Það er ekki þitt, Ibbets, að mótmæla þeim opinberunum sem eru í ritningunni.  Ef eitt í Biblíunni er rangt, hvað er þá rétt?


Hvar segir að biblían sé leiðarvísir okkar? því biblían segir að náð Guðs og Andi Guðs kenna þér alla hluti. Hans guðdómleigi máttur hefur veit oss allt sem við þurfum til að lifa guðlegu lífi. Þarna ert þú að fara með lygar Valur, Ekki hafði Jósef biblíuna, ekki hafði Abraham hana, samt þektu þeir Guð. Lastu ekki versin sem ég skrifaði ykkur mófa?

Biblían er frekar eins og matseðill, en matseðillinn sem slíkur gerir ekkert,þú getur lært hann utanbókar en þegar þú ert búinn að því, þá ertu samt ennþá svangur, þú þarft að panta það sem þú vilt fá og svo borða og þannig verður þú saddur.

Það er allt rétt í biblíunni en það er ekki allt í gildi lengur fyrir þá sem eru í Kristi. Jesus er búinn að afnema gamla sáttmálan og allt sem tilheyrir honum. Við sem tilheyrum Kristi tilheyrum nýja sáttmálanum og ættum að þekkja hann.


Ef flestum hefði líkað ylla við Pál, þá hefði hann eldri náð þeim árangri sem hann gerði,, það voru lögmálsmenn sem og musterismenn sem þoldu hann ekki, vegna þess að hann sýndi fólki að trúrækni er ekki leiðin til þess að lifa.


Þú dæmir sjálfan þig, ég þarf ekki að dæma þig. Þú gengur svo langt að segja að þú sért syndari og játar gamla eðlið yfir þig aftur. Mig undrar það ekkert að enn skuli vera veikindi og leiðindi innan kirkjunnar og líka í þinni kirkju,, 

Það var ekki ég sem var að rífast í trúlausum einstaklingi, ég er aðeins að áminna bróður, og ég er að reina að vera ekki særandi. Ef ég særði þig biðst ég afsökunar, það var ekki mín áætlun.


En lifðu vel valur, ég ætla að fara að sofa,,, orðinn soldið þreyttur,, sorry ef ég svaraði ekki öllum spurningum þínum.

Jóhanna þú stendur þig mjög vel,, keep up the good work girl,,,

kv. ibbets

ibbets, 29.10.2010 kl. 00:04

49 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Ibbets,

Þú virðist gera mikið úr því að ég líti á sjálfan mig sem syndara.  Ég lít á sjálfan mig sem syndara í þeim skilningi að ég misstíg mig í lífinu eins og aðrir.  Það er alveg sama hvað ég mun reyna að lifa kristnu og heilögu lífi, ég mun alltaf koma til með að misstíga mig á einhverjum tímapunkti, þetta á líka við um þig Ibbets.  Við þurfum öll á fótarþvotti frelsarans að halda smbr. Pétur í Jóhannesarguðspjalli.  Ef við þiggjum ekki fótarþvottinn þá eigum við enga samleið með Kristi Jesús, þú getur lesið um þetta atriði.  Þú ferð um víðan völl í innleggi þínu og gerir mikið útá sjálfvirka þekkingu sannleikans án lestur orðsins.  Ég get sagt þér það Ibbets að þetta er mjög varasöm nálgun á hlutina.  Ég er ekki hlynntur lögmálsverkum og er sammála þér í því að gamli sáttmálin er ekki lengur í gildi en við eigum að styrkja okkur og uppörva með lestur í orðinu.  Orðið er næring andans ef maður leyfir Heilögum anda að leiðbeina sér í gegnum það.  En maður verður að hafa Jesú með sér við lesturinn því biðjum við þess í Jesú nafni að orðið verði okkur til uppörvunar og skilnings.

Varðandi innlegg þitt með Satan þá er það mál allt mjög skýrt fyrir mér.  Við berum ábyrgð á okkur sjálf.  Ef við ætlum að kenna óvininum um hvernig fer í lífi okkar þá erum við á villigötum því þá erum það við sem erum móttækileg fyrir lygum hans og við erum að gera stöðu hans meiri en hún er.  Athugaðu að það er ekkert sem Satan gerir án samþykkis Guðs.  Satan er þannig séð ekki mótvægi heldur undirmaður.  Þú getur lesið um þetta í Jobsbók.  Satan þarf að biðja Guð um hvort hann megi gera (freista).

Það er ekki til neitt, Ibbets, sem heitir affrelsun.  Það er rökfræðilega ómögulegt.  Þú ert kallaður til réttlætis af Guði sem er almáttugur.  það er ekki hægt að snúa þannig réttlæti við.  Við endurfæðingu andans þá dvelst Heilagur andi innra með okkur, hann yrði þá að afdveljast frá okkur og réttlætið yrði kallað til baka.  Ég sé þetta ekki gerast.  Sá sem á eilíft líf í dag og missir það á morgun átti það aldrei í upphafi.

Hvenær hætti Kristur að vera Guðs orð hjá þér? Biblían er rétt og sönn en hún er ekki lífið, hún er ekki orðið, það er Kristur. Þú þekkir biblíuna mjög vel en það er ekkert gefið að þú þekkir Krist.

Það er ekkert í Biblíunni, Ibbets, sem stangast á við Krist, nema lögmálsverkin.  Hann afnam þau með líkama sínum.  En lögmálið er ekki fallið úr gildi í þeim skilningi að þeir sem taka ekki við náð Jesú Krists verða dæmdir samkvæmt því.

Hvar segir að biblían sé leiðarvísir okkar? því biblían segir að náð Guðs og Andi Guðs kenna þér alla hluti. Hans guðdómleigi máttur hefur veit oss allt sem við þurfum til að lifa guðlegu lífi. Þarna ert þú að fara með lygar Valur, Ekki hafði Jósef biblíuna, ekki hafði Abraham hana, samt þektu þeir Guð.

Þú ert með mikið af feitletrunum og skáletrunum í textanum þínu, Ibbets, en það gerir hann ekki merkilegri.  Þú vænir mig um lygar en agnúast svo yfir því að ég hafi rifist við hrokafullan trúleysingja.  Það eru margir hlutir í Biblíunni sem eru gagnlegir fyrir okkur í lífinu og í þeim skilningi eru hún góður leiðarvísir, ég get tekið gott dæmi og það er sagan um matjurtargarðinn og yrðlingana.  Ég hef notað hana sem viðmið í samskiptum mínum við mína heittelskuðu konu.  Hjónaband okkar og ást er eins og matjurtargarður sem þarf að rækta með hlýlegum orðum og athöfnum, ef maður hins vegar hleypir yrðlingunum að (reiðinni) þá tæta þeir og skemma það sem maður hefur byggt upp.  Ekki væna mig um lygar aftur Ibbets, nema að þú hafir verulega innistæðu fyrir því.

Það er eitt sem ég vil spyrja þig um, Ibbets.  Ert þú á því að frelsaður maður geti ekki misstígið sig og verði því algjörlega syndlaus eftir frelsunina í þeim skilningi að hann syndgi aldrei aftur á sama hátt og Jesús Kristur?  Er það þín sannfæring?

Mér finnst það pínulítið hljóma þannig hjá þér vegna þess að þú virðist gera ráð fyrir því að ég þekki ekki Krist vegna rifrildis míns við Kristinn Theódórsson og vegna trúarsannfæringar minnar varðandi samkynhneigt líf.

Hefur þú aldrei misstígið þig Ibbets í þínu lífi sem frelsaður maður?

Ef að ég missteig mig það illa að ég sé afkristnaður vegna rifrildis míns við Kristinn Theódórsson þá hefur það líka hennt þig þegar þú vænir mig um lygar.

Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 09:15

50 Smámynd: Mofi

Jóhanna
Ég er bara alltaf pinku hrædd við ef að í aðferðafræðinni felst að taka ekki ábyrgð á sjálfum sér eða verkum sínum, en segjast þurfa að gera eins og að stendur í bók, jafnvel hýða börn ... 

Þá brestur kærleikann að mínu mati.

Hvað ef að þinn kærleikur og þín viska er ekki rétt? Hvað ef að Salómon var innblásinn af Guði og þarna var hann að segja satt og rétt frá og þú ert að gera eitthvað sem er alls ekki kærleiksríkt þegar þú hunsar það?

Mofi, 29.10.2010 kl. 10:22

51 Smámynd: Valur Arnarson

Það er eitt annað sem ég þarf að koma að, Ibbets, og það eru þessi skot varðandi kirkjuna mín.  Ég er ekki talsmaður Hvítasunnukirkjunnar og tjái mig ekki hér í hennar nafni.  Þú talar um þetta eins og ég sé "lærður" frá Hvítasunnukirkjunni, sem er náttúrulega bara fásinna.  Auðvitað fæ ég uppljómun af þeim predikunum sem eru þar en ég les Biblíuna sjálfstætt til þess að öðlast sannfæringu fyrir sjálfan mig.  Ég gleypi ekki við öllu eins og þú ýjar að í innleggi þínu.

Ég vil biðja þig um að halda Kirkjunni minni fyrir utan þetta, ég sýni þér þá virðingu, ég veit nú reyndar ekki hvaða kirkju þú tilheyrir.

Með vinsemd og virðingu, hættu að væna mig um lygar og ýja að því að ég þekki ekki Jesú vegna hegðunnar minnar, því með því ertu að kasta steinum úr glerhúsi. Hættu líka að blanda Kirkjunni minni inní þetta.

Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 12:45

52 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Valur, mér finnst ótrúlegt hvað þú ert ósamkvæmur sjálfum þér hér miðað við það sem þú sagðir á blogginu mínu. Ef við tökum samkynhneigð fyrir, þá getum við (ef við notum það sem þú sagðir um barnauppeldi) líka sagt eitthvað svona:

1. Er biblían kennslubók um kynlíf? Rannsóknir síðustu áratuga hafa komið með niðurstöður sem að höfundar biblíunnar höfðu ekki hugmynd um, þannig að þeir bara vissu ekki betur.

2. Það er ekki verið að tala um góða samkynhneigð, bara slæma samkynhneigð. Aðalatriðið er það að maður eigi að elska einhvern einn. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.11.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband