KIRKJAN - HÚSIÐ, KIRKJAN - STOFNUNIN, KIRKJAN - SAMFÉLAGIÐ...

Það fer víst ekki framhjá neinum að nú fer fram mikil og hörð umræða um kirkjuna.  En á sama hátt og ég hef þurft að leggja á það áherslu að skóli er ekki einungis skólastjóri skólans, eða skólastjórn, er kirkja ekki einungis biskup og/eða yfirstjórn kirkjunnar.  Í báðum tilfellum eru þetta hluti af pakkanum og hafa menn mikla ábyrgð að bera.  

Hvað erum við að ræða þegar við erum að ræða kirkjuna?  

 

  • KIRKJA sem hús,  samkomustaður sem er vígt til helgihalds og fólk kemur annað hvort eitt eða saman til að eiga samfélag með Guði og með hvert öðru. Þar eru vissulega haldnar afhelgaðar (secular) athafnir einnig, eins og tónleikar o.fl. 

  • KIRKJA sem stofnun,  yfirstjórn kirkjunnar, biskup og þeir sem hafa völd innan stofnunarinnar.

  • KIRKJA sem samfélag, samfélag við Guð og samfélag fólks við fólk, leikmanna sem lærðra, með sömu eða svipuð lífsgildi og áherslur á trúarsviðinu, í tilfelli íslensku þjóðkirkjunnar er það kristni. 
 
Mengin KIRKJA og KIRKJA skarast vissulega og þá er komin enn ein hugmyndin að því hvað verið er að ræða þegar verið er að ræða um KIRKJUNA
 
Gagnrýni samfélagsins í dag snýr fyrst og fremst að KIRKJUNNI,  biskupi og yfirstjórn, en þar að auki þeim prestum sem hafa, að margra mati, ekki staðið sig eða staðið nægilega vel með fórnarlömbum kynferðisofbeldis innan kirkjunnar. Gagnrýnin snýst að þeim sem tekið hafa þátt í þöggun. Athyglin er á viðbrögðum KIRKJUNNAR við kynferðislegu ofbeldi sem hefur þrifist undir verndarvæng hennar og vilja og/eða getu stjórnenda til að viðurkenna vandann, bæta ráð sitt og gera betur.  
 
Nú þegar hafa stigið fram prestar sem hafa sópað út úr sínum skápum og sagt sína sögu á einlægan hátt eins og sr. Sigríður Guðmarsdóttir sem baðst líka afsökunar á aðgerðarleysi sínu á sínum tíma.  
 
Algeng myndlíking af KIRKJUNNI er skip - og ef við tökum líkinguna á farþegaskipi þá  er um að ræða skipstjóra, stýrimann/menn, vélstjóra,  kokka, háseta og farþega.. kannski fleiri störf sem ég man ekki eftir eða þekki ekki. 
 
Nú líður söfnuðurinn:  KIRKJAN fyrir stofnunina/stjórnina KIRKJUNA.  
 
Ég er ekki einungis að segja þetta vegna þeirra mála sem nú eru komin upp, heldur vegna fleirri stjórnunarmála sem KIRKJAN hefur  ekki valdið. T.d. ýmissa jafnréttis- og ráðningarmála innan KIRKJUNNAR sem ekki hefur verið staðið nógu vel að.  Mér finnst óþarfi að grafa höfuðið í sandinn með það  og ég hef áður talað upphátt um slíkt.  Ef einhver þarf að ganga í fararbroddi í jafnréttismálum þá er það KIRKJAN. 
 
Þetta skipa líkingamál var mjög heitt í umræðunni í pólitíkinni á sínum tíma. Menn höfðu siglt þjóðarskútunni í strand og ekki þótti vænlegt að láta sama skipstjóra halda áfram að stýra.  
 
Ég tel mig enn hluta af KIRKJUNNI þó að ég hafi sagt mig frá stofnunni og yfirstjórn KIRKJUNNAR, vegna óánægju með hana veit að ég verð velkomin í KIRKJUNA og KIRKJUNA. 
 
Ég vona nú að einhverjir skilji hvað ég er að fara með þessu litabókardæmi.  
 
SAMANTEKT:
 
KIRKJA er ekki það sama og KIRKJA.  KIRKJA er ekki einn maður eða nokkrir stjórnendur, en þeir eru vissulega hluti af heildinni. 
 
Nú þurfa menn að vega og meta hvað KIRKJUNNI sé fyrir bestu og vonandi komast þeir að sem bestu niðurstöðu. 
 
Að öllum flokkunum og mengjum slepptum:  
 
Við þurfum öll að líta í eigin barm, hvort sem við tilheyrum kirkju eða ekki og taka höndum saman til að vinna gegn ofbeldi og þöggun og þá fyrst og fremst ofbeldi gegn þeim sem síst geta varið sig og eru viðkvæmust fyrir,  en það eru börnin.   
 
Ofbeldismaðurinn var einu sinni barn,  sem e.t.v. var beitt ofbeldi,  þannig keðjuverkun þarf að rjúfa.
Hún verður ekki rofin með því að þegja eða líta í aðra átt, hún verður rofin með að viðurkenna vandann og einnig með að finna lausnir fyrir ofbeldismanninn og koma honum til hjálpar. 
 
Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Best að koma með fyrstu athugsemdina hjá sjálfri mér:

Pælingin er hvort að samfélagið Kirkjan sé ekki að blæða of mikið fyrir stofnunina Kirkjan og ef svo er hverra er þá ábyrgðin?

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.8.2010 kl. 20:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna mín, ef Kirkjan á allan hátt væri eins og þú, þá hefði ég aldrei sagt mig úr henni.  Það er bara þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill og 

Kirkjan er algjörlega búin að missa tökin á starfsemi sinni og var búin að því fyrir tugum ára. Þessi metnaður að byggja falleg hús er kanski allt í lagi. Enn helgisiðir og hroki gerir meira og meira bil á milli fæilks og kirkju. það er EKKERT kennt um Guð í neinni kirkju. Bara sagt hvaða skipanir Guð átti að hafa gefið fyrir 2000 árum síðan og prestarnir vinna við að framfylgja þessum "skipunum".

Það alvarlega er þegar prestar og aðrir vinnumenn kirkjunar trúa þessu sjálfur. Þá fyrst byrja vandamálin....

Að kirkjan geti ekki tekið á kynferðisofbeldi þarf engin að vera hissa á. Það þarf ekki að verða hissa á einu eða neinu í kringum kirkjuna, því líf í ranghugmyndaheimi hennar fylgir ákveðnu munstri og tengist bara sumum.

Kirkjan ætti að vera fyrir alla, enn það er rækilega passað upp á það að svo verði ekki...

Óskar Arnórsson, 25.8.2010 kl. 06:56

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Kirkjan er ég og þú. Kirkjan er fólkið í landinu. ÞJónar kirkjunnar eru prestar, biskup og aðrir starfsmenn. Þar hefur ekki verið haldið rétt á málum. Menn þurfa að iðrast af einlægni og hreinsa út mein og svo á að efla kirkjuna. Mér finnst að leikmenn eigi að koma meira inn í stjórn þessarar stofnunar því það virðist þurfa að hafa vit fyrir mörgum kirkjunnar þjónum.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 13:50

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég trúi á Guð Guðmundur St og ekki kirkju. Það sem er að ske í kirkjunni í dag og gömul mál sem eru að komast upp, er ekkert nýtt. Ég veit um fullt af svona málum. Kirkjan hefur alltfað verið full af "iðrandi og ljúgandi" prestum.

Týranismin og valdafíknin í stjórn kirkjunnar er svo yfirþyrmandi og á svi lagu planiað maður verður að fara inn í glæpaflokk til að samskonar stjórnsýslu.

Kallaðu mig gjarna fábjána, rugludall eða glæpamann. Enn aldrei kalla mig kirkju. Þú ert kanski kirkjan enn ég ekki. Ég er vandaðri að virðingu minni enn það...og ekki reynda að kenna mér neina frasa úr biblíu eða kirkju.

Ég kann leikritið utanað...

Óskar Arnórsson, 25.8.2010 kl. 17:30

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ásthildur þakka góð orð í minn garð.

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband