Fagna ber hverju nýju skrefi sem heimsbyggðin tekur í átt til mannréttinda

Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, sagði á Alþingi 18. nóvember sl. að innan ráðuneytis hennar væri unnið að setningu einna laga sem gilda eiga um hjúskap, jafnt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún sagði samrýmingu löggjafar brýna réttarbót sem stefnt sé að fullum fetum.

Ragna sagði að í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kæmi fram að stefna beri að setningu einna hjúskaparlaga. Unnið sé að því í ráðuneytinu en að mörgu þurfi að huga og engu hægt að slá föstu hvað varðar dagsetningar.
Tekið af síðu samtaka 78  sjá hér
Set hér inn myndband af laginu, "Betra líf" sem Páll Óskar flutti á Kærleikskonsert Mozaik kirkjunnar í gærkvöldi við mikinn fögnuð viðstaddra.

mbl.is Samkynhneigðir mega giftast í Mexíkóborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, sagði á Alþingi 18. nóvember sl. að innan ráðuneytis hennar væri unnið að setningu einna laga sem gilda eiga um hjúskap, jafnt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra.

Ég held ég kunni best við þessa stjórnmálamenn sem eru

EKKI stjórnmálamenn

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

18 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það er hægt að umbera samkynhneigð í samfélaginu en ekki styðja hana sérstaklega finnst mér. Varla, varla.... og ég segi bara alls ekki styðja sérstaklaga hjónabönd samkynhneigðra.

Ef menn skoða innsta eðli þessa fyrirbrygðis, samkynhneigðar og virkilega setja sig inn í orsakir þessa þá fer ekki hjá því að menn fyllist efasemdum um að svona mikilvægt sé að hampa þessu.  

Enn fremur vil ég segja að það er engin leið að skilja samkynhneigð gegnum fjölmiðla, baráttusamtök, bíómyndir, própaganda og fjölmiðla. Nei, menn verða að fara aðra leið til að mynda sér trausta skoðun á þessu.

Guðmundur Pálsson, 22.12.2009 kl. 10:08

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðmundur Pálsson, hvernig væri að reyna að skilja samkynhneigð með að hlusta á samkynhneigða og aðstandendur þeirra?

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 11:26

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 11:32

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þessi athugasemd hér að ofan er "kópí-peist" frá athugasemdakerfi Jóns Vals.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 11:33

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. Jón hefur s.s. áhuga á að vita, í framhaldi af fréttinni um samþykki giftingu samkynhneigðra Mexíkóbúa,  hvort að sveitastjórnir geti samþykkt það að systkini megi giftast. 

Fatta ekki alveg þann áhuga hans og þá ósmekklegu tengingu,  þar sem sifjaspell þykir almennt siðferðilega rangt óháð öllum trúarbrögðum, boðum og bönnum,  en veit ekki hvað hann lúrir með í sínum skáp.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 11:39

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála Ólafur í Hvarfi, held að vísu að flestir stjórnmálamenn séu ekki rörsýnir hvað þetta varðar.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 11:41

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er BARA jákvætt

og vonandi að dómsmálaráðherra fylgi þessu máli eftir.

Marta B Helgadóttir, 22.12.2009 kl. 13:55

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...myndbandið er æði,

Páll Óskar er einn flottasti performer sem við (Íslendingar)  höfum átt :)

Marta B Helgadóttir, 22.12.2009 kl. 13:58

8 identicon

Nú er bara að hætta í kristnisruglinu Jóhanna mín... þú getur ekki verið þekkt fyrir það að bera út boð um jafnrétti og annað gott... en í leiðinni dýrkað söguhetju bókar sem hefur kostað svo mikið misrétti, morð og leiðindi...
Meira að segja eru krissar á Englandi farnir að kalla eftir dauðadóm yfir samkynhneigðum... þú getur ekki lagt nafn þitt við svona rugl og bull... er það nokkuð :)

Trúfrjáls á næsta ári krakkar... sýna smá lit í þessu mikilvægasta máli mannkyns... niður með trúarbrögðin, á sorphauga sögunnar með þetta rugl.
Praise humanity og gleðilegt jól og alles.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 14:09

9 identicon

Einhverra hluta vegna finn ég oft samhljóm í orðum þínum DoctorE og upplifi þig mun nær því sem ég myndi ætla að vær sannkristni.....  vandamálið er ekki að fólk vill trúa og hafa siðavenjur því tengdu... vandamálið erað ofstækisfólk tekur góðan tilgang og hugsun í gíslingu og breiðir út sjálfumgleðisdýrkunarboðskap antikristninnar... því ég vil meina að margir af þeim sem eru heitastir í biblíuoflætinu eru í raun andkristnastir af öllum.  Það þarf ekki annað en að lesa færslur margra trúmanna hér á blogginu til að sjá hversu margir eru illa haldnir af villuljósi kristninnar.

Hatursboðskapur margra bókstafstrúarmanna er ekkert annað en sú rödd sem þeir kalla rödd hins fallna bróður Lúsífers...

Ef menn fyrirlíta í hjarta sínu náungann, en nota biblíuna sér til réttlætingar, þá eru þeir ekki að gera neitt anað en að boða fyrirlitningu og dæmi hver fyrir sig hvaðan sú rödd kemur :)

Ef heimur trúarinnar væri jafn víðsýnn og umburðarlyndur og heimur Jóhönnu gæðablóðs, þá væri ég ekki mótfallinn því að tilheyra þeim heimi til að auðga þá eiginleika í mínu lífi :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 14:51

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhanna, þú virðist ætla að veita Hirti Magna harða samkeppni sem hetja líberalistanna. En á þeirri leið þinni er samt allt í lagi að fara rétt með og virða það, þegar rangar fullyrðingar þínar hafa verið hraktar með rökum. En það kýstu ekki, heldur endurómar þínar röngu fullyrðingar með orðum þínum hér kl. 11:39 um "þá ósmekklegu tengingu" o.s.frv.

Ég hafði svarað þér kl. 1.23, þannig:

"Þegar ég segi: "Hvor tveggja, hjónabönd systkina og samkynhneigðra, eru andstæð sjónarmiðum flestra þjóða," er þá verið að "leggja sifjaspell að jöfnu við samkynhneigð"?

Svarið er: Nei, ekki frekar en það væri að leggja að jöfnu þjófnað og framhjáhald, ef einhver segði: "Hvort tveggja, þjófnaður og framhjáhald, er andstætt siðferðisreglum flestra þjóða." Ekkert mat felst í þessum tveimur skáletruðu setningum á því, hversu misjafnlega alvarleg fyrirbæri þetta séu, sem þarna er verið að tala um. Ég hef hreinlega ekkert úttalað mig um það mál með þessum stutta bloggpistli." (Tilvitnun lýkur.)

Þá segirðu hér: "sifjaspell þykir almennt siðferðilega rangt óháð öllum trúarbrögðum, boðum og bönnum," en þetta er alls ekki rétt hjá þér. Systkinabrúðkaup voru t.d. algeng í egypzku og sýrlensku konungsættunum í fornöld. Segðu okkur frekar, af hverju ÞÉR þykir systkinagifting siðferðislega röng, heldur en að skýla þér á bak við trúarbrögð og siðakerfi heimsins. Er það ekki líka svo, að flest þau siðakerfi og sérstaklega þau trúarlegu hafna líka giftingum fólks af sama kyni sem andstæðum siðahugmyndum þeirra? Hugleiddu það í rólegheitunum.

Og af því að þú segir hér í fyrirsögn: "Fagna ber hverju nýju skrefi sem heimsbyggðin tekur í átt til mannréttinda", þá má spyrja: Líturðu á slíka giftingu sem mannréttindi systkina eða ekki – og þá: af hverju ekki? Ertu nokkuð með "fordóma" gegn systkinaástum, Jóhanna?!

PS. Mér sýndist einhver minnast á Lúther, en það var misskilning, en hér er hann! – ekki aldeilis sammála hinni "lúthersku" Jóhönnu, jafnvel ennþá síður en sá, sem messudagurinn á morgun er kenndur við.

Jón Valur Jensson, 22.12.2009 kl. 16:36

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka fyrir áhugaverðar og ólíkar athugasemdir, kemst ekki til að svara núna en verð að svara einu:

"Systkinabrúðkaup voru t.d. algeng í egypzku og sýrlensku konungsættunum í fornöld" segir þú Jón Valur.

Jón Valur, við lifum ekki í fornöld.

Þetta er það eina sem ég mun svara að sinni, því ég er upptekin við að setja upp jólatré og jólaseríur!

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 17:26

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var einkar stuttaralegt svar við rökstuddu innlegg mínu.

En þú verður auðvitað að sinna þínum jólaundirbúningi.

Gleðileg jól !

Jón Valur Jensson, 23.12.2009 kl. 13:15

13 identicon

JVJ er ekki alveg að kveikja á því að þegar hann talar um "Rökstudd innlegg sín"... þá er hann geggjað hlægilegur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 13:26

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er nýleg frétt, sem íslenzku fjölmiðlarnir virðast ekkert hafa hirt um að birta, enda er hún ekki í félagspólitískum rétttrúnaðarstíl skv. tízku síðasta hálfa áratugar: New York Senate Rejects Gay Marriage Bill - NYTimes.com. Þar segir m.a. (feitletr. jvj):

"The New York State Senate decisively rejected a bill on Wednesday that would have allowed gay couples to wed, providing a major victory for those who oppose same-sex marriage and underscoring the deep and passionate divisions surrounding the issue. – The 38-to-24 vote startled proponents of the bill and signaled that political momentum, at least right now, had shifted against same-sex marriage, even in heavily Democratic New York. It followed more than a year of lobbying by gay rights organizations, who steered close to $1 million into New York legislative races to boost support for the measure."

Þetta eru aðferðirnar, ausið peningum í áróður, ef fjölmiðlarnir eru ekki nógu þægir að eigin hvötum, en hér dugði það ekki til.

Mundu svo, Jóhanna, þau orð Sigurbjarnar heitins biskups, að sú kirkja, sem giftist tíðarandanum, lendir fljótt í ekkjustandi.

Jón Valur Jensson, 23.12.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband