Tannkrem og súkkulaðidagatal

Þegar Eva Lind dóttir mín var lítil stelpa, kannski svona sex til sjö ára tókum við okkur frí frá tvíburunum sem voru fimm árum yngri en hún, og fórum mæðgurnar í jólainnkaup í Miklagarð sem þá var og hét.

Eva hafði fengið að gjöf frá afa sínum súkkulaðidagatal. Þar sem tannlæknafélagið hafði gert athugasemd við að börnin væru að borða súkkulaði á hverjum degi 24 daga fram að jólum hafði Lionsmönnum, þeim er seldu dagatölin, dottið það snjallræði i hug að líma eitt stykki tannkremstúpu á hvert dagatal. Evu fannst ekki minna til þessarar fínu tannkremstúpu koma en sjálfs dagatalsins og allra súkkulaðimolanna. Ég hafði síðan útskýrt fyrir henni mikilvægi þess að bursta tennur eftir súkkulaðiát og því væri gott að fá tannkrem með súkkulaðidagatalinu.

Jæja, þar sem við vorum búnar að versla heilan helling í Miklagarði, settumst við niður til að fá okkur hressingu, ég kaffi en hún svala og Staur (en slíkt gúmmelaði er líklegast ekki fáanlegt lengur). Eva beit í Staurinn, sagði svo með undrunarsvip og svo hátt þannig að allir nærstaddir heyrðu til "Mamma -  það er tannkrem inni í súkkulaðinu mínu" Woundering

 

st_colgate_f


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndisleg... eins og börnum einum er lagið

Jónína Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Staurar fást alltaf annað slagið í Bónus.  Frábær tannkremsbrandarinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.12.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mig rámar eitthvað í þessi dagatöl.  Skemmtileg hún Vala þín.

Ía Jóhannsdóttir, 15.12.2009 kl. 09:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég keypti einmitt svona tannkremstúpudagatal fyrir mínar skottur.  Og þær voru mjög hrifnar af tannkreminu.  Ef þú ert að meina freyjustaur þá fást þeir alltaf alla daga ársins, núna tveir saman í pakningu alltaf jafn góðir. 

En sagan er flott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

hahaha eins gott að borða ekki staur :P

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.12.2009 kl. 14:56

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk öll fyrir athugasemdir, ég hafði ekki hugmynd um að Freyju staur væri enn lifandi, svona er ég lítið fyrir súkkulaðið sko!

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.12.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband