Bjartsýni borgar sig ..

Ég var komin með einhvern bölsýnistitil þegar ég sparkaði í sjálfa mig og minnti á að það er "Out" .. nú er bara að horfa fram hjá drunganum og muna eftir sólinni.

Tilfinning mín fyrir pólitíkinni er svolítið eins og allt sé í kaos. Heildarsýn vantar, það vantar væna hönd sem getur sameinað og sætt. Gat Ömmi það ekki? Mér finnst allir vera að tala um hvað hann sé "æði" sérstaklega vegna þess að hann hafi ákveðið að yfirgefa ríkisstjórnina. Einhvern tímann var Bjarni Harðar "æði" vegna þess að hann sagði af sér. 

Er þetta rétt leið til að axla ábyrgð á tímum kaos og upplausnar? Ég er bara að spyrja út í loftið, því ég veit það ekki sjálf.

Held að nú þurfi allir vitringarnir og gömlu sálirnar sem sitja heima í ruggustólunum undir köflóttu teppunum að fara að stíga fram og mynda hring og vinna saman. Leiðindapúkar, hrekkjusvín, félagsskítar og einræðissinnar beðnir um að halda sig heima.

Breytum þessu endalausa ofnæmisvaldandi Icesave í  "I save" .. Já, já,  þú og ég og við öll verðum nú að fara að spara, para allt röfl,taut og neikvæðni og fara að taka upp hugrekki, gleði og samvinnu eins og við eigum lífið að leysa (reyndar eigum við það).

"Spyrjum ekki: hvað getur Ísland gert fyrir mig, heldur hvað get ég gert fyrir Ísland!"

Tótallí stolinn frasi, sé einhver í vafa um það. Cool

.. skrifaði meira hér sko ..

Nú þurfa flokkadrættir að víkja, stofna þarf "fyrirtækið"  Ísland, með hæfasta fólkinu í hvert rými, næstu kosningar eiga ekki að snúast um flokka heldur á þjóðin að kjósa fólk í fyrirtækið. Allir geta boðið sig fram sem telja sig geta lagt hönd á plóginn, þeir sem hafa ekki þörf fyrir að koma á forsíðu Séð og Heyrt fyrir vikið, sérfræðingar á hverju sviði fyrir sig! ... Nóg erum við með af flottu fólki!  Nú svo verður bara stjórnarfundur að taka ákvarðanir og vinna vel.

Gamla kerfið virkar ekki, .. tökum upp nýtt!

Heart


mbl.is Telur ríkisstjórnina lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ögmundur í sjónvarpinu, nú "frjáls" maður.  Hann upplifði sig ófrjálsan í ríkisstjórn og vildi ekki sprengja ríkisstjórnina. Hann fær nú prik fyrir það.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.9.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er sannarlega "out" að vera með svartsýni, við viljum frekar vera "inn" er það ekki ?

Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhanna. Góður pistill. Ögmundur gerði rétt vegna þess að hann fór eftir samvisku sinni. Hans verk eiga eftir að skila þjóðinni vel unnin störf meðal annars vegna þessa góða eiginleika hans og sem betur fer verður hann áfram í þinginu. Hann er að mínu mati ómissandi á stjórnarheimilinu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2009 kl. 08:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill en ekki finnst mér Ömmi neitt flottur að hafa flúið, þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann að skera svona niður og hann notaði tækifærið sem gafst og fór.  Þetta er allt stjórnlaust og vitlaust, hvað kemur okkur upp á ný er íslensk harka og dugur, hættum að væla, sammála því og gleymum því ekki að margir eru í lagi með sín mál, það er of mikið talað um hitt.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband