Jens Guð og dómharkan ...

 Eftirfarandi athugasemd fann ég á blogginu, frá 2007.

3 Smámynd: Jens Guð

 

 " Mamma mín,  Fjóla Ísfeld á Akureyri,  er vinsælasta spákona Norðurlands.  Ég held að hún sé yfirleitt bókuð 2 mánuði fram í tímann. 

  Sjálfur var ég með verslun sem seldi spáspil,  spákúlur og allrahanda spádót.  Rúnir virka best.

  Færeyjar eru lokaðar fyrir öllu spástússi.  Þar eru spádæmin skilgreind sem hluti af djöfladýrkun eða satanisma.   

Jens Guð, 28.7.2007 kl. 23:10

Fyrirsögn Jens Guðmundssonar á  blogginu hans er: "Hversu heimskt er fólk"  þar segir hann jafnframt í lokin, og sparar ekki dómhörkuna og spörkin í það fólk sem tekur þátt í þættinum "Lífsaugað" ..

"Hversu heimskt er það fólk sem kaupir þetta bull?  Fífl er eiginlega of jákvætt orð."

Nú spyr ég; ætli Jens álíti mömmu sína hafa verið að hlunnfara fólk, og þegar hann seldi spáspil, spákúlur og allrahandá spádót - leit hann á viðskipta"vini" sína sem heimskingja? eða frelsaðist hann frá meintri "heimsku" .. ?

Ég ætla ekki að tjá mig hér um hvað mér sjálfri finnst um þáttinn "Lífsaugað" ..   ekki nema það að mér finnst þetta eiginlega ekki "skemmtiefni" fyrir minn smekk, en það er fótbolti ekki heldur. Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

það er alltaf spes þegar dómharkan slær mann sjálfan í nefið, ég hef sko lent í því hahaha

Ragnheiður , 30.9.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála því Ragnheiður, við höfum örugglega öll lent í því á einn eða annan hátt!  .... 

Má bara til með að stríða Jens á þessu, þar sem hann er svo stóryrtur í þessu máli.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.9.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Ragnheiður

haha já um að gera. Hann hlýtur að þola það

Ragnheiður , 30.9.2009 kl. 18:11

4 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Verð að lýsa mig sammála honum í þessu, í mínum bókum flokkast fólk sem trúir á drauga sem að lágmarki barnalegt/auðtrúa, geng nú ekki svo langt að kalla fólk heimskingja.

Geir Guðbrandsson, 30.9.2009 kl. 18:16

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Átti líka von á þeirri afstöðu Geir, takk fyrir innlitið!

Hmmm.. ég er nú aðallega að benda á það að Jens sjálfur var með verslun sem seldi dót til "heimskingja"  og móðir hans er miðill  og spurning hvernig augum hann lítur þá móður sína sem er með margra mánaða biðlista af "fíflum" ???

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.9.2009 kl. 18:20

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ææææ... gott þetta er ekki ég... í þetta skiptið

Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 18:25

7 Smámynd: Ragnheiður

Geir virðist ekki hafa náð punktinum í þessu

Ragnheiður , 30.9.2009 kl. 18:26

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Geir er ungur og ör, klár strákur og hefur lesið hratt  Hann er alltaf að flýta sér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.9.2009 kl. 18:42

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jónína, hefur þú verið að blammera einhvern úr glerhúsi nýlega?  ... 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.9.2009 kl. 18:44

10 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  það er gott að þú sért gagnrýnin.  Hvort sem er á mig eða aðra.  Í þessu tilfelli ertu hinsvegar að rugla hlutum saman. 

  Ég veit lítið um hvað tilteknar spákonur eru yfirleitt að spjalla við sína kúnna um.  Ég veit lítið um hvað fólk gerir við þær spákúlur,  pendúla,  spáspil,  rúnir eða annað dót sem ég hef selt því.  Mig minnir að sumir hafi verslað eitthvað af þessum vörum vegna þess eins að þeim þótti þær fallegar og ætlað hafa þær sem skraut.

  Mín færsla um heimska fólkið var fyrst og síðast gagnrýni á hvað það sem Þórhallur bar á borð var hrikalega ótrúverðugt og kjánalegt.  Ekki eitt einasta sannfærandi atriði.   Bara klúður frá A-Ö.

Jens Guð, 30.9.2009 kl. 18:55

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ, nú fæ ég samviskubit Jens! ..       Ég sá ekki þættina hans Þórhalls,  aðeins brot úr nr. 2, en þar sýndist mér fólk býsna sannfært um að hann vissi ýmislegt sem hann átti ekki að geta vitað.

Ég fór rétt í þessu  inn á lífsaugað og finnst reyndar skrítið að fólk þyrfti að skrá kennitöluna sína sem er að koma í þáttinn.

Ég verð að viðurkenna að ég kom til hennar mömmu þinnar fyrir ca. 10 árum, og reyndar kom ég þannig að hún vissi nákvæmlega EKKERT um mig, þar sem ég kom óvænt með systur minni, en vinur hennar hafði hætt við. Mér fannst bara æðislega gaman að spjalla við hana og spurði hana ítrekað hvernig hún vissi þá hluti sem hún sagði við mig. Hún sagðist bara hafa "tilfinningu" fyrir því. Ég átta mig ekkert á hvernig þetta er gert, en hún var auðvitað bara alveg yndisleg kona og mér leið frábærlega þegar ég kom frá henni. Hún sagði við mig hluti um framtíðina sem mér þóttu reyndar fáránlegir þá, en hafa komið fram í dag - og hananú!  ... Það getur varla verið "cold reading" um framtíðina, ansi köld framtíð það.

Mér finnst svona samtöl allt í lagi "one on one" en sem skemmtiefni fyrir alþjóð hmmm.. eins og ég sagði áðan, hentar mér álíka vel og fótbolti í sjónvarpi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.9.2009 kl. 19:06

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna veistu að ég þekki konur sem hafa farið til hennar Fjólu mömmu hans Jens og hafa sagt að hún væri stórkostleg og góð kona.

En ég er sammála þér með þessa þætti í sjónvarpinu, þeir passa ekki að mínu mati.

Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2009 kl. 19:17

13 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  endilega ekki fá samviskubit.  Það er engin ástæða til þess.  Þetta eru bara léttar og skemmtilegar vangaveltur.

  Mamma er frábær.  Ég veit ekki hvernig hún virkar á ókunnuga sem koma í spá til hennar.  En mín kynni af henni eru þau að hún er rosalegur stuðbolti.  Það er mikið líf og fjör í kringum hana.  Hún er svo orkumikil að ef dagurinn hefur verið rólegur hjá henni tekur hún á sprett um nágrennið og hleypur eins og píla.  Ég efast um að margar áttræðar konur hafi þann hátt á.

  Það hefur komið fyrir að ég bóki hjá henni fólk úr mínum kunningjahópi.  Þá tekur hún fram að ég megi ekki segja henni neitt um viðkomandi.  Kannski af því að hún grunar mig um að hrekkja hana með röngum upplýsingum?  Nei,  ég segi nú sisona.   

Jens Guð, 30.9.2009 kl. 19:29

14 Smámynd: Ragnheiður

LOL það þarf að skrá kennitöluna hahahaha...annars trúi ég ekki heldur á spákonur en með því legg ég ekki mat á mömmu hans Jens, aldrei heyrt á hana minnst

Ragnheiður , 30.9.2009 kl. 19:48

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ragga hún var "amazing" þó ekki væri nema til að koma manni í gott skap, því gleði hennar er svo smitandi! ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.9.2009 kl. 20:11

16 identicon

Það er algerlega bannað að grufla í neinum göldrum nema kristnum göldrum.
Stórhættulegt að standa í öðru kukli vina mín

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:04

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

það er rétt að ekki á að leggja 'mat' á mæður háaldraðra bloggvenzla zinna, enda held ég að frú Fjóla væri ekkert hrifin af því að vera lögð undir t.d. 200 kartöflupoka & tonn af dönzkum kjúkklíngabríngum, dona að óreyndu...

Steingrímur Helgason, 30.9.2009 kl. 22:48

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Móðir hans Jens er ekki skyggn frekar en aðrir.

Hins vegar getur verið að hún sé eftirtektarsöm og stundi þannig ómeðvitað háttlestur. "Framtíðarspárnar" þyrftu að vera ansi nákvæmar til að hægt sé að útiloka gizk, en jafnvel þá þarf ekki að vera um neitt yfirnáttúrulegt að ræða.

Ef spákonan sagði þér að þú ættir eftir að kynnast hávöxnum, dökkhærðum manni með gleraugu, er möguleiki á að þú hafir (ómeðvitað) gefið Nonna í bókhaldinu aukaséns vegna þess að hann passaði svo vel við lýsinguna. Hún sagði að þú ættir eftir að búa nálægt vatni eða sjó - og þú varst einmitt að kaupa hús hvar sem er á Íslandi! 

Ég mæli með þessu: http://exeterra.blogspot.com/2007/08/mythbusting-monday-vi-how-psychics-work.html 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.10.2009 kl. 11:24

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þú ert að tala um self fullfilling prophecy Tinna.  Tja, ef það sem hún sagði hefur komið mér á þann stað sem ég er í dag, þá er ég hæstánægð!

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband