Höfum við aðeins um það að velja að vera bogin þjóð eða brotin? Er ekki kominn tími til að horfa út fyrir rammann?

Mér heyrðist Silja Bára segja í Silfri Egils að það væri betra að bogna en brotna, því ættum við að greiða Icesave reikninginn. Eru þetta einu tveir möguleikarnir í stöðunni?

Er eitthvað varið í það að vera bogin þjóð? Ber okkur skylda að láta þetta yfir okkur ganga og bogna við það, eða er til önnur leið? Leið dómstóla. Er ekki rétt að láta Hollendinga og Breta sækja þennan rétt til okkar?  Ormagryfja var Icesave kallað í Silfri Egils og það er búið að opna ormagryfjuna. Lokum henni.

Hvernig gætum við mögulega staðið stolt? Hvað höfum við? Við höfum heita vatnið, við höfum rafmagn, við höfum fjöllin og náttúruna, þ.m.t. sjó fullan af gómsætum fiski og alls kyns gósen mat og grös upp um allar hlíðar. Rúnar Marvins hefur heldur betur sýnt að fleira er ætt en við leggjum okkur til munns nú þegar. Við hlæjum að fólkinu hér á árum áður fyrir að hafa soltið með fullan sjó af ljótum fiski sem það taldi óætan. Kannski erum við enn eitthvð vannýtt?

Í guðanna bænum og guðlausra bænum, tökum af þetta fáránlega kvótakerfi sem næstum hvert einasta mannsbarn (nema hagsmunaaðilar) eru á móti. Auðvaldið hefur öllu ráðið þar sem annars staðar. Förum að beita "Hyggjuvaldinu" .. 

Við höfum, síðast en ekki síst, fullt af sjálfstætt þenkjandi orkumiklu fólki með hausinn fullan af vannýttum hugmyndum. Okkar helsta vandamál virðist vera helst að við erum OF sjálfstæð og of miklir egóistar til að vinna saman. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Þjóðin verður að standa saman og vinna betur saman.

Til að við getum orðið sterk og staðið bein þarf að hyggja vel að grunninum, en grunnurinn er æska þjóðarinnar.  Vera í fararbroddi í því að ala upp gott fólk. Það má ekki skera niður í "ræktunarstöðum" skólum og leikskólum,  þar sem verið er að rækta upp þá einstaklinga sem taka við af okkur sem erum orðin nokkuð þroskuð (eða eigum að vera það).. 

Við megum heldur ekki skera niður við þá sem þurfa aðstoð okkar, sem eru líkamlega heilbrigð. Allir geta lent í slysi, allir geta lent í því að þurfa aðstoð - ímyndum okkur alltaf að við séum að berjast fyrir okkar eigin börnum. Átakið í Grensás nýlega sýndi okkur svart á hvítu hvað samstaða skiptir miklu máli og hvaða samstaða getur grætt þann svörð sem í er skorið, eins og Edda Heiðrún (hetjan mín) sagði af svo mikilli innlifun.

Auðvitað má skera niður í glæsihöllum og nýta tilbúið húsnæði betur, nýta gróðurhús sem eru að grotna niður um allar trissur og byggja þau upp á nýtt. Ók fram hjá Kleppjárnsreykjum nýlega og sá þá svona niðurnídd gróðurhús.

Við eigum að "stela" Latabæjarhugmyndinni, þar sem Ísland er eitt "Lataland" og setja hér upp fyririmynd í heilsusamlegu líferni og menntun, menntun á öllum skólastigum þar sem tilfinningagreindin er ekki minna virði en greind á bókina.

Rækta lífrænt ræktaða matvöru og hafa sem mest sjálfbært. Gerum Ísland að landi, þar sem aðalatvinnuvegur er útflutningur á þekkingu og góðmennsku og innflutningur á ferðamönnum sem vilja upplifa þetta "Lataland"  eða Gósenland.

Kreistum það góða út úr Davíð Oddsyni (Glanna glæpi???) og látum hitt liggja eftir. Held að Jóhanna sé Solla stirða sko! :D

Ég gæti aldrei stutt "Kristin stjórnmálasamtök" því að þau eru útilokandi og geta aldrei tekið á móti öllum. Sama hver færi þar í fararbroddi.

Ég styð "Kærleikans stjórnmálasamtök"  því að við hljótum öll, sem heilbrigð erum á sálinni og ekki siðblind að geta stutt þau.  Þá er ég ekki að tala um að það sé nóg að telja sig kærleikans megin, heldur að vera þannig í viðmóti og verkum.

Ég held að við munum VERÐA að standa samtaka nú og klíni hér að lokum klysjunni aftan við:

"SAMEINUÐ STÖNDUM VÉR, SUNDRUÐ FÖLLUM VÉR" ..

Það er ekki markmið með þessu að Ísland verði eitthvað betra eða merkilegra en önnur lönd, heldur að Ísland verði sitt eigið fordæmi og að kannski taki önnur lönd upp eftir Íslandi síðar. Engin þjóðremba, því að eins og manneskja verður að elska sig til að geta elskað aðra, verður þjóðarsálin að elska sig til að hún elski aðra. Þjóð sem hatar sjálfa sig og skammast sín fyrir sjálfa sig getur ekki gefið neitt gott af sér ...  Að lokum: Auðvitað þarf allur heimurinn að standa saman, það virkar barnaleg hugsun en ef við förum öll að hugsa barnalega, þá kannski fara ævintýrin að verða raunveruleg?  Það er ólíðandi að á meðan börn eru að deyja úr næringarskorti og hungri, skuli annað fólk vera með lífstílsvandamál tengd ofáti eða röngu mataræði.

Vöknum og komumst til vitundar ..  förum að tala saman en ekki sundur!

Heart

Þá er þessari sunnudagshugvekju lokið, ég hef ekkert vit á pólitík en svona lítur málið út frá mínum sjónarhóli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er aldrei til neitt sem heitir annaðhvort eða.  Það er alltaf eitthvað þar á milli, þó það sé bara þetta EÐA. En eins og talað út úr mínu hjarta þakka þér fyrir þetta Jóhanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð grein takka

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér Ásthildur, ég held að hjörtu okkar slái í takt ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér Jakobína, mömmurnar þurfa að standa saman (og reyndar pabbar líka)

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:39

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir góða grein. Óskandi að fleiri myndu fara kalla á samstöðu en ég held að hún náist ekki fyrr en þjóðin fer að upplifa réttlæti og nýtt afl nái að þrífast og sameina þjóðina. Gömlu flokkunum mun ekki takast það.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.9.2009 kl. 16:57

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir innlitið Arinbjörn, ég batt smá von við Borgarahreyfinguna þar sem hver höndin fór síðan upp á móti annarri. Kannski erum við of upptekin við að næra egóið til að geta starfað saman?

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við þurfum ekkert að leita að hamingjunni. Hamingjan er fólgin í þessu landi og þeirri gæfu að mega vera Íslendingur. Þakka þér fyrir ágæta færslu og fyrir að vilja verða vinur minn hér á þessum vettvangi.

Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 21:14

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk sömuleið Árni!

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 21:41

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. gleymum oft að þakka fyrir það sem við höfum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 21:43

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allt og oft gleymum við því Jóhanna mín.  Og það er rétt sem Árni segir, hamingjan er hér, það er hugarfarið sem skiptir máli en ekki að teygja sig til tunglsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2009 kl. 10:10

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Takk fyrir þetta Jóhanna

Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 13:51

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásthildur, og þakka þér innlitið sömuleiðis Jón.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.9.2009 kl. 14:07

13 identicon

Flott líkingin af bognu konunni og þessari sem stendur upprétt. Takk fyrir mig.

Stella (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:10

14 Smámynd: Eva

Ég á mér draum, sagði þekktur maður einu sinni. Þessi færsla minnti mig einhverja hluta vegna á þau orð hans. Ég á mér líka draum, takk fyrir fallega færslu :))

“Ég á mér draum, að sá tími komi er þjóðin rísi upp með þessa játningu sína á vörunum: “Sá sannleikur er okkur auðsær, að allir menn eru skapaðir jafnir.”

-Martin Luther King Jr.

Eva , 28.9.2009 kl. 23:25

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér Eva Lind, ég er búin að vera með magann fullan af "réttlætiskennd" frá því ég var barn. Dreymdi drauma um að stöðva stríð þegar ég var 8 ára. Svo sannarlega eigum við að láta okkur dreyma, sumir draumar rætast og margt rættist svo sannarlega hjá Martin Luther King!

 ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.9.2009 kl. 23:50

16 Smámynd: Jens Guð

  Lagið með Ziggy er ljúft.  Ég tók viðtal við pabba hans (líklega 1979) nokkru fyrir andlát hans 1980.  Ziggy heitir réttu nafni David Marley en tók upp listamannsnafnið Ziggy að öllum líkindum með tilvísun í nafna sinn David Bowie,  sem um tíma skemmti sem Ziggy Stardust. 

Jens Guð, 4.10.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband