29.9.2009 | 00:42
Ráð fyrir Róslín ..
Flest þykjumst við vita hvernig á að halda okkur í formi, en erum óttalega léleg við það. Róslín (15 ára) spurði mig nýlega hvað hún ætti að borða og hvað ekki. Hún er nefnilega að æfa sig upp í maraþonhlaup og vill líka borða hollt. Þetta er svona það sem ég sé í fljótu bragði og auðvitað mega "betruvitringar" koma með góð ráð í athugasemdir:
Borða:
- grænmeti
- ávexti
- brún grjón
- sætar kartöflur
- baunir
- hnetur
- speltpasta
- túnfisk
- speltbrauð
- fisk
- magurt lamba-og nautakjöt
- skyr
- hafragraut
- kjúklingabringur
drekka 2-3 glös af vatni á fastandi maga og tyggja matinn vel áður en kyngt er ..
Ekki að borða eða borða lítið af
- sykur
- hvítt hveiti
- pizzur (í lagi á föstudögum og þá bara 2 sneiðar án pepperonis)
- franskar
- allt djúpsteikt
- feitar sósur (remúlaði, kokteilsósu o.svol.)
- unnar kjötvörur
- sælgæti
- bakkelsi
- ..
Svo þarf að hreyfa sig reglulega, það er nauðsynlegt fyrir líkama og sál! .. Alls ekki fara út í einhverjar öfgar því þá gefumst við fljótt upp. Ekki svelta sig, heldur borða oft yfir daginn (ca 5 sinnum) og litla skammta. Alls ekki gleyma að borða. Passa sig á saltinu líka.
Njóta þess að borða - ekki borða með samviskubiti og brosa svo framan í heiminn......þegar búið er að stanga úr tönnunum ....
Pundið þyngist í Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fín ráð...
Ragnheiður , 29.9.2009 kl. 01:00
Ég er á rosa góðum og ódýrum kúr. Tek 6 lýsishylki á dag, hreyfi mig meira, borða minna og oftar, hollustan er sú sama því ég hef alltaf borðað svo hollan mat, ekkert gos (finnst það ekki gott) og nammi örsjaldan. Virkar
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.