6.12.2018 | 09:28
Fólk mun gleyma .....
Stundum er erfitt að átta sig á fólki - og hef ég stundum gripið til orða Maya Angelou "I´ve learned that people will forget what you said, people will forget what you did, but people will never forget how you made them feel." Eða, "Ég hef lært það að fólk mun gleyma því sem þú sagðir, fólk mun gleyma því sem þú gerðir, en fólk mun aldrei gleyma því hvernig þú lést því líða." Lilja Alfreðsdóttir hefur afskaplega fágaða og yfirvegaða framkomu og viðmót, og jafnvel þó hún sé í raun með stórar yfirlýsingar, þá eru þær settar fram af yfirvegun og um leið einlægni sem gera hana trúverðuga. Á sama hátt - eru aðrir sem geta talað og talað og eiginlega sama hvað þeir segja, þá eru þeir "ósympatískir" .. (veit ekki orðið á íslensku). -- Það væri hægt að mótmæla þessu máltæki Maya Angelou og segja, annað fólk á ekki að hafa áhrif á líðan okkar, það er allt undir okkur sjálfum komið. En kannski "á" það að vera svoleiðis, en við erum líka svo tengd - við mannfólkið hvert öðru að við hreinlega höfum áhrif, ... og þá er gott að skoða sjálfan sig og pæla hvort við séum að gefa góða strauma út í andrúmsloftið eða slæma? - Það er reyndar löngu sannað að það sem hefur mest áhrif á fólk eru ekki orðin eða verkin, heldur viðmótið! - Maya Angelou vissi þetta og nú vitum við þetta líka!
Þeir eru ofbeldismenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.