Sigmundur vinsamlega hættu ..

Ég vil helst ekki fylgjast með svona leiðinlegum fréttum, alveg eins og ég vil forðast hávaða frá flugeldum og mengunina sem fylgir þeim.

En stundum er eins og það sé engin leið að komast undan, - nema einangra sig. -

Ég held að ég hafi aldrei þurft eins mikið á Þjóðsöngnum að halda eins og í kvöld í lok fullveldisþáttar Berglind Festival, - það var komin yfir mig einhver skömm að vera Íslendingur, án þess að hafa áttað mig á því fyrr en í kvöld. -

Vá hvað þjóðarsálin er særð, - vinsamlegast stigið til hliðar þið þarna "hrekkjusvín" sýnið auðmýkt og sýnið smá snefil af manndómi. Ykkur er tíðrætt um hvað allt er erfitt fyrir flokkinn ykkar, fjölskyldurnar ykkar o.s.frv. - en það sem er erfitt í þessu máli eruð þið sjálfir. 

Sigmundur Davíð - ekki bara senda  "hina" í leyfi - þú ert höfuðið og eftir höfðinu dansa limirnir.   Vinsamlegast hættu,  fyrir íslenska þjóð og orðspor okkar. 


 

47294708_10216354593151199_2820860728179687424_n


mbl.is Hefði átt að stöðva samsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lengi hef ég verið þeirrar skoðunar að það mætti fækka þingmönnum um helming,þar með þyrfti ekki að byggja við alþingi stækkun þá sem fyrirhuguð er og auka við skrifstofur þeim til handa.Aulaskapurinn í þessu liði er þeim öllum til skammar,frekjan og merkilegheitin er yfirgengleg.Svo virðast þeir geta farið á fyllirý í vinnutímanum og mæta í vinnuna þegar þeim sýnist.Það þarf að hafa stimpilklukku á þetta lið og borga þeim eftir mætingu.það er gert á mörgum vinnustöðum og þykir allt í lagi.þingheimur  ætti að skammast sín og fara að hugsa um það sem þeir eruð kosnir til að annast um þ.e.þjóðina og hennar vandamál en ekki um rassinn undir sjálfum sér.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 1.12.2018 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband