19.1.2017 | 23:31
Ekki dæma grænlenska þjóð fyrir meintan verknað fárra landa þeirra ... og ekki dæma íslenska þjóð fyrir verk fárra landa þeirra.
Grænlendingar hafa mögulega brotið gegn íslenskri stúlku. Það er RANGT og órökrétt að dæma alla Grænlendinga út frá verkum örfárra Grænlendinga. Það held ég að við séum flest sammála um.
Íslendingar hreyta ónotum í grænlenska menn í sjoppu. Það er rangt að dæma alla Íslendinga út frá verkum örfárra Íslendinga.
Það gildir það sama, svo ég skammast mín ekki fyrir að vera Íslendingur - ekki fremur en að Grænlendingar eiga ekki að skammast sín fyrir að vera Grænlendingur.
Hvernig fólk hegðar sér er bara þeirra mál, en ekki heillar þjóðar!
Þetta virkar í báðar áttir.
Grænlendingar mæti óvild hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóhanna mín! Voðalega er fólk lokað maður skammast sín fyrir það. Heyrðu nýlega réðist séra Sveinn til Sólheima,kynntist honum í Lindakirkju á frábæru Alfanámskeiði,sem Kristján sonur minn dró okkur tvær til þátttöku í.Viltu bera honum kveðju mína,kem þangað þegar vorar.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2017 kl. 00:55
Skv. því sem segir í fréttum RÚV í morgun, hefur engin játning komið fram né hafa sönnur verið færðar á sekt eins né neins í þessu máli. Ekkert handfast liggur fyrir um að þessir sjómenn eigi þátt í hvarfi stúlkunnar.
Verðum að muna, að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð.
Það hefur ekki verið sannað að grænlenskir sjómenn hafi brotið gegn íslenskri stúlku, eins og fullyrt er hér að ofan.
Meðan svo er, skulum við öll tala varlega.
Berserkr (IP-tala skráð) 20.1.2017 kl. 08:28
Þú hefur breytt inngangsorðum þínum. Það var gott. Í fyrri gerðinni dæmdir þú frekar ógagnrýnið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2017 kl. 09:42
Sæll Bersekr - tkk fyrir ábendinguna. Já breytti Vilhjálmur Örn.
Það var ekki meiningin að dæma neinn - akkúrat öfugt! -
Megin punkturinn hjá mér er að það er ekki hægt að segja að ekki eigi að alhæfa um eina þjóð - en megi alhæfa um aðra. Á hvorn veginn sem það er.
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.1.2017 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.