Hamingjan hangir á þvottasnúrunni ..

 

HAMINGJAN HANGIR .. 

Forsaga: Ég þvoði af rúmunum einn sumardaginn fyrsta, sem er nú ekki alveg í frásögur færandi, en þegar ég var að hengja lökin og sængurverin upp - og fylgdist með þeim blakta - um leið og fuglarnir á Sólheimum sungu morgunsönginn, leið mér svo ótrúlega vel. Ég fór að ræða þessa vellíðan við samstarfskonu mína, og þá sagði hún einfaldlega: "Já þetta er hamingjan" ..

 

Hamingjan hangir á  þvottasnúrunni. 

Hún blaktir í vindinum

og það tekur í fúnar tréklemmur

sem hafa staðið af sér veturinn.

Ég anda djúpt

og hlusta á lökin taka undir

fuglasönginn.

Mikið er gott að vera hér

við þvottasnúrurnar

þar sem hamingjan hangir.  cool

 

Jóhanna Magnúsdóttir -  vorið 2016 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott hja þér Jóhanna mín,en ég vissi ekki að þú værir farin þaðan (Sólheimum),en Tobbý sagði mér það.Ég fór með henni upp á Akranes að heimsækja 93 ára ekkjumann Auðar frænku okkar. Sá er sprækur kallinn og yrkir enn um mikilfengleg þess einfalda,sem við sjáum en horfum ekki á.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2017 kl. 16:09

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér kveðjuna Helga,  jú, hætti á Sólheimum 1. júní 2016,  og fór að leysa af í Skálholtsprestakalli frá 1. september sama ár og er sett þar í embætti til 4. júní 2017. -  Svo er ég að flytja í Hveragerði í vor. 

Góð setning "Horfum en sjáum ekki" .. það er svo satt.  

Kær kveðja,  Jóhanna

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.2.2017 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband