11.5.2015 | 16:00
Óvissa á óvissu ofan
Það eru alltaf einhverjir óvissuþættir í lífi okkar, - en þeir aukast þegar fólk greinist með krabbamein. Það koma upp allskonar biðtímar, biðin eftir niðurstöðum úr greiningu, biðin eftir aðgerð o.fl. sem er kvíðavekjandi.
Dagsetningar verða eins og vörður í lífi krabbameinssjúklings. Það að vita af vörðunni er smá styrkur. Það er þennan dag sem ég fæ að vita þetta, - það er þennan dag sem ég á að fara í þennan skanna/meðferð/aðgerð o.s.frv. - Þessar vörður skipta máli.
Svo er verkfall - og engin varða, -eða hún tekin og færð, eitthvað þar sem hún ekki sést. Ekki er vitað hvar og hvenær næsta varða verður. Óvissustigið eykst og það bætir í vanlíðan sem var fyrir.
Ef við ætlum að kalla okkur siðmenntaða þjóð þá verður þessu ástandi í heilbrigðismálum að fara að linna.
Bera læknar ábyrgð? Geislafræðingar? Eða bera stjórnvöld ábyrgð á því að fjöldi fólks veður nú í villu og svima og finnur engar vörður?
Það getur vel verið að svona upplifi ekki allir þetta, - en ég tala út frá eigin nafla eins og venjulega. Ég átti að hefja undirbúning fyrir geislameðferð í dag, en fékk hringingu á föstudag um að hún frestaðist um óákveðinn tíma. Maður þarf ekki að vera á einhverfrófi til að svona skipulagsbreytingar setji mann út af laginu.
Þegar við erum sjúklingar erum við viðkvæm fyrir, - pinku skelkuð. Ekki gera illt verra!
Vinnudeilur ógni sjúklingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"LEITIÐ GUÐSRÍKIS!". (Matt.6.33) =Hver stendur næst "GUÐI" í dag; í heimi sem er á heljarþröm??? Er BISKUP ÍSLANDS AÐ SPYRJA þjóðina einhverra spurninga eða er þjóðin AÐ LEITA svara á einhverju tengt lífsgátunni?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1643136/
Jón Þórhallsson, 11.5.2015 kl. 16:15
Hingað til hefur ekki þurft kjaravinnudeilur láglaunaðra, ómetanlegra og góðra hjúkrunarfræðinga á Íslandi, til að skilja þá staðreynd, að bæði láglaunasjúklingar og láglaunahjúkrunarfræðingar hafa verið kaupmáttarsviknir, í áratugi.
Jafnvel hafa kannski í einhverjum tilfellum krabbameinsgreindir hjúkrunarfræðingar ekki haft kaupmátt til að greiða fyrir krabbameinsmeðferð/lyf/vinnutap/sjúkrahúsferðir?
Fólk verður að taka sig mjög mikið á, í eigin hugarfarsbreytingu, og hlífa hvorki sjálfum sér né öðrum við gagnrýni. Þeirri sorglegu staðreynd verður ekki afneitað, að á Íslandi er ekki, og hefur aldrei verið siðmenntað kaupmáttar/heilbrigðiskerfi.
Þetta er alls ekki nýr sannleikur undir sólinni, heldur sí-endurtekin misréttis-fjarstjórnuð svikastefna heims-kúgunar-veldisins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2015 kl. 20:35
Finn til samúðar með þér Jóhanna, hef sjálfur reitt mig á hinar ýmsu vörður og kennileiti í leitinni að bata. Hef oft þurft að taka á honum stóra mínum í biðinni vegna launadeilna heilbrigðisstéttanna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2015 kl. 13:45
Hvað getur þetta gengið lengi!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.5.2015 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.