Ljóðabók frænku

"Ég er 48 ára gömul Asperger einhverf kona" ....."Ég vil breyta samfélaginu þannig að einhverf börn eigi sér bjarta framtíð" ...  

10407200_1537954919805507_4202596502678227163_n

Þetta er m.a. það sem frænka mín Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar á fésbókarsíðu sína, - en hún er vel virk á henni. - Við erum bræðradætur, Magnús faðir minn og Björn faðir hennar voru bræður.  Blessuð sé minning þeirra beggja. - 

Ingibjörg Elsa er gift í dag og eiga þau hjón fimm ára son.  Myndin sem hér fylgir er af henni sjálfri þar sem hún var barn og í fjölskyldunni var hún kölluð Ingella. 

 

Ingibjörg Elsa - Ingella er að gefa út ljóðabók og er að leita eftir styrkjum á Karolina fund.  30 prósent hefur áunnist, en 70 prósent vantar uppá.  

Ljóðin eru fjölbreytt - en skrifuð af tilfinningu - sum koma langt innan úr skelinni og opna þannig inn í hugarheim höfundar, og þá í leið e.t.v. okkar allra, þvi öll erum við manneskjur og öll erum við eitt. -

Mig langar að vekja athygli á ljóðabók frænku, - ég er sjálf búin að styrkja útgáfuna og hlakka til að fá tækifæri til að lesa ljóðin í bók. 

Hér er hlekkur á verkefni

 

Eins og er eru komnir 19 "bakkarar" eða backers og 30 prósent af upphæð. 

Sjáum hvað setur á næstu dögum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það hafa tveir bæst í hópinn og prósentan komin í 33 % ..  7 dagar eftir, þetta næst vonandi :-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2015 kl. 13:51

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

22 hafa styrkt bókina -  35%   - gaman aðessu ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2015 kl. 14:55

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

24 hafa styrkt - 39% komið!  ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2015 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband