15.1.2015 | 08:52
Ljóðabók frænku
"Ég er 48 ára gömul Asperger einhverf kona" ....."Ég vil breyta samfélaginu þannig að einhverf börn eigi sér bjarta framtíð" ...
Þetta er m.a. það sem frænka mín Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar á fésbókarsíðu sína, - en hún er vel virk á henni. - Við erum bræðradætur, Magnús faðir minn og Björn faðir hennar voru bræður. Blessuð sé minning þeirra beggja. -
Ingibjörg Elsa er gift í dag og eiga þau hjón fimm ára son. Myndin sem hér fylgir er af henni sjálfri þar sem hún var barn og í fjölskyldunni var hún kölluð Ingella.
Ingibjörg Elsa - Ingella er að gefa út ljóðabók og er að leita eftir styrkjum á Karolina fund. 30 prósent hefur áunnist, en 70 prósent vantar uppá.
Ljóðin eru fjölbreytt - en skrifuð af tilfinningu - sum koma langt innan úr skelinni og opna þannig inn í hugarheim höfundar, og þá í leið e.t.v. okkar allra, þvi öll erum við manneskjur og öll erum við eitt. -
Mig langar að vekja athygli á ljóðabók frænku, - ég er sjálf búin að styrkja útgáfuna og hlakka til að fá tækifæri til að lesa ljóðin í bók.
Eins og er eru komnir 19 "bakkarar" eða backers og 30 prósent af upphæð.
Sjáum hvað setur á næstu dögum.
Athugasemdir
Það hafa tveir bæst í hópinn og prósentan komin í 33 % .. 7 dagar eftir, þetta næst vonandi :-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2015 kl. 13:51
22 hafa styrkt bókina - 35% - gaman aðessu ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2015 kl. 14:55
24 hafa styrkt - 39% komið! ...
Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2015 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.