Konur sem beita ofbeldi

Eftirfarandi grein er eftir Dr Tara J. Palmatier, PsyD,  - af einhverjum ástæðum er mun algengara að horfa í ofbeldi af hendi karlmanna gagnvart konum, kannski vegna þess að það er meira uppi á yfirborðinu, augljósara eða kannski er þessi hegðun ekki flokkuð undir ofbeldi?

En greinin er hér í minni endursögn/þýðingu.  Ég skrifa þetta í þeirri fullvissu að það þarf tvo til að deila, - og stundum má segja að báðir aðilar séu "ofbeldismenn" .. eða kunna a.m.k. alls ekki góð samskipti.

En hér er greinin:

Öskrar kærastan þín á þig, hrópar á þig eða bölvar þér?  Líður þér eins og þú getir ekki talað við neinn um samband ykkar vegna þess að enginn myndi skilja þig?  Líður þér eins og hægt og bítandi sé sambandið að gera þig sturlaðan?

Ef þér líður þannig gæti verið að þú sért í sambandi við konu sem leggur þig í tilfinningalegt einelti (emotional bully).   Flestir karlmenn vilja ekki viðurkenna að þeir séu í ofbeldissambandi. Þeir lýsa sambandinu frekar eins og að konan/kærastan sé brjáluð, tilfinningarík, afskiptasöm eða stjórnsöm, jafnvel að þar séu stanslausir árekstrar.  Ef þú notar svona orð er líklegt að það sé verið að beita þig andlegu ofbeldi.

Þekkir þú eftirfarandi hegðunarmynstur?

1) Stjórnun/einelti (bullying)   Ef hún fær ekki sínu framgengt,  fer allt í bál og brand.  Hún vill stjórna þér og fer út í að lítillækka þig til að gera það. Hún notar ofbeldi orða og hótanir til að fá það fram sem hún vill.  Það lætur henni líða eins og hún sé valdamikil og lætur þér líða illa.*  Fólk með sjálfshverfan  persónuleika stundar oft þessa hegðun.

Afleiðing:  Þú missir sjálfsvirðinguna og upplifir þig sigraðan, sorgmæddan og einmana.  Þú þróar með þér  það sem kallað er Stockholm Syndrome, þar sem þú gengur í lið með andstæðingnum og ferð að verja hegðun hans fyrir öðrum. 

2) Ósanngjarnar væntingar.    Hversu mikið sem þú reynir að gefa, það er aldrei nóg.  Hún ætlast til að þú hættir hverju sem þú ert að gera til að sinna hennar þörfum. Hvaða óþægindum sem það veldur, hún er í fyrsta sæti.  Hún er með ótæmandi væntingalista,  sem enginn dauðlegur maður getur nokkurn tíma uppfyllt.

Algengar kvartanir:  Þú ert aldrei nógu rómantískur, þú verð aldrei nógu miklum tíma með mér,  þú ert ekki nógu tilfinninganæmur, þú ert ekki nógu klár til að fatta hvaða þarfir ég hef, þú ert ekki að afla nægilegra tekna, þú ert ekki nógu.. FYLLTU Í EYÐUNA.  Þú verður aldrei nógu góður vegna þess að það er aldrei hægt að geðjast þessari konu fullkomlega. Enginn mun nokkurn tímann vera nógu góður fyrir hana,  svo ekki taka því persónulega.

Afleiðing:  Þú ert stöðugt gagnrýndur vegna þess að þú getur ekki mætt þörfum hennar og væntingum og upplifun af lærðu hjálparleysi.  Þú upplifir þig vanmáttugan og sigraðan þar sem hún stillir þér upp í vonlausar eða "no-win" aðstæður.

3) Munnlegar árásir. Þetta útskýrir sig sjálft.   Hún notar alls konar uppnefni,  notar fagorð - vopnuð yfirborðslegri þekkingu á sálfræði.  Notar greiningar, gagnrýnir, hótar, öskrar, blótar, beitir kaldhæðni, niðurlægingu og ýkir galla þína.  Gerir grín að þér fyrir framan aðra, þar með talið börnin þín og aðra sem hún þorir.  Hún myndi ekki gera þetta við þann sem stöðvaði þessa hegðun og segði sér nóg boðið.

Afleiðing:  Sjálfstraust þitt og verðmætamat þitt hverfur.  Þú ferð jafnvel að trúa þessum hræðilegu hlutum sem hún segir við þig.

4) "Gaslighting" -  "Ég gerði þetta ekki"  "Ég veit ekki hvað þú ert að tala um"  "Þetta var ekki svona slæmt"  "Ég veit ekki um hvað þú ert að tala" "Þú ert að ímynda þér þetta" "Hættu að skálda" .. Ef að konan í sambandinu hefur tilhneygingu til þess að fá köst af "Borderline" eða sjálfhverfum reiðiköstum -  þar sem æsingurinn verður eins og stormsveipur getur vel verið að hún muni ekki það sem hún sagði eða gerði.  En hvort sem er, ekki efast um að þú munir það sem hún sagði.  Það var sagt og það var vont og ekki efast um geðheilsu þína.  Þetta er það sem kallað er  "crazy-making" hegðun sem skilur þig eftir í lausu lofti, ringlaðan og hjálparlausan.

mood-swings

5) Óvænt viðbrögð.    Hring eftir hring fer hún.  Hvar hún stoppar veit enginn.  Þennan daginn hegðar hún sér svona og hinn hinsegin. Til dæmis segir hún að það sé allt í lagi að þú sért að senda tölvupóst fyrir framan hana á mánudegi, en á miðvikudegi er þessi hegðun lítillækkandi, tillitslaus, "þú elskar mig ekki" er sagt og "þú ert vinnualki" ..en á föstudegi væri þetta allt í lagi aftur.

Að segja að einn daginn að eitthvað sé í lagi og hinn að það sé ekki í lagi er hegðun andlegs ofbeldismanns.  Það er eins og að ganga í gegnum jarðsprengjusvæði þar sem verið er að færa til jarðsprengjurnar.

Afleiðingar:  Þú ert alltaf á nálum, tiplandi á tánum og bíða eftir hvað gerist næst.  Það eru áfallaviðbrögð.  Vegna þess að þú getur ekki spáð fyririrfram i viðbrögð hennar, þar sem þau eru svona ófyrirsjáanleg verður þú ofurnæmur á breytingar í skapinu á henni og mögulegum sprengjum, sem skilja þig eftir í viðvarandi kvíðaástandi og mögulega í ótta.  Það er heilbrigðismerki að vera hræddur við svona ástand. Ekki skammast þín fyrir að viðurkenna það.

6) Stanslaus óreiða.   Hún er háð rifrildum (conflicts). Hún fær orku úr adrenalíninu og dramanu.  Hún gæti mögulega byrjað rifrildi til að forðast nánd,  til að forðast að horfast í augu við ruglið í sér, til að forðast að upplifa sig minni, og hið furðulega, sem tilraun til að forðast að vera yfirgefin.  Hún gæti líka viljandi hafið árekstra til að geta fengið þig til að bregðast við með illu, svo hún fái tækifæri til að kalla ÞIG ofbeldisfullan og HÚN geti leikið fórnarlambið.  Þetta er varnaraðferð sem kölluð er "projective identification"  - eflaust einhvers konar frávarp.

Afleiðing:  Þú verður tilfinningaleg fyllibitta (emotionally punch drunk).   Þú er skilinn eftir ringlaður og skilur ekki upp né niður í hlutunum.  Þetta er mjög stressandi því það þýðir að þú þarft alltaf að vera á verði fyrir árásum.

7) Tilfinningalegar hótanir.  Hún hótar að yfirgefa þig, að enda sambandið, eða snúa við þér bakinu ef þú ferð ekki eftir hennar reglum.  Hún spilar með ótta þinn, berskjöldun þína, veikleika, skömm, gildi, samúð, umhyggju og aðra "hnappa" til að stjórna þér og fá það sem hún vill.

Afleiðingar:   Þú upplifir þig misnotaðan, þér sé stjórnað og þú notaður.  

8 Höfnun.    Hún virðir þig ekki viðlits, horfir ekki á þig þegar þið eruð í sama herbergi,  það blæs köldu frá henni, heldur sig fjarri, neitar kynlífi, hafnar eða gerir lítið úr hugmyndum þínum, tillögum - og ýtir þér í burtu þegar þú reynir að nálgast.  Þegar hún hefur ýtt þér eins hörkulega í burtu eins og hún getur, reynir hún að verða vingjarnleg við þig, þá ertu enn særður vegna fyrri hegðunar og svarar ekki og þá ásakar hún ÞIG um að vera kaldan og hafna henni.  Þetta notar hún síðar til að halda þér í burtu í rifrildum framtíðarinnar.

Afleiðingar:  Þér finnst þú óspennandi, og ekki elsku verður.  Þú trúir því að engin önnur myndi vilja þig og heldur þig við þessa ofbeldisfullu konu, þakklátur fyrir hvern jákvæðan umhyggjumola sem af hennar borði fellur.

9) Heldur frá þér nánd og kynlífi.   Þetta er einn eitt formið af höfnun og tilfinningalegri kúgun.  Kynlífið er ekki aðal málið, heldur að halda frá þér snertingu, og andlegri næringu.  Undir þetta fellur líka lítill áhugi á því sem skiptir þig máli - á starfinu þínu, fjölskyldu þinni, vinum, áhugamálum og að vera ótengd þér eða lokuð með þér.

Afleiðingar:  Þú ert í  "kaup-kaups"  sambandi þar sem þú verður að gera eitthvað, kaupa handa henni hluti "vera góður við hana" eða láta eftir kröfum hennar til að fá ást og umhyggju frá henni.  Þú upplifir þig ekki elskaðan fyrir að vera þú, heldur fyrir það sem þú gerir fyrir hana eða kaupir fyrir hana.  

10) Einangrun.   Hún hegðar sér á þann hátt að hún gerir kröfu á að þú fjarlægist fjölskyldu þína, vini þína, eða hvern þann sem gæti borið umhyggju fyrir þér eða veitt þér stuðning.  Undir þetta fellur að tala illa um vini þína og fjölskyldu, vera mjög fráhrindandi við fjölskyldu þína og vini, eða að starta rifrildum fyrir framan þau til að láta þeim líða eins illa og hægt er í kringum ykkur tvö.

Afleiðing:   Þú verður algjörlega háður henni.  Hún fjarlægir utanaðkomandi aðila úr lífi þíni og/eða stjórnar í hversu miklum samskiptum þú ert við þá. Þú upplifir þig innilokaðan og einsamlan, og verður hræddur við að segja nokkrum manni hvað raunverulega gengur á í sambandinu ykkar, vegna þess að þú telur engan trúa þér.

Þú þarft ekki að samþykkja andlegt ofbeldi í sambandi.  Þú getur fengið hjálp eða þú getur endað sambandið.  Flestar ofbeldisfullar konur vilja ekki hjálp.  Þær telja sig ekki þurfa á því að halda.  Þær eru atvinnu fórnarlömb, stunda einelti, - sjálfshrifnar og á jaðrinum. Ofbeldið er í persónuleika þeirra og þær kunna ekki að hegða sér öðru vísi í sambandi.   Eyddu einni sekúndu í viðbót í svona sambandi,  ef að maki þinn viðurkennir ekki að hún eigi við vandamál að stríða og játi að leita sér hjálpar, RAUNVERULEGRAR HJÁLPAR, þá er best fyrir þig að fá stuðning,  fara út og halda þig fjarri."

Dr Tara J. Palmatier, PsyD

Þetta var grein Dr. Tara J. Palmatier - en eins og þið eflaust sjáið þá virkar þetta í báðar áttir,  ekki þarf að vera um að ræða öll einkennin þarna og ég tek fram að þetta er ekki mín grein, en vissulega væri ég ekki að birta hana nema ég teldi hana eiga erindi.

 

Það má taka það fram hér að "sjálfhverfan" gæti verið  sprottin af miklu óöryggi.  Einnig ef að einhverjum tekst að "láta þér líða illa" ertu ekki að taka ábyrgð á eigin líðan heldur samþykkja það sem hinn aðilinn er að segja um þig.  Ef þú setur ekki mörk og segir STOP ert það þú sjálf/ur sem ert að "láta þér líða illa" -  ert s.s. meðvirkur og í grófasta falli haldin/n sjálfspíslarhvöt.  Þú telur þig ekki eiga neitt gott skilið, og ert búinn að "kaupa" það að þú sért ekki verðmæt/ur og eigir e.t.v. ekki gott skilið. 

Hlekkur á greinina http://shrink4men.wordpress.com/2009/01/30/10-signs-your-girlfriend-or-wife-is-an-emotional-bully/


mbl.is „Þú ert svo mikill aumingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Greinilega ofbeldi á hinn bóginn líka.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2013 kl. 13:04

2 Smámynd: Snorri Hansson

Líklega hefur umræðan verið of einhliða.

Snorri Hansson, 25.5.2013 kl. 16:05

3 identicon

Þakka þér innilega fyrir þessa grein. Hún opnar augu mín fyrir svo mörgu sem ég hef ekki áttað mig á.  Ég er víst partur af feðraveldinu og þar með talið aðili sem er inngróið í frá alda öðli að kúga konur, halda þeim niðri og beita þær ofbeldi.

Sjálfur situr maður oft á tíðum hræddur út í horni og skilur hvorki upp né niður í hlutunum.

Ragnar (IP-tala skráð) 25.5.2013 kl. 17:39

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég hef lengi beðið greina af þessu tagi.

Guðjón E. Hreinberg, 25.5.2013 kl. 19:59

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þú gætir kannski haft gaman af bókinni Raunir Kornelíu, um konu sem átti erfitt líf eftir kynferðisofbeldi af hendi sér eldri konu.

hún er á http://kornelia.not.is

Guðjón E. Hreinberg, 25.5.2013 kl. 21:56

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þakka fyrir áhugaverða fræðslu, kannski tekst okkur að komast upp í umræðu um hegðan einstaklinga óháð kynfærum með tímanum

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.5.2013 kl. 10:33

7 identicon

Aldrei má maður ekiki neitt

diddi (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 11:33

8 identicon

Þetta er helvítis þvættingur hjá þér Jóhanna. Meiri hluti karla eru ruddar og ofbeldisgaurar sem réttast væri að skera undan.

solla (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 22:48

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gaman að sjá, og mál þitt á eflaust stoð. Ég þekti konu sem lifði við andlegt og líkamlegt ofbeldi en hún þoldi það til handa börnum sínum.  Umburðarlyndi er ekki öllum gefið en það finnst hjá fólki.  

Hrólfur Þ Hraundal, 27.5.2013 kl. 00:11

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdir og viðbrögð, - að sjálfsögðu er ofbeldi á báða bóga, en eflaust er ofbeldið sem fer leynt oft hættulegra. "Ekki betri músin sem læðist en stekkur" eins og sagt er.

Smá hér til Hrólfs vegna athugasemdar hans: Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna. Að lifa við andlegt og líkamlegt ofbeldi eða hafa umburðarlyndi fyrir því er ekki góð fyrirmynd því þá kennir þessi kona börnunum sínum þá hegðun. Þ.e.a.s. að bera umburðalyndi fyrir ofbeldi. - Hún myndi vera þeim mun betri fyrirmynd að segja stopp við ofbeldinu.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.5.2013 kl. 12:34

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.5.2013 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband