Er fólk að leita lausna?

Mér sýnist að Alþingi sé orðið (eða hafi alltaf verið?) einhvers konar hringleikahús,  eða a.m.k. hringavitleysa og sé ekki að þar sé beitt lausnarmiðuðum aðferðum við að vinna úr málum.

Þessi aðferðafræði að hlusta bara á sjálfan sig eða sína flokksmenn gengur auðvitað aldrei upp. 

Svona myndi fólk aldrei leysa málin í vel reknu fyrirtæki,  hvað þá inni á heimili.

Ég kysi uppstokkun á kerfinu, alveg nýtt kerfi og einfaldara í anda fyrirtækis og vissulega væri hægt að kjósa fólk í stöður í því fyrirtæki.  Fólk er í mestu vandræðum með hvað það á að kjósa næst,  því kosningar, í núverandi kerfi,  breyta engu eða litlu.   

Systemið er úrelt og þess vegna kemur ekkert eða lítið gott út úr svona vinnubrögðum. 

 

Það er vont að fyrirmynd unga fólksins (sem Alþingi hlýtur að vera) sé svona pínleg. 

 

Varð að bæta við þessu myndbandi Chaplins - sem hefur farið í gegnum áhugaverðar breytingar, en ekki missir það marks við það. -  

Sameinuð stöndum vér,  sundruð föllum vér. 

 

 

 


mbl.is Fundað fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt það sem ég er alltaf að hugsa. Til hvers er þessi vitleysa. Ganga í púlt og lesa ritsmíðar, eða framkjafta úr huga sér, yfir oftast fámenni, og það flest með afturbæld eyru, í mótþróa, er auðvita' ekki til neins. Þetta eru fáránég vinnubrögð. Í besta falli á þetta fólk að kjósa úr sínum hópi eða úr öllum áttum hæfasta fólk til að fynna lausn á málum og fara svo eftir því. Ekkert alvöru fyrirtæki sem færi svona að, entist, nema þá kanski Íslenkst með bankann í vasanum

Kári (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 11:53

2 identicon

Framkoma alþingismanna/kvenna gefur til kynna meðal IQ á íslendingum. Þetta fólk væri ekki að vinna? þarna, ef við þjóðin hefðum ekki kosið þau til alþingis. Þetta er mjög mikilsvert að muna þegar næsti kosningadagur rennur upp. Þetta er mín skoðun.

jóhanna (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 15:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér eins og vanalega Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2012 kl. 16:50

4 Smámynd: K.H.S.

Kosningar okkar til Alþingis eru meðvirkni. Við kjósum eaf því við viljum ekki að hinn hafi betur. Þó svo við s+eum ekkert alltof hrifin af okkar liði.

K.H.S., 4.12.2012 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband