Smá Tarot lestur á laugardegi ...

 

Fyrirlovers-tarot-card.jpg mörgum árum fór ég að skoða Tarot spil, fór svo að leggja spil og las úr spilunum.  Þar sem við erum flest að glíma við svipuð vandamál, þá er ekkert skrítið að það sem lesið er passi vel, og svo er það þannig að hlustandinn heyrir það sem hann speglar sig í og tilheyrir honum, annað heyrir hann varla.

Svo neita ég því, að sjálfsögðu ekki, að ég hef næmni fyrir fólk og skynja stundum meira en hægt er að sjá með berum augum.

Það höfum við reyndar öll, ef við hlustum eftir því. 

Það sem kom mér á óvart þegar ég fór að skoða Tarot-spilin mín var að myndirnar voru margar beint upp úr Biblíunni, sumar mjög áberandi aðrar langsóttari. Biblían er auðvitað um allt milli himins og jarðar - og á himni og á jörðu reyndar líka.

Þetta spil: "The Lovers" þarf nú varla að útskýra mikið - þarna erum við mætt í aldingarðinn Eden með öllu (eða flestu) sem því tilheyrir. 

 

 

En hér ætla ég að tala aðeins um þetta spil:  "The Devil" - images.jpg

 Því að ég er ekki bara "menntuð" í Tarot, heldur líka í guðfræði og er meðferðaraðili hvað meðvirkni varðar.  En meðvirkni er eitt stærsta mein samfélagsins og ég er ekki í vafa að mikið af okkar vandamálum væru leyst ef að við værum ekki svona meðvirk. 

Sá/eða sú meðvirka lifir ekki fyrir sjálfa sig, eiginlega týnist og verður ósýnileg/ur og veit best hvað öllum er fyrir bestu - en gleymir sjálfri/sjálfum sér.  Athyglin er öll út á við og ekkert inn á við.

Dæmi: kona sem er svo upptekin af manninum sínum og að sinna hans þörfum, löngunum og væntingum að hún gleymir að spyrja sig um sínar væntingar, þrár, langanir.  Svo þegar það hefur gengið lengi, er hún oft hætt að sinna sér, virða sig og elska, og þá er makinn sem hana langaði svo að halda í farinn að koma fram við hana á sama hátt og hún kemur fram við sjálfa sig. - Af óvirðingu.

Ég get ekki farið í öll einkenni meðvirkni hér, - en ég ætla nú að fara að lesa í þetta spil DEVIL 

Þarna gæti eins staðið SJÁLFSKAPAR- VÍTI  

Þetta par er búið að koma sér í aðstæður þar sem það hlekkjar sig við  Djöful, eða einhvers konar ófreskju.  Það er ekki að reyna að komast í burtu, stendur bara rólegt og virðir tilveruna fyrir sér. 

Í raun er keðjan svo víð um hálsinn að hvor aðilinn um sig gæti smeygt keðjunni af sér. Spilið táknar því líka fíkn - fíkn sem heldur okkur niðri vegna eigin ákvarðana og vals. 

Fíkn sem er ásköpuð. 

Hún getur birst í öllum myndum. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, býst við að flestir séu búnir að átta sig á hvað þetta þýðir, en spurningin er:  Hvað heldur þér niðri? - Eru það hlekkir sem þú heldur í eða halda þeir þér? - 

Það eru til ýmsar leiðir til að takast á við lífið, - samþykkja það sem við fáum ekki breytt og fara að elska það og gera það besta úr því,  breyta því sem við getum breytt.  

Í æðruleysisbæninni er Guð beðinn um að gefa okkur vit til að greina þarna á milli, - það má líka biðja Guð um að hjálpa sér í hvoru sem er; að breyta hlekkjum í blómsveiga og losa hlekki sem eru of þungir fyrir okkur að lyfta. 

- Prédikun og Tarotlestri lokið í dag -  Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enn og aftur ertu Frábær Jóhanna mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig og góða nótt ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2011 kl. 22:40

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.10.2011 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband